Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 4; BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS 70 ÁRA Starfsfólk Brunabótafélags íslands nú. Afanga fagnað með nýiri sókn Brunabótafélag íslands á 70 ára afmæli um þessar mundir. Er saga þess æði litrík og merkileg, svo mjög, að verið er að skrá sögu þess til útgáfu á næsta hausti. Stofnun þessa tryggingafélags snertir beint sjálfstæðis- baráttu Islendinga, þar sem tryggingamál voru mikið hitamál um þær mundir sem sjálf- stæðismálin voru í hvað mestri geijun. Morgunblaðið ræddi við Inga R. Helgason, forstjóra Brunabótafélagsins, fyrir skömmu og áleit hann ekki fráleitt að skipta sögu félagsins í þrjá megin kafla. Sá fyrsti hefst 1915, er Alþingi samþykkti lög sem komu fótunum undir íslenskt tryggingafé- lag, en félagið tók þó ekki til starfa fyrr en tveimur árum síðar af ýmsum ástæðum. Þetta tímabil stendur allar götur til ársins 1955, er annað tímabil, hefst með breytingu á reglum félagsins og verður komið nánar að þvi síðar. Þriðja tímabilið hefst með mik- illi nýjungagirni og tvíeflingu alls starfsins árið 1985. Stendur það tímabil enn. Ingi R. Helgason ásamt Guðrúnu Jóhannsdóttur Lynge. Guðrún er nýlega orðin áttræð en hefur starfað hjá BÍ í 66 ár. Sem fyrr segir, samþykkti Alþingi árið 1915 lög sem felldu úr gildi endurtrygg- ingarskyldu, en fram að því hafði ríkt hér ófremdarástand , tryggingamálum úti á landsbyggð- inni. Þegnar úti á landsbyggðinni gátu t.d. ekki tryggt híbýli sín gegn bruna nema í undantekningartilvik- um og þá einungis gegn gríðarháum iðgjöldum. Reykvíkingar sátu ekki undir sama hatti, þeir gátu tryggt sig þannig hjá Tryggingafélagi dönsku kaupstaðanna. Urbóta var hér því þörf. Það var þó ýmsum erfíðleikum háð, A. m.k. vegna þess að dönsk vátryggingafélög reyndu með flestum leiðum að bregða fæti fyrir stofnun íslensks tryggingafé- lags. Þannig hafði Alþingi íslands samþykkt strax 1907 lög sem áttu að gera íslensku félagi kleift að hefja starfsemi, en dönsku félögin ,'i>brugðu við hart og komu í veg fyr- ir að svo færi með því að neita um endurtryggingarvemd. Lögin komstu því ekki til framkvæmda. Þessi brögð dönsku tryggingafélag- anna urðu til þess að stofnun íslensks vátryggingafélags var sett á oddinn sem eitt af helstu málum í sjálfstæðisbaráttunni. 1915 voru lög samþykkt, en und- anfari þess var nefndarkosning og átti sú nefnd að fjalla um málin frá öllum hliðum og gera tillögur. Með- al annarra var kjörin í nefnd þessa . Sveinn Bjömsson, síðar forseti lýð- veldisins. Hann sá þau vandamál sem við var að etja og tókst með mikilli lagni að fá samstöðu í nefnd- inni um orðalagið: „ ... ef endur- trygging fæst með viðunandi kjörum að dómi Stjórnarráðsins .. . skal félagið endurtryggja hjá öðrum brunabótafélögum." Kóngurinn danski staðfesti lögin í nóvember 1915, en Einar Amórsson, sem þá var ráðherra landsins, fór þess á leit við Svein Björnsson að hann yrði fyrsti forstjóri félagsins, enda hafði hann átt mestan heiðurinn af því að lög voru samþykkt sem losuðu um vald dönsku tryggingafé- laganna yfir hinu væntanlega íslenska. Sveinn var ekki reiðubúinn til þessa í fyrstu, en lét tilleiðast fyrir áeggjan Einars og með því skilyrði að starfsemin færi fram á lögmannsskrifstofu hans. Skipuna- bréf Sveins var dagsett 27. janúar 1916. Það framhald varð á þessu, að Sveinn bauð dönsku félögunum að vera samstarfsaðilar, en úr því varð ekki. Sveinn segir frá því í endur- minningum sínum, að Danir hafi ekki beinlínis neitað, en heldur aldr- ei játað og sér hafi á endanum orðið ljóst, að þeir voru að halda sér uppi á snakki. Hélt hann þá til Noregs og hafði þar uppi á gömlum vini, Christian Hanson, sem var forstjóri norska vátryggingafélagsins Store- brand. Þetta fyrirtæki veitti Brunabótafélagi Islands endur- fTggingu á öllum áhættum þess og tilkynnti Sveinn opinberlega, að félagið gæti tekið til starfa 1. jan- úar 1917. Samskipti BÍ og hins norska félags hafa æ síðan verið með miklum ágætum. Hér var lokið um 30 ára streði á Alþingi að fá íslenskt tryggingafélag í gagnið. í lögunum voru utanbæjarmenn skyldaðir til að vátryggja eignir sínar gegn bruna hjá BI og styrkti það stöðu BÍ gegn hinum dönsku félögum sem hér ráku útibú, varð m.a. til þess að iðgjöld voru alls ekki hærri en Reykvíkingar greiddu til Dana. Þetta hafði hins vegar í för með sér að dönsku félögin sam- einuðust um að bola Storebrand úr Sambandi norrænna vátrygginga- félaga, en það stóð þó ekki lengi. Nýtt tímabil, frá 1955 ... Lögin um Brunabótafélag ís- lands voru endurskoðuð 1955 og gerðar tvær breytingar sem skiptu sköpum. í fyrsta lagi var felldur niður einkaréttur 'BI til þess að vátryggja gegn eldi öll hús utan Reykjavíkur. Jafnframt voru félag- inu veittar fullar lögheimildir til að reka ahliða vátryggingastarfsemi. Um leið var stofnað fulltrúaráð BÍ, skipað fulltrúum kaupstaða og sýslufélaga sem áttu viðskipti við BÍ. Þetta fulltníaráð kýs þriggja manna stjórn BÍ. Síðan 1955 hefur BÍ látið til sín taka í öllum vátrygg- ingagreinum og þessu tímabili lauk 1. janúar 1985, er BÍ stofnaði ís- lenska líftryggingafélagið. Voru þar með allar heimildir laganna frá 1955 nýttar. Þriðja tímabilið stendur enn ... Ingi R. Helgason: „Við stöndum nú í stórræðum, nýjungamar hrannast upp hjá okkur. Við erum til dæmis nýbytjaðir með svokallaða pakkatiyggingu, þar sem hinum Núverandi stjórn Brunabótafélags íslands, f.v.: Hilmar Pálsson aðstoðarforstjóri, Jónas Halldórsson, varamaður, Seyðisfirði, Björgvin Bjarnason, varamaður Akranesi, Ingi R. Helgason, forstjóri, Stefán Reykjalín, formaður stjórnar, Guðmundur Oddsson, ritari, Kópavogi, Friðjón Þórðarson, varaformað- ur, Andrés Valdemarsson, varamaður, Selfossi og Þórður H. Jónsson, aðstoðarforstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.