Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 2
2________________ Olíuverðhækkanir: MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 Áhrifin koma í ljós í febrúar ÁHRIF olíuverðhækkana á mörkuðum ytra nú undir áramótin koma ekki í Ijós hér á landi fyrr en í fyrsta lagi í febrúar þar sem olía hingað Ms. Suðurland: Sjóprófin í Hafnar- firði á mánudag SJÓPRÓF vegna sjóslyssins, þegar ms. Suðurland sökk 290 sjómílur norðaustur af Langanesi á aðfangadags- kvöld, verða hjá bæjarfóget- anum í Hafnarfirði á morgun, mánudag, og hefjast klukkan 10 fyrir hádegi. Utgerð Suðurlandsins, Nes- skip hf., óskaði eftir að sjópróf faeru fram fyrir borgardómi Reykjavíkur, en þar sem skipið var skráð í Hafnarfirði þótti eðlilegra að sjóprófin færu fram þar. Guðmundur L. Jóhannsson héraðsdómari stjómar sjópróf- unum en meðdómendur verða Viðar Þórðarson hafnsögumað- ur og Hans Linnet vélstjóri. I gær og í fyrradag fór fram útfor þriggja skipverja af Suður- landi; þeirra Svans Rögnvalds- sonar, Hlöðvers Einarssonar og Sigurðar ÖIvis Bragasonar. til lands verður ekki lestuð fyrr en þá. Farmur sem nú er á leiðinni til íslands var lestaður áður en olía hækk- aði að ráði. OPEC ríkin samþykktu fyrir jólin að hækka jarðolíu í 18 doll- ara á fatið á þssu ári, en þegar olíuverð var hvað lægst fór það niður fyrir 10 dollara. Olíuverðið hefur síðan hækkað undanfama daga og nú lætur nærri að olíu- verð á mörkuðum í Rotterdam sé um 22% hærra en á birgðum hér á landi. í samtali við Morgunblaðið sagði Vilhjálmur Jónsson for- stjóri Olíuverslunar íslands að nú væri ekki hægt að sjá fyrir áhrif þessara verðhækkana á olíuverð á Islandi. „Það eru skip að koma til landsins núna en engar frekari lestanir verða fyrr en í febrúar. Farmamir nú vora lestaðir fyrir jól og þó einhver hækkun hafi orðið á þeim hefur þróunin á næstu mánuðum mesta þýðingu," sagði Vilhjálm- ur. í%7i 1786 1986 íl! í>» ,•... 'gr u ■r~ Súlumar við Geitháls líta Ola út, brotið gler úr einni hlið og málað á aðra. »'5sSáí*! .v>.;' Súlurnar standa áfram ÖNDVEGISSÚLURNAR við borgarmörk Reykjavíkur, sem reistar voru í ársbyijun 1986 í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar, verða látn- ar standa áfram að sögn Daviðs Oddssonar borgarstjóra. Davíð sagði að afmælismerkið sem er á súlunum yrði fjarlægt og merki borgarinnar sett í staðinn og ef til vill skuggamynd af Ingólfi Amarsyni. Lýs- ing verður deyfð nokkuð en að öðru leyti fá súlumar að standa áfram, að minnsta kosti það sem eftir er vetrar. Vegagerð ríkisins veitti bráðabirgðaleyfí fyrir staðsetningu súlnanna og verður farið fram á að fá það framlengt. Nokkuð var um að skemmdar- verk væm unnin á súlunum en mjög hefur dregið úr þeim og sagði Davíð að flestir væm mjög ánægð- ir með þær. Gengi dalsins lækkar: Arnarflug 1986: Lækkun um 1% rýrir tekjur frystingar um 130 milljónir GENGI Bandaríkjadals var á föstudag lægra en í mörg undanfar- uði ársins. Um 75% þess vom seld 40 yj 45 mjiijónir króna og meira in ár gagnvart öðrum helztu gjaldmiðlum heimsins og hafði þá í dölum og tekjutap miðað við fyrr- miðað við útflutning alls ársins lækkað um nálægt 1% milli daga. Gengi hans var ekki skráð hér nefnda lækkun dalsins verður því 1986. 34% aukning á flutningum á landi í gær, en á gamlársdag var það 40,18 krónur. Meðaigengi dalsins síðasta ár var um 41 króna. Utflytjendur sjávarafurða hafa af þessu miklar áhyggjur enda eru nálægt 70% fiskmetis seld fyr- ir dali. Miðað við útflutning ársins 1986 og fyrir síðustu gengis- skráningu þýðir lækkun dalsins um hvert eitt prósent, rúma 40 aura, um 130 milljóna króna tekjuskerðingu fyrir frystinguna eina, en hún er nú talin rekin með 2% tapi af tekjum. Starfsfólk á Borgarspítalanum: Almennur fundur á þriðjudaginn MIKIL aukning varð á bæði far- þega- og vöruflutningum Arnar- flugs á síðasta ári. Alls nam aukning flutninga félagsins 41%. Farþegar urðu 50.052 sem er 34% meira en árið áður. Þessi fjölg- un farþega er hlutfallslega meiri en heildaraukning farþegaflutninga til og frá íslandi, sem var rúm 20%. Einnig varð mikil aukning á vöruflutningum félagsins. Alls voru flutt 1462 tonn sem er 66% meira en árið 1985. Síðustu 11 mánuði síðasta árs nam útflutningur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna um 9 milljörðum króna. Um það bil tveir þriðju hlut- ar þess eða 6 milljarða virði var selt í dölum. 1% lækkun dalsins þýðir því um 60 milljóna króna tekjutap miðað við sama útflutning á sama tímabili þetta ár og meira miðað við ársútflutning. Eftir fyrstu 10 mánuði ársins var verðmæti útflutnings á frystum flski um 15,7 milljarðar króna og er áætlað um 18 milljarðar króna allt árið, um 450 milljónir dala. Miðað við áætlað útflutningsverð- mæti alls ársins og að um tveir þriðju hlutar framleiðslunnar séu seldir fyrir dali, verður tekjutap frystingarinnar í heild um 130 millj- ónir króna, lækki dalurinn um 1%. Á móti þessu kemur svo nokkur hækkun annarra gjaldmiðla, sem fiskur er seldur í og jafnframt lækk- un skulda í dölum. Ennfremur dregur lækkun dalsins úr skuldum útgerðar og lækkar verð á olíu í íslenzkum krónum talið. Sjávarafurðadeild Sambandsins seldi frystar sjávarafurðir fyrir um 5,8 milljarða króna fyrstu 11 mán- Innflutningur á not- uðum bílum: Nær fjórföld- unfrá 1985 INNFLUTNINGUR notaðra fóiksbíla jókst mikið á síðasta ári, 1986, og voru á fyrstu tíu mánuðum þess fluttir inn 966 bílar, sem er nær fjórföldun frá sama tíma árið 1985. í október 1986 voru fluttir inn jafn margir bílar og á fyrstu tíu mánuðum ársins á undan. LÆKNARÁÐ og starfsmannaráð Borgarspítalans hafa komið á fót 5 manna viðræðunefnd við full- trúa borgar og ríkis vegna fyrirhugaðrar sölu Borgarspítal- ans. Hlutverk nefndarinnar er að tryggja sjálfstæði spítalans og rétt- indi starfsfólks. Almennur fundur starfsfólks verður haldinn á þriðju- daginn þar sem þessi mál verða reifuð. Að baki viðræðunefndarinnar er stærri nefnd, en í henni eiga sæti um 20 manns, læknaráð, starfs- mannaráð og fulltrúar flest allra starfsstétta sem starfa á spítalan- um. Stóreignaskattur síðast lagður á á sjötta áratugnum STÓREIGNASKATTUR var siðast lagður á árið 1956 þegar vinstri stjóm Hermanns Jónassonar var við völd en áður var slíkur skattur lagður á árið 1950 þegar stjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks var við völd undir stjórn Steingríms Steinþórssonar. Stjómarandstöðuflokkarnir nú hafa allir gert tillögur um að leggja á slíkan skatt, sem einkum beinist að félög- um og fyrirtækjum. Sigurbjörn Þorbjörnsson fyrr- verandi ríkisskattstjóri sá um að reikna út stóreignaskattinn 1950. Að sögn Sigurbjöms var fram- kvæmdin í stórum dráttum sú að öllum félögum var skipt niður á eigendur og eignir reiknaðar út á hvem og einn og út frá því var skatturinn reiknaður út. Sigur- bjöm sagði að þessi útreikningur hefði ekki tekið ýkja langan tíma, en eftirmál orðið talsverð og mála- ferli. Sigurbjöm sagði að i seinna skiptið hefði framkvæmd stór- eignaskattsins verið byggð á sama kerfínu og 1950 en útreikn- ingur hefði tekið mun lengri tíma. Vinstri stjóm Hermanns Jónas- sonar fór frá völdum í nóvember 1958.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.