Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 Svaf bara yfir mig - Þú mátt alveg selja það í fyrirsögn, segir göngugarpurinn Reynir Pétur á Sólheimum „Segðu bara að ég hafi sofið yfir mig, enda er það bara al- veg satt“, sagði Reynir Pétur á Sólheimum, er blaðamaður spurði hann af hveiju hann hefði brugðið út af þeim vana sínum að koma gangandi á móti rútu Lionsmanna úr Ægi, þegar þeir fóru austur að Sól- heimum í Grímsnesi til að halda hátíðleg Litlu-jólin nú rétt fyrir jólin. Reynir Pétur kom þó fyrstur út á hlað á móti rútunni og tók á móti „ljónunum" með sínu landsfræga, geislandi brosi og hann hló dátt og lengi, er hann heyrði að blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins hefðu í fljúgandi hálku ekið alla leiðina í jeppa á undan rútunni til að ná myndum af honum, þegar hann mætti rútunni og heilsaði Lions- mönnum. Reynir sagðist barasta hafa sofið yfir sig, en hafði þó dulitla afsökun. Gefum honum orðið: „Það var svo slæm veðurspá í útvarpinu. Sagt var að það mundi skella á hið mesta óveður. Ætii ég hafí ekki barasta sofið svona ' fast út af því. Ætlar þú að fara að skrifa þetta?“ — Já og ætli fyrirsögnin verði ekki sú, að Reynir Pétur hafi sof- ið yfir sig. Reynir Pétur hlær nú enn hærra, slær sér á læri og segir: „Þú ert sko alveg ... en þú mátt alveg setja það í fyrirsögn, að ég hafi sofið yfir mig. Það er alveg rétt.“ — Hvemig er það Reynir Pét- ur. Þú átt enn eftir að ganga hringinn um Vestfirðina. Ertu eitthvað farinn að spá í hvenær þú gerir það? „Já, ég hefði viljað ganga Vest- firðina líka og ég geri það, þegar og ef ég fæ góða fylgd, bíl og fólk. Ég get vel hugsað mér að ganga strax í sumar, en ég vil ekki vera með neinaóþolinmæði." Reynir Pétur sagði ennfremur, að af sér væri allt gott að frétta, reyndar bæði af sér og Hanný kærustunni hans. Hann var já- kvæður að venju og hrókur alls fagnaðar á Litlu-jólunum. Hann bað blaðamann fyrir jólakveðjur til allra þeirra sem hann hefði kynnst og veitt hefðu sér og Sól- heimum liðsinni á íslands- göngunni. Er því hér með komið á framfæri. Reynir Pétur brosir sínu landskunna brosi og útskýrir málið fyr- ir „ljóninu" Valdimar Örnólfssyni um leið og hann býður hann velkominn i hlaðinu á Sólheimum. sveinamir Hurðaskellir og Stúfur varmar móttökur, en hurðaskellir- inn Magnús Ólafsson - þótti nokkuð erfiður nemandi, og reyndi talsvert á þolrifin, þegar reynt var að kenna honum rétta textann við „Nú skal segja,.. “. Lúdó og Stefán spiluðu gamla slagara við frábærar undir- tektir. Komu þeir mannskapnum í svaka-stuð. Með tilkomu nýja húss- ins gátu heimilismenn að þessu sinni skellt sér í dans í lokin, sem nokkrir notfærðu sér óhamlað. í lok skemmtunarinnar flutti formaður klúbbsins, Halldór Steingrímsson, nokkur þakkarorð og óskaði heimil- ismönnum gleðilegrar hátíðar. Ekki aðeins íþróttahús Líklega eru fáir þjónustuklúbbar eins vel mannaðir skemmtikröftum og Lionsklúbburinn Ægir. Auk framantaldra er Halli, - Haraldur Sigurðsson - félagi, en hann var ekki með á staðnum að þessu sinni. Þetta jóla-verkefni er enda upphaf- ið að inngöngu margra í klúbbinn og má þar nefna Ómar Ragnarsson sem kynntist Ægismönnum fyrst sem skemmtikraftur á Litlu-jólun- um að Sólheimum. íþróttahúsið á Sólheimum er hvað þekktast fyrir göngu Reynis Péturs heimilsmanns á Sólheimum í kringum landið sumarið 1985. í húsinu er ekki aðeins rúmgott íþrótta- og félagsheimili. Þar eru ennfremur vinnustofur heimilis- manna í kjallara á 375 fermetra gólffleti. Vinnustofumar eru: kerta- gerð, smíðastofa og vefstofa en vinnuaðstaða heimilismanna er þeim mikilvæg, ekki síður en öðrum þjóðfélagsþegnum. Verðmæti byggingarinnar er um 20 milljénir króna. Af því hafa safnast um tíu milljónir króna og því er húsið nefnt „þjóðargjöfin mikla". íþróttasalurinn er til margra hluta brúklegur og hefur húsið því stundum verið kallað íþróttaleikhús. Auk þess að vera íþróttasalur heimamanna er hann tilvalinn til nota við landsmót fatlaðra, sem kom best í ljós er Sólheimaleikamir voru haldnir 29. til 30. ágúst sl. en þá var húsið ennfremur vígt sem íþróttahús. Þá hafa Lionsmenn komið upp ágætu leiksviði í húsinu og var það vígt með uppsetningu á þáttum úr óperunni Rómeó og Julíu sem heimilismenn á Sólheimum sýndu við góðar undirtektir fjöl- margra áhorfenda. Biskupinn yfir íslandi blessaði síðan húsið við helg- iathöfn 23. nóvember sl. Hafa stutt Sólheima- starfið í 30 ár Af öllum öðmm ólöstuðum þar með töldu Foreldra- og vinafélagi Sólheima, sem unnið hefur heimil- inu ótal margt gott, hafa Lions- Þetta var líklega það sem lengst verður komist við að festa Ómar Ragnarsson á filmu, enda maðurinn sjaldan kyrr, eins og alþjóð veit. söng þessi ljónakór, sem Guðmundur Guðmundarson stjórnaði menn stutt það hvað mest í þá þijá áratugi sem klúbburinn hefur starf- að, en hann verður 30 ára 6. marz á komandi ári. Að sögn Gunnars Ásgeirssonar forstjóra, sem er einn af stofnfélögum Ægis, var það fyr- ir ábendingu Jónasar B. Jónssonar skólastjóra og skátahöfðingja að klúbburínn lét málefni Sólheima til sín taka. Auk fjölmargra sérstakra verkefna sem klúbbfélagar hafa styrkt og/eða séð alfarið um sjálfír, svo sem hús- og sundlaugarbygg- ingu á staðnum, hefur klúbburinn staðið fyrir Qölskylduferðum ár hvert þar sem allir sem vettlingi geta valdið hafa gróðursett tré með heimilismönnum. Trén umhverfis húsaþyrpinguna telja nú þúsundir. Nýjasta framlag þeirra Lions- manna eru innréttingar í íþróttahú- sið: gólf, svið auk þess sem þeir gáfu hljómburðartæki og Ijósabún- að í salinn. Heimilið að Sólheimum er skil- greint sem meðferðarsamfélag fyrir þroskaheft fólk. Sesselja Sigmunds- dóttir stóð að stofnun þess árið 1930 í samvinnu við Bamaheimilis- nefnd Þjóðkirkjunnar. Sólheimar era því elsta starfandi heimilið á þessu sviði hér á landi. Sesselja hafði unnið á heimilum og stofnun- um fyrir þroskahefta í Danmörku og Þýskalandi og kynnst þar kenn- ingum Rudolfs Steiners. Áhrifa þeirrar stefnu gætir enn á ýmsum sviðum í starfi á Sólheimum. Þar búa nú 40 vistmenn á aldrinum frá 16 til 55 ára. Vistmenn búa í sex húsum eða heimiliseiningum, fímm til átta í hverju húsi. Þjóðargjöf sem stuðlar að sjálfstæði heimilis- manna Forstöðumaður Sólheima er Halldór Júlíusson. Blaðamaður ræddi við hann í lok Litlu-jólanna um starfsemi heimilisins. Hann sagði m.a. að fötlum heimilismanna væri mjög mismunandi, sumir væru vel sjálfbjarga en aðrir krefðust mikillar umönnunar. Starfsmenn eru 30 í 28 og.hálfri stöðu. Aðspurð- ur um starfsemi heimilisins sagði hann hana í stórum dráttum þá, að heimilismenn sæktu vinnu eða stunduðu skóla, hver og einn eftir þroska og hæfileikum. Á Sólheim- um er smíðastofa, kertagerð og vefstofa. Þá er stunduð garðyrkja, ylrækt auk lítilsháttar búskapar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.