Morgunblaðið - 28.12.1986, Page 1
56 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
292. tbl. 72. árg._SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Vildi ekki gefast upp
- vildi ná til lí f sins
- sagði Jón Snæbjömsson, einn skip-
verjanna sem komust lífs af er
flutningaskipið Suðurland fórst
Þórshöfn, frá fréttamönnum Morgunblaðsins Ama Johnsen og Agnesi Bragadóttur.
ÁTTA skipveijar af Suðurlandi, sem sökk á jóladagsnótt í hafinu
miili íslands og Noreg-s, komust í gúmbjörgunarbát við illan leik.
Laskaðist hann mikið í hafróti við skrokk skipsins sem var komið
á hvolf og við það að sökkva. Þá kom gat á botn bátsins og yfir-
breiðslan rifnaði öll í tætlur. I þessu rekaldi höfðust skipbrotsmenn-
irnir við hátt á elleftu klukkustund. Vegna rifunnar á botni bátsins
gátu þeir ekki setið heldur urðu að standa saman i hnapp. Sjór
gekk sífellt yfir bátinn og inni í honum náði vatnið þeim oft í klof.
Að sögn Jóns Snæbjörnssonar, 1. stýrimanns, skiptust skipbrotsmenn-
irnir á um að halda uppi nafnakalli, til þess að tryggja að enginn
liði útaf. „Þetta var vissulega hrikaleg staða en við trúðum því allt-
af að björgun myndi berast. Við vorum alltaf að tala saman og
gerðum meira að segja gamni okkar. Eg býst við því að mesta ork-
an hafi farið í að halda hópnum saman."
Jón sagðist hafa verið síðastur
úr brúnni áður en skipinu hvolfdi
og hafði hann skömmu áður haft
samband við Nesradió. Brúin var
að fyllast af sjó þar sem hurðin
bakborðsmegin hafði farið úr. „Ég
var skömmu áður búinn að fara
niður í vélarrúmið til að athuga
hvort mannskapurinn væri ekki ör-
ugglega kominn upp, en ég ætlaði
aldrei að hafa mig upp aftur því
þar var allt löðrandi í olíu og ill-
mögulegt að fóta sig eða ná
handfestu," sagði Jón. „Þegar skip-
inu hvolfdi lenti ég undir því og
festist þar. Ég barðist um á hæl
og hnakka en mér virtust allstaðar
vera rimlar fyrir og gat enga grein
gert mér fyrir hvað sneri upp og
hvað niður. Eiginlega var ég búinn
að sætta mig við að komast ekki
undan skipinu því ég var hreinlega
fastur í rekkverkinu. Samt vildi ég
ekki gefast upp, vildi reyna að ná
til lífsins. Þá losnaði ég skyndilega,
fann leiðina og mér skaut upp þeim
megin við skipið þar sem gúmbjörg-
unarbáturinn var á reki. Ég sá hann
í um það bil 20 metra fjarlægð og
synti að honum. Skipsfélagar mínir
voru þá á sundi í kringum bát.inn
en komust ekki um borð vegna
þess að kaðalstiginn var allur flækt-
ur.“
Jón sagði að sér hefði tekist að
vega sig um borð í bátinn með því
að ná taki á bjarglínunni sem nær
allt í kringum hann. Hann gat híft
einn félaga sinn um borð og í sam-
einingu náðu þeir sex öðrum. Töldu
þeir að einn skipbrotsmannanna
hefði þá þegar verið látinn. „Bátur-
inn var í slæmu standi. Við urðum
því að standa uppréttir í bátnum,
sem er ekki það auðveldasta við
þessar kringumstæður, stórsjó og
ágjöf. En þeir sem settust stóðu
ekki upp aftur. Við reyndum að
hugsa ekki um erfiðleikana heldur
hvetja hver annan. Myrkrið var svo
mikið að við sáum ekkert í kringum
okkur en héldum uppi reglulegu
Skipverjarnir fimm sem björguðust er Suðurlandið fórst. Frá vinstri, Jón Snæbjömsson fyrsti stýrimað-
ur, Halldór Gunnarsson fyrsti vélstjóri, Kristinn Harðarson háseti, Júlíus Guðnason háseti, og Anton
Sigþórsson viðgerðarmaður i vél. Myndin er tekin á sjúkrahúsinu í Þórshöfn.
nafnakalli og skiptumst á að eiga
frumkvæði að því. Þessi samstaða
hafði mikið að segja.
Okkur óx ásmegin þegar við
heyrðum í Nimrod-þotunni, upp úr
klukkan fjögur um nóttina. Ég
skaut upp rakettu og handblysi því
eina sem við áttum, því öðru hafði
skolað niður um gatið á botni báts-
ins. Þá var kastað grænu blysi úr
þotunni sem merkti að þeir hefðu
staðsett okkur. Skömmu síðar var
kastað neyðarsendibauju frá banda-
rískri flugvél niður að bátnum svo
fylgjast mætti betur með okkur.“
Jón sagði að um tíuleytið hefði
verið kastað niður nýjum björgunar-
bát úr Nimrod-þotunni. Ékkert
rekankeri var á bát skipbrotsmann-
anna þar sem þeir töldu að hann
stæði sig betur svo illa farinn í sjó-
ganginum án þess. Þeir reru nú
lífróður að nýja björgunarbátnum
og tók það klukkutíma. Skipbrots-
mennirnir klifruðu yfir í þurran
bátinn en þurftu að skilja lík félaga
sinna eftir.
„Einhvern veginn fannst okkur
kaldara þegar við vorum komnir
um borð í þurran bátinn,“ sagði
Jón. „Við tókum með okkur þijá
hitapoka og fórum í þá tveir og
tveir, nema Anton sem er svo stór
að það gekk ekki. Nú gátum við
sofíð stund og stund, en einn var
þó alltaf á vald og kallaði reglulega
á okkur hina.
Það var mikill léttir þegar þyrlan
kom. Ég var hífður síðastur um
borð en þá var ég alveg búinn að
vera og man ekki einu sinni eftir
því að ég bað um sígarettu og bjór.
Þegar við vorum komnir um borð
í Vædderen vorum við settir í heitt
bað og þá fór maður smátt og
smátt að ranka við sér. En þegar
ég var búinn að vera í vel heitu baði
í 1 ‘/2 klukkustund var líkamshitinn
kominn upp í 36 gráður.“
Jón sagðist vilja flytja öllum þeim
sem aðstoðað hefðu við björgun
skipbrotsmannanna þakkir, þó sér-
staklega áhöfnum bresku og
bandarísku björgunarvélanna,
áhafnar Vædderen, einnig Nesradió
og Slysavamafélagi íslands.
Sjá fleiri viðtöl fréttamanna
Morgunblaðsins við skipbrots-
menn af Suðurlandi á bls. 24
og 25, ennfremur fréttir af
skipssköðunum um jólin á bls.
2, 26, 27 og baksíðu og einnig
forystugrein á miðopnu.
Hafsteinn Böðvarsson Hlöðver Einarsson Sigurður Ölvir Bragason Sigurður Sigurjónsson Sigurður L. Þorgeirsson Svanur Rögnvaldsson
matsveinn yfirvélstjóri háseti skipstjóri 2. stýrimaður bátsmaður
Sex menn úr áhöfn Suðurlandsins fórust
Mennirnir sex hétu:
Hafsteinn Böðvarsson mat-
sveinn, til heimilis að Langholts-
vegi 178 í Reykjavík. Hann
fæddist 25. júlí 1930. Hafsteinn
lætur eftir sig sambýliskonu,
Guðnýju Tryggvadóttur, aldraða
móður og sex böm.
Hlöðver Einarsson yfirvélstjóri,
Flúðaseli 90 í Reykjavík. Hlöðver
fæddist 11. nóvember 1945. Hann
lætur eftir sig eiginkonu, Kristínu
Káradóttur, og tvö börn.
Sigurður Ólvir Bragason há-
seti, til heimilis að Fornósi 1 á
Sauðárkróki. Hann fæddist 7. jan-
úar 1965 og var ókvæntur og
barnlaus.
Sigurður Siguijónsson skip-
stjóri, til heimilis að Breiðvangi
32 í Hafnarfirði. Sigurður fæddist
7. ágúst 1924 og lætur eftir sig
eiginkonu, Heru Gísladóttur, og
þijú börn.
Sigurður L. Þorgeirsson 2.
stýrimaður, Grenilundi 33 á Akur-
eyri. Hann fæddist 15. ágúst 1941
og lætur eftir sig eiginkonu,
Kristínu H. Harðardóttur, og fjög-
ur börn.
Svanur Rögnvaldsson bátsmað-
ur, Feijubakka 8 í Reykjavík.
Svanur fæddist 14. desember
1929. Hann lætur eftir sig eigin-
konu, Fríðu Gústafsdóttur, og
fimm börn.