Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 37 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Skattheimtan verður kosningamál Skattamál hafa nú sem fyrr verið eitt helsta umræðuefni í íslenskum stjómmálum. Um þessar mundir er sú umræða bæði markvissari og mikilvægari fyrir þá sök, að flestir eru sam- mála um að ekki verði hjá því komist að byggja upp tekjuöflun- arkerfi ríkisins frá grunni." Þannig kemst Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, að orði í ára- mótagrein sinni hér í blaðinu. Hann ítrekar þá skoðun, að sölu- skattskerfíð „sé hrunið" og nauðsyn þess að tekinn verði upp virðisaukaskattur. Fjármálaráð- herra segir hins vegar, að undir- búningur undir staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars hafí for- gang við breytingar á skattakerf- inu á þessu ári. Og bætir við: „Tímaröð annarra breytinga á skattkerfínu þ.á m. virðisauka- skatts, kann því að raskast ef það er óhjákvæmilegt til þess að stað- greiðsla komist á í ársbyrjun 1988.“ Þessi orð verða ekki skilin á annan veg en þann, að fallið verði frá því að knýja á um af- greiðslu á frumvarpinu um virðis- aukaskatt fyrir kosningar nú í vor. Ekki er unnt að horfa fram hjá því, að framkomið frumvarp um skattinn hefur mætt víðtækri andstöðu. Þorsteinn Pálsson er ekki einn um þá skoðun meðal stjómmála- foringja, að endurskoða þurfi tekjuöflunarkerfí ríkissjóðs. Morgunblaðið leitaði álits forystu- manna flokkanna á þessu máli um áramótin. Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, sagði: „Telq'uöflunarkerfí ríkis- sjóðs þarf allt að taka til endur- skoðunar. Það er í molum.“ Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, sagði: „Nær lagi væri að segja að tekjuöflunar- kerfi ríkisins sé í rúst. . .“ Guðrún Agnarsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans, sagði: „Löngu er tímabært að endur- skoða og gera breytingar á tekjuöflunarleiðum ríkis og sveit- arfélaga." Af þessum orðum er ljóst, að skattamál verða ofarlega á baugi í almennum umræðum á næst- unni og sem viðfangsefni þeirra sérfræðinga og embættismanna, sem vinna að úrbótum og tillögu- gerð. Miklu skiptir að þar sé vel að verki staðið með sanngimi og réttsýni að leiðarljósi. Ranglátt skattakerfí, sem með augljósum hætti mismunar fólki, veldur margvíslegu tjóni og dregur meira en flest annað úr áliti borg- aranna á starfshæfni stjómvalda. í áramótagrein sinni segir Þor- steinn Pálsson: „Um það hversu mikil skattheimtan á að vera verður hins vegar lengi deilt. Sjálfstæðismenn vilja stilla henni í hóf. Núverandi ríkisstjórn hefur með margs konar breytingum á skattalögum afsalað sér rúmlega 2700 milljónum króna tekna mið- að við þau skattalög, sem í gildi vom þegar fyrrverandi ríkisstjóm hvarf frá. Þar af nemur lækkun tekjuskatts 1100 milljónum króna. Bæði Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið em með tillög- ur um að snúa þessu aftur til hins fyrra horfs.“ Ekki skal dregið í efa, að þær tölur, sem fjármálaráðherra nefn- ir, séu réttar. Á hinn bóginn er svo komið, að þeir verða sífellt færri, sem bera meginþunga byrðarinnar, ekki síst tekjuskatt- inn. Em því mörk sett, hve lengi er unnt að höggva í þann kné- mnn. Nefnd á vegum fjármála- ráðuneytisins hefur auk þess sýnt fram á mikil skattsvik. Þau em fleinn í holdi þeirra, sem standa í réttum skilum við hinn sameigin- lega sjóð — fleinn, sem verður aðijarííEgja. í svöram stjómmálamanna við spumingum Morgunblaðsins um skattamál kemur fram, að for- ystumenn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista em þeirrar skoðunar, að nú þurfí að leggja á stóreignaskatt, að minnsta kosti timabundið. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, segist telja eignaskatta „skyn- samlegt skattform og rétt að taka það upp í auknum mæli í stað tekjuskatts“. í Morgunblaðinu í gær segir Svavar Gestsson, að sameiginlegar hugmyndir um stóreignaskatt gætu „hugsanlega verið gmndvöllur að væntanleg- um stjómarmyndunarviðræðum eftir næstu kosningar". Það er ekki nýtt að vinstri- sinnar á íslandi sameinist um skattastefnu, sem hefur það að markmiði að ná til hinna með „breiðu bökin". Hitt er ekki held- ur nýtt, að þessi stefna hefur sjaldan eða aldrei borið þann árangur, sem að hefur verið stefnt. í stað þess að klastra upp á tekjuöflunarkerfí, sem allir em sammála um að hafí gengið sér til húðar, með því að bæta enn einum „bráðabirgðaskattinum" við, ættu stjómmálamenn að taka á vandanum í heild af sanngimi og réttsýni. Skattamál er unnt að gera svo flókin með tæknilegum vanga- veltum, að almenningur hætti að geta fylgst með því um hvað umræðumar snúast. Það er brýnt að á næstu mánuðum, þegar tek- ist verður á um atkvæðin, verði dregnar skýrar meginlínur í þess- um mikilvæga málafíokki, svo að enginn kjósandi þurfi að fara í grafgötur um, hvað hann er að ákveða með því valdi, sem hann einn hefur í kjörklefanum. Merkar hugmyndir Það ber vott um aukinn þroska og ábyrgðartil- fínningu þegar aðilar vinnumarkaðarins ná samningum j afnauðveld- lega og raun ber vitni án þeirra átaka sem vom nær daglegt brauð hér á landi fyrir nokkr- um ámm. Afskipti ríkisvaldsins af samn- ingunum vom ekki meiri en eðlilegt getur talizt í landi þar sem það hefur vemleg áhrif á markaðinn, m.a. með ýmsum ákvörðunum um verðlagsmál, og ákveður framlög til velferðarmála og markar þegn- unum bás á ýmsan annan hátt. Raunar em afskipti ríkisins af íslenzkum borgumm svo mikil að einhver gat þess ekki alls fyrir löngu í útvarpsviðtali að það væri lítil breyting þótt ríkisvaldið ákvæði sölu- kvóta eða verðlag á eggjum því að allir vissu að það ákvæði hveijir mættu fram- leiða kjöt og mjólk, það tæki ákvörðun um fískkvóta og hveijir gætu hagnazt á físk- veiðum, menn mættu jafnvel ekki keyra þjónustubifreiðir fyrir almenning nema ríkið kæmi þar við sögu. Þetta em aðeins örfá dæmi um sjálfkrafa afskipti ríkisins af högum þegnanna. Meðan svo háttar getur enginn gert kjarasamninga nema með vissum afskiptum eða fyrirgreiðslu ríkisins. Það var því þeim mun meira af- rek þegar samkomulag náðist aftur svo skjótlega um kjarasamninga sem miða að enn frekari stöðugleika í efnahagslífi Is- lendinga en verið hefur og má þó fullyrða að markmiðum næstsíðustu samninga í þessum efnum hafí að mestu verið náð. Allt getur þetta aukið kaupmátt almenn- ings og tryggt efnahagsafkomu þjóðarinn- ar, ekki sízt vegna þess verðlags sem verið hefur á olíu, en allt færi úr skorðum um leið og olían hækkaði á heimsmarkaði, svo háðir henni sem við emm. Menn em sem betur fer farnir að gera sér grein fyrir því að Palli er ekki einn í heiminum. Hann verður bæði að taka tillit til efnahags- þróunar á alþjóðamörkuðum og þá ekki síður að haga vömum sínum og öryggi samkvæmt því sem er að gerast allt í kring- um hann. Þegar einangmn landsins var rofín á þessari öld hafði nábýlið við aðrar þjóðir þetta m.a. í för með sér. Forsendurnar komnar Nú em komnar forsendur fyrir því að hefla viðræður um staðgreiðslu skatta en vafamál er, hvort það hafí áður verið tíma- bært. Forsendumar em kjarasamningamir tvö undanfarin ár, þar sem gert er ráð fyrir því að verðbólgan haldist undir 10% mörkunum og vel það. Með ósk sinni um staðgreiðslukerfí skatta hafa forystumenn launþega boðizt til að axla þá ábyrgð að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda dýrtíðinni niðri, svo mikilvægur þátt- ur sem það verður í kaupmáttarbaráttu fólksins, þegar því verður skylt að greiða skatta jafnóðum af mánaðarlaunum sínum. í óðaverðbólgunni áður fyrr kom það sér vel að greiða skattana með verð- litlum verðbólgupeningum næsta árs, en nú þegar staðgreiðslukerfíð verður komið á, að öllum líkindum að ári samkvæmt ósk launþegasamtakanna, horfir málið allt öðmvísi við þar sem stefnt er að því að halda verðbólgunni niðri, og það jafnvel markvissar en nokkum tíma áður. Engir munu hafa jafnmikinn hag af því og þeir sem verið hafa lægst launaðir, enda yrði margur maðurinn nær gjaldþrota, ef hann ætti að staðgreiða skatta í óðaverðbólgu, og hefur þó litlu mátt muna hjá ýmsum á undanfömum ámm. Með kröfunni um staðgreiðslu skatta hafa launþegasamtök- in í raun skrifað uppá víxil sem ábyrgðar- aðilar þess að verðbólgunni verði haldið niðri, og er það vel. Slíkt aðhald á áreiðan- lega eftir að tryggja launþegum kaup- máttaraukningu og þjóðinni allri festu í kaupgjalds- og verðlagsmálum, en hvort- tveggja mun leiða til heilsusamlegri efnahagsstefnu en við höfum átt að venj- ast. Þeir sem ungir em og muna ekki viðreisnarárin þegar verðbólgan var undir REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 3. janúar Morgunblaðið/Ól.K.M BRAUTRYÐJANDINN — eftir Einar Jónsson, gerð á árunum 1902-1911 10% í heilan áratug eiga erfítt með að gera sér grein fyrir kostum þess að búa í landi sem á meira sameiginlegt með Vestur-Evrópu en Suður-Ameríku. Önnur ósk eða ábending launþegasam- takanna hlýtur að vekja mikla athygli, en það em hugmyndimar um að fólki verði leyft að gengistryggja sparifé sitt svo að það haldi verðgildi sínu gagnvart öðmm gjaldmiðlum á hveiju sem gengur. Þetta yrði einhver áhrifamesta trygging spari- Úáreigenda gegn sífelldum gengislækkun- artilburðum hins opinbera og miðar raunar að því að mynda almenningsálit gegn því að stjómarherramir geti rýrt eignir al- mennings með einu pennastriki, og þá einkum spariféð, eins og verið hefur fram að þessu. Ef hagur sjávarútvegsins kallaði eindregið á gengisfellingu eins og stundum hefur verið hamrað á, þótt umdeiianlegt sé, þá kæmi það ekki niður á þeim ráð- deildarsömustu sem hefðu tryggt sparifé sitt með viðmiðun við aðra gjaldmiðla. Þetta þýddi vegna nokkum veginn fijálsr- ar gjaldeyrisverzlunar að fólki væri heimilt að breyta íslenzkum krónum í erlenda mynt og taka þannig sjálft áhættuna af þróuninni á alþjóðagjaldeyrismörkuðum. Þessar óskir launþegasamtakanna sýna að það em við stýrið menn sem lifa og hrærast í nútímahugsunarhætti, en ekki þeirri forsjárhyggju sem tíðkazt hefur og einkennir alla stjómsýslu í einræðis- og kommúnistaríkjum. Stjómmálamenn ættu þegar í stað að taka í framrétta hönd þessara launþegaforingja og framfylgja hugmyndum þeirra sem hér hafa verið nefndar. Staðgreiðslukerfíð er að vísu viða- mikil breyting en það á rétt á sér úr því sem komið er. Viðbrögð fjármálaráðherra við þessum óskum vom rétt. Þeim sem hafa nú tilbúnar hugmyndir um umdeildan virðisaukaskatt ætti ekki að verða skota- skuld úr því að ganga frá staðgreiðslukerfí skatta og gengistryggingu spariljár á til- tölulega skömmum tíma. Vilji er allt sem þarf. Allt þetta fólk___________ Stjómmál em eins og veðrið, óútreikn- anleg. Samt lúta þau ákveðnum lögmálum, rétt eins og veðrið. Vegna dvalar bréfrit- ara í Bandaríkjunum hefur hann fylgzt með áhrifamiklum veðrabrigðum í banda- rískum stjómmálum. Það er ekki langt síðan Bandaríkjaforseti kom heim af stór- veldafundi í Reykjavík og þá sýndu allar skoðanakannanir að hann hafði átt erindi til íslands og aukið fylgi sitt meðal almenn- ings þótt blöð og fréttamenn reyndu að sverta íslandsför hans eftir megni. Það virtist ekki hafa nein áhrif á almennings- álitið í Bandaríkjunum og ætti að vera þó nokkur áminning til pressunnar. Fólkið lætur ekki villa um fyrir sér, ekki alltaf. Auk þess vom undantekningar, þar sem merkir blaðamenn sáu að toppfundurinn var fremur ávinningur en afturför. Hann skerpti andstæðumar og sýndi leiðtogum stórveldanna tveggja í hveiju ágreiningur þeirra liggur og það eitt er víst, að ef þeir hittast aftur hefur undirbúningurinn verið með þeim hætti að samkomulag er á næstu grösum. Ef þeir hittast ekki aft- ur, hefur Reykjavíkurfundurinn fært þeim heim sanninn um að samkomulag er lengra undan en margir héldu. Auk þess hefur leiðtogafundurinn sýnt að sú marggagn- rýnda geimvamaáætlun er sterkasta spilið á hendi Reagans og hann hefur ekki í hyggju að spila því út sem stendur. Þá veit Gorbastjov það. Og miðstjómin. Og þá vita haukamir í Kreml það einnig, ekki sízt hershöfðingjamir. Hitt liggur einnig fyrir að Reagan veit að geimvamaáætlun- in er sterkasti gjaldmiðill sem hann á, ef hann vill hætta við hana og semja um fækkun eldflauga. Þetta liggur sem sagt allt fyrir eftir stórveldafundinn — og margt fleira. Þess vegna var hann ekki árangurs- laus, heldur mikilvægur. Hann var einkum mikilvæg kynning á viðhorfum. Og þá var hann ekki sízt mikilvægur vegna þeirrar nærvem sem leiðtogamir höfðu hvor af öðmm. Slík nærvera og persónuleg kynni draga úr hættu á eldflaugastríði. Menn varpa ekki sprengjum úr vinarhúsi. Allt þetta veit fólkið og fagnaði því. En svo kom babb í bátinn. Bandaríkjamenn fóm að selja erkióvinunum, hryðjuverkamönn- um í Iran, vopn og kaupa gísla fyrir þessi viðskipti sem áttu svo að auka þátttöku Bandaríkjanna í umdeilanlegum átökum í Nikaragúa. Þá sprakk blaðran. Vinalegt fólk breyttist í fjandsamleg atkvæði. 0g við það situr. Shultz segist hafa varað við þessari vopnasölu og ekkert vitað um málið. Hann vakti traust þar sem hann gerði grein fyrir afstöðu sinni. Bandaríkin em engin lömb, þegar þau kalla æðstu embættismenn sína til að standa fyrir málstað sínum. Þá kemur skýrt í ljós að Bandaríkjaþing er útvörður bandarísks lýðræðis og langrar hefðar. Það er öðm- vísi en blaðrið hér heima, þar sem forsætis- ráðherra segir átölulaust að iðnaðarráð- herra hans sem ekki hefur verið ákærður fyrir eitt né neitt geti ekki hreinsað mann- orð sitt nema fyrir dómi! Og iðnaðarráð- herrann lætur þetta yfír sig ganga af geðleysi sem forystumenn Sjálfstæðis- flokksins geta ekki verið þekktir fyrir. Slíkt hlýtur að koma niður á flokknum, þótt hitt sé að vísu rétt að viðbrögðin í Bandaríkjunum sýni m.a. að í stjómmálum getur allt gerzt — og það eins og hendi sé veifað. Kratár ættu ekki að lofa at- kvæðameyna fyrr en að morgni. Hún getur hlaupið útundan sér í miðjum blíðuhótun- um. Hún gæti farið að muna gamlar vinstri stjómir, hmnda efnahagsstefnu. Óðaverð- bólgu og dvínandi kaupmátt sem hafa verið einkenni vinstri stefnu hér á landi. Og það er svo annað mál og sýnir skrípa- leikinn í íslenzkum stjómmálum um þessar mundir, að iðnaðarráðherra sneri gagnrýni sinni að Morgunblaðinu fyrir að benda á blaðrið í stjómarráðinu og hvetja hann til að krefjast þess að forsætisráðherra fyndi orðum sínum stað og bæri ábyrgð á þeim sjálfur. En því hefur ekki verið að heilsa. Og meðan slíkt og annað eins er látið við- gangast geta kratar hallað sér að meynni og dundað við hana fram eftir vetri, eins fáránlegt og það nú er að kalla einn flokk til ábyrgðar í Hafskips- og Útvegsbanka- málinu. Þar sitja þeir allir við sama borð og sleikja samtryggingarsárin. En þá er það gamla sagan — að sá einn er sekur sem tapar. Og nú eiga sjálfstæðismenn einkum í vök að veijast þótt Albert Guð- mundsson hafí minnt á, að það séu einkum framsóknar- og alþýðubandalagsmenn sem bera ábyrgð á vem hans í bankaráði Útvegsbankans. Það gerðist þegar þeir vom að puða við að kljúfa Sjálfstæðis- flokkinn og mynda ríkisstjóm með dr. Gunnari Thoroddsen. Morgunblaðið varaði sterklega við þeirri stjómarmyndun. Mikill meirihluti þingflokks Sjálfstaeðisflokksins varaði einnig við henni og veitti stjóminni sterka andstöðu. En núverandi forsætis- ráðherra og allaballar vildu þá kaupa stjómarmyndun hvaða verði sem var. Þeir bera því bæði ábjrrgð á vömnni og verð- inu. Álbert Guðmundsson ætti að fara að bíta frá sér. Það þjónar engum tilgangi að glefsa bara í þá sem vilja honum vel, en gera sér dælt við hina. Gifta Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík í næstu kosningum er undir því komin að efsti maður listans í prófkjörinu kalli þá til ábyrgðar sem nú kalla hann fyrir dóm, en horfízt að öðmm kosti í augu við sömu vandamál og nú hijáir Bandaríkjastjóm: trúnaðarbrest og Ijandsamleg atkvæði sem áður vom vina- legt fólk. Það er ekki spurt um sekt þegar íransmálin em til umraeðu i Bandaríkjun- um um þessar mundir, heldur aðferð og afskipti. Það er allt og sumt. Og margir spyija jafnvel: hvers vegna má Reagan ekki vinna Irana til vináttu og hjálpa upp- reisnarmönnum í baráttu við einræðis- stjóm í Nikaragúa? Já, hvers vegna ekki? Það er ein — og aðeins ein ástæða til þess, sú ein ástæða sem sköpum skiptir í stjómmálum í lýðræðisríkjum: fólk sem breytist í atkvæði og þessi atkvæði segja: Nei, hingað og ekki lengra! En þessi atkvæði em fljót að skipta um skoðun, að vísu. Og þau gætu allt í einu farið að muna 150% verðbólgu og bera hana saman við þau 11% sem nú em mið- að við síðasta ár. Það er ekki víst að fólk kasti umhugsunarlaust á kaldan klakann ríkisstjóm sem hefur náð slíkum árangri, hvað sem um hana má segja að öðra leyti. En það er einungis ein hlið málsins. Sú sem að Sjálfstæðisflokknum snýr nú, ef marka má skoðanakannanir, minnir óþyrmilega á Hafskip og Útvegsbankann, hvort sem það er sanngjamt eða ekki. Enginn vinnur kosningasigur með Qand- samlegum atkvæðum. Viðbrögð fjár- málaráðherra við þessum óskum voru rétt. Þeim sem hafa nú til- búnar hugmyndir um umdeildan virðisaukaskatt ætti ekki að verða skotaskuld úr því að ganga frá stað- greiðslukerfi skatta og gengis- trygginga spari- fjár á tiltölulega skömmum tíma. Vilji er allt sem þarf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.