Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 Norðurslóðir - rannsóknir ogþróun: Áætlun Bandaríkj anna - og þáttur Islands eftir Þór Jakobsson Ekki alls fyrir löngu, nánar til- tekið 10. október sl., sem raunar var daginn fyrir upphaf leiðtoga- fundar stórveldanna, birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu. Nefnd- ist hún „ísland í framtíð — heimshöfn í þjóðleið" og var þar greint frá hugsanlegri skipaleið um Norður-Ishaf milli Atlants- hafs og Kyrrahafs. Vegna tækniframfara við smíði ísbrjóta og flutningaskipa og við gerð veðurtungla og fjar- könnunartækja gerist æ tíðförulla norður af Sovétríkjunum, en hafís er þar mun minni en norður af Ameríku. Búast má við þróun á þessu sviði næstu áratugi, sem Islend- ingar ættu að fylgjast með og færa sér í nyt. En standa þarf skynsamlega að verki. Þótt heill- andi möguleikar leynist í hug- myndinni verður að kanna hliðar málsins fagmannlega, bæði út frá náttúrufræðilegu og viðskiptalegu sjónarmiði. Síðan verður að prófa sig áfram, gera skipulegar til- raunir og kemur þá í ljós hver hagur er í hinni nýju leið. Skal ekki fyölyrt að sinni um sjóleiðina milli íslands og Japan — Reyðarfjarðar og Tókýó! — en þess má geta að viðbrögð ýmissa íslenskra kunnáttumanna, sem vit hafa á einstökum hlekkjum eða tengiliðum hugmyndarinnar, hafa verið ánægjulegar. Sömuleiðis hafa íslenskir fréttamenn verið mjög áhugasamir að kanna og kynna þessa möguleikar. Þá hafði stuttur fræðsluþáttur í breska sjónvarpinu (Tomorrow’s Worlds í BBC) það í för með sér að rann- sókna- og þróunardeild hjá hol- lensk-ensku skipafélagi bauð mér samstarf. Dr. Þór Jakobsson „íslendingar taka þátt í hervarnar- samstarf i þar sem athygli beinist mjög að norðurslóðum. En hafa skal í huga að unnt er að hafa fleira fyrir stafni þar nyrðra, þótt margt tengist her- vörnum beint eða óbeint.“ Ætlun mín er að mynda áhuga- hóp eða starfshóp um þetta málefni, að loknum yfírvofandi árshátíðum, jólaundirbúningi og bókaflóði, jólum og áramótum og ef til vill janúarprófum í háskólan- um. Mun ég þá hóa í þá sem nú þegar hafa látið í ljós áhuga á þessari framtíðarmúsík, en bið aðra að gefa sig fram sem fyrst. Auk sérfræðinga á ýmsum svið- um slæst vonandi í hópinn ungt fólk að forvitnast og leggja til málanna. Hvað sem líður hug- myndinni um siglingaleið þvert yfír Norður-íshaf leikur ekki vafi á því að miklar rannsóknir og umsvif — friðsamleg umsvif — eru framundan á norðurslóðum og er þar verk að vinna fyrir íslendinga. Bandaríkin á norðurslóðum: hin rnikla áætlun Þá er ég raunar kominn að er- indi greinarkoms þessa, nefnilega að greina lítillega frá viðamiklum framtíðaráætlunum Banda- rikjanna um rannsónir á norður- slóðum. Vitanlega hafa bandarískir vísindamenn komið mjög við sögu á norðurslóðum og hafa ýmsar öflugar rannsóknastofnanir í Bandaríkjunum lagt mikið fé í rannsóknir þar um dagana. En fullyrða má að þáttaskil hafi orðið er Reagan Bandaríkja- forseti undirritaði í júlí 1984 lög um stórefldar rannsóknir og starfsemi á norðurslóðum. Er þá átt við rannsóknir á öllum svið- um jarðeðlisfræði, veður- og haffræði, líffræði, þjóðfélags- fræði, samgöngum og þannig mætti lengi telja. Norðurslóðir (Arctic) kallast lönd og höf norðan heimskautsbaugs og auk þess vesturhluti Alaska og Berings- hafs. Áætlanir Bandaríkjanna hafa birst í bæklingum, t.d. „National íssues and Research Priorities in the Arctic“ (júlí 1985) og „Nation- al Needs and Arctic Research: A Framework for Action“ (maí 1986). Ennfremur hafa birst yfir- litsgreinar í timaritum, t.d. grein „Arctic Research in the National Interest" — norðurslóðarannsókn- ir í þágu þjóðarinnar. Bandarískar vísindastofnanir hafa að vonum áhuga á sam- starfi við lönd, sem hlut eiga að máli, og hafa fyrirætlanir þessar verið kynntar allvíða. Verður þess væntanlega gætt að þær tengist öðrum rannsóknafyrirætlunum á gagnlegan hátt. Hér á landi hefur framkvæmdastjóri Rannsókna- ráðs ríkisins, dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, ásamt nokkrum sér- fræðingum á Veðurstofu Islands, Hafrannsóknastofnun og ef til vill víðar, fylgst alltaf með framvindu mála. íslendingar taka þátt í hervam- arsamstarfi þar sem athygli beinist mjög að norðurslóðum. En hafa skal í huga að unnt er að hafa fleira fyrir stafni þar nyrðra, þótt margt tengist hervömum beint eða óbeint. Hver veit nema friður haldist með stórveldunum næstu áratugi og má þá búast við auknum, frið- samlegum samskiptum þeirra og samstarfi á norðurslóðum — á og umhverfis Norður-íshaf. Islend- ingar ættu því að temja sér alhliða áhuga á norðurslóðum, umhverfi, lífsskilyrðum og mögu- leikum til athafna. Við ættum eftir megni að taka þátt í þekkingar- leit og þróunarsamstarfi, sem þar mun eiga sér stað í auknum mæli. Þiggjum boð um samstarf og verum í fararbroddi. ísland er þjóðleið í norður og við stöndum því vel að vígi. Höfundur er deildarstjóri hafis- rannsóknadeildar Veðurstofu íslands. Viðskipta- og hagfræðingatal Bókmenntir Sigurjón Björnsson Viðskipta- og hagfræðingatai. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1986. XXXII + 629 bls. Viðskipta- og hagfræðingatal er mikið rit að vöxtum og virðu- lega og smekklega útgefíð. Það er verk samstarfshóps. Í fyrsta lagi fjögurra manna ritnefndar: Brynjólfs Bjamasonar, Gylfa Þ. Gíslasonar, Kristjáns Jóhannsson- ar og Tryggva Pálssonar. í öðru lagi annarra samstarfsmanna, sem fengnir voru til að sja um einstök verkefni: Jóns Júlíussonar, Kristínar Bjamadóttur og Klem- ensar Tryggvasonar. Ritið hefst á tveimur fróðlegum ritgerðum. Hin fyrri þeirra, sem Bjöm Matthíasson hefur samið, heitir Saga félagssamtaka hag- fræðinga og viðskiptafræðinga á íslandi. Þar kemur fram að fyrsta félagið, Hagfræðingafélag ís- lands, var stofnað árið 1938. Árið 1946 tók svo Félag viðskiptafræð- inga til starfa. Þessi tvö félög sameinuðust í eitt félag árið 1959. Hét það fyrst Hagfræðingafélag íslands, en nafninu var breytt árið 1972 í Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, en það heiti ber félagið nú. Starfsemi þessara fé- laga er rakin í greininni og virðist hún hafa verið blómleg á köflum. Seinni greinin heitir Upphaf og þróun kennslu í viðskiptafræðum við Háskóla íslands og er hún eft- ir Gylfa Þ. Gíslason, en hann var einmitt fyrsti fastráðni háskóla- kennarinn í þessari grein hér á landi og kennir raunar enn. Kennsla í viðskiptafræðum hófst haustið 1938. Fyrst var kennslan veitt í sérstökum skóla, Viðskipta- háskóla íslands. Sá skóli var svo innlimaður í Háskóla íslands árið 1941 og tengdur lagadeildinni, sem þá breytti um nafn, fyrst í laga- og hagfræðideild, en síðar í laga- og viðskiptadeild. Árið 1962 breyttist þetta enn, því að þá tók til starfa sjálfstæð viðskiptadeild í Háskóla Islands og er svo nú. Fyrstu stúdentamir sem luku prófí í viðskiptafræðum hérlendis útskrifuðust í janúar 1943. Voru þeir fímm talsins. Frá því að við- skiptafræðinám hófst hér og til sumarsins 1984 hafa 914 kandíd- atar lokið prófi í viðskiptafræðum. Fyrstu fímm árin luku að meðal- tali sex prófi á ári, en á ámnum 1979—1984 luku að meðaltali 53 prófi árlega. Á þessu ári hefur 91 stúdent útskrifast og nú í haust innrituðust 326 nýnemar í deild- ina. Svo að vikið sé að aðalefni bók- arinnar, viðskipta- og hagfræð- ingatali, þá er fyrst fyrir að það tekur til 999 einstaklinga, sem luku prófí fram til 1982. Auk þess er skrá yfír kandídata útskrifaða 1983 og 1984. Eru þeir 136 tals- ins. Sjálft aðaltalið fylgir ákveðinni reglu, sem farið hefur verið eftir þar sem við varð komið: Nafn og föðumafn viðkomanda, fæðingar- dagur og ár, fæðingarstaður. Foreldrar: Nafn og föðumafn, fæðingardagur, ár, starf, dánar- dagur og ár, þar sem við á. Föðurfor. og móðurfor. em til- greinir á sama hátt nema fæðing- ardegi og ári er sleppt. Þá kemur náms- og starfsferilsskýrsla og talin era upp prentuð rit, ef ein- hver em. Þá er giftingardagur og ár tilgreint. Nafn og föðumafn maka, fæðingardagur og ár, námstitill og starf. Foreldrar maka: nafn og foðumafn, svo og starf. Böm em talin upp með nafni, fæðingardegi og ári. Ef böm em uppkomin er maki þeirra tilgreindur og starfs getið. Loks er getið skyldleikatengsla við aðra sem í talinu em. Mynd af viðkom- anda fylgir í flestum tilvikum. Allt virðist þetta vera mjög vel og skipulega unnið. Á stöku stað hefur þó skort upplýsingar til að fylla alveg inn í þennan ramma. Virðist þó að stundum hefði mátt bæta úr betur með smávægilegri vinnu. Skráin yfir þá sem útskrifuðust árin 1983 og 1984 er æði stuttara- leg. Þar er að sjálfsögðu nafn og föðumafn viðkomanda. Auk þess fæðingardagur og ár. Nöfn og föðumöfn foreldra. Menntun og starf. Nafn maka og föðumafn, fæðingardagur og ár. Þá er bama- fjöldi tilgreindur, en ekki getið nafns þeirra eða fæðingardags og árs. Engin mynd fylgir. Eðlilegast hefði mér þótt að vinna þessa skrá með sama hætti og talið allt og fella hana inn í aðaltalið. Það hefði að vísu lengt bókina um 50—60 bls., en hún hefði þolað það, þó að stór sé. Ástæðumar fyrir því að svo var ekki gert get ég ekki séð, allra síst þar sem talið var unnið á tölvu og því auðvelt að bæta þessum viðbótarskrám inn í talið með IftiIIi fyrirhöfn. Úr tölum sem þessum má margt lesa, ef grannt er skoðað, fleira en æviferil, ætt og kvonfang. Nú á tölvuöld væri hægurinn hjá að gera mönnum þann lestur auðveld- an. í rauninni ætti það að fara að verða sjálfsagður siður að láta sfyttartölum og öðmm slíkum rit- um fylgja tölfræðilegan inngang eða bókarauka. Myndi það auka gildi þeirra vemlega. Þessháttar fræðilegar nytjar stéttartala ætla ég þó ekki að ræða frekar hér, heldur geta þess sem augljóst er. Stétt hagfræðinga og viðskipta- fræðinga er ung að ámm. Einung- is 48 manns úr stéttinni frá upphafí em látnir. Þegar Hag- fræðingafélag íslands var stofnað árið 1938 fylltu félagar naumast tuginn og á næstu ámm fjölgaði hægt. Aukningin hefur að því að mér skilst einkum orðið á síðustu 10—20 ámm. Nú bætast í stéttina um 100 manns árlega. Og á þessu hausti em 816 nemendur skráðir í viðskiptadeild Háskóla íslands. Þegar þetta er ritað skortir varla mikið á að stéttin telji hálft annað þúsund félaga. Fátt endurspeglar betur en þetta þær miklu breyting- ar sem orðið hafa á íslensku þjóðfélagi síðustu áratugina. Iðn- væðing, tæknivæðing, flókinn ogf margþættur rekstur, markaðsmál- o.m.fl. láta sér ekki lengur duga bijóstvitið eitt, heldur kreíjast sér- hæfðrar þekkingar og þjálfunar. Svo hratt hefur okkur borið burt frá hinu einfalda samfélagi á fyrri hluta aldarinnar að nú dugar þess- ari litlu þjóð ekki minna en á annað þúsund viðskiptafræðingar, fyrir utan alla aðra sérfræðinga á fjöl- mörgum sviðum. Og ekki virðast neinar líkur á að viðskiptafræðing- ar verði atvinnulausir á næstunni, þó að þeim fjölgi ört. Ég sé ekki ástæðu til að teygja lopann lengur um þetta efni, þar eð það er í raun utangama við eiginlega bókammsögn. Þess má aðeins geta að lokum að bók þessi er mjög vel og smekklega útgefin og vel frá henni gengið í alla staði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.