Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON 1987: KOSNINGAÁR Hvað ræður afstöðu fólks? sýnist rökrétt miðað við fram- vindu mála í þjóðarbúskapnum. Hagsæld þjóðar og almenn kjör hafa farið batnandi. Hitt vekur nokkra undrun að stjómarflokk- amir, ekki sízt Sjálfstæðisflokkur- inn, hefur borið skarðan hlut frá borði í síðustu skoðanakönnunum. Hvað veldur? Fyrst verður fyrir að skoða það, sem miður stendur, erlendar skuldir og ríkissjóðshalla. Erlendu skuldimar em mestpart arfur frá vinstristjómar- og verðbólgu- ámm. Ríkissjóðshallinn á einkum rætur í kjarasátt á almennum vinnumarkaði, sem var gildur þáttur í hjöðnun óðaverðbólgunn- ar. Meint fylgistap Sjálfstæðis- Geir Hallgrímsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, fonnaður flokksins og Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna á sólardegi að vori liðins árs. Flest hefur gengið íslenzkri þjóð í haginn á liðnu ári. Verð- bólga, sem tröllreið þjóðarbú- skapnum fyrir fáum árum (130% vorið 1983), var rétt um 12% frá upphafi til loka ársins og hefði náðst neðar, ef ekki hefði komið til verðhækkun Evrópumynta og lækkun Bandaríkjadals. Viðskiptahalli, sem var mikill mörg undanfar- in ár, varð óverulegur. Eftir- spum eftir vinnuafli var meiri en framboð, öfugt við grannríki, þar sem atvinnuleysi er þjóðarböl. Kaupmáttur „tekna heimilanna", eins ogþað heitir á fagmáli sérfræðinga, hækkaði langleiðina í 20% á sl. tveimur árum. Hagvöxtur mældist um 6% á árinu og vöxt- ur þjóðartekna um 8%. Ský á himni Þrátt fyrir mörg batamerki í þjóðarbúskapnum og hagstæð ytri skilyrði eru ský á himni. Tvennt ber þar hæst, fljótt á litið. í fyrsta lagi erlendar skuldir, sem einkum hlóðust upp á verð- bólguárunum. Heildargreiðslur afborgana og vaxta af erlendum lánum 1985 vóru 9.709 m.kr. eða 19,2% af útflutningstekjum (24,3% 1984). Það er að sjáfsögðu matsatriði, hvert hættumark er- lendra skulda er, hvenær efna- hagslegu sjálfstæði þjóðar stafar hætta af, en um hitt mun ekki deilt, að greiðslubyrðin rýrir skiptahlutinn á þjóðarskútunni. I annan stað ríkissjóðshallinn, en fjárlög nýbyijaðs árs gera ráð fyrir 2.800 m.kr. útgjöldum um- fram ríkissjóðstekjur. Réttlætan- legt kann að vera að reka ríkissjóð með halla, tímabundið, til að ná fram öðrum efnahagslegum markmiðum (hjöðnun verðbólgu, stöðugleika í efnahagslífi), en kjarasáttin í febrúarmánuði sl. kostaði ríkissjóð 1,800 m.kr. á árinu 1986 í minni tekjum og meiri útgjöldum en ráðgert var, og nýgerðir samningar eru taldir hafa um 3,000 m.kr. neikvæð áhrif á stöðu ríkissjóðs 1987. Hitt stenzt ekki til langframa að ríkis- búskapurinn eyði verulega umfram tekjur. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að leita meiri hagræðingar og meiri spamaðar í ríkisbúskapnum en þegar hefur verið gert. Hvað veldur fylgistapi? Skoðanakannanir, sem fram- kvæmdar hafa verið, sýna að ríkisstjómin hefur meirihlutafylgi meðal þjóðarinnar. Sú niðurstaða flokksins verður vart rakið til þessara vandamála, nema að mjög takmörkuðu leyti. Til eru þeir sem kenna því um, hvem veg til hefur tekizt í fram- boðsmálum. Ónógri endumýjun í efstu sætum. Ungir frambjóðend- ur og konur hafi ekki náð viðun- andi árangri í prófkjömm. Ef skýring lakari hlutar flokksins í skoðanakönnunum felst að ein- hveiju leyti í þessu atriði liggur „sökin" víða. Og þá er tfmabært að huga að breyttum háttum í þessu efni. Sú skýring hefur og heyrzt að millitekjufólk, sem verið hafí dijúgur hluti kjósenda Sjálfstæð- isflokksins, telji sig hafa farið illa úti úr skattheimtu ríkisins 1986. Þrátt fyrir 600 m.kr. lækkun tekjuskatts 1985 hafi misvísun launaþróunar og skattreglna 1986 komið fram í aukinni greiðslu- þyngd millitekjufólks, ekki sízt á síðara helmingi næstliðins árs. „Breytingar óhjá- kvæmilegar“ Ef skattaskýring sú, sem að framan er getið, hefur við rök að styðjast, er rétt að rifja upp nokk- ur efnisatriði úr þingræðu Pálma Jónssonar, formanns fjárveitinga- nefndar: * 1) Nettólækkun skatta í tíð núverandi ríkisstjómar, 1982-1986, er um 2.700 m.kr. * 2) Skattbyrði er lægri á ís- landi en í flestum OECD-ríkjum. * 3) Ákveðið hefur verið að hverfa frá 600 m.kr. orkuskatti 1987 og lækka tekjuskatta um 300 m.kr. * 4) Opinber útgjöld ríkis og sveitarfélaga em verulega lægri sem hlutfall af landsframleiðslu en í grannríkjum (ísland 32% - meðaltal á hinum Norðurlöndun- um 50,6%). Formaður Qárveitinganefndar sagði orðrétt: „Granur minn er sá að sú nei- kvæða skattamálaumræða, sem iðulega heyrist og við tökum stundum þátt í, eigi rætur sínar að rekja til þess, hve mörgum finnst skattbyrðin skiptast rang- látlega á milli einstakra skatt- greiðenda. Ég er þeirrar skoðunar að skattkefið sé orðið svo götótt, bæði að því er tekur til beinna skatta og óbeinna, að breytingar séu óhjákvæmilegar. Endurskoð- un skattkerfisins, sem nú fer fram á vegum flármálaráðherra, er því nauðsynjaverk". Á sínum tíma var sett fram það markmið að afnema tekjuskatt af almennum launum í áföngum. Gott spor var stigið í því efni 1985. Fjöldi fólks er hinsvegar óánægur með bakslag, sem hann telur hafa orðið 1986. Máske er það íhugunarefni, hvort skattamál vegi þyngra í almennu viðhorfi fólks en stjómmálamenn gera sér grein fyrir? Það er a.m.k. ekki verra skoðunarefni á kosningaári en hvert annað. Innritun stendur yfir í: Reykjavík: Ármúla 17a, í síma 38830 og Hafnarfirði: Linnetstíg 3, í síma 52996, kl. 10—12 og 14—19. Kennsla hefst 7. janúar. DANSSKOLINN Barnadansar Gömlu dansarnir Standard dansar Suður-amerískir dansar Athugið! Takmarkaður fjöldi nemenda í hvern tíma (26 nemendur). F.Í.D.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.