Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 Super- mac Sljórnaði Bretlandi undir kjörorðinu: „Þið hafið aldrei haft það jafngott“ HAROLD MACMILLAN, sem lézt á mánudaginn, 92 ára gamall, sætti brezku þjóðina eftir ófarirnar í Súezdeil- unni 195 og var meðal merkustu stjórnmálaleiðtoga hennar á þessari öld. Hann stjórnaði landinu undir kjör- orðinu „Þið hafið aldrei haft það eins gott“ og hagur þjóðarinnar batna’i á sjö ára valdaskeiði hans. Hann gegndi forystuhlutverki í heimsmálunum, stuðlaði að bættum samskiptum við kommúnistaríkin, vann a’ aukn- um tengslum Bretlands og annarra Evrópuríkja og kom á nánu samstarfi við Bandaríkin. John F. Kennedy for- seti kallaði hann „frænda“ og sagði að samningurinn um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn 1963 hefði verið staðfestu hans og þrautseigju að þakka. Harold Macmillan Morgunbiaíið/ói.K.M. Macmillan bar titilinn jarlinn af Stockton þegar hann lézt og var kallaður „Sup- ermac" eða „Wondermac“ (Ofurmac eða Undramac)) vegna pólitískra klókinda hans. Hann stóð af sér ýmis áföll, en varð að segja af sér eftir skurðaðgerð 1963. Þegar hann mótmælti apartheid-stefnunni í sögu- legri ræðu í suður-afríska þinginu 1960 talaði hann um „vind breytinganna" í Afríku og segja má að hann hafi haft yfirumsjón með upplausn brezka heimsveldisins. Þegar Macmillan kom við á Keflavíkur- flugvelii 25.september 1960 á leið til Bandaríkjanna ræddi hann við Ólaf Thors þáverandi forsætisráðherra um deilu Breta og íslendinga um útfærslu íslenzku land- helginnar í 12 mflur. Bjami Benediktsson sagði í æviágripi um Ólaf Thors: „Með þessu samtali var grundvöllur lagður að lausn málsins ogþar með að einum stærsta stjóm- málasigri íslendinga." Skozkur að ætt Macmillan, sem fæddist lO.febrúar 1894, leit út fyrir að vera dæmigerður enskur aðalsmaður, en var stoltur af því að afí hans var skozkur smábóndi, sem fór fót- gangandi til Lundúna 1843 frá hjáleigu sinni á eynni Arran með tvær hendur tómar og stofnaði Macmillan-útgáfufyrirtækið, sem varð stórveldi. Móðir Macmillans var bandarísk læknisdóttir, Helen Belles frá Indiana, sem kynntist foður hans þegar hún stundaði tónlistamám í París, þá orðin ekkja. Harold fékk styrki til náms í Eton og Oxford, þar sem hann varð ritari stúd- entafélagsins og fékk þá einkunn í blaði stúdenta að hann væri „langfágaðasti ræðu- maðurinn í félaginu - kannski einum um of fágaður.“ í fyrri heimsstyrjöldinni barðist Macmill- an með Grenadier-varðsveitunum, varð höfuðsmaður og særðist þrívegis. Stríðið hafði meiri áhrif á hann en flesta aðra brezka stjómmálamenn og fyllti hann óbeit á styijöldum. Eftir stríðið var hann aðstoð- armaður hertogans af Devonshire, sem þá var landstjóri Kanada, og kvæntist dóttur hans, lafði Dorothy Cavendish. Hann teng- dist því einni af fáum fjölskyldum, sem enn “réðu íhaldsflokknum" samkvæmt kenning- um vinstrisinna. Mágur hans gekk að eiga systur Salisbury lávarðar af Cecil-ætt, sem hefur haft mikil áhrif síðan á dögum Elísa- betar I. Alls komst Macmillan í tengdir við 200 fulltrúa yfirstéttarinnar í Neðri málstof- unni, Lávarðadeildinni og efstu þrepum ríkmþjónustunnar og utanríkisþjónustunnar. Árið 1924 var Macmillan kjörinn á þing fyrir Stockton-on-Tees, iðnaðarbæ á Norð- austur-Englandi. Þrengingar kjósenda hans í kreppunni runnu honum svo til rifja að hann stofnaði starfsmenntunarskóla fyrir eigið fé til að auka atvinnumöguleika verka- manna. Á þingi gagnrýndi hann íhalds- flokkinn fyrir aðgerðarleysi og kallaði hann “flokk undir stjóm annars flokks bmggara og erindreka fyrirtækja". Árið 1936 greiddi hann atkvæði með tillögu Verkamanna- flokksins um vítur á stjómina fyrir aðgerð- arleysi á svæðum, sem höfðu orðið hart úti í kreppunni, og kvað það verkefni kynslóðar sinnar að „sigrast á fátæktinni og fínna nýjar leiðir til að dreifa allsnægtunum." í bók sinni „The Middle Way“ (Miðleiðin) 1938 mælti hann með áætlunarbúskap og tryggingum og virtist aðhyllast svipaðar skoðanir og og Roosevelt Bandaríkjaforseti. íhaldsmenn kölluðu hann og fylgismenn hans „KFUM-strákana“ í háði. Þeir voru einnig andvígir friðkaupastefnu flokksins í utanríkismálum og Macmillan ákvað að mótmæla þeirri stefnu þegar ítalir voru ekki beittir viðskiptaþvingunum eftir árás- ina á Abyssiníu 1936 með því að hlýða ekki lengur flokksaga á þingi. Tveimur árum síðar fór Anthony Eden utanríkisráðherra að dæmi hans. Erindreki Churchills Eftir árás Rússa á Finnland fór Macmillan þangað til að kynna sér ástandið og gagn- rýndi stjómina harkalega þegar heim kom. Þegar Churchill tók við völdunum 1940 fól hann Macmillan störf í birgðamálaráðuneyt- inu. Tveimur árum síðar sendi Churchill hann til Norður-Afríku, þar sem hann varð pólitískur fúlltrúi Breta í aðalstöðvum Bandamanna, og þar tókst góð vinátta með honum og Eisenhower hershöfðingja. Móðir Macmillans hafði kennt honum frönsku áður en hann var orðinn talandi á ensku og hann átti þátt í því að sættir tókust með De Gaulle og Giraud hershöfðingja. Síðan varð hann yfínnaður Eftirlitsnefndar Banda- manna á Ítalíu og gerði friðarsamning við Badoglio marskálk. Seint í stríðinu var hann sendur til Grikklands til að miðla málum í blóðugu borgarastríði og gerði Damaskinos erkibiskup að ríkisstjóra. íhaldsmenn guldu mikið afhroð í kosning- unum í lok stríðsins og Macmillan tapaði þingsætinu í Stockton, en náði stuttu síðar kjöri í aukakosningu í Bromley skammt frá London. Nú var hann ekki lengur uppreisn- armaður, því að flokkurinn tók upp stefnu hans. Hann hélt uppi hörðum árásum á stjóm Attlees og kallaði hana „fish and Cripps" eftir ströngum ráðherra Verka- mannaflokksins. Þegar Churchill kom aftur til valda 1951 varð Macmillan húsnæðisráðherra. og efndi „Við fótskör meistarans": Margaret Thatcher hlýðir á Macmillan á fundi í Carlton- klúbbnum skömmu fyrir 85 ára afmæli hans 1979. Á veiðum í Yorkshire 1963 ásamt hertog- anum af Devonshire (t.h.), hertoga- frúnni, Sir David Ormsby-Gore (á bak við hana) og Hugh Fraser, þáverandi flugmálaráðherra. Jarlinn af Stockton ásamt Home lávarði, öðrum fyrrverandi forsætisráðherra, þegar í fyrsta skipti var sjónvarpað frá umræðum á Lávarðadeildinni í janúar 1985.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.