Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 37 Athugasemd vegna ummæla í fjölmiðlum eftir Guðríði B. Helgadóttur Síðbúinn aðalfundur Búnaðar- sambands A-Húnavatnssýslu var haldinn á Blönduósi þ. 5. nóvember sl. og stóð frá hádegi til kl. 3 að nóttu. Jóhannes Torfason bóndi á Torfalæk, formaður BSAH og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins m.m., átti viðtal við fréttamann í hádegisútvarpi daginn eftir. Sá málflutningur var að mínu mati mjög villandi og rangur. Svo ég finn mig knúða til að koma á framfæri nokkrum athugasemdum, ef ein- hverjir vildu hafa það er sannara reynist. Hér er um stórmál að ræða, sem varðar byggð í þessu landi í bráð og lengd, bæði til sjávar og sveita og kaupstaðabúar verða að fara að taka afstöðu til. „Stefnan" í landbúnaði nú er að gera stóru búin stærri og fækka bændum um helming, þ.e. 2.000 bú. Afköst síðasta verðlagsárs lofa miklu um að það takist, með verð- skerðingu og fjárdrætti frá með- albúunum, án tillits til lögboðins verðlagsgrundvallar, viðmiðunar- kaups eða aðstæðna. Jóhannes á Torfalæk sagði í þessu viðtali, að bændur hefðu ekki bent á önnur úrræði eða komið með ákveðnar tillögur til framleiðslustjórnunar, aðrar en þær sem nú er verið að fram- kvæma. Þetta er alrangt. í þau sl. 25 ár sem ég hef haft bein afskifti af búskap og fylgst vel með málefnum bænda, og allt fram á þennan dag, hafa bændur hvað eftir annað og margítrekað gert bókaðar samþykktir á fundum, í búnaðarfélögum, Stéttarsam- bandsfundum, Búnaðarþingi o.fl. o.fl, sem vitna má til, er komið gæti í veg fyrir þessa svokölluðu „offramleiðslu". Ef stjórnvöld hefðu verið samstíga. Meira að segja var kvótakerfíð næstum kom- ið til framkvæmda, eftir mikla og dýra útreikninga, þegar því var klúðrað eins og öðru í meðförum framkvæmdavaldsins. Hefði þó orð- ið snöggtum skárri kostur heldur en sú holskefla sem nú dynur yfir. Jóhannes líkti einnig landbúnað- NÝ smurbrauðsstofa hefur verið opnuð í Keflavík, Smurbrauðs- stofan, Hafnargötu 19. Eigendur hennar eru þær Jóhanna K. Marí- usdóttir og Hrefna Björg Óskarsdóttir. Smurbrauðsstofan býður upp á brauð við öll tækifæri svo sem snittubrauð, brauðtertur, osta- „Ég og- margir fleiri hafa oft og mörgnm sinnum, bæði í ræðu og riti, bent á hina leiðina, að minnka stóru búin niður í hóflega stærð. inum við sjúkling, sem sumir læknar vildu skera upp, aðrir ekki. — Og lái þeim hver sem vill. Því ef Jóhannes á Torfalæk og hans skoðanabræður, halda áfram að skera hjartað úr íslenskum land- búnaði og láta öllum þorra bænda blæða þar út í gegn, þá er dýru verði keypt framlenging lífs um stund, þeirra fáu sem eftir verða. Eða þangað til þeir átta sig á því að stórbúskapur er dýrari í rekstri og óhagkvæmari en meðalstóru fjölskyldubúin, sem halda landinu í byggð og mynda samfélag. Ég og margir fleiri hafa oft og mörgum sinnum, bæði í ræðu og riti, bent á hina leiðina, að minnka stóru búin niður í hóflega stærð. Þá yrði landbúnaður í fullum gangi um land allt og tiltækur þegar rýmkast um sölu afurð- anna innan lands og utan, með markvissri markaðssetningu og átaki í sölumálum. Enginn ber á móti því að hægt er að framlfeiða á nokkrum verk- smiðjubúum alla þá landbúnaðar- vöru sem þjóðin neytir við núverandi aðstæður á innan- landsmarkaði. — En áhættan er mikil. Af fjölmörgum ástæðum. Og ekki má mikið útaf bera, svo óbæt- anlegt tjón hlytist af. Og mikil væri sú sóun verðmæta sem eftir yrðu í eyddum byggðum landsins. — Geigvænlegur sá kostn- aður að stofna ný fyrirtæki og byggja upp fyrir allt þetta fólk, sem flytjast yrði af landsbyggðinni til Reykjavíkur, þangað sem öllu er stefnt. Því þorp og kauptún missa einnig sameiginlegan grundvöll til búsetu, með aflögðum atvinnutæki- færum. Búsetan í þessu landi er nefni- lega ekkert einkamál bænda, þó sumir virðist halda það. Samkvæmt heimildum frá Hag- bakka, ostapinna, heilar og hálfar sneiðar og kabarettsneiðar. Einnig er hægt að fá sér hress- ingu í húsakynnum Smurbrauðs- stofunnar, kaffi eða kakó, heitar vöfflur og smurt brauð. Opið er alla daga vikunnar frá kl. 10.00 til 20.00. stofu íslands var verðmæti búvöru- framleiðslunnar árið 1984—85, þ.e. verð til bænda, 6 milljarðar og 598 milljónir króna. Eða sem svaraði 25% af niðurstöðutölum fjárlaga ríkisins 1985. Smásöluverð til neyt- enda er langtum hærra, vegna gífurlegs milliliðakostnaðar. Árið 1984 var fluttur út iðn- vamingur framleiddur úr hráefni frá landbúnaðinum fyrir 1 milljarð og 199 milljónir kr. sem var 81,3% alls iðnaðarútflutnings það ár, að frátöldu álmelmi, kísiljámi og kísilgúr, en 19% ef það er meðtalið. Atvinna í úrvinnslu og þjónustu- greinum tengdum landbúnaði snertir því marga og verslunin miss- ir einnig spón úr aski, _ þegar landbúnaður dregst saman. Á innan við 4.000 jörðum vinna um 8% þjóð- arinnar á þessum tíma og skapa öll þessi verðmæti, svo bændur þurfa síður en svo að fara í felur með sinn hlut í þjóðarbúskapnum. Og allt þetta tal um styrki og ölmus- ur til bænda er helber uppspuni og atvinnurógur, því bein og óbein gjöld og framlög bænda til þessara sjóða og kerfisins í heild riema margfalt hærri upphæðum. Bændur hafa verið, em og verða alltaf frem- ur veitandi en þiggjandi. Það liggur í eðli starfsins. Bæði hvað varðar menningu og mat. Ég beini þessu máli mínu sér- staklega til kaupstaðafólks til glöggvunar og fróðleiks, þvi ég hef orðið vör við að það er býsna fá- kunnugt um þessi mál, að öðm en því sem ónefnt dagblað hefir vísvit- andi logið og rangfært til ófræging- ar bændum og ills fyrir þjóðina. Bændur eiga að vita betur, þó þeir sýni þess lítil merki stundum. En við emm öll á sama báti og verðum að róa vel á bæði borð, ef landi skal náð og standa traustum fótum á eigin gmnd. Það fylgja nefnilega fleiri ólög á eftir. Heildsalaveldið bíður eftir tæki- færi til innflutnings á búvömm, samanber stefnuyfirlýsingu Versl- unarráðs Islands á aðalfundi félags- ins þ. 6. mars sl. þar sem segir orðrétt: „Þessvegna ber að stefna að því að gera innflutning bú- vöru fijálsan.“ Og það skulu menn athuga fyrir- fram, að bændagreifamir með stórgróðasjónarmiðin keppa ekki við niðurgreiddan innflutning til þess að tapa á framleiðslunni. — Þeir snúa sér þá bara að öðm arð- bærara. Og innfluttar landbúnaðar- afurðir myndu hækka fljótt í verði, eftir því sem þörfin yrði brýnni hér innanlands. Þvingunarráðstöfunum er auð- velt að beita við allslaust og svelt- andi fólk og fáa veit ég sem kysu viljandi yfir sig aftur veldi á borð við einokunarverslunina forðum. Stórbændur þeirrar tíðar skirrðust heldur ekki við að leiða út snemm- bæm fátæku ekkjumar með bömin mörg. — Og hjörtum mannanna svipar saman að fomu og nýju. Áðflutningsbann er líka þekkt fyrirbrigði, sem þeir vfluðu ekki fyrir sér að beita okkur, „vinir“ okkar Bretar og Bandaríkjamenn, þegar þvingað var upp á ríkisstjóm þessa lands og vordögum 1941 her- setusamningnum illræmda, við brotna stjómarskrá og heimildar- leysi, — „að ósk stjómvalda“, eins og bókað var. Víghreiður hemámsliðsins höfum við enn, eins og líkþrá á íslensku holdi svo dauninn leggur frá meng- aðri og dvínandi þjóðemiskennd. Þrýst hefir verið á um gerð herflug- vallar við Sauðárkrók og lóran- stöðva — keðjan umlykur landið. Enn er ekki séð hveiju verði þau mannvirki verða keypt sem bijóst- vöm og árásarstöðvar fyrir Banda- ríkin, enda verður þar .enginn til frásagnar um fyrsta skotmark, ef til átaka kæmi. Hvalveiðimálið o.fl. hversdagsleg viðfangsefni sýna að við þurfum á allri okkar reisn og kjarki að halda óskertum. „Og hollt er heima hvað.“ Það að ég ávarpa Jóhannes á Torfa- læk einan með nafni, er aðeins vegna þess að hann hefur orðið fyrir því óláni að lenda í forsvari fyrir alranga og stórhættulega stefnu, sem hver ábyrgur og hugs- andi maður hlýtur að vara við og reyna að koma í veg fyrir að nái fram að ganga, áður en stórslys hlýst af. Við erum komin á brún hengiflugs og verðum að spyma við fótum. En þessi mál er ég tilbúin að ræða við hvem sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Menn, sem persónur og einstakl- inga ræðst ég ekki á að fyrra bragði, en met að verðleikum og virði eftir því. Skrifað 7. nóvcmber 1986. Höfundur er búsettur í Austurblíð í Austur-Húnavatussýshi. Margt eldra fólk ó í ertiðleikum með að ganga upp og niður stigana ó heimilum sínum. Stigalyftur eru svarið við þessu vandamóli. Einfaldar og öruggar í notkun, auðveldar í uppsetningu og mjög fyrirferðarlitlar milli notkunar. 6jörið svo vel að hringja í okkur eða fyllið út seðilinn hér að neðan og sendið. Við veitum fúslega allar nónari upplýsingar. X.................................. Vinsamlegost sendið mér ón allro skuldblndlnga upplýslngar um stigalyftur fró lyftudeild Héðins. Nafm Helmlllsfano: Stoður: Síml:_________________ k-.................... = HEÐINN = lyftudeild Seljavegi 2 121 Reykjavík Box512 Sfmi 24260 Hrefna Björg Óskarsdóttir og Jóhanna K. Maríusdóttir í nýju smur- brauðsstofunni að Hafnargötu 19 í Keflavik. Ný smurbrauðsstofa í Keflavík I Al l i Á c O w e u Vegna gífurlegrar aðsóknar verður auka- sýning á þessari stórkostlegu skemmti- dagskrá Ladda á Sögu föstudaginn 28. nóv. og 5. des. Miða- og borðapantanir daglega frákl. 16—19 í slma 20221. GILDIHF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.