Morgunblaðið - 26.11.1986, Side 43

Morgunblaðið - 26.11.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 43 Stöð 2 ásakar RUV um falsanir -Leggjum áherslu á að ríkisútvarpið nær til allra landsmanna, segir Markús Orn Antonsson SJÓNVARPSSTJÓRI Stöðvar 2, Jón Óttar Ragnarsson, sagði í samtali við Morgunblaðið, að i raun væri það fölsun hjá ríkisút- varpinu, þegar það í auglýsing- um i dagblöðunum sýndi linurit, þar sem borin er saman hlustun i landinu öilu, þótt Stöð 2 nái aðeins tij höfuðborgarsvæðisins. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri sagði i samtali við Morgun- blaðið, að ríkisútvarpið vildi leggja áherzlu á að það næði til allra landsmanna og að auglýs- endur gætu útbúið auglýsingar sinar með tOliti til þerss. „Að mínu áliti höfum við verið mjög sanngjamir í samkeppni okk- ar við RUV, en þetta er í fjórða skiptið sem RUV reynir að klekkja á okkur," sagði Jón Óttar. “Fyrst reyndi RUV að útiloka Stöð 2 frá leiðtogafundinum, í öðru lagi reyndi RUV að koma í veg fyrir samninga Stöðvar 2 við World Television News, þaðan sem allar erlendar fréttamyndir koma. í þriðja lagi hefur Utvarpsráð fært fréttatíma sjónvarpsins fram og aftur eftir því sem Stöð 2 hefur ákveðið hveiju sinni og í ijórða lagi nú viðvíkjandi könnun Félagsvísindastofnunar. Grundvallarregla í slíkum könnun- um er að samanburðarsvæðin séu hin sömu og fínnst mér spuming um hvort þessar auglýsingar RUV séu ekki brot á reglum um eðlilega viðskiptahætti," sagði Jón Óttar. Markús Öm Antonsson, útvarps- stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið að Ríkisútvarpið hefði lagt á það áherslu í auglýsingum sínum, sem beint er til auglýsenda, að dag- skrá RUV nái um allt land. „Aug- lýsendur em auðvitað að útbúa sínar auglýsingar með tilliti til þess að ná sem víðast um landið. Við miðum við landið allt vegna þess að við erum að höfða til auglýsenda í þessum auglýsingum okkar í dag- blöðunum." Markús bætti því við að þegar könnunin var birt, hefði Jón Óttar sent frá sér fréttabréf þar sem hann sagði að niðurstöður könnunarinnar væm orðnar úreltar, þá átta daga gamlar. • „Hann sagði jafnframt í fréttabréfínu að eigin kannanir Stöðvar 2 sýndu að nýja sjónvarps- stöðin væri að ná undirtökum á Ný verslun, Gulleyjan HINN 1. nóvember sl. hóf ný verslun, Gulleyjan, starfsemi i Ingólfsstræti 2, við horn Banka- strætis í fyrrverandi húsnæði Pennaviðgerða. Gulleyjan mun bjóða upp á úrval af tískuskrauti, tískuúmm, skart- gripum, snyrtivömm, m.a. frá Crabtree og Evelyn, kvenleðurtösk- um, leðurbeltum og gjafavömm fyrir dömur og herra. Eigandi hinnar nýju verslunar er Sveinn Aðalsteinsson viðskipta- fræðingur og verslunarstjóri Níelsa Magnúsdóttir. Níelsa Magnúsdóttir og Sveinn Aðalsteinsson í nýju versluninni sem ber nafnið Gulleyjan. sjónvarpsmarkaðnum. Þá leyfir maður sér að spyrja hvað séu fals- anir og hvað ekki.“ Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi fréttatilkjmning frá Fé- lagsvfsindastofnun: „Að gefnu tilefni vill Félagsvísindastofnun upplýsa að allar útvarps- og sjón- varpsstöðvar landsins og Samband íslenskra auglýsingastofa em aðilar að fjölmiðlakönnunum stofnunar- innar. Félagsvísindastofnun mælir hlustun á útvarp og notkun sjón- varps um land allt meðal íbúa á aldrinum 15 til 70 ára, samkvæmt samkomulagi við ofangreinda aðila. Til að mæla notkun unglinga og bama undir 15 ára aldri og fólks yfír 70 ára aldri er, af aðferðafræði- legum ástæðum, æskilegast að gera sérkannanir, og er nú unnið að undirbúningi slíkra kannana á veg- um stofnunarinnar. í skýrslum stofnunarinnar em niðurstöður fjölmiðlakannana sett- ar fram á tvo vegu. Annars vegar fyrir landið allt og hins vegar fyrir samkeppnissvæðin (þar sem báðar sjónvarpsstöðvar sjást eða þar sem allar útvarpsstöðvar heyrast). Ef menn vilja vita til hve margra not- enda hver stöð nær er eðlilegt að gera samanburð fyrir landið allt, en ef menn vilja meta hljómgmnn einstakra stöðva meðal almennings er eðlilegt að gera samanburð með- al þeirra sem ná öllum þeim stöðv- um sem bera á saman. Félagsvísindastofnun getur ekki blandað sér í ágreining um túlkun niðurstaðna fjölmiðlakannana. Ef niðurstöður væm falsaðar eða rang- lega farið með tölur úr könnunum þessum gilti öðm máli. Til slíks hefur þó ekki komið svo stofnunni sé kunnugt." „Villti baróninn“ - ný skáldsaga eftir Victoriu Holt KOMIN er út skáldsagan „Villti baróninn" eftir Victoria Holt. Þetta er 19. bók höfundar, sem Bókaútgáfan Hildur gefur út. Sagan segir frá ungri, enskri stúlku, sem er síðasta afsprengi frægrar ættar listmálara, sem aðal- lega hafa málað smámyndir, „miniat- ures“. Sagan gerist á tímum frönsku stjómarbyltingarinnar og á þeim tíma var ekki til siðs, að konur stund- uðu slík störf. Faðir hennar er kvaddur til Frakk- lands, til að mála slíkar myndir fyrir voldugan barón. Hann er farinn að missa sjónina, svo að Kata fer með honum og það er hún sem málar myndimar. Baróninn styður hana og hjálpar henni til að koma undir sig fótunum á listasviðinu. En jafnframt mætir hún örlögum sínum í Frakklandi. Bókin er 217 blaðsíður að stærð. BETRA BRAGÐ OG MEIRI NÆRING. Matseld dagsins þarf ekki alltaf aö taka hálftima, klukkutíma eða jafnvel lengur. Moulinexörbylgjuofninn styttir þann tima i örfáar minútur. Moulinex fer einnig vel með gott hráefni. Raunverulegt bragð matarins heldur sér óskert, næringarefnin hverfa ekki í soð eða feiti og vökvatap er hverfandi litið. Notkun Moulinex örbylgjuofnanna er auðveld og elnföid - allt að því barnaleikur. Njóttu góðrar máltíðar með Moullnex. Upphaf góðrar máltíðar Fæst í næstu raftækjaverslun W P&Ö/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.