Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 50 t Móðurbrófiir minn, JAKOB ÓLAFSSON frá Urriðavatni, andaðist á öldrunardeild Landspítalans 1. janúar. Oddný Pótursdóttir. t ANDRÉ G. ÞORMAR, fyrrv. aðalgjaldkeri Landssfma Islands, lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 30. desember. Birgir Þormar, Gunnar Þormar. t Móðir mín, MARÍA SIGTRYGGSDÓTTIR frá Flatey á Skjálfanda, andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði 25. desember sl. Jarðarförin fer fram 6. janúar 1987 kl. 15.00 frá kapellunni í kirkjugarði Hafnar- fjarðar. Fyrir hönd aðstandenda Hlini Eyjóifsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, KRISTJÁN ERLENDUR SIGURÐSSON, bóndi f Hrfsdal, Snæfellsnesi, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 2. janúar. Marfa L. Eðvarðsdóttir, Úrsúla M. Kristjánsdóttir, Unnur G. Kristjánsdóttir, Matthildur Kristjánsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Hjördfs Kristjánsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, tengdabörn, barnabörn og systkini. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, SNORRA GUNNLAUGSSONAR, bónda, Esjubergi, Kjalarnesi, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 5. janúar kl. 13.30. Jarð- sett verður að Mosfelli. Sigrfður Gísladóttir, Árni Snorrason, Kolbrún Guðmundsdóttir, Oddný Snorradóttir, Ólafur Friðriksson, Gísli Snorrason, Anna Steinarsdóttir og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, Ijósmyndari, andaðist í Landakotsspítala 24. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 6. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Sjálfsbjörg í Reykjavík. Svanlaug Sigurðardóttir, Guðný Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa RAGNARS SIGURÐAR JÓHANNESSONAR, bifválvirkja frá Jófrfðarstöðum, fer fram frá Fríkirkjunni mánudaginn 5. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru afbeðin en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á minningarsjóð Krabbameinsfélags (slands. Emanúei Ragnarsson, Guðlaugur Ragnarsson, Jófrfður Ragnarsdóttir, Rebekka Ragnarsdóttir, Sæunn Ragnarsdóttir. Helga S. Sigvalda dóttir - Minning Garðshorn í Glerárþorpi stóð undir klettunum sem þá voru efst í þorpinu. Þar bjuggu þau Helga og Þórður sem nú eru bæði horfin af sjónarsviðinu, eins og litli bærinn þeirra sem löngu hefir vikið fyrir háreistari húsum. Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, en það ber þó ekki hæst í minning- unni. Heldur hitt hve allt var tandurhreint í þessu litla húsrými. Og svo allur sá söngur og gleði sem þar gat rúmast, hvemig sem aðrar aðstæður vom. Þar var stóra auð- legðin hennar Helgu — guðsgjöfin. Hún átti svo auðvelt með að sjá bjartari hliðamar og hafði óvenju- lega næmt skopskyn. T.d. vom þeim frænda hennar ekkert nauðsynlegir hefðbundnir textar þegar þau tóku lagið. Ósjaldan vom þeir samdir jafnóðum. Helga Sigríður hét hún fullu nafni. Fædd á Syðri-Á á Kleifum í Ólafsfirði, 3. júní 1914, dóttir hjón- anna Sigríðar Þorsteinsdóttur og Sigvalda Grímssonar, yngst barna þeirra sem upp komust, og 16 ámm yngri en elsta systirin, Olína, sem varð síðar húsfreyja á Syðri-Á. Ólína sagði einhverju sinni að hún hefði orðið reið er hún sá að sjötta systirin hafði fæðst, og hótað að skipta sér aldrei af henni. En það fór nú á annan veg „það var ekki hægt annað en þykja vænt um hana Helgu, hún var alltaf svo góð og alltaf syngjandi". Á ummælum Ólínu er sú skýring að árinu áður hafði einkabróðir þeirra, Helgi Sig- urður, dmkknað aðeins 17 ára og því mun fjölskyldan fremur hafa vonað að fá annan dreng. En nafn- ið bróður síns hlaut hún í skíminni. Æska hennar og uppvöxtur vom sjálfsagt ekki frábmgðin því sem algengast var á fyrrastríðs- og kreppuárunum — skólaganga í lág- marki — vinna í hámarki. Hún þurfti 15 ára gömul að ganga und- ir erfiða skurðaðgerð á Siglufirði, og var fjarlægt annað nýrað. Upp frá því var hún alla ævi bakveik og þoldi illa að stunda erfiðisvinnu. Tvítug giftist hún Þórði Ólafssyni vélstjóra frá Siglufirði og hófu þau búskap á Kleifunum. Þar fæddust tvö elstu böm þeirra. Þá fluttust þau um tveggja ára skeið vestur á Bolungarvík, en komu aftur norður á Kleifar og þar fæddust þeim tvíburar, en fluttu fljótlega inn í Glerárþorp, en þar var nokkuð af fólki Þórðar búsett. Virtist nú bjart- ara framundan, en vorið 1949 vektist annar tvíburinn og dó en Móðir mín, SIGURLAUG EGGERTSDÓTTIR, Háaleitisbiaut 107, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 6. janúar kl. 13. 30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélagið. . _ .... _ . ... Asgerður Hronn Sveinsdóttir. t Móðir mín, amma okkar og langamma, GRÓA ÞÓRÐARDÓTTIR, Skeljagranda 6, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 5. janúar kl. 13.30. Hulda Jóhannsdóttir, Jón M. Guðmundsson, Grótar Páll Ólafsson, Hafdfs Ágústsdóttir, Halldór Ólafsson, Reynir Ólafsson, bamabarnabörn og aðrir aðstandendur. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GEIRLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hlfðarvegi 30a, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. janúar kl. 15.00. Magnús Danfelsson, Guðmundur Daníelsson, Þórólfur Danfelsson, Lilja Danfelsdóttir, Elín Ringsted, Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, Erla Sigurðardóttir, Óli Kr. Björnsson. t Bróðir minn og mágur, BENJAMÍN FRANKLÍN EINARSSON, fyrrverandi fulltrúi, Skaftahlfð 18, verður jarðsunginn mánudaginn 5. janúar kl. 13.30 frá Hallgríms- kirkju. Þóra Einarsdóttir, Jakob Jónsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdafaðir og afi, HILMAR ÓLAFSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 6. janúar kl. 15.00. Rannveig Hrönn Kristinsdóttir, Hilmar Örn Hilmarsson, Guðrún Sigrfður Haraldsdóttir, Gunnar Kristinn Hilmarsson, Ingibjörg Halldóra Hjartardóttii Orri Hilmarsson, Ólafur Einarsson og barnabörn. seinna um sumarið fæddist annar drengur. Skömmu síðar fór að bera á alvarlegum veikindum hjá Þórði og dó hann úr krabbameini 2. júní 1953. Vantaði þá nokkra daga í 45 ára aldur. Fáum árum síðar flutti Helga suður. Fyrst í lq'allara- íbúð hjá Jóhönnu systur sinni, en síðar á Skálaheiði í Kópavogi í eig- in íbúð þar sem hún bjó æ síðan. Það hefir líklega verið á Bolung- arvík sem Helga söng fyrst með kirkjukór, en síðan starfaði hún með kirkjukórum fram á síðustu ár. Má þar nefna Lögmannshlíðar- kórinn, Kirkjukór Háteigssóknar og að síðustu Kirkjukór Kópavogs. Söngurinn var hennar líf og yndi, enda alla tíð verið sterkur eðlis- þáttur í Syðri-Ár-ætt og öll tónlist reyndar. Börn Helgu og Þórðar eru þessi talin í aldursröð: Jóhann Theodór skipstjóri, kvæntur Maríu Jóhann- esdóttur, búsett í Hafnarfirði. Björg bókavörður á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, gift Kristjáni Kristjánssyni auglýsingahönnuði, búsett á Ákureyri. Helgi Sigurður Sigvaldi kranastjóri, giftur Rós- laugu Gunnlaugsdóttur, búsett í Ólafsfírði. Ólafur Tryggvi deildar- stjóri hjá RÚV rás 1 (Óli í Ríó), giftur Brynhildi Sigurðardóttur, búsett í Reykjavík. Bam Helgu með Braga Siguijónssyni Kormákur Þráinn, sambýliskona hans er Gréta Sörensen. Þau kenna bæði á Ólafs- firði í vetur. Sjúkdómur Helgu átti sér all- nokkum aðdraganda og kom því andlát hennar ekki á óvart. Við emm afar þakklát fyrir að í sumar seint vomm við á ferð fyrir sunnan og hittum þá stundum á „stund milli stríða“ og heimsóttum Helgu heima á Skálaheiðinni og þó þrekið væri farið gat hún þó hlegið með frændum sínum og meira að segja tekið lagið. Svo að lokum þökkum við öll árin sem að baki em og emm þess viss að Helga hefir fengið að halda sín jól í fegurri heimi en við, Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.