Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 m _.s- VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 17-18 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu .. . Þvílíkt hneyksli! Faðir hringdi: Jóla- og nýárshátíðin er sá tími ársins sem fólk sér sér helst fært að setjast niður saman og njóta fjölskyldulífsins án þess að þurfa að vera með áhyggjur af vinnu, námi og öðru því sem það fæst við dags daglega. Það er líka stað- reynd að fólk notar mikið af þessum frítíma sem gefst yfir hátíðimar saman fyrir framan sjónVarpið. Nú hefði mátt ætla að forráðamenn sjónvarpsstöðv- anna tveggja tækju tillit til þessarar staðreyndar og reyndu að velja efni með þeim hætti að það sé við hæfi almennings. En viti menn, hvað gerist hjá ríkis- stofnuninni Sjónvarpið, sem státar sig stundum af því að vera fjölmiðill „allra landsmanna"? Á nýársdag er þar sýnt leikrit sem varla getur talist við hæfi margra landsmanna og alls ekki yngstu kynslóðarinnar. En það virðist líka vera takmark í sjálfiim sér á þeim bæ að ganga fram af fólki með meiri glæsibrag á ári hveiju. Ég ætla svo sem ekki að fara fram á að efni af þessu tagi verði alis ekki sýnt í sjónvarpinu. Vel getur að einhverjir afbrigðilegir hópar hafi unun af að horfa á þetta, og þeir verða víst að fá sitt eins og aðrir, en sem venjulegur borgari þá hlýtur maður að geta gert þá kröfu að á hátíðardegi eins og nýársdegi reyni dagskrárgerðar- menn ljósvakafjölmiðlanna að setja saman dagskrá sem sé við hæfí venjuíegra flölskyldna. Að minnsta kosti ef þeir telja sig vera fjölmiðla „allra landsmanna". Kvenlakkskór týndust á ný- ársnótt HerdSs Sif Þorvaldsdóttir hringdi. Ég týndi svörtum kvenlakks- kóm á nýarsnótt á leiðinni frá Stýrimannastíg að Reynimel. Finnandi vinsamlegast hafí sam- band í síma 25483/83185. Nokkrar spurningar til forráðamanna sjónvarpsins Guðmundur Gíslason hringdi. Mig langar til að leggja nokkr- ar spumingar fyrir forráðamenn Sjónvarpsins. Hver ber ábyrgð á sýningu leikritsins er sýnt var á nýársdagskvöld? Lagði Kvikmyndaeftirlit ríkis- ins blessun sína yfír þá sýningu? Er þetta kannski upphaf þess sem koma skal á nýju ári? Er þetta að frumkvæði kvik- myndasnillingsins og menningar- frömuðsins Hrafns Gunnlaugs- sonar, sbr. Blóðrautt sólarlag? Ef svo er væri æskilegt að sjón- varpið arfleggi Svía að Hrafni og allri hans menningu, sbr. fréttir frá Svíþjóð af Skjækjunni og böðl- inum. Þetta virðist gott framlag Sjónvarpsins við vágestinn eyðni og ber höfundi og öðrum aðstand- endum sfnum gott vitni. Stefáns Jökulssonar saknað Útvarpshlustandi hringdi: Hvemig stendur á því að maður heyrir ekki oftar í Stefáni Jökuls- syni? Hann er einn af okkar bestu útvarpsmönnum. Abending til Stöðvar tvö Hrönn og Dísa hringdu og kvörtuðu yfír því að Myndrokk á Stöð tvö væri læst. Einnig vildu þær koma þeirri ósk áleiðis til Stöðvarinnar að endurtekinn yrði þátturinn með Don Johnson. Gleraugu týndust á að- fangadag Margrét hringdi: Ég varð fyrir því óláni að týna gleraugunum mínum á aðfanga- dag og kemur það sér mjög illa fyrir mig. Þau vom í dökkbrúnu hörðu hulstri og týndust líklega hjá Fossvogskirkjugarði, Klepps- spítala eða á Blómvallagötu. Finnandi vinsamlegast hafí sam- band í síma 12124. Þakkir til Sverris Storm- skers Bryndís hafði samband: Ég vil þakka Sverri Stormsker, stórlistamanni og frábæmm húm- orista, fyrir mjög góða og auð- heyranlega mjög vel unna plötu sem var að koma inn á markað- inn. Þar er að fínna söng tiifínn- ingamikils manns sem ristar mjög djúpt í sálina. Söngur um sorg, kvíða og tregablandna gleði er meginefni lífsleiðarinnar. Ljóst er að höfundur hefur í flestum tilfell- um verið þungt haldinn í tilfínn- ingalífi sínu er hann samdi (orti) efnið á plötuna. Þessi plata er ein sú besta á hljómplötumarkaðinum þessa stundina og einnig allra tíma. Mæli ég eindregið með því að fólk fjárfesti í slíkum kosta- grip og um leið heilu listaverki. Vísa í tilefni áramótanna Elín Guðmundsdóttir hringdi: og vildi koma á framfæri vísu, í tilefni áramótanna, sem hún mundi úr æsku sinni. Elín er 92 ára gömul. Af hvaða lesti er hneykslið mest? Óðar þegar hátíð hallar heyra má um götur allar, þar sem einn til annars kalian Gleðileg rest, gleðileg rest! Vísan er eftir Lárus Thoraren- sen skáld en hann þá kennari á Isafirði. Eykon alltaf traustur Sjálfstæðismaður i Reykjavík hringdi: Þeir eru ekki margir þing- manna okkar sjálfstæðismanna sem sjaidan eða aldrei falla f ríkis- forsjásgrjfyuna. Einn þeirra er þó tvímælalaust Eyjólfur Konráð Jónsson. Með andstöðu sinni við hallarbyggingar ríkisins og ríkis- stofnana, nú síðast forljótum kassa á vegum Alþingis, sem ekk- ert erindi á í miðbæ Reykjavíkur, hefur Eykon sýnt og sannað enn einu sinni að hann er trausts verð- ur. Hefur fuglafóðrið nýst nógu vel? Erlingur Þorsteinsson læknir hringdi: Velvakandi góður. í framhaldi af greininni sem þú varst svo vænn að birta fyrir mig í dálkum þínum 28. nóv. sl. og nefndist „Fuglakomið kemur" lang- ar mig til að segja frá því að það kom til landsins skv. áætlun þó að það dróst að ná því úr skipunu um tvo daga vegna óviðris. Þegar kom- ið svo kom í land reyndist það mun grófkomaðra en ætlast var til skv. sýnishomi af maískurli sem Fóður- blandan sendi til Hamborgar. Ég var afar leiður og vonsvikinn yfír þessu. Að vísu var komið ekki allt jafn gróft og all mikið af minna kominu minnan um. Eftir að ég hafði fengið dálítið af þessu komi f hendumar hafði ég samband við Ævar Petersen, fuglafræðing, og bar undir hann hvort fuglunum gæti orðið meint af þessu fóðri. Svar hans var eins og ég bjóst við að þeir mundu aðeins éta það sem þeir réðu við og leyfa hinu. Ég fór svo að gefa fuglunum þetta kurl ásamt öðru eldra og fíngerðara sem ég dreifði skammt frá. Þeir vora að vfsu fljótari með það fíngerðara en kláruðu þó nýja kurlið að mestu. Þegar maís er kurlaður myndast alltaf nokkuð af salla og mjöli, sem fer forgörðum í snjónum þegar gef- ið er. Kurlið þarf að sigt vel og það er næstum ekkert mjöl í því sem kom frá Hamborg, en það hefur oft verið all mikið af mjöli og salla í þvf kurli sem verið hefur hér á boðstólnum einkum fyrr á árum. Ég ákvað svo eftir nokkrar vanga- veltur að senda sekki af þessu nýja maískurli til bamaskólanna og sem beðið höfðu eftir fuglafóðrinu alltof lengi. Þriú fyrirtæki hafa pakkað samskonar fuglakomi í eins kíló poka til dreifíngar í verslanir. Nokkrir fuglavinir hafa hringt til mfn og kvartað undan þessu grófa fóðri og kveðið fuglana trega til að borða það, og hef ég reynt að skýra málavexti. Fóðurblandan kvartaði strax við hina þýsku framleiðendur og gerðu þeir þegar tilraun með nýja framleiðslu og sendu sýnis- homa af henni. Forstjóri Fóðurblön- dunnar hefur tjáð mér að komastærðin sé mjög hæfíleg og er nú von á nýrri sendingu með skipi um 10. þessa mánaðar. Að endingu langar mig til að biðjast fyrir kveðju til bamaskólanna og vona að þeir láti mig vita um þetta fóður sem Sólskríkjusjóður sendi hefur ekki nýst þeim nógu vel og mun ég þá senda aukapoka hið bráðasta. ENSKUNÁMSKEIÐ byrja 19. janúar. Kennt er í litlum hópum tvisvar í viku. Kennari er Anna Cosser. Upplýsingar í síma 36016. Upplýsingar um enskuskóla í Englandi í sama síma. ------------1----------------------& tð* °rðui ð^ ÞÁ ER BlBLÍUSKÓLIINn KJÖRIIN LEIÐ FYRIR ÞIG! innRiTun er hafiin ávorönn. EIN Á HEININI BJÓÐAST: a) Rómvetjabréfid. b) Kristindómur og stefnur i samtímanum. c) Lúthcr, sidbótin og lútherskur kristindomur. INNRITUN FER FRAM A AÐALSKRIFSTOFUNNI AMTMANNSSTÍG 2B, REYKJAVÍK. SÍMI 13437 Evangelisk-lútherski Bibliuskólinn v> Tannlæknastofa mín er flutt frá Miklubraut 1 að Skóla- vörðustíg 6b, 3. hæð. Símanúmerið verður óbreytt 21645. Sigurður Jónsson, tannlæknir. Byrjendanámskeið í Karate Námskeið fyrir byrjendur í Goju Ryu Karate Do eru að hefjast Karate er skemmtileg íþrótt, afbragðs líkamsþjálf- V un og ein fullkomnasta sjálfsvörn sem völ er á jafnt fyrir konur sem karla á öllum aldri. Innritun og upplýsingar í Ármúla 36, III. hæð (gengið inn Selmúlamegin) og í síma 35025 vikuna 5.-9. janúar milli kl. 19 og 21 fyrir byrjendur. Eldri félagar athugið að æfingar hefjast 5. janúar. Karatefélag Reykjavíkur, Ármúla 36, .108 Reykjavík. Simi91-35025.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.