Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 Bokassa fyrir rétt: Sakaður um mann át og barnamorð Eiturlyfjasali skal hengdur Kuala Lumpur. Reuter HÆSTIRÉTTUR í Trengganu Bangui, Mið-Afríkulýðveldinu, AP, Reuter. RÉTTARHÖLD yfir Jean-Bedel Bokassa, fyrrum keisara Mið- Afríkulýðveldisins, hefjast í dag. Hann er m.a. sakaður um morð á 100 börnum, fjársvik og mann- át. Bokassa mun sjálfur flytja málsvön sína. Búist er við því að 5000 manns muni fylgjast með réttarhöldunum en menn bíða spenntir eftir því hvort keisarinn fyrrverandi dregur meðlimi stjómar sinnar til ábyrgðar fyrir þá glæpi sem hann er sakaður um. Bokassa var steypt af stóli árið 1979 með aðstoð franskra her- manna. Hann flúðui þá til Frakka- lands en sneri óvænt heim í síðasta mánuði þrátt fyrir að honum væri ljóst að hann yrði dreginn fyrir dómstóla. Árið 1980 var hann dæmdur til dauða að honum flar- stöddum en nú mun hann njóta aðstoðar þriggja lögfræðinga. Bokassa á sínum velmektardög- um. riki í Malaysiu dæmdi, þriðjudag, bóndann Mohamed Dari Harun, sem er 29 ára að aldri, til heng- ingar fyrir eiturlyfjasölu. Maðurinn hefur setið í fangelsi síðan í desember 1984, en þá fundust i fórum hans um 250 grömm af hassi. Samkvæmt lögum í Malaysiu telst hver sá, sem hefur undir hönd- um, 200 grömm af eiturlyfjum, sölumaður og skal dæmdur til lífláts.Eins og fram hefur komið í fréttum, hafa stjómvöld í Malaysiu sýnt hörku í samskiptum við grun- aða eiturlyfjasala og minnast margir, að tveir Ástralir voru tekn- ir af lífí í Kuala Lumpur fyrir nokkru, þótt ýmsar ríkisstjómir, þar á meðal sú brezka og ástralska bæðu þeim vægðar. Malaysiustjóm hefur sagt, að eiturlyfjavandinn sé svo geigvænlegur í Suðaustur-Asíu, að eina vitið til að ráðast gegn honum, sé að herða refsingar og menn hafi það á hreinu, hveiju þeir hætta til með því að selja eða dreifa eiturlyfjum. Berlin: „Ég hef hugsaö mér að eyðileggja þennan múr“ 69 ára gamall Bandaríkjamaður tekur til sinna ráða Vestur-Berlín, frá Jóni ólafssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NtJ hefur hann enn látið taka sig fastan. Og Guð má vita hvað hann fær að sitja lengi inni i þetta skiptið. En hann gat vitað að þetta færi svona. Það er ekkert grin að lenda uppá kant við landamæralögreglu, sama hvar það er i heiminum. Og það verður að segjast eins og er að austur-þýsku landamæraverð- imir hafa sýnt hinum 69 ára gamla John Runnings merki- lega mikla þolinmæði, þótt hún virðist nú vera á þrotum. Bandaríski húsasmiðurinn John Runnings hatar nefnilega öll landamæri. Hann hefur ekki leng- ur tölu á því sjálfur hversu oft hann hefur verið hnepptur í varð- hald fyrir að virða þau einskis, láta eins og þau væra ekki til. Enda er það í senn tómstunda- gaman og hugsjón mannsins að mótmæla öllum landamæram á virkan hátt með því að fara yfir þau án þess að mega það. Að eigin sögn var sem raf- straumur færi um hann þegar hann sá sjónvarpsþátt um Berlín- armúrinn á heimili sínu í Seattle. Hann hraðaði sér austur um haf, beint til þessarar merkilegu borg- ar. Þegar hann kom þangað gaf hann út svohljóðandi yfirlýsingu: „Ég ætla að gera múrinn að tæki í baráttu fyrir friði, frelsi og rétt- læti“. Maðurinn á múrnum Og svo hófst hann handa. Til að byija með efndi hann til al- þjóðlegrar samkomu við múrinn þar sem til stóð að þátttakendur pissuðu á eða yfír múrinn. Ekki tókst betur til en svo að Runnings tók einn þátt í aðgerðinni. Að sjálfsögðu var hann handtekinn og vísað til baka vestur yfir múr að loknum yfírheyrslum. En hann gafst ekki upp og næstu vikur réðst hann að múmum með ýms- um hætti. Barði hann utan með sleggju, fór gönguferðir ofan á honum eða á því 200 metra breiða bannsvæði sem tekur við austan megin. Einu sinni braust hann inn í austurhluta borgarinnar með því að hlaupa á harðaspretti framhjá varðmönnum við landamæra- stöðvar. Austur-þýska landamæralög- reglan var hálf ráðalaus gagnvart þessum óvenjulega andspymu- manni. Hann var jafnan hand- tekinn, yfírheyrður og því næst sendur aftur yfír til Vestur-Berlín- ar. Runnings segist hafa átt athyglisverðar og uppbyggilegar samræður um frið og afvopnun við lögregluþjónana sem jrfír- heyrðu hann. „Þeir vora yfírleitt hrifnir af tillögum mínum og einu sinni spurðu þeir mig meira að segja hvers vegna ég gerðist ekki bara austur-þýskur ríkisborgari," segir hann. I Vestur-Berlín hefur Runnings vonlega vakið talsverða athygli. Því var vel fylgst með honum eft- ir að hann sendi fjölmiðlum tilkynningu þess efnis að hann hygðist bijóta niður múrinn með sleggjunni sinni. Þar stóð: „Ég hef hugsað mér að eyðileggja þennan múr.“ Fyrir viku klifraði hann upp á múrinn og byijaði að bijóta. „Hvað ef þeir skjóta," spurði hann einhver. „Nú, þá er það víst búið með mig,“ svaraði Runnings hinn kaldasti. En Runnings hafði ekki slegið nema nokkur högg þegar einhver togaði í hann austan frá og blaða- mennimir í vesturhlutanum sáu í iljamar á honum þar sem hann steyptist niður. í sömu svifum stukku nokkrir landamæraverðir yfír múrinn, tóku stiga Runnings til handargagns og stugguðu for- vitnum blaðamönnum burtu. Sovéska hemámssvæðið nær nefnilega nokkra metra inn fyrir múrinn. Því mega þeir, sem hafa frammi óspektir í innan við 2 til 3 metra fjarlægð frá honum, vara sig. Nú er spumingin bara sú hversu lengi löggæslumenn Þýska alþýðulýðveldisins kæra sig um að halda Runnings. Enn hafa þeir neitað að gefa nokkrar upplýsing- ar um afdrif hans. Bandarísk jrfirvöld hafa lýst jrfir því að að- gerðir Runnings séu þeim óvið- komandi og vilja ekkert blanda sér í í hans mál. Tíminn verður að leiða í ljós hvort Runnings fær gott næði til að spjalla við austur-þýska vini sína um frið og afvopnun, hvort honum verður sleppt lausum á nýjan leik í Vestur-Berlín eða hvort hann verður sendur heim til sín. BARNASTÓLL SEM ÖLL BÖRN HAFA BEÐID EFTIR Babydiner er léttur og fyrirferðarlítill. Með einu handtaki er hann brotinn saman og þannig er auðvelt að taka hann með sér hvert sem er. f Babydiner má smeygja á allar borðbrúnir, hvort sem er í eldhúsinu heima, i heimsóknum eða á veitingahúsum. Babydiner hefur sérstakan öryggisútbúnað sem tryggir að stóllinn sitji fastur. Öryggi sem einungis Babydiner býður upp á. Babydiner barnastóllinn er sannkallaður kostagripur fyrir börn. Nú geta þau setið til borðs í góðum og öruggum stól sem fer lítið fyrir. Babydiner má smella á hvaða borðbrún sem er, við ólíkustu tækifæri. Heima er gott að hafa Babydiner og svo er líka tilvalið að taka hann með á veitingahús eða í heim- sóknir til vina og vandamanna. Babydiner barnastólinn er hægt að brjóta saman með einu handtaki og taka hann með sér hvert sem er. Babydiner er fyrir öll börn á aldrinum sex mánaða til þriggja ára. K. RICHTER hf. HEILDSÖLUBIRGÐIR SÍMI40900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.