Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 Að vera misskil- inn af heiminum ísland í brennipunkti Fyrir Reykjavíkurfundinn og meðan á honum stóð voru ís- lendingar og ýmis mál Islandi tengd vinsælt fréttaefni víðs vegar um heimsbyggðina. Morgunblaðinu berast öðru hvetju blaðaúrklippur héðan og þaðan af jarðkúlunni með þess háttar efni og fyrir skömmu kom ein slík úr blaðinu Wilmington News Journal í Delawere í Banda- ríkjunum. I greininni, sem bar nafnið „Heimurinn fylgist með íslandi", var sagt frá Dr. Erni Aðalsteins- syni, efnaverkfræðingi, og fjöl- skyldu hans, rætt við þau hjónin og lesendur fræddir lítillega um ísland og það sem íslenskt er. Dr. Örn er sem fyrr segir efna- verkfræðingur og vinnur við aðal- stofnun fyrirtækisins DuPont, sem er eitt hið stærsta í heimi á þessu sviði. Kona hans er Eva Aðalsteins- son og hefur hún fengist við rit- og fréttastörf ýmiskonar, en auk þess hefur hún lokið baccalaureats- prófi á sviði menningarsamskipta og hefur verið í framhaldsnámi við það. Þau hjónin eiga tvær stúlkur, þær Bryndísi, sem er tæplega fjög- urra ára gömul, og Solnýju, tæplega ársgamla. Dr. Öm hefur sinnt ýmsum mál- um íslendingum viðkomandi og er hann forseti íslendingafélagsins á svæði, sem nær yfir Delawere, Pennsylvaníu og suðurhluta fylkis- ins New Jersey. í greininni segir að Örn sé öflug- ur málsvari íslands og hafi hann ekki undan við að leiðrétta ýmsan misskilning um ísland. „Fólk spyr hvort Örn hafi alist upp í snjóhúsi", segir Eva og bætir við að ein or- saka þess að fólk viti lítið um landið sé sú að það sé svo ofarlega á hvel- inu og laust við allan vanda, sem væri líklegur til þess að vekja at- hygli á því. Þá benda þau hjón á að nafnið sé ekki vænlegt til vin- sælda, en geta þess jafnframt að loftslagið sé Jíkara því sem gerist í Maine. „Annars er íslendingum býsna sama [um að vera misskildir]“, seg- ir Öm. „í mjög góðri bók, sem nefnist „Vandinn við að vera Islend- ingur“ segir höfundur að einn þeirra hluta sem sameini íslendinga sé sú tilfmning að vera misskildir af heiminum. Samt sem áður leggja þeir nú ekki hart að sér við að leið- rétta misskilninginn." Þegar þau eru spurð hversvegna þau telji að Island hafi orðið fyrir valinu telja þau staðsetningu þess líklega ástæðu, þá sé ísland eina Evrópulandið sem ekki hafí orðið fyrir barðinu á Chemobyl-slysinu The world watches Iceland lt> IÍAKV MIU..NMAN .fi.ir.iK1' tul. Miit A ko"*I “iv 1» d r.ill ii "ih«- ItusM.in In thinry. unly |«- ■■irKc;iuan atul (inrlxichov do comc to an agavmcnt. uill aluaxs Iv known as the kvlaiul Aco>nl." Vuli Mnii' liK'k nihlKi.'U; ll'* ’ II vuu ri' l.flmK • hui li-.li .isk .in I. . I..1..I.1 h..« wh.il.- hluMxr F..i ... 11/'"",/,i..r„, ”•""«> ' ' l !U' "» M■••//,/ v **" i ' M h,- •"'CZ.ip'X,!1'" i. "'.'11,, '"""Ihy 'ii "i "••• w.,".'.1 "•"''•r, „n1"; .-.n, Úrklippan úr Wilmington News og auk þess sé einangrun þess kost- ur í þessu tilviki. Eva tekur einnig fram að Rússar telji einnig ólíklegt að íslendingar mótmæli hemaði Rauða hersins í Afganistan eða mannréttindabrotum í Sovétríkjun- um, en slíkt vilji Kremlarbændur forðast í lengstu lög. Journal. I lok greinarinnar er spurt hvaða staður annar sé betur til þess fall- inn að semja um heimsfrið, þar sem að íslendingum takist að lifa í sátt og samlyndi, vopnaburður sé þar óþekkt fyrirbæri, bókmenntahefðin rík og yfirlcitt allt á besta veg. Vonlaust að ná sér í strák Brooke Shields barmar sér Le»kkonan unga, Brooke Shields, hefur að undanförnu kvartað sáran undan strákahall- æri — þeim skorti, sem maður hefði haldið að hún þyrfti síst að líða. Hún segist vera viss um að hún eigi eftir að giftast einn góðan veðurdag, en hún er ekki viss um að hún eigi eftir að bindast neinum jafnheitt og móður sinni. Tilvonandi biðlar skyldu því hafa það hugfast að þeir eru jafnframt að biðla til tengdamúttu. Brooke sagði að henni væri sjaldan eða aldrei boðið út af bekkjarbræðrum sínum í Princeton, en þar dvelst hún við COSPER — Augnablik, ég verð að fá mér stærri peru í ljósið. Brooke Shields ásamt móður sinni, Teri. nám. Sagði hún að þeir væru feimnir við að nálgast sig þar sem hún hefði þegar fengið á sig kynbombustimpilinn. „Pilt- arnir hér vilja fara út með stúlkum, sem þeir geta kynnt fyrir móður sinni. í þeirra aug- um væri í hæsta lagi hægt að sína sig með mér á diskóteki eða kokteilboði, þar sem öllum væri ljóst að um mjög laust samband sé að ræða.“ „Vitaskuld vil ég giftast ein- hverntímann í framtíðinni, en nú er ekki rétti tíminn.“ Hún ítrekaði það ennfremur að hún ætti erfítt með að ímynda sér að einhver komi í stað móður hennar. Þær geta verið erfíðar stúlk- umar. AUGNLÆKNASTOFA OPNAR Hef opnað stofu í Hafnarstræti 11, 2. hæð. Tímapantanir í síma 622870. Kristján Þórðarson, augnlæknir. Hárvaxtarkremið frá Dorothy Gleave Ltd. Englandi Hárvaxtarkremið hefur þegar gefið frábæran árangur hérlendis. Við notkun þess verður hárið einnig fallegra og hraustlegra, það stöðvar hárlos og flösu, og þar sem eru skallablettir vegna þess að hárrótin er óvirk og f dvala, fá hársekkirnir og hárrótin næringu og hvatningu frá hárvaxtarkreminu. Með því að nudda hárvaxtarkreminu mjúklega í hár- svörðinn daglega einungis 15 mín. kemur árangur í Ijós innan mánaðar. BBC útvarp og sjónvarp og dagblöð í Bretlandi og víðar hafa sagt frá hárvaxtarkreminu sem þegar hefur vakið verðskuldaða athygli. Mánaðarskammtur kostar kr. 2.500,- en 2 mánuðir kr. 4.500,-. Shampoo fylgir hverj- um tveimur glösum af hárvaxtarkreminu. Vinsamlega sendið greiðslu í póstgíró eða ávísun ásamt nafni og heimilisfangi til: Logaland, Pósthólf 7163, 127 Reykjavík. Nánari upplýsingar í síma 29015. P.S. Svörum einnig í allan dag, sunnudag. KÚPLINGSPRESSUR KÚPLINGSDISKAR KÚPLINGSLEGUR BMW DAIMLER BENZ HONDA DATSUN Útvegum í allar helstu tegundir fólks- og vörubifreiða. Þeiœing Reynsla Þjónusta FALKIN N SUOURLANPSBRAUT 8, SIMI 84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.