Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 3 Hundurinn Skuggi hættir störfum hjá því opinbera Keflavik. HANN ER að hætta störf- um vegna aldurs og fer á eftirlaun. Hver skyldi svo sem ekki kannast við þessi orð? Um þessar mundir er óvenjulegur starfskraftur að hætta hjá því opinbera. Það er fíkniefnaleitar- hundurinn Skuggi, sem nú verður að draga sig í hlé vegna aldurs, 10 ára gam- all. Eigandi og þjálfari Skugga er Þorsteinn Hraundal lögreglu- maður og sagði hann að leitar- hundar hættu oftast þegar þeir væru 8 ára. „En Skuggi er og hefur verið eldhress og því fannst mér ekki ástæða til að láta hann hætta fyrr“, sagði Þorsteinn. „Skugga fékk ég í Reykjavík fyrir 10 árum, hann er Golden Retriever sennilega eitthvað blandaður. Á þessum tíma var ég í lögreglunni á Neskaupstað og þar fór þjálfun hans fram að mestu. Ég skrifaði til Skotland Yard á þessum árum og komst í samband við þjálfara hjá þeim. Hann veitti mér ákaflega mikils- verðar upplýsingar sem áttu eftir að koma sér vel“, sagði Þorsteinn sem er að mestu sjálfmenntaður í faginu. Þorsteinn sagði að í fyrstu hefði Skuggi eingöngu leitað að cannabis efnum, en síðan hefðu hvítu efnin, amfetamín og kók- aín, komið — og Skuggi hefði lært að fínna þau líka. „Hann hefur verið sérstaklega duglegur öll þessi ár og náð góðum árangri. Mesta magn sem hann fann í einu, var 1 kg af hassi.“ Nú hefur Þorsteinn þjálfað arftaka Skugga, sá heitir Carlo, blandaður Sheffer og Dober- mann. Carlo er ákaflega vel Þröngt mega sáttir sitja, Skuggi og Carlo i bílnum sem flytur þá á milli. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal þjálfaður og getur hvort heldur leitað að fíkniefnum, rakið slóð eða unnið sem lögregluhundur. Þorsteinn sagði að Carlo væri einstaklega kraftmikill og ynni hann léttilega til jafns á við tvo hunda, sambærilega Skugga. - BB Carlo við leit að fikniefnum í farangri, hann er ótrúlega snar í snúningum og ákveðin við það sem hann gerir. 1 VINSÆLU, ÞÆGILEGU LUNDÚNAFERÐIRNAR MEÐ ÞAULKUNNUGUM FARARSTJÓRA ÚTSÝNAR. Valin, vel staðsett hótel á góðu verði með sérsamning- um Útsýnar: CUMBERLAND HOTEL við Marble Arch á horni Oxford-strætis. LONDON METROPOLE HOTEL á Edgware Road. GLOUCESTER HOTEL, skammt frá Knightsbridge og Harrods. REGENT PALACE HOTEL, ódýrt í hjarta skemmtanalífsins. WALDORF HOTEL, í hringiðu leikhúslífsins. KENILWORTH HOTEL, ódýrt á horni Ox- ford-strætis og Tottenham Court Road. Y-HOTEL, ódýrt við Russel Square. WESTBURY HOTEL, glæsihótel í hjarta Mayfair. KENSINGTON CLOSE HOTEL, ódýrt, en mjög þægilegt nálægt annarri aðal-verzlunar- götunni Kensington High Street. CARLYLE HOTEL, vistlegt hótel skammt frá Hyde Park. LONDON Viku- og helgarferðir alla föstudaga Hagstæð innkaup. Fjölbreytt leikhús- og tónlistarlíf. Heimsins mesta úrval matsölu- og skemmtistaða. Forvitnilegt mannlíf, þverskurður alheimsins. íþróttaviðburðir, listasöfn og heimsfrægar byggingar. Feróaskrifstofan > ________ Austurstræti 17, sími 26611 Helgarferð frá kr. 12.900 Vikuferð frá kr. 20.700 Carlyle Hotel, 2ja manna herbergi með baði, sima, útvarpi og litsjónvarpi. ZellamSee Mayrhofen Ziller Tal Fararstjórn: Skíðakennarinn Rudi Knapp verð- ur farþegum til halds og trausts á meðan á ferð þeirra stendur. Rudi, sem er íslendingum að góðu kunnur eftir margra ára fararstjórn, talar ágæta íslensku. Brottfarir: Alla laugardaga til loka mars. Verð frá 24.435 ítvær vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.