Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 T t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, AÐALBJÖRN KRISTBJARNARSON, er látinn. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. nóvember kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Ellen Aðalbjarnard. Maastad, Svein Maastad, Jóhann Aðalbjarnarson, Yordanos Afework, Unnur, Erik og Morten. t Útför móðurbróður míns, ÓLAFS ALBERTSSONAR, frá Hesteyri, síðast til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði, fer fram frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 27. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkað, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á minningarsjóð um foreldra hans hjá Slysavarnafélagi íslands. F.h. systra hins látna og annarra ættingja og vina, Hans Hilaríusson. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa JÓNS JÓHANNSSONAR, Mímisvegi 2, Reykjavfk, Ásta Þorbjörnsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barna- barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og út- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, SIGURÐAR SIGURGEIRSSONAR. Pólfna Guðmundsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Sigrún Sigurðardóttir, Anna S. Sigurðardóttir, Guðrún R. Siguröardóttir, Kjartan Sigurðsson, Haraldur Sigurðsson, Pétur Sigurgeirsson, Svanhildur Sigurgeirsdóttir, Guðlaug Sigurgeirsdóttir, og barnabörn. Halldór M. Gunnarsson, Særún Jónasdóttir, Sólveig Ásgeirsdóttir, Sigmundur Magnússon, t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns míns, fööur, tengdaföður, afa, og langafa, REINHARDTS REINHARDTSSONAR Æsufelli 2. Ólöf Önundardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir sendum við öllum er sýndu okkur samhúð og hlýhug við andlát og útför SIGURÐAR SVEINSSONAR, Engihlfð 14. Margrét Ágústsdóttir, Sfmon Gissurarson, Linda Sigurðardóttir, Eirfkur Sigurösson. t Þökkum hjartanlega vináttu ykkar og samúð við andlát og jarðarför MAGNÚSAR EINARSSONAR, Laugum. Bræöur, mágkonur, bræðrabörn og tengdabörn. Ragnhildur Bjama- dóttir — Minning Fædd 18. apríl 1893 Dáin 9. nóvember 1986 Ragnhildur Bjamadóttir var ein þeirra sem lagði meir af mörkum til annarra en hún viðtók. Þótt hennar verði ef til vill ekki getið í annálum eða sögubókum hefur hún haft jákvæðari áhrif en margir frægari menn. Því gleði hennar, gjafmildi og hressileiki smitaði út frá sér og hefur verið og er mörgum góð fyrirmynd um það hvemig beri að lifa lífinu með reisn. Ég var hjá henni nokkrum dögum áður en hún lést og útskýrði fyrir henni hvers vegna mér fannst líf hennar hafa verið mikilvægt. Ég gerði það meðal annars vegna þess að mér fannst eins og hún sjálf legði ekki mikið uppúr því. Ef til vill vegna þess að hún var mjög lítillát og hógvær kona. Ég sagði henni að ég væri þar að auki mjög þakklátur henni því ef hún hefði ekki lifað hefði Helga kona mín og sonardóttir hennar ekki orðið til. Heldur ekki sólargeislinn hennar, Ragnar litli, næst yngsti sonur minn, sem fékk nafn í höfuðið á langömmu sinni meðal annars vegna þess að hún var þess fullviss að hann yrði strákur. Ég sagði henni að góðu gjörðir hennar mundu lifa í minningum fólks og í breytni þeirra og hún mundi lifa sterklega í gegnum afkomendur sína, þá ekki síst litla nafna sinn. Við þetta brosti hún og virtist öll hin sáttasta. Ég kynntist Rögnu, eins og hún var kölluð, fyrst á menntaskólaár- unum þegar ég las undir próf á Landsbókasafninu þar sem hún vann í fatageymslunni. Seinna meir styrktust þau kynni er ég vann að ýmsum rannsóknarverkefnum fyrir háskólanám mitt í Bandaríkjunum. Ragna stakk mikið í stúf við al- varleikann, oft uppgerðan, og þyngslin á Landsbókasafninu. Hún var alltaf ljómandi af gleði og fersk- leika og fljót að koma fólki í gott skap ef það á annað borð var mót- tækilegt fyrir jákvæðri hvatningu. En það sem mest er minnisstæðast frá starfi hennar var viðhorf hennar gagnvart því. Þótt starfíð hafi í augum margra ef til vill ekki verið mjög hátt skrifað í þjóðfélaginu sinnti hún því af reisn og ábyrgð og það var næstum því hátíðleg athöfn þegar maður lét hana Rögnu fá yfirföt sín eða bað um þau. Og hún hafði einstakt lag á því að láta fólki finnast að það væri sérlega velkomið í þetta „musteri" fræði- mennskunnar, jafnvel strákpjakka úr menntaskóla sem voru vart komnir uppí lestrarsal þegar þeir dottuðu yfir skruddunum. Ragna var elsti flokksfélaginn í flokknum mínum, Flokki mannsins. Fyrst hélt ég að hún hefði verið að gera henni Helgu minni til geðs en komst fljótt að því að Ragna var flokksfélagi af lífi og sál. Hún fylgd- ist vel með þjóðmálum og fannst einfaldlega.nauðsyn á því að styðja eitthvert göfugt hugsjónaafl sem gæti komið hér á manneskjulegu þjóðfélagi. Enda rak hún mikinn áróður fyrir flokkinn á elliheimilinu í Lönguhlíðinni þar sem hún bjó. Og hún sagðist ekki ætla að fara úr þessari veröld fyrr en hún væri þó búin að kjósa flokkinn sinn. Enda var hún við sæmilega heilsu fram yfír kosningamar síðustu. Með þátttöku sinni í flokknum sýndi hún enn einu sinni að hún lét sig varða þjóðfélagið og velferð ann- arra jafnvel þegar hún var það vel komin til ára sinna að flestir hefðu algjörlega dregið sig í hlé frá þjóð- félagsumræðunni. Ragna gaf af sér fram á síðustu stund. Betri fyrirmynd um góða manneskju er ekki hægt að biðja um. Ef ég ætti að skrifa eftirmála um Rögnu í einni setningu yrði hann á þessa leið: „Þetta var lífsglöð manneskja og tilvera henn- ar skipti miklu máli.“ Pétur Guðjónsson Asta Sigmjóns- dóttir - Minning Fædd 9. janúar 1897 Dáin 17. nóvember 1986 Ásta Siguijónsdóttir, amma mannsins míns og langamma dætra minna, lést á Borgarspítalanum 17. nóvember sl. Amma Ásta er mér minnisstæð- ust sem ættmóðir sem var stolt af sínu fólki. Hún efaðist aldrei um að böm hennar, bamaböm og svo bamabamaböm væm best. Samt fann ég aldrei annað en hlýju í minn garð þótt ég væri bara tengdabam hennar. Og ég held að hin tengdaböm hennar geti tekið undir það. Ásta treysti bömum sínum til að velja sér maka. Ásta átti þijú böm, Ragnar, Ástu og Ásgeir, tíu bamaböm og sex bamabamaböm. Nú eru afkomend- ur hennar dreifðir út um allan heim, í þremur heimsálfum. En Ásta fylgdist vel með þeim öllum og gat alltaf sagt okkur nýjustu fréttir af þeim. Ásta hafði miklar áhyggjur af bömum nútímans. Skildi ekki hvemig við nútímamæður gætum verið að heiman frá bömum okkar við nám og störf. Okkur ungu kon- unum fannst hún gamaldags. En kannski var hún bara raunsæ; sá að frelsi okkar kvenna liggur ekki í margfaldri vinnu. Hún valdi sjálf húsmóðurstarfíð þegar henni bauðst að taka að sér rekstur Sam- komuhússins á Akureyri. Það hlýtur að hafa verið sárt, en þegar hún sagði okkur frá þessu var hún stolt. Ásta bjó við mikið baraalán og átti góða ævi. Hún ólst upp á Homafírði, en bjó lengst af á Ákur- ejri með manni sínum, Karli Ásgeirssyni símritara, sem nú lifir í hárri elli. Síðustu árin bjuggu þau í Reykjavík. Ég kveð þessa glæsilegu konu með virðingu og þökk. Ragnheiður Margrét Guð- mundsdóttir Birting a fmælis- og minningargreina Morgrinblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Blómabúöin C^(é '44Mm Hótel Sögu sími12013 Blóm og skreytingar gjafavörur heimsendingar- þjónusta HRINGDU og fáðu áskriftargjöldin skuldfærð á greiðslukorta TH7nnn^Tmr:im.nirTrw SIMINN ER 691140 691141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.