Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 sínu fordæming' þeirrar kenningar að máttur jafngildi rétti og þeirrar sannfæringar að réttlæta megi óhreinlyndi með fölskum röksemd- um — með cant. Þó ýmsir yrðu til að skilja boðskapinn sem umsögn um pólitískt ástand samtímans, þá hafði hann miklu víðari skírskotun. Siðapostuli Til sanns vegar má færa að Kaj Munk væri kristinn siðapostuli, bæði sem prédikari og leikskáld. En hann var jafnóvenjulegt leik- skáld og hann var prestur. I leikrit- um sínum jafnt sem prédikunum vakti fremur öðru fyrir honum að gera siðaboðskap kristinnar trúar áþreifanlegan og nærtækan; þess- vegna vílaði hann ekki fyrir sér að beita róttækum meðölum þegar því var að skipta, hvort heldur var í kirkju eða leikhúsi, til að hrista áheyrendur uppúr drunga vana- hugsunar og sjálfsánægju. Hann vildi umfram allt koma fólki til að hugsa, en því fór íjarri að hann boðaði einhvem kreddukenndan eða afmarkaðan siðalærdóm. Kaj Munk var sér meðvitandi um pólitískan vanda heimsbyggðarinn- ar, og líta má á ýmis leikrit hans sem persónulegt innlegg í pólitíska umræðu samtímans, þó þau séu hvorki bundin stað né stund. Fyrir honum voru hugmyndir mikilvæg- ari en listræn fullkomnun. Af því leiddi að leikrit hans urðu misjöfn að gæðum, en hitt fer ekki milli mála, að hugmyndaauðgin í verkum hans hefur átt drýgstan þátt í þeim miklu og víðtæku áhrifum sem hann hafði og hefur enn í leiklistarsögu Dana. Orðið Áðuren tvö ofannefnd leikrit vom sýnd hafði Kaj Munk samið Orðið (1925), sem var ekki sýnt né gefið út fyrren 1932. Ýmsir hafa gert þvi skóna að verkið sé nokkurskon- ar andsvar við frægu leikriti norska skáldsins Bjömstjeme Bjömssons, Ofurefli (1883—95). Kjami Orðs- ins er spumingin um trúna sem flytur fjöll, um getu mannsins tii að yfirstíga takmarkanir skynsemi og raunhyggju. I Ieikritinu er stefnt saman fulltrúum tveggja ríkjandi viðhorfa í danskri kristni sem tog- uðust á um sál skáldsins, annars- vegar áhangendum Gmndtvigs, hinsvegar píetistum heimatrúboðs- ins, og leitast við að leiða þá saman í teikni trúar og kærleika. Hér er að vísu um að ræða efnivið sem fáir aðrir en Danir kannast við af eigin reynd, en menn þurfa samt ekki að þekkja til átaka hinna ýmsu trúarviðhorfa í Danmörku til að nema anda og efni verksins. Hið mannlega vandamál, sem um er Qallað, og yfirskilvitleg lausn þess em ekki bundin við tiltekin menn- ingarsvæði. Hið undursamlega orð, sem leiðir til uppstigningar frá dauðum, fellur af vömm vitfirrings, einfaldrar sál- ar sem týnt hefur glómnni af völdum persónulegs harmleiks. Með því að láta þvílíkan einstakling vinna kraftaverkið hefur höfundur brynjað sig gegn andmælum rök- hyggjumanna. Sjálfur var Kaj Munk skynsemishyggjumaður, en hann kunni að hagnýta sér mögu- leika leiksviðsins og láta áhorfend- um eftir að leysa úr spumingunni — snúa efasemdunum gegn þeim sem efuðust, ef svo má segja. Sjálf leikfléttan í Orðinu er gam- alkunn og sívinsæl: ungir elskendur sem gagnkvæmur fjandskapur tveggja ætta vamar samneytis. Ennfremur stuðlar það að vinsæld- um verksins að það er iátið gerast útá landsbyggðinni þarsem mannlíf er sérkennilegt og litríkt, þannig að auðgert er að ýkja persónulýs- ingar. Víða í verkinu er gripið til djarfra meðala í því skyni að koma á óvart, vekja spennu eða eftirvænt- ingu. Má sem dæmi nefna mjög sundurleitar fregnir af barnsburði, að ekki sé minnst á upprisu konunn- ar frá dauðum. Þó Kaj Munk tefli víða í leikritum sínum á tæpasta vað og fari stöku sinnum yfir mörk þess sem trúverðugt er, þá lánast honum aðdáanlega að halda nauð- synlegu jafnvægi í Orðinu. Merkasti kvikmyndagerðarmað- ur Dana, Carl Th. Dreyer, gerði kvikmynd eftir Orðinu, sem telst vera eitt af stórvirkjum kvikmynda- listarinnar. • • # Onnur leikhúsverk Á fjórða áratug aldarinnar var Kaj Munk hinn ókrýndi konungur í dönsku leikhúslífi og lét raunar mjög að sér kveða víðar á Norður- löndum. Af verkum hans frá þessu skeiði má nefna eftirtalin: I Brænd- ingen (samið 1929, sýnt 1937) fjallar um baráttuna gegn guðs- hugmynd kristindómsins. Aðalper- sónan, Krater, er innblásinn af persónu og örlögum Georgs Brand- esar: hugsjónamaður með neikvæðu forteikni. De Udvalgte (1933) fjall- ar um Davíð konung og syndugt lífemi hans. Kærlighed (1935). Sejren (1936) um Abessiníustyij- öldina og fasismann, Fugl Fönix (1938) um Versalafundinn, Diktat- orinden (1938) um Sigbrit Villums- datter og samband hennar við Kristján konung annan. Puslespil (1939). Han sidder ved Smelte- diglen (1938) um gyðingaofsóknir Þjóðverja. Egelykke (1940) um ævi Grundtvigs; fékk dræmar við- tökur. Árið 1940 samdi Kaj Munk leik- ritið Niels Ebbesen um þýska hernámið. Það var gefið út 1942, en þegar í stað bannað og efnt til opinberrar bókabrennu 9. apríl 1942. Þó náðu hemámsyfirvöldin einungis í 2.000 af 15.000 eintökum sem prentuð höfðu verið. Það var sýnt í Konunglega leikhúsinu að stríði loknu árið 1945. Loks ber að nefna einþáttunginn För Cannae (1943) sem er samtal Hannibals og rómverska alræðismannsins Fabí- usar sem frægur var fyrir hik og framkvæmdaleysi, vildi allt til vinna að halda friðinn. Þetta stutta verk birtir einhvem þéttasta og yddað- asta texta sem frá hendi Munks kom. Fyrir seinni heimsstyijöld var Kaj Munk tvímælalaust umdeildasti höfundur Dana, enda hafði hann óvenjulega hæfileika til^að vekja áhuga, umtal og deilur. Á stríðsár- unum varð hann hinsvegar mælsk- asti og dáðasti talsmaður danskrar sjálfsvirðingar og andspymu gegn erlendri hersetu. Mikið var á sínum tíma gert úr samúð Munks með einvaldsherrum — og vissulega vom menn einsog Davíð konungur, Heródes, Pílatus, Mussolini og Hitler honum hug- leiknir — en þegar frá leið sá hann annmarka og bölvun alræðisins, þó hann væri alla tíð vantrúaður á lýð- ræðið. Hvað sem annars má segja um áhuga hans á valdsmönnum, þá vekja slíkar persónur síst af öllu samúð í verkum hans. Það var hvorki tilviljun né hentistefna sem olli því að hann varð einarðasti andstæðingur Þjóðveija í stríðinu og tákngervingur andspymunnar með þjóð sinni. Tímamótamaður Frá bókmenntalegu sjónarmiði hafa pólitískar skoðanir Kaj Munks minniháttar gildi, þó þær kunni að hafa örvað hann til ritstarfa. Það sem skiptir sköpum í menningar- sögunni er sú óumdeilanlega stað- reynd að hann endurreisti sjónleik- inn sem virkt og áhrifamikið afl í lífi samtíðar sinnar. Pár Lagerkvist og Nordahl Grieg kunna að hafa verið hagvirkari leikritasmiðir, en það var um Kaj Munk sem umræð- an á Norðurlöndum einkum snerist á fjórða áratug aldarinnar. Hann bjó í senn yfir því hugmyndaflugi, þeim dramatíska þrótti og þeim stórbrotnu sjálfsmótsögnum sem nægðu til að vekja viðbrögð jafnt gagnrýnenda sem almennra borg- ara. Kaj Munk gaf út fimm ljóðabæk- ur sem vert er að geta, þó þær standi að baki leikritunum: Os bærer den himmelske Glæde (1934), Tempelvers (1939), Nav- igare necesse (1941), Sværg det, Drenge (1941) og Den Skæbne ej til os (1943). Ennfremur komu frá hans hendi fjögur greinasöfn um allt milli himins og jarðar, þar- sem ritleikni hans og skopskyn þykja njóta sín með sérstökum ágætum. Þau eru Vedersö-Jeru- salem retur (1934), Liv og glade Dage (1936), Himmel og Jord (1938) og Med Sol og megen Glæde (1934). Að honum látnum komu einnig út fjögur óbirt leikrit: Havet og Menneskene, En Al- manakhistorie, Atterdag og De Herrer Dommere. Eitt af síðustu verkum Kaj Munks var endurminningabókin Foraaret saa sagte kommer, sem hann lauk við haustið 1942. í for- málanum segir hann að eiginlega ættu menn ekki að semja endur- minningar fyrren um áttrætt, því þá sé bæði minnið þrotið og þeir látnir sem annars mundu fyrtast. En hann kveðst hafa brotið þá reglu vegna atvika sem kunni að vera á næstu grösum — og skilur eftir eyðu á síðunni sem lesanda er ætl- að að fylla út. Endurminningar Kaj Munks eru hjartnæm lesning þarsem saman fara skáldlegt hugarflug, smitandi gamansemi og ljóðræn tilfinning fyrir umhverfi og samferðamönn- um. Það er í rauninni lyginni líkast að svo heiðrík, jákvæð og fagnaðar- sæl bók skuli hafa verið samin í skugga yfirvofandi fórnardauða. Höfundur er þjóðkunnur rithöf- undur. Mínar innilegusíu þakkir til barna minna, vina og vandamanna fyrir heimsóknir og gjafir. Sérstaklega vilégþakka lceknum oghjúkrunar fólki á deild 2, Landakotsspítala, fyrir firábœra umönnun og góðvild. Bestu óskir um heillaríkt nýtt ár. Guð blessi ykkur öll. Kristín Guðmundsdóttir fráKeflavík. (stofu 218) Tónlistarunnendur Tónleikar Guðný Guðmundsdóttir, fiðla, Philip Jenkins, píanó, í Austurbæjarbíói laugardaginn 10. janúarkl. 14.30. Sónötur eftir Beethoven, Jón Nordal, Brahms og Edward Elgar. Miðasala í bókaverslun Lárusar Blöndal og ístóni. Tónlistarfélagið. Blaðburðarfólk óskast! ÚTHVERFI Heiðargerði frá 2-124 og Hvammsgerði KÓPAVOGUR Borgarholtsbraut AUSTURBÆR Ingólfsstræti Eskihlíðfrá 5-15 stakartöluro.fl. tarcginilrifofrifr Heba heldur viðheilsunni Við bjóðum upp á: Eroblk — Fonda-byijendaflokkar. framhalds- flokkar. megrunarkúrar — sauna, ljós. Dag- og kvöldtímar, tvisvar og fjórum sinn- um í viku. í HEBU geta allar konur á öllum aldri fundið eitthvað við sitt hæfi. Innritun og upplýsingar i símum 42360 og 41309. Kennari: Elísabet Hannesdóttir, iþróttakenn- Heilsurœktin Heba Auftbrekku 14. Kopavogi J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.