Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 Blús frá Chicago J.B. Hutto spilar í óhrjálegri búlu um 1960. á Chicago blús, þar sem glöggt má heyra áhrifin frá Missisippi í órafmögnuðum blúsnum í lögum eins og You’re Gonna Miss Me, Uncle Sam, I Hear You Knocking, þar sem hann leikur fimlega á kazoo, og opnunarlagi myndar- innar Hobo Blues. Johnny sýnir þar rætur sínar sem eru um leið rætur allra þeirra sem á plötunni eru. Góður endir. Ekki er hægt að segja annað en vel hafí til tekist að spegla stöðu blúsins í Chicago eftir vakn- inguna sem varð uppúr 1960, en öll tónlistin var tekin upp fyrri Muddy Waters hluta árs 1970. __________Blús_____________ Árni Matthíasson Einna mestra vinsælda af ölium tilbrigðum sem fram hafa komið í blúsnum hefur hinn svonefndi Chicagoblús notið. Einkenni hans eru ýmis og ekki öll jafn ljós. Þó má segja að meðal þeirra helstu séu þau að hann er byggður á leik hljómsveitar, þar sem einn til tveir fimir hljóðfæraleikarar leiða. Textar eru yfirleitt í rök- réttu samhengi og tilfinningar allar vel ígrundaðar. Meistarar Chicagoblúsins eru legió. Næg- ir að nefna menn eins og Buddy Guy, Walter Horton, James Cotton og Elmore James. Fræg- astan meðal þeirra sem Chicagoblúsinn gerðu frægan verður þó að telja Muddy Wat- ers, þó ekki sé hægt að telja hann stórsnilling á hljóðfæri sitt gítarinn. í kvikmyndaklúbbnum Fjala- kettinum var eitt sinn sýnd kvikmyndin Chicago Blues. í þeirri mynd var einmitt leitast við að sýna fram á hvernig Chicago- blúsinn hefði mótast af borginni og því fólki sem þar bjó og að- stæðum þess. Langt er nú um liðið síðan myndin var sýnd hérlendis, og væri ekki úr vegi ef hún kæm- ist á hvíta tjaldið aftur. Hún hefur sérstakt gildi fyrir blúsáhuga- menn tónlistarinnar vegna og einnig vegna þess að tveir þeirra hljómlistarmanna sem þar sýna góða hluti eru nýlega látnir, þeir Muddy Waters og J.B. Hutto, sem létust báðir 1983. Hljómplötufyrirtækið Red Lightnin’ hefur gefið út tveggja plötu umslag með tónlist þeirri sem flutt er í kvikmyndinni. Þar er að fínna þá Muddy Waters, J.B. Hutto, Junior Wells & Buddy Guy, Mighty Joe Young, Johnny Lewis, sem segja má að kvik- myndatökumenn hafí „uppgötv- að“, Johnny Young og blúsdrottn- inguna Koko Taylor. Það eru þeir Amos Wells yngri og Buddy Guy sem byrja plötuna. Þeir eru sjálfsagt það vel kynntir hérlendis að vart er þörf á að bæta þar við. Þó má ekki láta hjá líða að nefna það að Buddy er sérlega í essinu sínu á plötunni og sýnir alla sína stæla á gítar- inn. Johnny Young á tvö næstu lög á plötunni. Hann leikur á hljóðfæri sem ekki heyrist oft í í blúsnum, mandólín, og er það fim- ur að stórskemmtilegt er að heyra. Þá er röðin komin að meistar- anum sjálfum, Muddy Waters. Hann leikur á als oddi og leikur sín frægustu lög, Hoochie Coochie Man og Got My Mojo Working, sem flestir ættu að kannast við. Það er Buddy Guy sem leikur undir hjá Muddy og Junior Wells sýnir ótrúlega snilldartakta á munnhörpuna. Mighty Joe Young kemur fast á hæla Muddys, en ekki fær hann nema eitt lag, en það er nóg til að sýna hvers hann er megnugur. Góður gítarleikari, sem vert væri að kynnast nánar. Ekki skemmir svo góður einlekur á saxófón. Blúsdrottningin Koko Taylor á síðasta orðið á hlið þijú. Hún syngur af miklum krafti Willie Dixon lagið Wang Dang Doodle sem varð síðasta lagið á vegum Chess Records sem náði veruleg- um vinsældum, og um leið síðasta lagið frá Koko Taylor sem náði einhveijum vinsældum. Koko er þó enn að og fest var á plast frammistaða hennar á Montreux hátíðinni 1982, þar sem hún tók einmitt Wang Dang Doodle með hörku keyrslu líkt og hér. Slidegítarkóngurinn J.B. Hutto byijar lokahliðina, og sýnir þar góða keyrslu í lögunum Speak My Mind og Come On Back Home. Það er síðan Johnny Lewis sem lokar dagskránni með annarri hlið t KSF250 MOJAVE Vatnskæling - 5 gíra + bakk - diskabremsur (uni track) afturfjöðrun stillanleg - sjálfstæð fjöðrun að framan - handbremsa. Stgr.verð kr. 139.800.00 KLF300 BAYOU Dugmikið vinnu og ferðahjól 5 gíra + bakk drifskaft - dráttarbeisli - burðargrindur - rafstart - stöðuhemill - handvirk driflæsing. Stgr.verð kr. 153.000.00 SUNDABORG 7-9 SÍMI 91-82377 Ljóða- kvöld í Djúpinu LJÓÐAKVÖLD verður þriðju- daginn 6. janúar í Djúpinu, Hafnarstræti 15, og hefst það kl.20.30. Á ljóðakvöldinu munu lesa úr nýjum verkum sínum nokkur ljóð- skáld. Ætlunin er að halda slík ljóðakvöld fyrsta þriðjudag hvers mánaðar á sama stað og eru allir velkomnir að saakja þau og hlýða á upplesturinn. Á meðan geta menn notið veitinga sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Dregið í Happdrætti Styrktar- félags vangefinna Á AÐFANGADAG var dregið í Happdrætti Styrktarfélags van- gefinna. Eftirtalin númer hlutu vinning: 1. vinningur, Volvo 740 GLE, árg. ’87, kom á miða nr. 85727. 2. vinningur, bifreið að eigin vali fyrir 450 þús. kr., kom á miða nr. 69513. 3.-10. vinningur, bifreiða að eigin vali fyrir 250 þús. kr., kom á miða nr. 3712, 25525, 26456, 61770, 63789, 72661, 81722, 90208. Vinningsnúmer eru birt án ábyrgðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.