Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 43 Minning: Snorrí Gunnlaugs- son á Esjubergi Fæddur 5. janúar 1913 Dáinn 19. desember 1986 Hann afi á Esjubergi er dáinn. Ég á bágt með að trúa því, en verð samt að sætta mig við það. Þannig hugsaði ég og sjálfsagt margir aðr- ir þegar þessi sorglegu tíðindi bárust. En afi deyr ekki, a.m.k. ekki í hugum þeirra sem þekktu hann, því hann var sú manngerð sem ekki er hægt að gleyma. Hann var fullkominn afi, það fannst mér og okkur krökkunum. Hann var eins og sveitaafamir í ævintýrunum. Vingjamlegur, svo- lítið þybbinn og sköllóttur. Ef maður spurði hann í sínum óvita- skap hvers vegna hann væri sköll- óttur svaraði hann oftast á þessa leið: „Það bara fauk af í roki.“ Já, afi kunni svör við öllum spumingum frá smáfólkinu, spum- ingum sem enginn annar gat svarað og maður spurði engan annan um. Mínar bestu minningar í sam- félagi við afa vom þegar við vorum að stússa saman í hinum ýmsu sveitaverkum í fjárhúsunum á Esju- bergi. Þá fékk maður alltaf smá sögustundir inn í milli því afí kunni frá svo mörgu að segja frá því í gamla daga. Sögumar gátu verið úr öllum áttum, bæði vestan úr Hnífsdal og vestan úr Djúpi og frá hinum ýmsu stöðum þar sem hann dvaldi á sínum yngri árum, en hann fluttist ekki suður fyrr en hann var kominn undir tvítugt. Sveitamennska virtist honum í blóð borin, enda hóf hann sinn starfsferil hér fyrir sunnan sem vinnumaður á Korpúlfsstöðum og minntist hann oft þeirra ánægju- stunda sem hann taldi vemna að Korpúlfsstöðum hafa fært sér. Seinna gerðist hann leigubílstjóri í Reykjavík og var hann meðal stofnenda leigubílastöðvarinnar Hreyfils. Þeir sem stunda þá at- vinnu virðast kynnast því sem er að gerast mun betur en gengur og gerist um þá sem bundnir eru við fastan vinnustað. Þess vegna gat afí sagt okkur svo margar sögur frá stríðsámnum, sem gaman var að hlusta á. Amma mín, Sigríður Gísladóttir, er ættuð ofan af Kjalamesi, dóttir Gísla bónda á Esjubergi. Einhvem veginn æxlaðist það svo til að þau fluttust að Esjubergi og tóku þar við búi. Þar hófst nýr þáttur í ævi afa. Þegar ég kom fyrst til sögunnar var afi orðinn fullorðinn maður, en ég var í sveit hjá afa og ömmu. Þegar ég hugsa aftur í tímann man ég ekki eftir öðm en að þau hafi alltaf verið hress og kát. En eitt vissum við krakkamir alltaf, afi var eitthvað veikur, hann var hjartveik- ur. En því vildi maður gleyma því hann vann öll störf og kveinkaði sér aldrei, heldur var það frekar að hann vildi grínast og gantast við okkur. Það kom vel í ljós á mínum ungl- ingsámm í gagnfræðaskóla hversu gott var að eiga afa að. Það kom fyrir að manni fannst allt vera ómögulegt og allir ómögulegir nema ef vera skyldi afi og amma. Þá fór maður stundum upp að Esju- bergi, en þar var öllum vandamálum bjargað. Nú veit ég að það vom ekki bara við unglingamir sem fengum lausn á vandamálum okkar hjá afa og ömmu á Esjubergi, heldur margir aðrir og eldri sem leituðu þar ráða. Nú þegar ég kveð afa verður mér líka hugsað til ömmu og bam- anna þeirra. Pabbi var annar strákurinn, hinn var Ami, en systir- in Oddný. Oddný er gift Ólafi Friðrikssyni og búa þau og starfa á skógræktarstöðinni við Mógilsá. Árni er kvæntur Kolbrúnu Guð- mundsdóttur, en þau búa og starfa uppi á Kjalamesi. Gísli, pabbi minn, er kvæntur Önnu Steinarsdóttur, mömmu minni, en þau hafa búið allan sinn búskap í Mosfellsdal. Línum þessum fylgir samúðar- kveðja til ömmu minnar og bið ég Guð um að blessa hana og styrkja um komandi ár. Snorri Gíslason hverflaðist um heimilið. Það var svo auðvelt að lifa í slíku andrúmslofti. Þó að oft væri mikið að gera og sjálfsagt mörg vandamál að leysa var þar engin andleg streita eins og þjáir marga í nútíma þjóðfélagi. Rannveig hélt fullri reisn fram yfír níræðisafmælið. Hún hafði frá- bært minni og hafði frá mörgu að segja, enda hafði hún lifað tímana tvenna eins og hennar kynslóð öll, byrjaði m.a. á að matreiða á hlóðum og endaði í rafvæddu eldhúsi. Mér er ljúft að kveðja mína gömlu húsmóður með hlýjum huga og góðum minningum. Ég votta börnum þeirra hjóna og öðrum aðstandendum samúð mína við fráfall Rannveigar og bið Guð að blessa minningu góðrar konu. Hún verður jarðsungin á morgun, mánudag, frá Stafholtskirkju í Borgarfírði og jarðsett í Hjarðar- holtskirkjugarði. Karl T. Sæmundsson Það kom mér ekki á óvart þegar ég frétti lát ömmu minnar, Rann- veigar Oddsdóttur, að morgni Þorláksmessu, svo mjög var af henni dregið siðustu vikurnar sem hún lifði og aldurinn orðinn hár, rúm 96 ár, enda er falls von af fornu tré. Það fer þó ekki hjá því að maður staldri við á slíku augna- bliki og hugurinn leiti til baka yfir þá rúma fjóra áratugi sem við vor- um samvista lítt sundurslitið. Það sem hæst ber í huga mínum þegar ég minnist hennar að leiðarlokum er það einstæða jafnvægi sem henni var gefið, ásamt stálminni og frá- sagnarhæfileika. í frásögnum sínum brá hún gjarnan upp mynd- um af mönnum og atburðum, sem hún var vitni að eða heyrði um frá samferðafólki sínu, þannig að það var engu líkara en að tjald væri dregið frá leiksviði. Þetta er , kannske sá þáttur í samskiptum L okkar sem ég vildi síst hafa farið á mis við þótt margt annað mætti nefna. Rannveig Oddsdóttir fæddist á Steinum í Stafholtstungum 11. nóv- ember 1890, dóttir hjónanna Odds Þorsteinssonar sem ættaður var úr Skorradal og Kristínar Árnadóttur sem ættuð var úr sveitum sunnan Skarðsheiðar. Þau voru vinnuhjú á Steinum á þeim tíma og síðar hús- bændur þar, var Rannveig eina barn þeirra sem upp komst. Átti hún heima á Steinum nær óslitið alla ævi. Árið 1911 giftist amma Kristjáni Fr. Björnssyni frá Svarfhóli í sömu sveit. Hann var fæddur 29. febrúar 1884 og lést 19. apríl 1962. Bjuggu þau alla tíð á Steinum utan fyrsta búskaparárið, það ár bjuggu þau á Bjargarsteini í landi Svarfhóls. Varð þeim fimm barna auðið og auk þess ólu þau upp eina fósturdóttur. Þau eru í aldursröð: Málfríður, maður hennar var Finnur Jónsson, vélstjóri, hann lést árið 1969, þau áttu fjögur börn; Oddur, bóndi á Steinum, kvæntur Laufeyju Péturs- dóttur, eiga fjögur böm; Kristín, gift Axel Olafssyni bónda í Bakka- koti í Stafholtstungum, eiga fjögur börn; Björn, kennari í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Sigurjónsdótt- ur, eiga 2 börn; Þuríður, prófessor við Kennaraháskóla íslands; fóstur- dóttir þeirra er Sigríður Baldurs- dóttir, gift Ásgeiri Pálssyni, búa á Álafossi og eiga 4 börn. Þriðji liður- inn telur nú hátt í 40 einstaklinga. Heimilið á Steinum var á búskap- arárum afa og ömmu mannmargt eins og gjarnan var á íslensku sveitaheimili á þessum tímum. Auk búskapar stundaði afi húsbygging- ar víða í héraðinu í marga áratugi, var auk þess hreppstjóri í rúma fjóra áratugi og hafði á hendi mörg önnur störf fyrir sveitarfélagið sem gerði það að verkum að hann var langtímum fjarri heimilinu. Kom það þá í hlut ömmu að standa fyrir heimilinu og þó vel væri mannað utan bæjar og innan, þá komu best i ljós þeir eiginleikar hennar að víla ekki fyrir sér smámuni né láta yfir- leitt nokkum hlut raska jafnvægi sínu. Þessi eiginleiki kom vel í ljós þegar hún missti mann sinn mjög snögglega eftir rúmlega 50 ára sambúð, og eins þegar hún hvarf frá Steinum eftir rúmlega 80 ára heimilisfesti þar, á þeim stundum heyrðist ekki eitt æðruorð, enda átti hún að góðu að hverfa hjá dótt- ur sinni í Reykjavík. Vinir og kunningjar héldu líka áfram að leggja leið sína til hennar, enda hafði hún alla tíð gott lag á að halda uppi samræðum við hvem sem er. Síðustu æviárin dvaldi amma í Hafnarbúðum, þar sem henni leið eins vel og hægt var, enda tók hún oft fram meðan hún skynjaði um- hverfi sitt hvað allir væm sér góðir á þeim stað og að hún hefði það gott. Það má því segja að allt til hins síðasta hafi hún átt góða ævi enda byggðist það ekki hvað síst á því jákvæða lífsviðhorfi sem var alla tíð hennar aðalsmerki. Blessuð sé minning ömmu minnar. Kristján Fr. Oddsson. GLEÐILEGT NÝTT ÁR! Skólinn tekur til starfa 12. janúar í Bolholti allir aldurshópar frá 12 ára aldri. Framhald - byrjendur. Tími 2 sinnum og 3 sinnum í viku. Þriðji tíminn frjálst val. Jazz eða ballett. Opnir tímar á laugardögum. Ath. nemendur sem eru 3 sinnum í viku fá fría tíma á laugardögum. Gestakennari Jack Gunn frá London. Kemur 12. janúar. Ps. Ekki missa af fyrsta tíma. Pps. Framhaldsnemendur mæti á sömu tímum og áður. í Suðurveri: Barnaskóli 5—12 ára. Byrjendaflokkar - framhaldsflokkar. Tímar 1 sinnum og 2 sinnum í viku. IMýtt - nýtt: Nemendur teknir frá 5 ára aldri. í Hraunbergi - Nýr skóli. Byrjendaflokkar — framhaldsflokkar. Ath. nú einnig tímar 2 sinnum í viku. Innritun hefst í alla flokka 5. janúar. Kennarar skólans: Bára, Anna, Margrét A., Sigríður, Margrét Ó., Agnes og Arndís. Vinsælu „Pas de deux“ tímarnir byrja aftur. Nemendasýning f apríl. Dansarapróf tekin í maí. Skólanum slitið 24. maí með veglegri veislu og afhendingu prófskírteina. Nú geta allir komið og kynnt sér tímana hjá JSB. Opnir tímar á laugardögum. Jazz - þol - og teygjutímar. Gjald 250 kr. per tíma. J azzballettskóli Báru Bolholt, 36645. Suðurver, 83730. Hraunberg, 79988. Þökkum nemendum okkar góðar samveru- stundir á liðnu ári. FÍD Félag fsl. danskennara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.