Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 -- . ■ 1; i ■ u, „íit.. m„I./ Réttu ári fyrr, í nýársprédikun 1943, hafði hann látið þessi orð falla: „Ég elska líka heimili mitt, hús mitt, heilsu, maka og börn. Ég kvelst og kremst líka af þeirri til- hugsun, ef ég ætti að sjá hús mitt í rúst og börn mín veltast limlest innanum brakið og mylsnuna. Og samt er það tvennt sem ég vildi síður sjá, sem ég með Guðs hjálp vildi síður sjá. Eg vildi síður sjá sannleikann svikinn og land mitt ofurselja heiður sinn.“ Prédikanir Kaj Munks eru að jafnaði stuttar og uppistaðan skýrar og alþýðlegar myndir. Boðskapur- inn er færður í hlýlegan og hvers- dagslegan búning, en listfengið og frumleikinn eru sjaldan langt und- an, enda verða þær manni hugstæð- ar og knýja sífellt til umhugsunar og eftirþanka. Sjálfur sagði hann: „Sem prestur finnst mér ég vera listamaður, og sem listamaður finnst mér ég vera prestur." Ekkert mannlegt var honum óviðkomandi og hann var hvergi feiminn við að nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Oftlega vöktu orð hans sára hneykslun, en hann hafði sérkenni- legt lag á að nota hneykslunarefnin til að koma orðum að því sem mestu Meðorðsins brandi / TILEFNIAF ÍSLENZKU LEIKRITIUMKAJMUNK eftir Sigurð A. Magnússon „Maður kom fram, sendur af Guði, hann hét Jóhannes. Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um ljós- ið, svo að allir mættu trúa fyrir hann.“ Með þessum orðum greinir Heilög ritning frá komu Jóhannesar skírara fram á leiksvið sögunnar. Á umbrotatímum hefur það einatt gerst að fram kæmu einstaklingar, sem virtust kallaðir af æðri máttar- völdum til að bera sannleikanum vitni, marka stefnuna í ölduróti voveiflegra tíðinda, leiðbeina þeim ráðvilltu og stappa stálinu í þá hug- deigu. Einn þvílíkra var eldsálin og fullhuginn Kaj Munk, sem hóf upp raust sína þegar í óefni var komið hjá dönsku þjóðinni, bauð grímu- lausu ofbeldi byrginn og lét lífið fyrir sannfæringu sína og fordæmi. Dauði hans innsiglaði samhengið sem alla tíð var milli lífs hans og listar. Sérkennilegur prédikari Þó Kaj Munk sé fyrst og fremst kunnur nú um stundir fyrir ritverk sín, og þá einkanlega leikhúsverkin, fer varla milli mála að hann var einn af sérkennilegustu og persónu- legustu boðberum Krists á þessari öld. Tvö söfn með prédikunum hans birtust í íslenskri þýðingu Sigur- bjamar Einarssonar, Við Babylons fljót (1944) og Með orðsins brandi (1945). Ennfremur kom út á ísafírði 1945 bæklingurinn Trú og skylda. Leikritið Niels Ebbesen í þýðingu Jóns Eyþórssonar var flutt í útvarpi og gefið út árið 1943, og Sögur af Jesú í þýðingu Sigurbjamar Ein- arssonar komu út árið 1962. Sömuleiðis sýndi Leikfélag Reykjavíkur sjónleikinn Orðið vorið 1943, og urðu sýningar samtals átján, þar af þrjár á Akureyri. Önn- ur bein kynni af Kaj Munk hafa íslendingar ekki haft, svo mér sé kunnugt, þegar frá em taldar nokkrar greinar um manninn og verk hans eftir innlenda og erlenda höfunda. Ekki er ofmælt að íslenska þjóð- in hafi verið harmi lostin og viðbjóði þegar fréttir bámst af fólskulegu morði Kaj Munks við þjóðveginn í Hörbylunde skammt frá Silkiborg 4. janúar 1944. Þar vom að verki handlangarar þýsku nasistanna og skildu eftir bréfmiða á limlestu líkinu þarsem stóð á lélegri dönsku: „Du Svin, arbejdede alligevel for Tyskland.“ Ódæðið varð upphaf sannkallaðrar morðaldar í Dan- mörku. Pjórum dögum fyrir dauða sinn hafði Kaj Munk komið til kirkju klæddur frakka og rauðum trefli og flutt stutta prédikun við hliðina á jólatrénu undir prédikunarstóln- um, þarsem hann tjáði söfnuðinum að hann treystist ekki til að fara í hempuna, stíga í stólinn eða ganga fyrir altarið, vegna þess að ónafn- greind sóknarböm hefðu gengið í þjónustu Þjóðveija. Þessi prédikun er gimsteinn og gjama birt í sýnis- bókum sígildra danskra bókmennta. Kaj Munk stundaði barnaskóla- nám í Vejleby, sótti gagnfræðaskól- ann í Maribo og menntaskólanri í Nyköbing á Falstri þaðansem harin lauk stúdentsprófi 1917. Meðan hann var að búa sig undir stúdents- próf tók hann sig til og samdi sitt fyrsta leikrit, Pílatus, sem gefið var út 20 ámm síðar. Kom þar fram djúprætt vantrú hans á lýðræði og þingræði og trú á einvaldinn, hinn sterka mann — efni sem lengi átti eftir að sækja á hann. Hann lagði stund á guðfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla og bjó á Garði frá 1921, þarsem hann var kjörinn hringjari, og þótti mikið til uin þá vegsemd. Áðuren hann lyki kandi- datsprófi hafði hann samið annað leikrit, En Idealist (1923), sem seinnameir þótti sæta tíðindum. Sama ár og hann lauk guðfræði- prófi, 1924, vígðist hann til Ved- ersö-sóknar á Vestur-Jótlandi og þjónaði því kalli til æviloka. Á skóla- ámnum fékkst hann einnig talsvert við yrkingar, jafnt skemmtikveð- skap sem alvarlega ljóðasmíð, en það var leiklistin sem átti sterkust ítök í honum. Hann er af mörgum talinn fmmlegasta leikskáld Dana á þessari öld, en staða hans í dönsk- um bókmenntum hefur löngum verið umdeild. Leikskáldið En Idealist var fmmsýnt í Kon- unglega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn árið 1928, en leikstjómin var með þvílíkum endemum að verkið kolféll. Síðar hefur það þrásinnis verið sýnt við góðar undirtektir, enda löngu viðurkennt sem eitt af stórvirkjum danskra leikbók- mennta. Verkið fjallar á nærgöng- ulan og hugmyndaríkan hátt um Heródes konung og bregður upp eftirminnilegri mynd af andstæðum valds og mannúðar. Af frábærri skarpskyggni og djúpum skilningi lætur höfundur hinn grimma kon- ung útlista hversvegna hann hefur tekið sér alræðisvald og orðiðlmynd hins illa í mannheimi, en vekur hvergi samúð með harðstjóranum. Fyrsta verk Munks sem naut al- mannahylli og opnaði honum allar varðaði. Boðun hans var skelegg og undanbragðalaus; þessvegna náði hann eyrum þjóðar sinnar, þó sjálfur byggi hann í afskekktu og bláfátæku prestakalli. Endaþótt Þjóðvetjar og danskir skósveinar þeirra hefðu strangar gætur á Kaj Munk, áræddu þeir ekki lengivel að leggja hendur á hann eða hafa bein afskipti af starfi hans. Hann slapp úr greipum þeirra 29. ágúst 1943, þegar mikill fjöldi Dana var fangelsaður. Síðar á sama ári átti hann að prédika í Kirkju heilags anda í Kaupmannahöfn, en þýski hemámsstjórinn, dr. Wemer Best, bannaði það, _og hvarf Munk heim við svo búið. I byijun desem- ber prédikaði hann í dómkirkjunni í Höfn. Það var ekki auglýst og varð því ekki hindrað; þeir sem ekki heyrðu til hans fengu prédik- unina fjölritaða. Mánuði síðar var hann liðið lík, píslarvottur trúar sinnar og sannfæringar. í einu leikrita sinna lætur Kaj Munk biskupinn Beugel komast svo að orði: „Ég hitti Martein Lúther. Hann kenndi mér að kristinn maður ætti að vera geðprúður. Síðar hitti ég Krist. Hann er betri. Hann hvíslaði í eyra mér: Lofum þeim að Sigurður A. Magnússon drepa okkur á föstudaginn langa. Við leikum á þá á páskadagsmorg- un.“ Uppruni Kaj Harald Leininger Petersen fæddist 13. janúar 1898 í kaup- staðnum Maribo á Lálandi. Foreldr- ar hans voru Carl Immanuel Petersen sútari (1857—99) og kona hans Ane Mathilde Christiansen (1868—1903). Föður sinn missti hann á öðru ári og móður sína fjór- um árum síðar. Hún hafði alist upp í munaðarleysi og kom því svo fyr- ir áðuren hún dó, að sveinninn var tekinn í fóstur af bamlausri frænd- konu hennar sem gift var smá- bónda. Hjónin Peder Christian Sörensen Munk (1860—1939) og Marie Hansen Munk (1860—1941) ólu hann upp og ættleiddu 13. júní 1916. Upp frá því bar hann ættar- nafnið Munk. Sviðsmynd frá sýningu Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn á En Idealist 1938. Johannes Poulsen sem Antonius og Bodil Ipsen sem Kleopatra. Reinhold Richter til vinstri og Andri Clausen til hægri í hlutverki nazistanna í leikriti Guðrúnar Ás- mundsdóttur, sem verður frumsýnt í dag, koma til þess að sækja Kaj Munk, sem leikinn er af Amari Jónssyni. Sviðsmynd frá sýningu Betty-Nansens-leikhússins á Orðinu. Henrik Bentzon sem Jóhannes og Knud Heglund, sem presturinn. dyr í leikhúsheiminum var gaman- leikurinn Cant, sem sýndur var í Konunglega leikhúsinu 1931. Verk- ið er samið í stakhendum (blank verse) að fyrirmynd Shakespeares og svipar um margt til leikrita hins enska stórmeistara. Einsog í fyrri leikritunum er höfuðpersónan sögu- leg og víðkunn, sjálfur Hinrik áttundi. Cant er meðal annars að því leyti merkilegt sviðsverk að höfundur beitir hvorki spennu, óvæntum uppákomum né tilfinn- ingagosum, heldur er textinn nokkurskonar útlegging á enska orðinu cant (hræsnishjal). Máttar- stólpar samfélagsins, jafnt verald- legir embættismenn sem kirkjunnar þjónar, sveigjast einsog strá fyrir vindi fyrir hræsnisfullum duttlung- um og geðþóttaákvörðunum konungs, hvort heldur um er að ræða hjúskapinn við Önnu Boleyn eða ráð til að losna við hana, og skiptir engu þótt líf hennar sé í húfí. Hvergi sýndi Kaj Munk betur snilldartök sín á samtölum né hæfí- leikann til að beita dramatískri kaldhæðni. Leikritið er í innsta eðli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.