Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 4
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. jANtJAR 1987 Morgunblaðið/ Einar Falur Björgunaræfing hjá Ríkisskip EFNT var til björjjunaræfingar meðal áhafna á skipum Skipaútgerðar rikisins á gamlársdag. Það voru forráðamenn útgerðarinnar sem áttu frumkvæðið að æfingunni en Slysavamarfélag Islands annaðist framkvæmdina. Æfingin mið- aði einkum að meðferð gúmmíbjörgunarbáta, björgun með þyrlu og að halda lífi við erfiðar aðstæður. Á meðfylgjandi mynd má sjá þegar einn þáttakenda í æfingunni var dregin um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar TF Sif. Nýr efnahags- ráðgjafi ríkis- stjómarinnar BOLLI Héðinsson hagfræðingur hefur verið ráðinn efnahagsráð- gjafi ríkisstjórnarinnar frá 1. janúar 1987 til 30. júní 1987 í leyfi Þórðar Friðjónssonar sem á sama tima gegnir störfum for- stjóra Þjóðhagsstofnunar. Bolli er fæddur 5. febrúar 1954 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá M.H. 1974 og var við nám í þýsku og fjölmiðlafræði í Þýskalandi 1974-1976. Bolli útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla ís- lands 1981, þjóðhagskjama. Bolli starfaði sem blaðamaður á Dagblaðinu 1975-1980, sem stundakennari við M.H. 1980-81 og sem fréttamaður við sjónvarpið 1981-1982. Hann varð hagfræðing- ur Farmanna og fiskimannasam- bandsins 1982. Bolli er kvæntur Ástu Steinunni Bolli Héðinsson Thoroddsen hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö böm. Landhelgisgæslan: Vakt í stjórnstöð allan sólarliringinn LANDHELGISGÆSLAN hefur tekið upp vakt í stjórnstöð allan sólarhringinn. Þessi breyting kom til framkvæmda frá og með föstudeginum 2. janúar og er talin auka mjög öryggi varðandi neyðarþjónustu Landhelgisgæsl- unnar. Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í sam- tali við Mqrgunblaðið að sólar- hringsvakt í stjómstöð kæmi til með að auka mjög viðbragðsflýti við útkall, hvort sem það væri vegna neyðarástands á sjó eða landi og því stæðu vonir til að þessi ráðstöf- un yki mjög öryggi varðandi neyðarþjónustu ekki síst í tengslum við læknabakvakt, sem nú hefur verið samþykkt á fjárlögum. Gunnar sagði að sólarhringsvakt í stjómstöð hefði ennfremur í för með sér að Landhelgisgæslan yrði nú í stöðugu sambandi við skip, sem myndi þar með stytta viðbragðs- tíma þeirra ef á þyrfti að halda varðandi björgun á sjó. Hastings: Margeir Pétursson fékk einn vinning í 4 skákum MARGEIR Pétursson, stórmeistari, fékk einn vinning úr fjórum fyrstu umferðum skákmótsinsí Hastings. í fystu umferð gerði Margeir jafn- tefli við enska alþjóðlega meistarann Conquest og í annarri umferð gerði hann jafritefli við enska stórmeistar- ann Chandler. í þriðju og fjóru umferð tapaði hann svo fyrir sovézka stór- meistaranum Lputjan og danska stórmeitaranum Bent Larsen. Lputjan var efstur á mótinu efti fjórar um- ferðir með 3,5 vinninga, Chandler var með 3 og Larsen og Ádoijan höfðu 2,5 vinninga. í fimmtu umferð, sem tefld var á fostudag, átti Margeir við Large frá Englandi. Morgunblaðið/Júliu8 Fólksbíllinn er gjörónýtur eftir áreksturinn í Hveradalabrekku í gær. Jeppinn er einnig ónýtur og sagði vél hans skilið við hann. Vélin varð eftirá veginum JEPPI og fólksbifreið rákust mjög harkalega á skammt frá Skíðaskálan- l um í Hveradölum um hádegi á föstudaginn. Meiðsli á fólki voru lítil. Áreksturinn varð með þeim hætti að jeppinn ók í austurátt. f neðri Hvera- 1 dalabrekku missti ökumaður stjóm á bflnum vegna mikillar hálku og fór bfllinn yfir á öfugan vegarhelming. Fólksbifreið, sem var ekið f vestur, skall * beint framan á jeppanum og var höggið mjög mikið. Sagði vél jeppans þar I skilið við hann, en fólksbfllinn kastaðist út fyrir veginn. Báðir bflamir eru gjörónýtir. Farþegi í aftursæti fólksbflsins slasaðist Iftillega, en ökumaður og farþegi við hlið hans sluppu ómeiddir, enda báðir í bflbeltum. Ökumaður jeppans var einn í bílnum og skrámaðist nokkuð. Sólveig Pétursdóttir. Áramóta- spilakvöld Varðar Áramótaspilakvöld Lands- málafélagsins Varðar verður haldið í kvöld, sunnudaginn 4. janúar, I Súlnasal Hótel Sögu. Húsið verður opnað kl. 20.00. Meðal vinninga á spilakvöldinu er utanlandsferð. Sólveig Pét- ursdóttir flytur ávarp. Kristinn Sigmundsson skemmtir gestum. Miðar verða se’dir við inngang- inn. (Fréttatílkynningf) Þessi mynd var tekin með neðansjávarmyndavél af bómunni á Tjaldi. Efst í skugganum sést eyra með gati. í það var gertabandið fest með keðjulás, sem greinilega hefur brotnað. Sjóslysið í Jökulfjörðum: Talið er að lás á gerta hafi brotnað FLEST bendir til áð orsök sjó- slyssins í Jökulfjörðum, þegar vélbáturinn Tjaldur ÍS sökk og þrir menn fórust 18. desember síðastliðinn, megi rekja til þess að lás á svokölluðum gerta hafi brotnað og við það hafi bóman slegist út í 90 gráður með þeim afleiðingum að bátnum hvolfdi. Myndir, sem teknar voru af bátn- um með neðansjávarmyndavél, sýna að gertalásinn hefur brotn- að. Pétur Hafstein, sýslumaður á ísafirði, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ljóst væri af myndunum að gertalásinn hefði farið og af því mætti draga þá ályktun að bóman hefði slegist út á stjómborða. Þyngdarpunktur skelplógsins, sem er nokkur hundruð kíló, er í bómu- blökkinni efst í mastrinu, og því margt sem benti til að þetta hafi valdið því að bátnum hvolfdi. Pétur sagði að á þessu stigi væri þó ekki hægt að fullyrða neitt um orsök slyssins. Rannsókn væri ekki lokið og í ráði væri að senda kafara nið- ur að bátnum til nánari rannsóknar. Evrópumót unglinga í skák: Þröstur endaði í sjötta sæti ÞRÖSTUR Þórhallsson varð í 6. sæti á Evrópumeistamóti ungl- inga í Groeningen í Hollandi en mótinu lauk á föstudaginn. Þröstur endaði með 7,5 vinninga af 13 mögulegum en Evrópu- meistari varð Ivanchuk frá Sovétríkjunum með 10 vinninga. Þröstur gerði jafntefli í þremur sfðustu umferðum mótsins, við Car- iilo frá Spáni, Howell frá Englandi og Mangor frá ísræl. Að sögn Gunnars Bjömssonar aðstoðar- manns Þrastar má Þröstur vel við una með þennan árangur, þar sem hann tefldi við fimm af þeim sex alþjóðlegu meisturum sem tóku þátt í mótinu og að auki við Evrópu- meistarann sem hlýtur alþjóðlegan meistaratitil að launum fyrir sigur- inn. Ivanchuk er 17 ára gamall og þykir vera með efnilegustu skák- mönnum Sovétríkjanna. Hann vann meðai annars mjög sterkt unglinga- mót þar áður en hann mætti til leiks á Evrópumótinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.