Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 4 40 Minning: Svanur Rögnvalds- son bátsmaður Fæddur 14. desember 1929 Dáinn 25. desember 1986 Eg kveð með þessum fáu línum ástkæran bróður og góðan vin, Svan Rögnvaldsson, sem var einn þeirra sem ekki lifði af þá vosbúð og sjóvolk sem fylgdi í kjölfar þess hörmulega sjóslyss þegar ms. Suð- urland fórst á aðfangadagskvöld, langt norðaustur í íshafí, í stormi, skammdegismyrkri og köldum • stórsjó. í þessu sjóslysi létu lífíð auk Svans bróður míns, fimm skips- félagar hans, þar af náðu þrír ekki að komast í hinn laskaða gúmbjörg- unarbát, þar sem átta sjómenn börðust fyrir lífi sínu baráttu sem þrír þeirra töpuðu, einn af öðrum, fyrst Svanur, síðar hinir tveir, fyrir augum félaga sinna sem beittu sínu ítrasta þreki þeim til hjálpar, auk þess sem þeirra eigin lífsandi var í þeirri tvísýnu sem mest getur orðið, og reyndar í lokin orðin spuming um mínútur en ekki klukkustundir á hvom veg færi. Svanur fæddist í Hafnarfirði 14. desember 1929, og var hann sá þriðji í síðar fímm systkina hópi, en foreldrar okkar, þau Steinunn Þorkelsdóttir og Rögnvaldur Guð- brandsson, bjuggu þar fyrstu hjúskaparár sín. Móðir okkar lést árið 1950, þá 55 ára að aldri, en faðir okkar 1982, þá 82 ára að aldri. Hann var fædd- ur og uppalinn á Hellissandi, en hún í Hraununum, uppaf því svæði þar sem nú er álverið í Straumsvík. Svanur ólst upp á heimili foreldra okkar, eins og við öll systkinin, fyrst í Hafnarfirði til 8 ára aldurs, síðan í gamla austurbænum í Reykjavík. Frá því í byijun striðs, en þá var Svanur 10 ára gamall, til 16 ára aldurs, dvaldist hann á sumrin, og auk þess einn vetur, á hlýlegu sveitaheimili á Ásbjamarstöðum á Vatnsnesi við Húnaflóa hjá þeim hjónunum Guðjóni Jósepssyni og Sigrúnu Sigurðardóttur sem hann tók miklu ástfóstri við og hélt sam- bandi við þau sæmdarhjón alla tíð síðan, en þau tóku honum ávallt sem sínum eigin bömum. Á þessum ámm þótti öryggi í því að böm dveldu ekki í Reykjavík þar sem stríðsátakahætta var yfírvofandi. Við 16 ára aldurinn tók vinnu- markaðurinn á mölinni við, fyrst einn vetur í almennri fiskvinnu hjá ísbiminum. Og svo kom sjómennskan. Sjómennsku byijaði Svanur á mótorbátnum Degi frá Reykjavík, með þeim væntingum og framtíðar- vonum sem dreif unga menn í sjómennskuna, sem á þeim ámm var í mikium blóma með Hvalfjarð- arsfld og meðfylgjandi uppgangi. Svanur bróðir var bátasjómaður fram til ársins 1952, að togaraljóm- inn náði yfirhöndinni, og réðst hann til hins valinkunna dugnaðar- og heiðursmanns Gunnars Þórarins- sonar skipstjóra á Þorsteini Ingólfs- syni, sem hann alla tíð hélt tryggð og kunningsskap við. Gunnar dvelst nú aldraður á Hrafnistu í Hafnar- firði. Þar með hófst tíu ára togara- sjómennska, á miklu uppgangs- skeiði togaraútgerðar. Þama mótast Svanur bróðir, réttur maður á réttum stað, og verð- ur strax kunnáttumaður með brennandi áhuga á sínu starfi og umhverfi. Bátsmaður á sínu skipi. Mér em þessi ár í svo fersku minni, þar sem ég frá því ég man fyrst eftir mér meðtók með áfergju bamsins, og síðar unglingsins, frá bróður mínum allan heila togara- sjarmann, með hamptrolli, gröndur- um, hlemm, góðviðmm, illviðmm, næturmat, löndunum erlendis, en fyrst og fremst því drenglundaða samfélagi dugnaðarmanna, sem á tyllidögum vom einatt titlaðir „hetj- ur hafsins" og „undirstaða efna- hagslífsins", þó mér sé til efs að þeir hafi nokkumtíma litið þannig á það mál sjálfir. Þeirra afstaða kom einkum fram í því að standa sína „pligt", trúir sínum skipstjóra, hvort heldur í því að drífa með honum túrinn áfram, eða í því að segja honum umbúða- laust sína meiningu með þeim orðaforða sem þetta sérstæða sam- félag hafði tileinkað sér og þróað. Bátsmaðurinn hefði ekki haldið út marga túra nema með því að eiga trúnað og virðingu bæði sinna yfir- manna og ekki síður strákanna á vaktinni. Sem vaktformanni var bátsmanninum ekkert óviðkomandi, enda ætíð leitað til hans úr báðum áttum. Það er mér ekki lítils virði á þess- um erfíðu dögum sem liðnir eru frá slysinu, að ég hef hitt fjöldann af ykkur, þessum mönnum sem við báðir höfum siglt með í gegnum tíðina, og þið hafið, hreinskilnir og syrgjandi, minnst gömlu daganna með Svani bróður. Ég þakka ykk- ur, vinir, þann stuðning og virðing- arvott við Svan. Þau bönd, er myndast með skipsfélögum og góð- um drengjum, halda eins og netahnúturinn í hamptrollinu forð- um og höfuðlínusplæsin, sem nú til dags eru þrykkt í vélum. Við skiljumst við togarasjó- mennskuna í bili þar sem vinnudeil- ur og frátafír, sem í hreinskilni sagt var ekkert annað en upphafið á tímabundinni niðurlægingu tog- araútgerðar og togarasjómennsku um árabil, höfðu þau áhrif að Svan- ur fer aftur til Gunnars skipstjóra, sem þá hefur nýlega skilið við tog- arana og tekið formennsku á mb. Jóni Bjamasyni, 38 tonna bát. Þegar hér er komið sögu er Svan- ur enda fyrir nokkru kvæntur og orðinn fjölskyldumaður, og kominn tfmi til að löngum togarafiarvistum Ijúki í bili. Þetta er árið 1962, og er Svanur meira og minna bátasjómaður til ársins 1977 er hann byijar á ms. Vesturlandi, með þeim skipstjóra sem hann síðan sigldi sír.a hinstu för nú um jólin, en í 9 ára far- mennsku sigldi Svanur í 8 ár á ms. Laxá og ms. Skaftá með þeim UMSÓKNIR Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á 94 tveggja til fjögurra herbergja íbúðum, sem eru í byggingu í Grafarvogi í Reykjavík. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um u.þ.b. 100 eldri íbúðir sem koma til endursölu síðari hluta árs 1987 og fyrri hluta árs 1988. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 60/1984. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu VB Suðurlandsbraut 30, frá mánudeginum 15. desember 1986, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga—föstudaga kl. 9—12 og 13—16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 16. janúar 1987. Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík. VERKAMANNABUSTAÐIR I REYKJAVIK SUÐURLANDSBRAUT 30, 108 REYKJAVÍK SÍMI 681240 trausta drengskaparmanni, og ein- stæða fagmanni á sviði skipstjórnár og farmennsku, Sveini H. Valdi- marssyni, eða allt til þess tíma er útgerðarfélagið varð gjaldþrota og hætti skiparekstri fyrr á árinu. Svanur kvæntist á annan dag jóla árið 1960, þeirri sæmdarkonu Fríðu Gústafsdóttur úr Reykjavík, og áttu þau silfurbrúðkaup ári fyrir slysið. Þeim varð fjögurra bama auðið. Þau eru: Sjöfn, fædd 1959, gift Emi Óskarssyni; Gústaf Bjami, fæddur 1962; Rúnar Guðjón, fædd- ur 1969 og Jóhanna, fædd 1972. Áður átti Svanur með Sigrúnu Ámadóttur dótturina Steinunni, fædda 1954, gift Gunnari Bjama- sjmi. Mikil samheldni og sterk tengsl vom alia tíð með þessari fjölskyldu og var Steinunn alltaf mjög nákom- in föður sínum, Fríðu og bömum þeirra. Bamabömin voru orðin fímm að tölu, þtjú böm Steinunnar og tvö böm Sjafnar, í miklu uppáhaldi afa sem ætíð minntist þeirra með stolti og umhyggju. Ekki verður skilið við fjölskyldu- þáttinn öðmvísi en að minnast á hin sérstöku tengsl Svans og tengdaföður hans, Gústafs Gests- sonar, sem nú hefur misst báða tengdasyni sína með aðeins tveggja mánaða millibili, og ekki aðeins tengdasyni, heldur einnig sína kær- ustu vini. Elsku Fríða, öll böm Svans og bamaböm. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur dýpstu samúð og samstöðu við þenna mikla missi okkar allra, þetta fjölskylduskarð er svo víðáttutómt og djúpt, og við verðum að snúa okkur að því að lifa með því, með allar okkar ljúfu minningar, og með þá staðföstu trú að Svanur líti sjálfúr ætíð til með okkur, og leiði okkur í gegnum ókomin verkefni lífsins og taki á þeim með okkur frá þeim stað sem hann nú dvelur, með áður gengnum fjölskyldumeðlimum og góðum gengnum skipsfélögum. Minningu Svans, sem er minning um góðan og bjartsýnan dreng sem ætíð var jákvæður, hvað sem á gekk, skilum við nýrri og ljóslifandi til næstu kynslóðar, þeirra sem enn eru það ung að þau skilja ekki til fulls að elskandi faðir og afí er far- inn í langa túrinn, sem endar ekki í þeirri höfn sem haldið var frá, heldur í þeirri heimahöfn sem við öll erum skráð til. Kærum bróður þakka ég allt sem við áttum saman: Sjóferðasögurnar í æsku, leið- beiningamar á unglingsárunum gegnum lífsbaráttuna, handleiðsl- una á fyrstu árum unglingsins til sjós og ætíð síðar, og þau jákvæðu lífsviðhorf sem hann gróðursetti svo víða. Sumarsamvem okkar á Vatns- nesinu og víðar, til hliðar við daglega amstrið. Og síðast en ekki síst þær stund- ir sem við áttum saman til sjós og lands sem skipsfélagar og vinir. Fjölskyldan og ég kveðjum Svan nú hinstu kveðju héma megin Gullna hliðsins, og þegar okkar tími kemur hvers og eins, er það til- hlökkun að vita af honum, með bjarta brosið, fremstum í móttöku- nefndinni hinum megin, með framrétta hönd. Kær kveðja. Már bróðir Sú hörmulega fregn barst okkur að morgni jóladags, að ms. Suður- land hefði farist á aðfangadags- kvöld. Á meðan fólk var önnum kafið í jólahaldi háðu ellefu skip- veijar baráttu upp á líf og dauða. Ifyrir þá sem heima sátu hófst löng og erfið bið eftir nánari fréttum af skipveijum. Seinni hluta jóladags kom svo tilkynning frá danska skip- inu Vædderen, að einungis fímm af áhöfninni hefðu komist af. Meðal þeirra sem létust var vinur okkar Svanur Rögnvaldsson báts- maður. Okkur langar til að minnast hans með fáum orðum. Svanur fæddist í Hafnarfirði 14. desember 1929, sonur hjónanna Rögnvaldar Guðbrandssonar og Steinunnar Þorkelsdóttur. Hann var þriðji í röðinni af fimm systkin- um. Ungur að aldri fluttist hann til Reykjavíkur. Á unglingsárunum dvaldi hann í sveit norður á Vatns- nesi í V-Húnavatnssýslu. Síðan lá leiðin á sjóinn, sem átti eftir að verða aðalatvinna hans, þó með smá hléum. Lengst af var Svanur með Gunnari Þórarinssyni skipstjóra, fyrst á togurum en síðan á bátum. Arið 1977 ræðst hann fyrst á flutn- ingaskip, og var á þeim til dauða- dags. 26. desember 1960 giftist Svanur eftirlifandi eiginkonu sinni, Fríðu Gústafsdóttur, þau eignuðust íjögur böm, en þau eru Sjöfn, Gústaf Bjami, Rúnar Guðjón og Jóhanna. Eina dóttur átti Svanur fyrir hjóna- band, Steinunni. Kynni okkar af Svani hefjast í kringum 1960, þegar Svanur byrjar á bátunum. Hann var matsveinn og var ólatur við að upparta kaffi og verma okkur þegar við komum kaldir af bryggjunni. En það var ekki eingöngu kaffíð og hitinn í lúkamum sem við sóttumst eftir, heldur gaf Svanur sér alltaf tíma til að spjalla við okkur þó við væmm ekki háir í loftinu. Honum var eink- ar lagið að sjá það skoplega við hlutina og segja frá því á þann hátt að enginn lék það eftir og þau em ófá gullkomin sem ultu uppúr honum tæpitungulaust í orðaskipt- um við félaga sína. Þegar við uxum úr grasi og fómm sjálfir á sjóinn og róa með Svani, kynntumst við dugnaði hans og handlagni, það var alveg sama hvaða starf hann tók sér fyrir hendur, háseti, matsveinn, vélstjóri eða stýrimaður, allt lék í höndum hans. Þegar hann réðst á flutningaskip var hann fljótlega gerður að bátsmanni, enda var Svanur eftirsóttur starfskraftur. Við vottum eiginkonu hans og bömum okkar innilegustu samúð. Vinir af Grandanum. Guðbjartur R. Einarsson, Stefán R. Einarsson, Oddur J. Halldórsson, Friðrik G. Halldórsson. Nú í skammdeginu hefur sjórinn tekið fleiri mannslíf á skömmum tíma hér við land, en dæmi em um í langa hríð. Tuttugu og einn sjó- maður íslenzkir og erlendir, hafa látið lífið í þremur mannskæðum sjóslysum á einni viku. Einum þess- ara manna, Svani Rögnvaldssyni, Feijubakka 8, Reykjavík, em ætluð þessi fátæklegu kveðjuorð sem hér em rituð. Leiðir hans og okkar hjónanna lágu saman haustið 1974 er hann réðst sem háseti á rækjubát sem við gerðum út frá Hvammstanga. Tókust strax með okkur góð kynni. Svanur var afbragðs verkmaður bæði til sjós og lands. Sérlega er minnisstætt listilegt handbragð hans þegar gera þurfti við veiðar- færin. Það var lotning í augum upprennandi sjómanna, þegar þeir fylgdust með handtökunum, og þá leit Svanur gjaman fjúka nokkur gamanyrði, meðan netanálin dans- aði í höndum hans og vasahnífnum var stungið með sveiflu undir húfuderið. Gamansemi og léttleiki vom hon- um eiginleg en það duldist hinsveg- ar ekki við nánari kynni, að bak við grínið leyndist djúp alvara manns, sem lét sér mjög annt um fjölskyldu sína og vini. Þó ekki réri hann nema' eina haustvertíð á bát okkar, héldust kynnin og kom hann gjaman við er hann átti leið um með fjölskyldu sína, þegar hann vitjaði bemskuslóða sinna á Vatns- nesinu. En þar dvaldist hann langdvölum í sveit sem drengur og hélt ætíð mikilli tryggð við bæði landið og fólkið. Síðast kom hann til okkar ásamt Fríðu sinni og tveimur yngstu böm- unum að haustlagi 1985, og þá áttum við saman góða stund yfír kaffibolla. Við hjónin áttum þá í erfiðleikum og því gott að fá vini í heimsókn. óafvitandi létti Svanur okkur dimman dag. Nú eru dimmir dagar hjá Fríðu, bömunum og öðr- um vandamönnum Svans. Við vonum að með hækkandi sól megi sá skuggi víkja fyrir ylnum frá endurminningunni um góðan dreng. Við þökkum Svani góð kynni, fari hann í friði. Sævar og Fríða. —1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.