Morgunblaðið - 26.11.1986, Page 32

Morgunblaðið - 26.11.1986, Page 32
^32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 „Húsgagnið“ verð- ur á sínum stað! SJALLINN opnar á ný annað kvöld. Nú er unnið að því að snyrta í húsinu; fjöldi fólks vinnur að þvi að breyta og bæta, mála, teppa- leggja og fleira sem nauðsynlegt þótti. Ólafur Laufdal, hinn nýi eig- og benda á að staðurinn hafi ekki andi Sjallans, er nú norðan heiða til að fylgjast með gangi mála og í gær kom eina lifandi „hús- gagnið" f Sjallanum í heimsókn þegar blaðamaður staldraði þar við. Hér er að sjálfsögðu átt við Ingimar Eydal, hljómslistarmann, sem enn einu sinni hefur verið ráðinn að Sjallanum. Hljómsveit Ingimars mun leika þar fyrir dansi tvö til þijú kvöld í viku. Heyrst hefur að búið sé að búa til nýjan málshátt: „Enginn er Sjalli án Ingimars." Ingimar byijaði að leika í Sjallanum árið 1963 og hefur verið þar meira og minna síðan - hann tók sér að vísu frí sfðastliðinn vetur er hann dvaldi í Reykjavík. Þykir sumum sýnt að Sjallinn gangi ekki án hans orðið langlífur eftir að hann fór! Ingimar man tímana tvenna í poppinu. Hann sagðist, í samtali við blaðamann í gær, hafa byijað fyrir bítlatímabilið, og hefði frá upphafi einsett sér að vera alltaf með nýjustu lögin á dagskrá hljómsveitarinnar. „í þessum bransa verður að leika „lista- popp„. Annað gengur ekki. Ég er elstur í hljómsveitinni en samt mesti talsmaðurinn fyrir nyjum tónlistarstefnum," sagði hann. Sem sagt: Ingimar verður kominn á sinn stað á sviði Sjallans um helgina. Húsið opnar eins og áður sagði annað kvöld og þá verður það Liberty Mountain og hljóm- sveit sem treður upp með “Pres- ley“-sýningu. Ingimar Eydal hefur veríð kall- aður „húsgagnið" eftir ára- langt starf í Sjallanum. Skíðamenn gleðjast: Opið í Hlíðar- Sjö umsóknir um starf hita- veitusljóra SJÖ höfðu sótt um stöðu Hita- veitustjóra á Akureyri í gær, en umsóknarfrestur rann út á mið- nætti síðastliðnu. Veitustjórn mun væntanlega ræða umsókn- irnar á fundi sínum í dag og líkur eru á að hægt verði að ákveða á fundi bæjarstjómar næstkom- andi þriðjudag hver verði ráðinn. Úlfar Hauksson hagsýslustjóri og Tómas Hanson tæknistjóri hafa stýrt Hitaveitunni síðan Wilhelm V. Steindórsson lét af störfum. Hvorugur þeirra er meðal umsækjenda. Kiwanis gefur FSA ýmis tæki UM helgina afhentu Kiwanis- menn á Norðurlandi Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureýri tæki að gjöf. Peninga til tækjakaupanna var safnað með merkjasölu síðastliðinn vetur - á svæðinu frá Blönduósi austur í Vopnafjörð. Tækin sem voru afhent verða öll notuð á Bæklunardeild. Þau eru; áhöld til ytri stuðnings á brotnum smábeinum, lengingartæki fyrir smábein, fræsari til notkunar við gerviliðsaðgerðir í mjöðm, stingsög til notkunar við beinaaðgerðir, stoð til notkunar við liðspeglun, töng til að klippa liðþófa í hné, vatnsdæla ásamt fylgihlutum og meitlasett. Foreldrafélag Glerárskóla: Aðstaða til leikja á skólalóðinni af skomum skammti Á AÐALFUNDI í foreldrafélagi Glerárskóla sem haldinn var ný- lega var samþykkt að skora á bæjaryfirvöld að beita sér fyrir því að framkvæmdir á lóð Gler- árskóla verði tafarlaust hafnar. í bréfi félagsins til bæjaryfír- valda segir: Eins og fram kom í bréfi okkar frá í febrúar þá er að- staða til leikja og afþreyingar á skólalóðinni af mjög skomum skammti, sérstaklega hvað varðar yngri bömin. Foreldrar eru reiðu- búnir að leggja fram vinnu á skólalóðinni til þess að flýta fram- kvæmdum." Á aðalfundi foreldrafélagsins var kosin stjóm og er hún þannig skip- uð: Þorey Eyþórsdóttir er formaður, Guðrún FWmannsdóttir ritari, HelgaÁsg. Thorlasíus ritari, Gunn- ar Hallsson gjaldkeri, Margrét Sigurðardóttir spjaldskrárritari og meðstjómendur eru Vijborg Aðal- steinsdóttir og Sunna Ámadóttir. Snjóflóð við Stóru Tjarnir SNJÓFLÓÐ féll á veginn skammt austan við Stóru-Tjarnarskóla snemma í gærmorgun. Það var um 100 metra breitt. Vegurinn var ruddur fljótlega upp úr há- deginu og varð þá fær á ný. fjalli um helgina MENOR um Norðurland með skemmtidagskrá UM NÆSTU helgi verður skíða- land Akureyringa í Hlíðarfjalli opnað í fyrsta skipti í vetur. „Það er búið að snjóa feikilega mikið þannig að við ákváðum að opna á laugardaginn," sagði ívar Sigmundsson umsjónarmaður Skíðastaða í gær. Opið verður frá kl. 10.30 til kl. HERRAKVÖLD KA verður hald- ið í fyrsta skipti í KA-heimilinu á föstudagskvöldið kemur. Eins og ráða má af nafninu er hér einungis um karlaskemmtun að 15 bæði á laugardag og sunnudag „ef ekki verður vitlaust veður,“ eins og ívar sagði. Nýja lyftan, sem sett var upp í sumar, verður opin um helgina. „Við ætlum að keyra hana til reynslu um helgina en hún verður svo formlega vígð um aðra .helgi," sagði ívar. ræða. Elmar Geirsson tannlæknir, fyrrum leikmaður með KA, kemur úr Reykjavík og verður veislustjóri og Kristinn G. Jóhannsson listmál- ari og skólastjóri ræðumaður kvöldsins. FÉLAGAR í MENOR, Menning- arsamtökum Norðlendinga, hafa sett saman dagskrá sem ferðast á með um Norðurland. Hér er um að ræða djasshljómsveit, en með henni verða fleiri í för. Haukur Ágústsson á Akureyri, formaður MENOR, er söngvari hljómsveitarinnar en aðrir meðlimir eru þessir: Guðjón Pálsson á Hvammstanga sem leikur á píanó, Feilicty Elsom-Cook, bresk stúlka sem kennir við Tónlistarskólann á Akureyri og leikur á saxafón, Gunn- ar Randversson Akureyri sem leikur á bassagítar og Einar Gunnar Jóns- son, Akureyri, sem leikur á trommur. Með hljómsveitinni verður Herdís Jónsdóttir, sem leikur á fiðlu og sprellar, Skúli Sigurðsson sem sýnir djassdansa auk þess að steppa en Skúli er sá eini á Norðurlandi sem leggur stund á steppdans - a.m.k. var Hauki formanni Ágústs- syni ekki kunnugt um fleiri. Þá er Óm Ingi Gíslason í hópnum. Hann sér um kynningar og verður einnig með uppákomur á samkomunum. Hópur þessi var með hálfgerða „generalprufu" á Dalvík um síðast- liðna helgi. Hópurinn fer svo um næstu helgi vestur fyrir Trölla- skaga, verður á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga á föstudag, laugardag og sunnudag. 5. og 6. desember verður hópurinn svo á Húsavk og Skjólbrekku og sunnudaginn 7. desember væntan- lega á Akureyri. Haukur Ágústsson sagði að meiningin væri að um samvinnu heimamanna og gesta yrði að ræða varðandi þessar uppákomur. „Þeir verða með innlegg í samkomuna. Við ætlum með þessum samkomum að efla samvinnu frekar en þetta verði einungis skemmtiprógram okkar gestanna. Þetta verður líka kynning á MENOR í hvert skipti," sagði Haukur. Húsmæður á Akureyri Hafið þið áhuga á að fá ykkur morgungöngu sem borgar sig? Hafið þá samband við af- greiðslu Morgunblaðsins á Akureyri. Sími 23905. Morgunblaðið á Akureyri Hafnarstræti 85, sími23905. * Islenski dansflokk- urinn í heimsókn ÍSLENSKI dansflokkurinn kemur í heimsókn til Akur- eyrar um helgina og verður það í fyrsta skipti i 13 ár sem flokk- urinn kemur hingað. Flokkurinn verður með sýningu á föstudags- og laugardagskvöld. Þær hefjast kl. 20.30. Sýndur verður hluti úr sýningunni „Stöð- ugir ferðalangar" sem sýndur var síðastliðinn vetur og einnig atriðið Duende sem flokkurinn er með á fjölunum þessa dagana. Flokkur- inn verður aðeins með þessar tvær sýningar hér á Akureyri að þessu sinni. Þess má geta að síðasta sýning á Dreifum af dagsláttu verður á sunnudaginn kl. 15.00 í Alþýðu- húsinu. Marblettir verða svo sýndir á sunnudagskvöld og verð- ur það síðasta sýning fyrir jól. Herrakvöld KA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.