Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 Minning: Benjamín Frank- lín Einarsson Fæddur 5. ágúst 1912 Dáinn 26. desember 1986 Sumar bemskuminnimrar srj skýrari en aðrar. Svo er með minn- ingar mínar af þeim hjónum Benjamín Franklín Einarssyni og Guðrúnu Einarsson Johnson, en þau voru ævinlega kölluð Rúna og Benni í hópi vina og ættmenna. Svo sam- ofin voru þau í hugum okkar, að aldrei var nafn annars þeirra nefnt að hitt kæmi ekki ósjálfrátt upp í hugann. Við kveðjum nú Benjamín. Hann var borinn og bamfæddur Reyk- víkingur. Fyrstu æskustöðvar hans voru vestast í Vesturbænum þar sem heitir Bráðræðisholt. Hann bjó í Reykjavík mestan sinn aldur, að frátöldum nokkrum árum, er hann dvaldi í Kanada hjá systur sinni og mági. Hann var mjög fróður um gömlu Reykjavík og var það hans skemmtan að segja sögur af at- burðum, mönnum og staðháttum tengdum Reykjavík og var unun á að hlýða. Þá var ekki ónýtt að fá Benna með sér í bíltúr um bæinn: gömul hús, sem maður hafði oft gengið hugsunarlaust framhjá, öðl- uðust allt í einu nýtt líf þegar saga þeirra og fyrrverandi og jafnvel núverandi íbúa vom sagðar. Benni starfaði lengi sem verslun- armaður í verslunni Liverpool. Minni mitt nær til þess er sú versl- un var til húsa í gamla Mjólkurfé- lagshúsinu við Hafnarstræti þar sem nú er Ingólfsapótek. Þetta mun hafa verið ein af helstu verslunum bæjarins á þeim tíma og var alltaf tagurlega skreytt fyrir jól. Það var mikið tilhlökkunarefni að komast niður í miðbæ og leggjast á glugg- ana og skoða alla dýrðina sem við blasti innan dyra. Þar gat m.a. að líta mikið úrval leikfanga og oft hugsaði ég um það hvað hann Benni ætti gott að geta leikið sér að öllum þessum fallegu leikföngum. Það brást hins vegar ekki, að eitthvert þeirra kom svo í ljós, þegar við systkinin opnuðum jólapakkana okkar. Benni sneri frá verslunarstörfum og var fulltrúi ríkisféhirðis og starf- aði sem stjómarráðsstarfsmaður í 18 ár, uns hann lét af störfum fyr- ir aldurs sakir árið 1980. Þar gat hann sér gott orð fyrir samvisku- semi, prúðmannlega framkomu og snyrtimennsku. Hann minntist ætíð samstarfsmanna sinna með mikilli virðingu og hlýhug. Benni var trúaður maður. Hann hafði einnig mikinn áhuga á því sem okkur hinum er hulið, svo sem hug- lækningum og sambandi við yfir- náttúruleg öfl. Þá fékkst hann nokkuð við skriftir þó fátt af því kæmi fyrir almenningssjónir. Þó veit ég að leikrit sem hann samdi var sýnt við góðar undirtektir og vafalaust hefði fleira mátt birtast opinberlega. Benni var giftur Guðrúnu John- son, sem fædd var í Kanada. Móðir hennar var af íslensku ætterni. Þau hjón voru bundin Kanada sterkum böndum. Þau fengu oft heimsóknir Vestur-íslendinga og eins fóru þau í heimsóknir til Kanada þegar þau máttu því við koma. Guðrún starf- aði í dómsmálaráðuneytinu. Þau bjuggu um skeið í vesturbænum en bjuggu sér síðar fallegt heimili í Skaftahlíð 18. Þeim varð ekki bama auðið, en þau höfðu mikið við böm og fylgdi því ævinlega mikil eftir- vænting þegar til stóð að fara til þeirra í heimsókn. Guðrún féll snögglega frá árið 1966 og var það mikið áfall fyrir Benna. Hann bjó síðan einsamall til æviloka. Elli kerling tók hann Benna nokkuð föstum tökum. Vom þá margir, bæði skyldir og óskyldir, til að rétta honum hjálparhönd þeg- ar illa stóð á. Hafi þeir þökk fyrir það. Garðar Garðarsson. Móðurbróðir minn, Benjamín Franklín Einarsson, lést aðfaranótt annars í jólum, 26. desember sl. í o**_*CV2Líi Jlírí.c*i, OXVUIIUIIU ctuur en hann missti meðvitund og dauða- stríðið hófst, var snjóhríð úti fyrir glugga, skammdegið ríkti og myrkrið. Benni frændi kvað nú lítinn mun á nótt og degi í dimm- unni og hafði hann gefist upp á að fylgjast með. Örfáa daga lá hann enn á spítalanum og við systkinin og Þór Þorsteinsson, systursonur Benjamíns og hjálparhella síðustu árin, litum til hans til skiptis. Mjúkar hendurnar héldust hlýjar þennan tíma og það riíjaðist upp fyrir mér, að ég hafði óbeint verið spurður um þessar hendur nýlega þar sem við frændur áttum erindi. I margmenninu var fólk sem hafði ekki séð Benna frænda lengi, en það minntist á það við mig að fyrra bragði, að Benjamín hefði verið gæddur miðilsgáfum og á föstudag- inn langa upplifað píslarsöguna, og sár hefðu myndast í lófum og á enni hans. En aðrir höfðu á orði að þetta hefði nú verið fallegasti ungi maðurinn í Reykjavík á sinni tíð. Nú eru hendurnar kulnaðar og Benni allur, saddur lífdaga. Sama snyrtimennið var hann alla tíð og steittist á móti því í lengstu lög að taka Elli kerlingu upp á arminn þrátt fyrir ágengni hennar síðustu árin. Stutt var þeirra samfylgd. Er nú Benni horfinn í annan heim, honum einnig hugleikinn, og má ef til vill í birtunni sem þar ríkir lítt greina mun á nótt og degi. Benjamín var fæddur í Reykjavík 5. ágúst 1912. Foreldrar hans voru Guðrún Jónasdóttir og Einar Ólafs- son múrari og var hann langyngstur fjögurra bama þeirra. Guðrún var ættuð úr Landsveit, dóttir Jónasar í Görðum Jónssonar í Mörk Finn- bogasonar og Guðrúnar konu hans Vigfúsdóttur í Heylæk í Fljótshlíð Einarssonar. Einar faðir Benjamíns var fæddur og uppalinn á Alfta- nesi, sonur Ólafs Guðmundssonar, húsmanns á Hliði á Álftanesi og Þóru Einarsdóttur skans, en hann var svo kallaður af því að hann bjó í Bessastaðaskansi. Það er sjálfsagt að margra dómi vafasamt athæfí að draga almennar ályktanir um skapferli ætta, en svo virðist mér á því sem ég hef heyrt og séð skrifað um fólk í ættum Guðrúnar, móður Benjamíns, að þeir Rangvellingamir hafí verið lip- ur gæðamenni margir hvetjir, sumir atkvæðamikilir og þá einkum kon- umar, en skyggnigáfa gekk í ættir. Kynni við álfa og huldufólk vom ekki einsdæmi og í minnum höfð hefnd álfanna,' ef menn þekktust ekki bliðuhót þeirra. í ættum Ein- ars, föður Benjamíns, Álftnesinga, eru einnig kvenskörungar, karlar fróðir um ýmsa hluti, góðir smiðir og snillingar í handtökum sínum, en sumir nokkuð ölhneigðir, skyld- mennatengsl gjarnan svo sterk að líkja má við atómsprengingu ef rofnuðu einhverra hluta vegna. Benjamín, móðurbróðir minn, ólst upp í Reykjavík og skal hér ekki rakin saga hans nákvæmlega er ég kveð hann fáeinum orðum fyrir hönd systkina minna. Hann var mjög hændur að móður sinni meðan hún lífði, en föður sinn kall- aði hann Einsa framan af ævi. Benjamín dvaldist einnig allmörg ár á heimili ástkærrar systur sinnar, Þóru, og mágs, sr. Jakobs Jónsson- ar, er þau áttu heima á Austfjörðum og í Kanada. Hann var því löngum eins og einn úr hópi fjölskyldu þeirra og fastur partur í tilveru- mynd okkar systkinanna fimm, Guðrúnar, Svövu, Jökuls og okkar Jóns Einars. „Stóra systir" hans, Þóra, var hans stoð og stytta, þar til hennar þrek tók að dvína með árunum. Benjamín lærði verslunarfræði 1 vestan hafs og tók ástfóstri við Kanada. ekki dró úr hlýhug til Kanada sú hamingja er honum hlotnaðist er hann gekk að eiga vestur-íslenska konu, Guðrúnu Johnson, og var ástríki þeirra mik- ið. Það var óviðbúið áfall fyrir Benjamín er hún féll skyndilega frá fyrir 20 árum, enda höfðu þau ver- ið hlið við hlið og samstíga nánast í bókstaflegri merkingu alla tíð. Benjamín og Guðrún bjuggu í Reykjavík og vann hann allmörg ár í versluninni Liverpool, en lengst af þó á skrifstofu ríkisféhirðis í Amarhvoli, þar til hann hætti fyrir aldurs sakir. Hann var þá vel ern og hafði iðulega gengið heiman úr efri Hlíðunum og til vinnu í mið- bænum. Hann hlakkaði til að eiga náðuga daga, dytta að blómahafínu heima og hafa annað fyrir stafni sér til ánægju. Því miður leið ekki á löngu þar til Benna frænda fór að förlast, hægt og sígandi í fyrstu en síðan æ hraðar, og meira en hann virtist vilja viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum. Minnið dapraðist og sömuleiðis dómgreind á eigin hag og annarra ráð. Skulu hvorki höfð fleiri orð um það né þrautir hans síðustu árin, en þakkir okkar systk- ina og foreldra minna færðar fómfúsum frænda mínum, Þór Þor- steinssyni og Önnu Sveinsdóttur konu hans, sem lagt hafa mikið á sig til að létta undir með Benjamín F. Einarssyni hans síðustu og erfíð- ustu ár. Oteljandi em ferðir Þórs heim til Benjamíns, en úr fallegri íbúð sinni í Skaftahlíð 18 vildi Benj- amín hvergi fara þótt hentugra húsnæði stæði honum til boða oftar en einu sinni þegar á leið — gömlum manninum. Þakkir eru einnig færð- ar starfsfólki við Félagsstarf eldri borgara í Lönguhlíð 3, þar sem Benjamín snæddi hádegisverð um nokkur ár og góðum nágrönnum hans er sömuleiðis þakkaður hlý- hugur og hjálp. Góðar minningar koma í hugann nú er Benjamín er kvaddur hinstu kveðju, æskuminningar um rausn Benna og Rúnu á aðfangadags- kvöld og gítarspil og söng um Litlu stúlkuna ljúfu og Pálínu kerlingu, um stutta heimatilbúna grínþætti og spaug á hrognamálinu, sem við yngri bræðumir töluðum þegar við fluttum með foreldrum og systkin- um heim til íslands, og þannig mætti margt telja. Benjamín var bamgóður maður — og dýravinur var hann líka. Ég minnist heimsókna Benjamíns til mín og fjölskyldu minnar löngu seinna er ég dvaldist langdvölum erlendis; er við sigldum á ferju eft- ir endilöngum Sognsæ vestanfjalls í Noregi, ýmist í þoku eða með ústsýn til hárra fjallanna. Ég minnist samvista á þriggja daga Islendingahátíð í Gimli í Manitoba, Kanada, árið 1975, er minnst var þess að 100 ár vom liðin frá upp- hafi landnáms á Nýja-Islandi. Áð hátíðinni lokinni ókum við Benni og ijöiskylda mín austur til Tor- onto, nokkurra daga ferð um víðlend fylki Kanada. Þær ferðir sem Benjamín tók sér fyrir hendur vom honum einkar hugstæðar og hafði hann gaman af að rifja þær upp. Síðustu árin hafði ég tækifæri til að hitta hann oftar, enda í námunda við hann. Umræðuefni sem hann virtist helst njóta undanfarið vom endurminn- ingar um gömlu Reykjavík og gullöld Hollywood-kvikmyndanna og átti hann myndauðugar bækur um stórmyndir og stjömur fyrri áratuga. Benni samdi gamanleikrit, m.a. Dollaraprinsinn, sem notið hefur nokkurra vinsælda hjá áhuga- leikflokkum gegnum tíðina. Þrátt fyrir góða leikhæfileika, tilhneig- ingar í leiklistarátt og mikla unum af kvikmyndum er mér ekki kunn- ugt um að hvarflað hafi að Benj- amín að ætla sér hlutverk á því sviði. Benni frændi var alla jafna góð- lyndur við fó!k flest en krfíf'dhSruUf við þá sem hvetju sinni stóðu honum næst og mun hann ósjaldan hafa ætlast til mikils. Þegar reyndi á sterkustu vinatengsl til hins ýtrasta mátti búast við atómsprengingu sem sleit þau. Vínhneigð sem hann lét undan um nokkurt skeið spillti fyrir honum þar sem síst skyldi. Benjamín var ekki bókhneigður maður, en las blöðin mikið og hlust- aði á útvarp meðan heilsa entist. Sem við mátti búast sat hann um góðar kvikmyndir í sjónvarpinu. En allt þetta fór minnkandi allra síðustu árin. — Tvær bækur frá höfundum lágu mánuðum saman óhreyfðar á sófaborði í stofu Benna, milli fallegra muna á dreglinum, líkt og beðið væri með lestur þeirra í annað sinn. Var önnur eftir Einar Einarsson miðil, en hin eftir mág Benjamíns, sr. Jakob Jónsson: „Líf við dauðans dyr“. Mér fannst bera æ meir á þessum bókum, ekki síst þegar varð æ greinilegra á rykinu sem náði að safnast aldrei þessu vant, að húsgögn og munir á fal- lega heimilinu fóru að skipta litlu máli og blómin í stofunni nytu ekki lengur sömu umhyggju og áður. Við frændur ræddum ekki mikið um dulræna reynslu hans á yngri árum, þrátt fyrir áhuga minn á dulsálarfræði. Ég var hinn jarð- bundni efasemdarmaður úr heimi vísindanna og reynsla hans var hvort eð var löngu liðin og ekki til umræðu. Honum þótti þó vænt um, þegar ég var ritstjóri Morguns, tímarits Sálarrannsóknafélags ís- lands, og fékk leyfí hans til að endurbirta frásögu af sálförum hans milli íslands og Kanada, sem birst hafði í tímaritinu 40 árum áður. Mágur Benjamíns, sr. Jakob, ritaði inngang að greininni og at- hugasemdir í eftirmála. Ég leyfi mér að lokum að birt hér minn eig- in inngang úr sumarhefti Morguns árið 1981. „Benjamín F. Einarsson í Reykjavík hefur verið skyggn frá bamsæku. Hann _ fæddist í Reykjavík árið 1912. Ég ræddi ný- lega við Benjamín um reynslu hans S lyiíi árum. Hann minntist þess, að hann hefði á æskuárum sínum ekki nefnt sýnir sínar við neinn fyrr en hann skelfdist eina sýnina. Hann talaði þá við móður sína um það, sem fyrir hann hafði borið. Skilningsrík afstaða hennar varð honum mikill hugarléttir. Þegar þetta gerðist var Benjamín 12 ára gamall. Þegar hann var á þrítugsaldri nutu margir lækningamáttar hans, en hann stundaði lækningastarf- semi í nærfellt 5 ár. „Læknirinn" í miðilsvefni Benjamíns á þessu ævi- skeiði hans nefnist Edward. Benj- amín bjó um skeið í Kanada, en fluttist heim aftur skömmu fyrir stríð. Benjamín lagði síðan ekki skipu- lega rækt við dulargáfur sínar, en ósjálfráð fyrirbæri komu hins vegar fyrir öðru hveiju. Einna markverð- ust voru píslarsögutákn, sem áttu sér stað árlega í páskavikunni og náðu þau hámarki á föstudaginn langa. Var þá sem sár mynduðust í lófum og á enni.“ Á skrifandi stundu gæti ég svo hugsað mér að Benni frændi sé að hnippa í mig, ónæman og ósjáandi fræðasinnan, og gera tilraun til að segja mér frá því, að hann sé nú í fagnaði genginna ástvina og viti meir en stendur í bókum á sófaborð- um. Hver veit nema hann sé þangað kominn með viðkomu í álfheimum í nágrenni forfeðranna á Rangár- völlum. Hvað sem því líður kveð ég nú frænda minn með ást og þökk. Blessuð sé hans minning. Þór Edward Jakobsson Rannveig Odds- dóttir — Minning Fædd 11. nóvember 1890 Dáin 23. desember 1986 Látin er í hárri elli frú Rannveig Oddsdóttir frá Steinum í Borgar- fírði, ekkja eftir Kristján Fr. Bjömsson, hreppstjóra og bygging- armeistara þár. Rannveig lést í Hafnarbúðum hér í borg þann 23. desember sl. Rannveig fæddist á Steinum þann 11. nóvember 1890 og varð því 96 ára. Hún var dóttir hjónanna Odds Þorsteinssonar, bónda þar, og konu hans, Kristínar Ámadóttur, og ólst hún upp í föðurgarði mitt í blómlegu hjarta Borgarfjarðar. Rannveig giftist 10. mars 1911 Kristjáni Fr. Bjömssyni frá Svarf- hóli í sömu sveit. Fyrsta búskapar- árið bjuggu þau á Bjargarsteini, sem var í túnfæti Svarfhóls, en fluttu að Steinum vorið 1912 eftir lát Odds, föður Rannveigar, en hann lést 25. desember 1911. Eftir það bjuggu þau Rannveig og Kristj- án á Steinum heillaríku og ham- ingjusömu búi þar til Kristján lést 19. apnl 1962, 78 ára að aldri. Þau Rannveig og Kristján eign- uðust fimm mannvænleg böm og er kominn frá þeim mikill ættlegg- ur. Elst bamanna er Málfríður, ekkja eftir Finn Jónsson vélgæslu- mann í Reykjavík. Oddur býr á Steinum, hann er kvæntur Laufeyju Pétursdóttur. Kristín býr í Bakka- koti í sömu sveit, maður hennar er Axel A. Ólafsson, bóndi. Bjöm er kennari við Hagaskólann, kona hans er Ingibjörg Siguijónsdóttir. Yngst er Þuríður, konrektor við Kennaraháskólann. Eina fóstur- dóttur áttu þau hjón, Sigríði Baldursdóttur, sem býr í Mosfells- sveit, gift Ásgeiri Pálssyni. Afkomendur í annan og þriðja lið munu vera yfir fímmtíu. Rannveig og Kristján voru í tvíbýli við Odd og Laufeyju á Steinum uns Kristján lést og eftir það bjó Rannveig þar til ársins 1973 er hún flutti til Reykjavíkur til Þuríðar dóttur sinnar, sem annaðist hana af mik- illi umhyggju fram á síðustu stund. Rannveig varð fyrir því slysi árið 1981 að mjaðmargrindarbrotna og eftir það áfall var hún bundin við hjólastól. Hún dvaldi eftir það í Hafnarbúðum þar sem hún naut frábærrar umönnunar. Steinaheimilið var annálað fyrir gestrisni og myndarskap. Þar var oft mannmargt, ekki síst þegar bömin hópuðust þangað til sum- ardvalar. Líka áttu mörg gamal- menni þar athvarf. Algengt var að yfír 20 manns væru þar til heimilis yfir sumartím- ann. Éinnig var mikil gestakoma á Steinum þrátt fyrir að jörðin var ekki í þjóðbraut. Og öllum var ævin- lega boðið inn í mat eða kaffí. Það má þvi ímynda sér að nóg hafi ver- ið að gera á svo stóm og erilsömu heimili. Kristján var oft langdvölum að heiman þar sem hann vann við byggingar flest búskaparárin og hvíldi því meira á húsfreyjunni en ella. Ég átti því láni að fagna að dvelj- ast á Steinaheimilinu á uppvaxtar- árum mínum og kynntist því vel þessum góðu hjónum og heimili þeirra. Öll þau ár sem ég var þar varð ég aldrei var við að Rannveig skipti skapi, og má reyndar segja það sama um mann hennar. Jafn- vægi, æðruleysi og hjartahlýja voru aðalsmerki þeirra hjóna sem svo i . 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.