Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 Afmæliskveðja: Ingimar Finnbjöms- son í Hnífsdal í dag á Ingimar Finnbjömsson, fyrrum útgerðarmaður í Hnífsdal, 90 ára afmæli, en hann fæddist að Görðum í Aðalvík 4. janúar 1897. Foreldrar hans voru Halldóra Hall- dórsdóttir og Finnbjöm Elíasson. Þegar Ingimar var fjögurra ára að aldri fluttist hann með foreldum sínum til Hnífsdals og þar hefur hann átt heimili síðan. Hann naut ekki langrar skólagöngu frekar en flest ungmenni þeirra tíma, heldur lá leiðin beint á sjóinn til að afla heimilinu tekna. Hann hóf sjósókn fyrst með föður sínum og síðar á bátum sem aðrir gerðu út og var fljótt formaður, enda sáu útgerðar- menn strax efni í þessum manni, sem var dugmikill, aflamaður góður og traustur sjómaður. Síðar gerði hann út eigin báta og var skipstjóri á þeim áratugum saman og alltaf var hann farsæll í störfum sínum og öllum þótti gott með honum að vera. Hnífsdalur er myndarkauptún og hefur verið lengi. Þorvaldur Thor- oddsen segir í Ferðabók sinni fyrir hundrað árum að „í Hnífsdal sé útræði mikið og snoturt fiskiþorp, eitt hið laglegasta á íslandi". Hnífsdalur hefur tekið miklum framförum síðan og einn af þeim mönnum sem þar hefur átt mikinn þátt í að móta þetta kauptún er hið níræða afmælisbam, Ingimar Finn- bjömsson. Hnífsdælingar bám gæfu til að vinna mjög vel saman í áratugi. Bam að aldri man ég eftir þeim bræðmm Þorvarðssonum, sem mjög mótuðu kauptúnið á þessum tíma, en síðar minnist ég sérstak- lega nokkurra manna, sem með dugnaði sínum og áræði mótuðu atvinnu- og menningarlíf þessa staðar og dvöldu allan aldur sinn í Hnífsdal og bám þar beinin. Þar minnist ég fyrst og fremst Páls Pálssonar, skipstjóra og útgerðar- manns í Heimabæ, Hjartar Guðmundssonar, skipstjóra og út- gerðarmanns, og Einars Steindórs- sonar, sem var lengi framkvæmda- stjóri hraðfrystihússins þar, oddviti hreppsins um langt árabil. Þótt þessir fáu menn séu nefnd- ir, vom þeir margir aðrir sem lögðu gmndvöllinn að traustu atvinnu- og menningarlífí í Hnífsdal; þeir sem áratugum saman fluttu björg úr sjónum og sköpuðu vinnu í landi og þeim gleymum við ekki. Ingimar Finnbjömsson og þeir menn sem ég áðan nefndi ásamt mörgum öðmm, lögðu gmnninn að stonun Hraðfrystihússins hf. 5 Hnífsdal árið 1940. Það fyrirtæki hefur vaxið og dafnað með ámnum og verið aðalatvinnufyrirtæki Hnífsdælinga síðan. Ingimar Finnbjömsson var mikill félagsmálamaður. Hann átti sæti í hreppsnefnd Eyrarhrepps um ára- bil, hann var frammámaður ungmennafélagsins og formaður þess í mörg ár og hann var einn þeirra sem beitti sér fyrir byggingu félagsheimilisins í Hnífsdal og stóð jafnan í fremstu röð manna í baráttunni fyrir hveiju því máli sem verða mátti Hnífsdælingum til hagsbóta og menningarauka. Hann stofnaði slysavamasveit og var formaður hennar í 25 ár og hann var í fjölda ára í skólanefnd. Hann var einn af stofnendum útgerðarfé- laganna Fram hf. 1945, Mímis hf. 1951 og Vers hf. 1956. Hann var framkvæmdastjóri Mímis í mörg ár og öll störf sín rækti hann af skyldurækni og trúmennsku. Ingimar Finnbjömsson var hrók- ur alls fagnaðar hvar sem hann var. Hann kunni að skemmta sér með góðu fólki á hveijum tíma. Hann var maður varkár í fjármálum og hefur verið það alla tíð og hann vildi hafa ódýra dansleiki þegar hann var upp á sitt besta í Hnífsdal og ekki kaupa að dýra skemmti- krafta eins og nú tíðkast; hann tók þá upp harmonikkuna sína sjálfur og spilaði fyrir dansi. Hann hafði unun af dansi og tónlist og var glað- ur og kátur þegar það átti við. Ég og Kristín kona mín minn- umst heimilis hans og ágætrar konu hans með mikilli hlýju. Þar áttum við alltaf gestrisni að mæta og þangað var gott að koma og veija hjá þeim hjónum. Við minnumst sérstaklega áranna er við komum á nýársnótt þegar fjörið var farið að dofna inni á ísafírði, en þá stóð það hæst í Hnífsdal og þá voru miklar veitingar á borðum í „spýtu- húsinu", eins og við kölluðum það og Ingimar kallar það gjaman sjálf- ur. Það var líf og fjör á þessum árum og við minnumst hinna skemmtilegu og viðburðaríku af- mælisdaga Ingimars, eins og alla aðra daga þegar okkur bar að garði, með þakklæti. Ingimar Finnbjömsson er greind- ur maður, athugull og hann er mannlegur. Hann kann að gera góðlátlegt gaman að sjálfum sér og öðrum. Ég minnist þess að á ámnum 1974—1978, er ég var heil- brigðis- og tryggingaráðherra, þá hringdi karlinn stundum til mín og sagði: „Hvemig er það með þig, ertu búinn að gleyma vinum þínum, — þetta er engin hækkun á ellilíf- eyrinum. Það má nú ekki vera minna en að maður fái eina, svona til að ylja sér innanbijósts, sem uppbót og ellilífeyrinn!" Þannig var hann; bar fram kvartanir sínar á þennan hátt sem maður hafði gam- an af og kunni að meta. Hann gat líka verið alvörugefínn þegar því var að skipta og var þá mjög harð- ur og aðsópsmikill málafylgjumaður fyrir byggðarlag sitt og útgerðina og sjávarútveginn í heild. Allt þetta ber að meta. Kona Ingimars var Sigríður Guð- mundsdóttir frá Fossum í Skutuls- firði, en hún lést 20. maí 1985. Hún var glæsileg kona sem bar með sér góðan þokka og mikilhæf húsmóðir sem bjó manni og börnum hlýlegt og indælt heimili. Þau hjón eignuð- ust fímm böm, Ingu, sem gift var Halldóri Pálssyni, og er látin fyrir nokkrum árum, Guðmund, fulltrúa hjá Fiskifélagi íslands, kvæntan Amþrúði Guðmundsdóttur, Hrefnu, íþróttakennara í Kópavogi, maður hennar var Ingi Þór Stefánsson, sem er látinn fyrir mörgum árum, Bjöm Elías, skipstjóra og útgerðar- mann í Hnífsdal, kvæntan Theódóru Kristjánsdóttur, og Margréti, gift Ólafí Gunnlaugssyni, flugmanni, en þau eru búsett í Luxemborg. Öll eru böm þeirra hjóna myndar- fólk og vel gerð. Þau hafa öll hlotið góða menntun, enda létu foreldrar þeirra einskis ófreistað til að búa þau sem allra best undir lífíð. Þegar við lítum yfir farinn veg, sjáum hvemig byggð hefur þróast í Hnífsdal, hvemig mannlífíð er þar, þá getum við glaðst með 90 ára afmælisbaminu í dag. Það er gleðilegt fyrir Ingimar, þótt líkam- legir kraftar séu að þrotum komnir, að andlegur styrkur hans er að mestu óskertur. Hann fylgist vel með öllu og er með á alla hluti sem eru að gerast og fylgist grannt með þjóðmálum, sem hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á. Hann hefur ávallt verið traustur sjálfstæðis- maður og látið málefni flokksins mjög til sín taka. Hann hringir enn til okkar vina sinna til að minnast gamallar vináttu og tengsla og það setur að okkur trega að eiga sjald- an frumkvæðið að þeim þætti. Á þessum degi getur hann glaðst yfír því að hann hefur séð kauptún- ið sitt vaxa og dafna. Hann veit að fólkið þar lifír góðu lífí og þar er fagurt mannlíf og þar vill fólkið vinna áfram í sama anda og hann gerði sem ungur maður. Eg held að hann eigi enga ósk heitari en þá að böm hans og aðrir afkomend- ur megi lifa sem best og njóta þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða og jafnframt hitt að kauptúnið, sem hann hefur átt þátt í að byggja upp frá unga aldri, haldi áfram að vaxa og dafna. Kærar kveðjur fylgja þessum orðum frá okkur Kristínu með ósk um að ævikvöldið verði þér bjart og fagurt gamli góði vinur. Matthías Bjarnason Ingimar Finnbjömsson, fyirum útgerðarmaður í Hnífsdal, er níræð- ur í dag. Hann var í brautryðjenda- flokki aldamótakynslóðarinnar sem lagði gmnn að nýjum atvinnuhátt- um í íslenskum sjávarútvegi. Ingimar fæddist að Görðum í Aðalvík 4. janúar 1897, sonur hjón- anna Finnbjöms Elíasarsonar og Halldóru Halldórsdóttur. Hann fluttist til Hnífsdals árið 1904 ásamt foreldrum sínum og hefur búið þar síðan. Frá fermingu stundaði Ingimar sjóinn, innan við tvítugt varð hann formaður og nokkmm ámm síðar keypti hann eigin bát sem hann gerði út sjálfur. Árið 1937 samdi hann við Marsellíus Bemharðsson um smíði á 18 tonna eikarbáti, Mími, en það var fyrsti báturinn sem Marsellíus smíðaði. Ingimar var formaður á Mími á nokkur ár en fór þá í land og hóf störf hjá nýstofnuðu frystihúsi þeirra Hnífsdælinga. Þar var hann verk- stjóri í rúm 20 ár en auk þess gerði hann út báta, sem hver af öðmm bar nafnið Mímir. Árið 1939 stofnuðu nokkrir framtakssamir Hnífsdælingar Hraðfrystihúsið hf. Auk Ingimars vom þar fremstir í flokki Páll Páls- son, sem var fyrsti stjómarformað- ur félagsins, Jóakim Pálsson, núverandi stjómarformaður, Hjört- ur Guðmundsson og Elías Ingimars- son, sem var framkvæmdastjóri þar til Einar Steindórsson tók við því starfí. Ingimar Finnbjömsson hefur aldrei legið á liði sínu í félagsmál- um. Hann var virkur í verkalýðs- baráttunni og formaður ungmennafélagsins í aldarfjórðung. Hann var einn af stofnendum slysa- vamasveitarinnar i Hnífsdal og formaður hennar í mörg ár. I hreppsnefnd sat hann í þijátíu ár og átti sæti í fjölmörgum nefndum á vegum hreppsfélagsins. Ingimar var formaður fískdeildarinnar í sínu héraði og sat á fiskiþingum. Hann fer ekki dult með stjómmálaskoðan- ir sínar og hefur alla tíð verið innsti koppur í búri hins harðsnúna Hnífsdalsíhalds, sem alla tíð var ráðandi afl í framfaramálum Hnífsdælinga. Ifyrri störf sín á sviði félags- og atvinnumála var hann sæmdur riddarakrossi Fálkaorð- unnar. Á Þorláksmessu árið 1923 kvæntist Ingimar lífsförunauti sínum, Sigríði Guðmundsdóttur, en hún lést í maí 1985 og höfðu þau þá búið saman í 62 ár. Þau hjónin áttu fímm böm: Ingu, sem giftist Halldóri Pálssyni, hún dó í október 1981; Guðmund, sem er kvæntur Amþrúði Guðmundsdóttur; Hrefnu, sem átti Inga Þór Stefánsson, en hann lést árið 1966; Elías, sem er kvæntur Theodóru Kristjánsdóttur og Margréti, sem er gift Ólafí Gunn- laugssyni. Bamabömin em 17 og bamabamabömin 16. Margir hafa um dagana heimsótt Ingimar Finnbjömsson í Spýtuhús- ið, eins og Bakkavegur 1 er oftast kallaður. Þar ríkir glaðværð og gestrisni er heimilisfólkinu í blóð borin. Húsbóndinn er höfðingja- djarfur og hnyttinn í tilsvörum, enda koma fæstir að tómum kofan- um hjá honum í umræðum um þjóðmál. Út um stofugluggann á Spýtu- húsinu blasa við Snæíjallaströndin og Grænahlíðin handan Djúpsins. Bjamarnúpur og Ritur prýða útsýn- ið. Hin aldna kempa sem nú fyllir níunda áratuginn á margar minn- ingar tengdar baráttunni við höfuðskepnumar. Kappsamur, harðdrægur og fylginn sér stóð hann af sér stormana. Farsæll og fyrirhyggjusamur byggði hann ásamt öðmm framsýnum Hnífsdæl- ingum fyrirtæki sem allt til þessa dags hefur verið undirstaða atvinnu á staðnum. Á þessum merka degi ámar fjöl- skylda mín Ingimar Finnbjömssyni allra heilla og ber honum kveðjur vinafólksins á Bakkavegi 4. Við óskum honum ánægjulegs ævikvölds hjá afkomendum og vin- um í Hnífsdal. Fríðrik Sophusson Ingimar Finnbjörnsson, fyirum skipstjóri og útgerðarmaður í Hnífsdal, fyllir 9. áratuginn í dag. Ingimar fæddist 4. janúar 1897. Foreldrar hans vom Finnbjörn Elíasson, Eldjámssonar frá Að- alvík, og Halldóra Halldórsdóttir, Halldórssonar frá Amardal. í bókinni um Amardalsætt segir að Elías, afi Ingimars, hafí um langt skeið verið aðalbátasmiður ísfirð- inga. Finnbjörn faðir Ingimars hafði það fyrir stafni á efri ámm í Hnífsdal að kenna krökkum að lesa og var ég einn af þeim. Okkur þótti Finnbjöm strangur kennari og hélt hann bömum vel til náms enda held ég að árangurinn hafí farið eftir. Strax og Ingimar hafði þroska til hóf hann sjómennsku og tók síðar við formennsku. Ingimar reyndist strax kappsfullur við sjósóknina og er árin liðu varð hann bátseigandi og sinn eigin útgerðarmaður. Það var ekki erfiðislaust að sækja sjóinn frá Hnífsdal á þeim ámm er Ingi- mar hóf formannsferil sinn. Hafnarmannvirki vom þá engin og þurfti oft að ryðja lendingarvarnim- ar eftir að stórbrim höfðu gengið yfír. Bátamir vom hafðir í legufæmm á víkinni er svo vel viðraði að þess væri kostur. Þegar óveður gekk yfír og legan á Hnífsdalsvíkinni varð ófær, varð að fara með bátana til ísafjarðar þar sem þeir áttu önn- ur legufæri í sundunum. Það kom fyrir að svo snögglega gerði ófært á víkinni að ekki var mögulegt að komast fram til að bjarga bátunum og eigendur þeirra máttu horfa á þá slitna úr legufæmnum og reka upp í fjöru og brotna misjafnlega mikið eftir því sem botnlagið var þar sem þá bar að landi. Eitt sinn man ég eftir því, þá á bamsaldri, að snögglega gerði brim og lögðu menn sig þá í mikla lífshættu til þess að komast frá landi til þess fl Perstorp FATA- SKÁPA- SKÚFFUR Breiddir: 40, 50 og 60 cm Dýpt: 55 cm Hæð: 7 cm . i HVERNIG VÆRI AÐ KOMA SKIPULAGI Á í FATASKÁPNUM? 0 HF.OFNASMIÐJAN HAIf ÍCiSyf (ii IH RFYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.