Morgunblaðið - 26.11.1986, Side 52

Morgunblaðið - 26.11.1986, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 Fimmtán af bestu fimmtarþrautarmönnum heimsins dæmdir í langt keppnisbann - fyrir lyfjanotkun á heimsmeistaramóti FIMMTÁN af fremstu fimmtar- ► þrautarmönnum heimsins, þeirra á meöal heimsmethafinn, voru í fyrradag dæmdir f tveggja og hálfs árs keppnisbann vegna ólöglegrar lyfjanotkunnar á heimsmeistaramótinu í greininni á ítaliu f sumar. Allir fimmtar- þrautarmennirnir brutu af sór á sama hátt — meö því að taka róandi lyf fyrir skotkeppnina, en hún er síðasta grein fimmta- þrautarinnar. Þetta er mesta lyfjanotkunarmál í fþróttum sem upp hefur komið um árabil. Sund: íslands- met KR-ingar settu á laugar- daginn íslandsmet í 4x50 metra bringusundi karla í Vesturbæjarlauginni. Sveitin synti á 2:15.4 mínút- um og bætti gamla metið um eina sekúndu. í sveitinni voru þeir Albert Jakobsson, Jens Sigurðsson, Arnar Birgisson og Gunngeir Friðriksson. Allir íþróttamennirnir nema tveir koma frá Austur-Evrópu. Fimm eru frá Sovétríkjunum, þrír frá Búlg- aríu, fimm frá Póllandi og tveir frá Bandaríkjunum. Þeirra frægastur er núverandi heimsmeistari og fyrrum ólympíumeistari, Anatoly Starostin frá Sovétríkjunum. Ban- nið þýðir að enginn þessara íþróttamanna getur tekið þátt í ólympíuleikunum í Seoul 1988, og er reiknað með því að fæstir þeirra eigi afturkvæmt á íþróttavöliinn eftir bannið. Fyrst var keppt í fimmtarþraut á ólympíuleikunum í Stokkhólmi 1912. Það var Pierre De Coubert- in, upphafsmaður ólympíuleika nútímans, sem var aðal hvatamað- urinn að því að farið var að keppa í fimmtarþraut. Fimmtarþrautin byggir á keppni í fimm algjörlega óskyldum greinum — hesta- mennsku, skylmingum, sundi, víðavangshlaupi og skotfimi. Keppnin tekur fimm daga og er keppt í einni grein á hverjum degi. Skotfimin rekur lestina, og það var fyrir hana sem fimmtánmenning- arnir tóku ákveðið lyf sem eykur stöðugleika skothandarinnar með því að draga úr hjartsláttartíðni. Þeir hafa sagt að þeim hafi ekki verið kunnugt um að lyfið væri á bannlista. Að sögn Thor Henning, forseta alþjóðasambands fimmtarþrautar- manna, hefur lengi leikið grunur á um að lyfjanotkun væri til staðar í fimmtarautinni, en engar sannan- ir hefðu borist þar til í sumar. Talið er líklegt að keppnisfyrirkomulagi fimmtarþrautar verði breytt í fram- haldi af máli þessu og skotfimi og víðavangshlaup látið fara fram á einum og sama deginum. Þá myndu róandi lyf fyrir skotkeppn- ina gera keppendum útilokað að ná árangri í hlaupinu. • Larry Bird hefur leikið mjög vel fyrir Boston það sem af er keppn- istfmabilinu. Bandaríski körfuknattleikurinn: Bird hefur haldið Boston á floti Frá Gunnari Valgelrasyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum: NÚ þegar tæplega fjórar vikur eru liðnar af keppnistfmabilinu f bandarfsku NBA deildinni í körfu- knattleik er komin upp kunnugleg staða - Boston hefur forystu í Austurdeildinni en Los Angeles Lakers í Vesturdeildinni. Mikil meiðsli hafa hrjáð leik- menn Boston það sem af er og fyrst liðið er í forystu þrátt fyrir það er búist við að þegar allir verða heilir þá muni liðið verða óstöðv- andi. Larry Bird hefur leikið geysi- lega vel í haust og barátta hans um allan völl er ótrúleg. Hann skor- ar mikið, leikur félaga sína upp og tekur aragrúa frákasta. Boston hefur unnið átta leiki og tapað Handknattleikur: Allt á fullu hjá kvenfólkinu • Erla Rafnsdóttir er ein leikreyndusta handknattleikskona íslands, hún á að baki 57 landsleiki. — deildin í kvöld og þrír landsleikir íkjölfarið ÞAÐ má svo sannarlega segja að handknattleiksstúlkur hór á landi hafi í nógu að snúast næstu dag- ana. Heil umferð er f kvöld hjá þeim í 1. deildinni og sfðan taka við þrír landsleikir við Bandaríkin. Fyrsti leikurinn er annað kvöld að Varmá í Mosfellssveit og sfðan á förstudaginn á Seltjarnarnesinu en sfðasti leikurinn verður f Digranesi á laugardaginn. ísland og Bandaríkin hafa leikið 15 kvennalandsleiki í handknatt- leik. ísland hefur sigrað í átta, þrívegis hefur orðið jafntefli en þær bandarísku hafa unniö fjórum sinnum. Síðasta leik unnu þær bandarísku 17:20 og var sá leikur í B-keppninni í fyrra. Bandarískur handknattleikur er í mikilli framför um þessar mundir og réðu þeir til sín hinn þekkta markvörð Svía, Claes Hellgren, til þess að rífa landslið þeirra upp. Bandaríska liðið er á leiðinni í A- heimsmeistarakeppnina sem verður í Hollandi 4. — 14. desemb- er. Hilmar Björnssdon, landsliðs- þjálfari sagði í gær að hann vænti þess að við myndum ná að minnsta kosti 50% árangri út úr þessum þremur leikjum. „Ég vonast til að við snúum þró- uninni við í þessum leikjum. Bandaríkin hafa unnið okkur í síðustu leikjum en nú ætlum við að vinna þær. Vonandi náum við jafntefli út úr þessum þremur leikj- um, það r að segja einn sigur, eitt tap og eitt jafntefli. Við erum nú meðfjóra landsliðs- hópa í kvennaboltanum og erum að reyna að byggja þetta upp frá grunni. Landsliöið hefur leikið marga landsleiki á því ári sem nú er að líða og stelpurnar eru í betri æfingu nú en oftast áður þannig að við vonumst eftir góðum og skemmtilegum leikjum," sagði Hilmar Björnsson landsliðþjáfari. Þess má að lokum geta að á morgun verður forleikur að Varmá sem hefst klukkan 18.30 en þar leika A og B-liö stúlkna úr 3. ald- ursflokki. Búist er við að eldri landsliðs- konur fjölmenni á þessa leiki og stiðji við bakið á þeim stúlkum sem nú eru í landsliðinu. Það kostar aðeins 150 krónur á hvern leik fyrir fullorðna og 50 krónur fyrir börn. tveimur. Atlanta, Philadelphia og Milwaukee eru næst Boston í röð- inni. Eftir tap fyrir Houston í fyrsta leiknum hefur Los Angeles Lakers unnið átta leiki í röð og getur fyrst og fremst þakkað það Magic John- son sem hefur líklega aldrei verið betri en um þessar mundir. Ég horfði á leik með Los Angeles í sjónvarpi hér á dögunum og þá kom fram hjá íþróttafréttamönnum sjónvarpsstöðvarinnar að það væri slæmt fyrir liðið að hafa ekki Pétur Guðmundsson, því Pétur væri eini raunverulegi varamiðherji þess fyr- ir Kareem Abduul Jabbar. Houston Rockets hafa átt í nokkrum vandræðum að undan- förnu og hafa tapað tveimur leikj- um. Lið Houston er einkum frægt fyrir turntvíbura sína, eða „twin towers" eins og miðherjarnir Ralph Sampson og Akeem Olajuwan eru gjarnan nefndir. Báðir eru um 2.20 m á hæð. Ralph Sampson hefur hinsvegar verið frá í nokkrar vikur vegna meiðsla sem hann hlaut þegar hann sneri sig á vinstra fæti. í síöasta leik Houston kom Sampson aftur inn í liðið en eftir stutta stund sneri hann sig á hægra fætinum og verður frá keppni um óákveðinn tíma. Félagi Sampsons, Akeem Olajuwan, þykir einn allra besti miðherji heims og hann fær laun í samræmi við það. Hann hefur núna um 60 milljónir íslenskra króna í grunnlaun á ári frá félagi sínu - auk bónusa og auglýsinga- samninga. Nýlega undirritaði svo Olajuwan nýjan samning við Hous- ton Rockets, sem tekur gildi eftir þrjú ár. Sá samningur er til átta ára og fær kappinn tvær milljónir dollara á ári í þessi átta ár, eða um 80 milljónir íslenskar. Mánað- arkaupið er því tæplega sjö milljón- ir króna. En það þarf heilmikið til að verða toppleikmaður í atvinnumanna- deildinni í Bandaríkjunum. Það sést best á því að sovéska körfu- knattleikslandsliðið, sem er eitt hið besta í heimi, er hér á keppnis- ferðalagi um þessar mundir og reynir ekki að keppa viö atvinnulið- in. Það hefur leikið við ellefu háskólalið til þessa - unnið sex leiki en tapað fimm. Og forráða- menn liðsins eru himinlifandi með þann árangur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.