Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 15 Kjöriim heiðursfélagi íþróttasambands fatl- aðra á Norðurlöndum 65 fulltrúar á 25. þingi SÍBS Á AÐALFUNDI íþróttasam- bands fatlaðra á Norðurlöndum, sem haldinn var í Finnlandi um sl. helgi var Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri ÍSÍ kjörinn heiðursfélagi sambandsins, en norðurlöndin öll eiga aðild að sambandinu. Fyrir utan. að vera frumkvöðull að íþróttastarfi fatlaðra hérlendis, Opnunartími verslana í des- ember 1986 SAMKVÆMT kjarasamningi Kaupmannasamtaka íslands og Verslunarmannafélags Reykja- víkur er heimilt að hafa verslanir opnar mánudaga til fimmtudaga til kl. 18.30, á föstudögum til kl. 21.00 og á laugardögum til kl. 16.00. í desember er auk þess heimilt að hafa verslanir opnar sem hér segir: Laugardaginn 6. des. til kl. 16.00, laugardaginn 13. des. til kl. 18.00, laugardaginn 20. des. til kl. 22.00, þriðjudaginn 23. des., Þor- láksmessu, til kl. 23.00, miðviku- daginn 24. des., aðfangadagur, til kl. 12.00. Fyrsta vinnudag eftir jól skal afgreiðslutími hefjast kl. 10.00, miðvikudaginn 31. des., gamlárs- dagur, til kl. 12.00. Sölutuma er heimilt að hafa opna sem hér segin Aðfangadag til kl. 13.00, jóladag er lokað, gamlársdag til kl. 13.00, nýársdag er heimilt að hafa opið til kl. 23.30. (Fréttatilkynnmgf). átti Sigurður dijúgan þátt í að norð- urlandasambandið var stofnað, en stofnfundur þess fór frá á íslandi 1976. í norðurlandasambandinu gegndi Sigurður formennsku 1983 og 1984. í viðurkenningarskyni fyrir störf sín á þessum vettvangi var hann kjörinn heiðursfélagi norræna sam- bandsins. Dr. Ragnheiður Guðmundsdóttir ■t Sigurður Magnússon. ÞANN 31. október sl. varði Ragn- heiður Guðmundsdóttir doktors- ritgerð í kennilegri eðlisfræði við Gautaborgarháskóia. Ritgerðin, sem er á ensku, nefnist „Some aspects of quantum field the- ory and statistical physics" og Qallar um ýmsar hliðar skammtasviðsfræði og tengsl hennar við tölfræðilega eðlisfræði. Skammtasviðsfræði er sú tegund eðlisfræði sem fæst við að lýsa ör- 25. ÞING SÍBS var haldið að Reykjalundi 25.-26. október sl. Þingið sátu 65 fulltrúar víðsveg- ar af landinu. Auk venjulegra þingstarfa flutti Arne Heimdal, framkvæmdastjóri, fyrirlestur um starfssemi norsku astma- og ofnæmissamtakanna. Forsetar þingsins voru Oddur Ólafsson, Davíð Gíslason og Rannveig Löve. Þingritarar voru Skúli eindum, þ.e.a.s. alsmæstu eindum. Tölfræðileg eðlisfræði er hins vegar aðferð til að finna meðalgildi ýmissa eiginleika hjá hópum mikils flölda agna. Ragnheiður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1974 og BS-prófi frá Háskóla íslands vorið 1978. Hún kenndi síðan stærð- fræði og eðlisfræði við Menntaskól- ann við Hamrahlíð. Hún lauk eins árs framhaldsnámi í eðlisfræði í mars 1981 frá HÍ og sumarið 1981 lauk hún jafnframt uppeldis- og kennslu- fræði við sömu stofnun. Haustið 1981 hóf hún síðan fram- haldsnám í eðlisfræði við Gautaborg- arháskóla og haustið eftir fékk hún 4 ára námsstyrk frá háskólanum til doktorsnáms við skólann. Foreldrar Ragnheiðar eru Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri og Guð- mundur E. Sigvaldason jarðfræðing- ur. Ragngheiður er í vetur kennari í eðlisfræði við MH og stundakennari við HÍ. Jensson og Ingibjörg Friðriks- dóttir. Ymsar samþykktir voru gerðar á þessu 25. þingi SÍBS, flestar er lutu að forvamarstarfí í lungna- sjúkdómum og að efla þá sérstöku þjónustu við lungnasjúklinga, sem tekin var upp fyrir nokkrum árum, er sérfræðingur í lungnasjúkdóm- um var ráðinn að vinnuheimilinu Reykjalundi. Þingið fagnaði sér- staklega tveim nýjum SÍBS-deild- um, sem stofnaðar voru á þessu ári og fól þingið stjóm SÍBS, að vinna markvisst að eflingu félagsstarfs innan SÍBS. Stjóm SÍBS er þannig skipuð: Kjartan Guðnason formaður, Bjöm Ólafur Hallgrímsson, Davíð Gísla- son, Garðar P. Jónsson, Guðmundur Guðmundarson, Hjörtþór Ágústs- son og Rannveig Löve. Skrifstofa SÍBS er á Suðurgötu 10, Reykjavík. (Fréttatílkynning). Safna fyrir ung- lingadeild S VFI NÝLEGA var stofnuð unglinga- deild á vegum slysavarnasveitar- innar Alberts á Seltjarnamesi. Um er að ræða ungmenni á aldrin- um 15-16 ára. Verkefni unglinga- deildarinnar em margvísleg, má þar nefna ýmis konar námskeið, æfingar og verkleg þjálfun til undirbúnings fyrir væntanlega inngöngu í sjálfa slysavamasveit- ina. Til að standa straurn að kostnaði við þetta starf og búnaði sem til þarf munu krakkamir ganga í hús á Sel- tjamamesinu næstu daga með brúður og jólakort til sölu. Er þess farið á leit við íbúa Sel- tjamamess að þeir taki sölufólkinu vel og að sem flestir leggi þessu unglingastarfi lið. Fundur um hið nýja deili- skipulag Kvosannnar FIMMTUDAGINN 27. nóvember nk. halda Torfusamtökin almenn- an félagsfund að Litlu Brekku (í veitingahúsinu Lækjarbrekku) um hið nýja deiliskipulag Miðbæjar- kvosarinnar i Reylgavik. Skipulagstillögur þeirra Dagnýjar Helgadóttur og Guðna Pálssonar verða kynntar og umræður verða á eftir. Fundarstjóri er Sigurður Líndal prófessor. Fundurinn hefst kl. 20.30 og eru allir velkomnir. Doktorspróf í eðlisfræði Síríus I<bnsum suöusúldoilaói Gamla góða Síríus Konsum súkkulaðið er í senn úrvals suðusúkkulaði og gott til átu. Það er framleitt úr bestu hráefnum, er sérlega nærandi og drjúgt til suðu og í bakstur, enda jafnvinsælt í nestispökkum ferðamanna og spariuppskriftum húsmæðra. Síríus Konsum er vinsælast hjá þeim sem uelja bara það besta. JMoB SqGHHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.