Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 KeagMt og Meese: HtU vissi forsetina? íjMartryggisráiid A fundi: Tið mnnnaskipti. við hana þegar hann lét af störfum og Poindexter tók við 6.desember. En 7.janúar 1986 var flallað um nýjar vopnasendingar til írans á fundi í Hvíta húsinu. Poindexter virtist vera hlutlaus á fundinum, en mun þó hafa lýst sig samþykkan vopnasendingum. Shuitz og Wein- berger lögðust gegn slíku og engin ákvörðun var tekin. Tíu dögum síðar heimilaði Reag- an að vopn yrðu send til írans “öðru hverju" þrátt fyrir gildandi vopna- sölubann. Stuttu eftir það áttu Poindexter og North fundi með írönskum embættismönnum og Po- indexter fól North að sjá um vopasendingarnar til írans. Þegar North ofursta bárust þær fréttir lá.apríl að Khomeini erkik- lerkur væri að dauða kominn og íranir vildu bæta sambúðina við Bandaríkin með því að sleppa öllum gíslum (sem reyndist rangt) sneri Poindexter sér til McFarlanes og bað hann að fara til írans og hefja viðræður við valdamenn þar. Hann sagði McFarlane að verið væri að ganga frá samningi um að öllum bandarískum gislum í Líbanon yrði sleppt áður en bandarísk sendinefnd kæmi til Teheran. McFarlane féllst á að fara með því skilyrði að hann fengi að ræða við háttsetta embætt- ismenn, en ekki milligöngumenn. McFarlane telur óhugsandi að Poindexter eða North hafi ákveðið að hagnaðurinn af hergagnasölunni skyldi notaður til að hjálpa Contra- skæruliðum án samþykkis æðri manna. Sjálfur kveðst hann ekki hafa vitað um leynisjóð skæruliða fyrr en North minntist á hann í Teheranferðinni. Aðrir hafa fullyrt að Reagan hafi veitt slíkt leyfi, en McFarlane benti á annan mögu- leika. Hann kvað North hafa sagt sér frá fundi í Hvíta húsinu, þar sem Donald Regan hefði verið til- kynnt að hagnaður af vopnasölu til írans væri notaður til að styrkja Contra- skæruliða. North og Po- indexter hafa ekkert viljað segja og sumir sannfærðust um að Regan hefði stjómað vopnasölunni. Slgöl eyðilögð Þegar fréttir um hergagnasöluna fóru að síast í nóvember lagði Po- indexter til að málinu yrði haldið leyndu og Reagan fór að ráðum hans í tvær vikur. Poindexter sagði í yfirlýsingu 4.nóvember. “Vopna- banninu verður framfylgt sem hingað til, svo lengi sem íranir hvetja til hryðjuverk. Skömmu síðar var haft eftir honum: “Við höfum aldrei sagt að við sendum ekki vopn til írans.“ Ýmsir vinir forsetans ráðlögðy honum að reka Poindexter, North, Regan og Shultz. Sfðan tilkynntu Reagan og Meese að hluti hagnað- arins af hergagnasölunni hefði runnið til Contra-skæmliða. Forset- inn rak því næst North, sem hefði einn allra í Hvíta húsinu vitað um málið í smáatriðum, og tilkynnti að Poindexter, sem hefði vitað um það í aðalatriðum, hefði sagt af sér. Poindexter hafði óskað eftir því að hefla að nýju störf í flotanum og enginn reyndi að telja honum hug- hvarf. Einn starfsmaður Hvíta hússins sagði að forsetinn væri miklu reiðari Poindexter en hann vildi vera Iáta. Nú telja ýmsir að Reagan hefði e.t.v. getað bjargað sér úr ógöngunum, ef hann hefði strax skipað Poindexter og North að leysa frá skjóðunni, en nú er það um seinan. Bæði Poindexter og North virð- ast hafa eyðilagt opinber skjöl þegar þeir létu af störfum og það vakti grun um yfírhylmingu, þótt þau kunni að hafa verið af sama toga og skjöl, sem venja er að starfsmenn Þjóðaröryggisráðsins eyðileggi á hverju kvöldi. Báðir hafa neitað að svara spumingum þriggja þingnefnda, sem ákváðu að rannsaka vopnasöluna, eins og þeim er heimilt samkvæmt stjómar- skránni. Ólíklegt er að málið uppiýsist nema þeir og nokkrir sam- starfsmenn þeirra beri vitni, en vísast tala þeir ekki nema gegn loforði um að þeir verði ekki lögsótt- ir. Málið mun líklega dragiat á langinn. Vinir Poindexters segja að hann hafi vísvitandi forðazt.að segja for- setanum frá innistæðu Contra- skæruliða á banka í Sviss til að hlífa honum. Vikuritið Newsweek telur þó lítinn vafa leika á því að forsetinn hafi átt þátt í ákvörðun- inni um vopnasöluna írans og segir að hann hafi komið við sögu nær allra ákvarðana um hana. Fjár- magnsfærslumar til Contra-skæru- liða telur blaðið til komnar vegna DAGANA 6. til 8. janúar næstkom- andi verða staddir hér á landi fulltrúar INFREMER (Haftækni- stofnun Frakklands), en sú stofnun sér um samræmingu á aðild Frakk- lands að EUREKA-áætluninni. Tilgangurinn með komu þeirra er að kynna EUREKA-áætlunina og ræða við íslendinga um hugsanleg samstarfsverkefni. Eins og fram hefur komið í fréttum, var EUREKA-áætluninni um samstarf V-Evrópulanda á sviði rannsókna og tækniþróunar hrundið af stað að fmmkvæði Mitterrands Frakk- landsforseta um mitt ár 1985. Aðilar að EUREKA eru 19 Vest- ur-Evrópulönd auk Efnahags- bandalagsins. Island var síðast til að fá inngöngu á ráðherrafundi EUREKA í júní sl. Ákveðið er að fleiri fái ekki inngöngu. Mr. Y. Sillard frá INFREMER mun kynna áætlunina á fundi opn- um almenningi fimmtudaginn 8. þess að aðstoðarmenn hans hafi vitað að forsetinn var staðráðinn í að styðja skæruliðana hvað sem það kostaði. Athyglin hefur beinzt meir og meir að hlutverki CIA, sem verð- ur kannski kennt um allt saman, ef Poindexter og North segjast ekk- ert hafa vitað um flármagnsflutn- ingana. Nú eru demókratar í meirihluta í báðum deildum bandaríska þings- ins og vopnasölumálið getur orðið þeim að liði í forsetakosningunum eftir tvö ár. Ekki er ólíklegt að hlut- verk Þjóðaröryggisráðsins beri á góma og niðurstaðan gæti orðið sú að samþykkt verði að skipun örygg- ismálaráðgjafa forsetans verði að fá staðfestingu þingsins og öld- janúar nk. kl. 15.00 í Borgartúni 6, 4. hæð. Sýnd verður mynd um EUREKA sem gerð var á vegum sænska utanríkisráðuneytisins fyrir ráðherrafund EUREKA, sem hald- inn var í Stokkhólmi 17. desember sl. _ í tengslum við komu Frakkanna hingað til lands verður rætt um hugsanlega þátttöku íslands I sam- vinnuverkefni um þróun „fiskiskips framtíðarinnar", sem nú er í undir- búningi undir forystu Frakka og Spánveija. Munu Frakkamir heim- sækja iðnfyrirtæki og stofnanir á Reykjavíkursvæðinu og í Eyjafirði. Ennfremur eru fleiri samstarfsverk- efni á umræðustigi. Á ráðherrafundi EUREKA í Stokkhólmi voru nýlega samþykkt 37 ný EUREKA-verkefni, sem þá eru alls orðin 109 talsins og kostn- aður áætlaður yfir 3000 millj. dollara. Meðal nýju verkefnanna má nefna þróun á: ungadeildin komi á fót sérstakri þjóðaröiyggisnefndtil að hafa eftir- lit með störfum öryggismálaráð- gjafans. Hvað sem því líður varð ýmsum þeim sem töldu að Kissinger og Brzezinski hefðu orðið of valdamikl- ir og áberandi ekki að þeirri ósk sinni að Poindexter mundi tryggja nauðsynlega festu og samhengi í bandarískri utanríkisstefnu eftir tíð mannaskipti. Hann var að visu “ósýnilegur" og lét Ktið fara fyrir sér en nú hefur margt óþægilegt komið í ljós og skaðað forsetann. En Reagan hefur oft sýnt mikla fæmi I að bjarga sér úr erfiðleikum og of snemmt er að afskrifa hann. GH — 300 MW, mengunarlausu kolakyntu orkuveri — sjálfvirkri, fjölhæfri samsetn- ingarverksmiðju — olíubor sem getur helmingað borkostnað — gervifræi fyrir tómata — sjónvarpi með fíngreinda mynd (high resolution TV.) — hitaþolnu trefjaplasti — smásærri örtölvu — tölvum til þýðinga — nýjum aðferðum í fóðurgerð — sprautuprentun með bleki — aðferðum til að endumýja og vemda listaverk og menningarverð- mæti — sjálfvirku kerfi til að veita umferðampplýsingar — leisitækni til margvíslegra nota. Á fundinum væru kynntar hug- myndir um leiðir til að skapa evrópskan heimamarkað fyrir tækni- og iðnaðarvörur. Pehr Gyll- enhammar, forstjóri Volvo, skýrði viðhorf evrópskra iðnfyrirtækja til EUREKA og taldi að miklar vonir væru bundnar við áætlunina. Hann lagði áherslu á að ríkisstjórnir yrðu að láta alvöru stuðning í ljósi með því að veita fjárhagslegan stuðning við EUREKA-verkefni, greiða fyrir samræmingu staðla og reglna um merkingar, heilbrigðis- og öryggis- kröfur, og jafnframt skapa evrópsk- an áhættufjármarkað, sem staðið gæti undir evrópskum stórverkefn- um, t.d. á sviði samgöngumála. Hann taldi að leiðarljós í evrópskri samvinnu ætti að vera frjálst flæði tækniþekkingar, vöru, fjármagns og mannafla innan Evrópu. í lok ráðherrafundarins var sam- þykkt ályktun, þár sem m.a. er lögð áhersla á nána samvinnu ríkis- stjóma og evrópsks iðnaðar um leiðir til að ryðja úr vegi hindrunum fyrir tækni- og markaðssamvinnu milli Evrópulanda, og bent á ýmsar leiðir í því sambandi. Þá var tilkynnt að frá áramótum tækju Spánveijar við forsæti í ráð- herranefnd EUREKA og halda því sæti næstu 9 mánuði, ogjafnframt bauð Bertil Haarder, menntamála- ráðherra, fyrir hönd Danmerkur, að Danir tækju að sér forsætið á eftir Spánvetjum. Því var tekið með einróma samþykki fundarins. Þann- ig er ljóst, að Norðurlönd munu áfram vera í góðri aðstöðu til að móta starfsemi EUREKA-áætlun- arinnar og leggja áherslu á þátt smáfyrirtækja innan hennar. Knút- ur Hallmar ráðuneytisstjóri og Vilhjálmur Lúðvíksson fram- kvæmdastjóri sátu fundi af íslands hálfu. .......................... N emendaleikhúsið: Þrettándakvöld næsta verk NEMENDALEIKHÚS Leiklistarskóla íslands hef- ur nýverið lokið sýningum á fyrsta verkefni þessa ieikárs, — leikritinu „Leikslok í Smyrnu“ sem Kristin Jóhannesdóttir leikstýrði. Æfíngar á öðru verkefni eru komnar vel á veg, en það er leikritið „Þrettándakvöld" eftir William Shake- speare. Helgi Hálfdanarson þýðir verkið. Þórhallur Sigurðsson leikstýrir nemendaleikhússhópnum að þessu sinni og Una Collins gerir leikmynd og búninga. Frumsýning á Þrettándakvöldi er áætluð 22. janúar nk. og sýningar verða að venju í Lindarbæ. Þeir nem- endur sem útskrifast I vor að þessu leikári loknu eru eftirtalir: Halldór Bjömsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ingrid Jónsdóttir, Olafía Hrönn Jónsdóttir, Stefán Sturla Sigurjónsson, Valgeir SkagQörð, Þórarinn Eyflörð, Þórdís Amljótsdóttir og Ámi Pétur Guðjónsson, fram- halds- og endurmenntunamemi. Leikhópurinn sem vinnur að „Þrettándakvöldi" Shakespeares. Fremri röð frá vinstri: Ólafía Hrönn, Þórdis, Una Collins, Stefán Sturla. Aftari röð frá vinstri: Leikstjórinn, Þórhallur, Halldór, Þórarinn, Hjálmar, Valgeir, Ingrid og Arni Pétur. Kynning á EUREKA- áætluninni p lá&v Wdh Poindexter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.