Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNTJDAGUR 4. JANÚAR 1987 51 laus við þær þjáningar sem hún var búin að líða. Okkur þykir því við hæfi að kveðja hana með lokaerind- inu úr jólasálminum hans Stefáns frá Hvítadal: Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf. Elskulega frændfólk. Okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Helgu. Abba og Nonni frændi á Syðri-Á Elskuleg móðursystir okkar, Helga Sigríður Sigvaldadóttir, lést í Borgarspítalanum í Reykjavík 22. desember síðastliðinn eftir þunga sjúkdómslegu. Helga frænka, eins og okkur var tamast að kalla hana, fæddist á Syðri-Á í Ólafsfirði 3. júní árið 1914. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Elínar Þorsteinsdóttur sem ættuð var af Suðumesjum og Sig- valda Grímssonar ættuðum úr Eyjafirði. Sigvaldi hafði lokið gagn- fræðaprófi frá Möðruvallaskóla árið 1887. Hann stundaði bamakennslu í æskubyggð sinni auk sjómennsku og annarra starfa. Þau hjónin eignuðust átta böm og var Helga yngst þeirra. Að henni látinni eru nú tvö eftirlifandi af systkinunum, Dagbjört og Sólrún, báðar búsettar í Olafsfírði. Helga ólst upp hjá foreldrum sínum á Syðri-Á á stóru og anna- sömu heimili. Nutu þau systkin ástríkis og umhyggju góðra foreldra og varð það þeim ríkulegt vega- nesti æ síðan. Mikil samheldni og sterkar taugar til æskuheimilisins hafa jafnan verið rík í Helgu og systrum hennar (eini bróðirinn í hópnum drukknaði ungur að árum). Lýsir þetta sér meðal annars í því að tamt var að segja „heim að Syðri-Á“ þótt búsetan væri víðs fjarri og hefur þessi arfur jafnvel skilað sér til yngri kynslóðar. Helga giftist árið 1934 Þórði Ólafssyni sem ættaður var úr Fljót- um í Skagafirði. Hann var vélstjóri og stundaði lengst af sjómennsku. Þau hjónin bjuggu fyrst á Kleifum í Ólafsfírði, síðan um skeið í Bol- ungavík en fluttu svo aftur til Ólafsfjarðar. Síðustu búskaparár sín bjuggu þau í Glerárþorpi við Akureyri. Helga og Þórður eignuð- ust 5 börn en misstu eitt þeirra, tvíburann Ólaf Tryggva, á bams- aldri. Hafði hann verið líkamlega veill allt frá fæðingu. Auk þessara erfiðleika átti Þórður lengi við al- varlegan sjúkdóm að stríða. Síðustu mánuðina naut hann umönnunar konu sinnar í heimahúsum. Þórður lést árið 1953 og stóð þá Helga uppi með ungan bamahóp. Naut hún þá dyggilegs stuðnings elsta sonarins á erfíðleikatímum. Elst bama þeirra er Jóhann Theodór sem stundað hefur sjó- mennsku, lengi sem stýrimaður og skipstjóri á togurum. Hann er kvæntur Maríu Jóhannesdóttur og eru þau búsett í Hafnarfirði. Björg er bókavörður við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri, gift Kristjáni Kristjánssyni. Helgi Sigurður Sig- valdi (tvíburi við Olaf Tryggva) er verkamaður í Ólafsfirði, kvæntur Róslaugu Gunnlaugsdóttur. Ólafur er tónlistarkennari og starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu, kvæntur Bryn- hildi Sigurðardóttur og eru þau búsett í Reykjavík. Þá eignaðist Helga síðar soninn Kormák Þráin Bragason sem er kennari í Ólafsfírði, hans kona er Gréta E. Sörensen. Helga hlaut í vöggugjöf góða söngrödd og helgaði líf sitt að miklu leyti söng, aðallega í kirkjukórum. í mörg ár söng hún með kór Lög- mannshlíðarkirkju og um tíma með Kantötukór Akureyrar. Árið 1957 fluttist hún suður og bjó lengst af í Kópavogi. Þá starf- aði hún með kór Háteigskirkju og síðar í kór Kópavogskirkju. í söng- starfi sínu eignaðist Helga tryggan vinahóp, enda fylgdi henni alltaf glaðværð og kímni sem henni var eiginleg. Hún átti auðvelt með að slá á létta strengi og brá þá stund- um fyrir sig bundnu máli en ást á ljóðum og hagmælska var arfur sem hún hlaut í foðurgarði. Helga frænka var glæsileg kona og hélt hún reisn sinni allt til hins síðasta. Vegna fjarlægðar við okkar æskustöðvar tengdumst við henni e.t.v. sterkari böndum. Minnumst við frændsystkinin ótal stunda sem við nutum í návist hennar í gleði og söng. Það er ef til vill táknrænt að Helga frænka okkar kvaddi þennan heim er hátíð ljóssins gekk í garð. Um langa tíð hafði hún átt þátt í að lofsyngja þessa hátíð og verið umlukin birtu sem lýsti upp veg samferðafólksins á líkan hátt og jólin lýsa upp skammdegismyrkrið. Minningin um hana verður áfram ljós á vegi okkar. Sigríður Steingrímsdóttir, Ingi Viðar Árnason. „Hvað er hel?.ÖUum líkn sem lifa vel.“ Þessi orð úr sálmi Matthíasar Joe.humssonar komu upp i hugann þegar okkur barst fregnin um lát vinkonu okkar, Helgu Sigvaldadótt- ur. Dauðinn var henni líkn, svo lengi hafði hún barist við ólæknandi sjúk- dóm, sem hún bar með mikilli reisn og æðruleysi til hins síðasta. Hér skal ekki rakin ætt né ævi- ferill Helgu, enda ekki þekking til þess. Aðeins viljum við minnast hennar með fáeinum orðum og þakka fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar hennar nokkurn spöl á lífsins göngu. Helga starfaði með okkur í Kór Kópavogskirkju um árabil og er hún okkur öllum minnisstæður persónu- leiki sakir mannkosta sem hún hafði til að bera. Helga hafði hljómfagra söngrödd og næmt söngeyra. Hún hafði mikið yndi af að syngja hvort heldur var í kirkju eða utan. Á gleði- stundum var hún hrókur alis fagnaðar og léttleiki hennar og hin græskulausa glettni smitaði alla sem voru í návist hennar. Þar leið öllum vel. Nú hljómar rödd Helgu ekki leng- ur í kórnum okkar. En hljómur minninganna bærist hið innra með okkur og yljar okkur um hjartaræt- ur. Við þökkum Helgu samveru- stundirnar og biðjum henni guðs- blessunar. Óllum afkomendum hennar svo og öðrum ættingjum og vinum vottum við sámúð okkar. Kór Kópavogskirkju Gísli Jónsson tré- smiður - Minning Fæddur 23. apríl 1910 Dáinn 25. desember 1986 Gísli Jónsson trésmiður, stjúp- faðir okkar, andaðist að morgni jóladags. Ókkur langar til að minnast hans nokkrum orðum. Gísli Jónsson fæddist á Sveins- eyri við Dýrafjörð 23. apríl 1910, sonur Höllu Bjamadóttur og Jóns Guðmundssonar. Æskuslóðimar við Dýrafjörð vom Gísla jafnan mjög kærar, og sérstaklega hafði hann yndi af því að rifja upp þann tíma sem hann var smali á Skálará. Þar var hann hjá góðu fólki. Á þeim bæ bjó þá gamall maður, sem Mark- ús hét, mikill fræðaþulur, og af honum lærði Gísli kynstur af vísum og kvæðum, sem hann hafði mjög á hraðbergi allt fram á síðasta dag. Tvítugur að aldri fluttist hann með foreldrum sínum og systkinum til Reykjavíkur. Hann var eftir það lengi háseti á Goðafossi. Á styijald- arárunum hóf hann nám í trésmíði. Hann var þá kvæntur maður og tveggja bama faðir. Fljótlega að námi loknu réðst Gísli til starfa hjá Ingólfi Guðmundssyni trésmíða- meistara á Landakotsspítala og vann þar samfellt þangað til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Árið 1934 gekk Gísli í hjónaband með Sigríði Jóhannsdóttur og eign- uðust þau fjögur böm. Sigríður lést árið 1968. Kynni okkar af Gísla hófust þeg- ar hann kvæntist móður okkar á haustmánuðum 1974. Það varð brátt auðfundið, að við bræðumir áttum góðan að þar sem Gísli var. Við þurftum oft að leita til hans um hvers kyns aðstoð, og var hún jafnan veitt umyrðalaust. .Einkum naut hann sín, þegar hann gat kom- ið við tækjum sínum og tólum, enda var hann smiður góður og höndin hög. Um það bera vitni fjölmargir munir, sem hann skar út af miklum hagleik, og era sumir hrein lista- smíð. Gísli undi sér mjög við útskurð, en þegar vanheilsa mein- aði slíkt, sneri hann sér að auðveld- ari handavinnu, því að iðjulaus gat hann ekki verið. Gísli gat virst hijúfur maður við fyrstu sýn, enda talaði hann sjaldan tæpitungu, hver sem í hlut átti. Við nánarí kynni kom í ljós að hann var maður glettinn og gamansamur og hafsjór af alls konar sögum og vísum. Börnum leið mjög vel í ná- vist hans, því að hann bjó yfir mikilli frásagnargleði, sem þau kunnu að meta. þeir sem best þekktu til vissu, að hann hafði einn- ig hrifnæma lund og gat orðið djúpt snortinn, ekki síst af fegurð ljóðs og tóna. í þann mund sem við fögnuðum fæðingu nýs lífs á jólanóttinni hélt Gísli upp í sína hinstu för. Hann kveið ekki þessum „vistaskiptum", eins og hann komst sjálfur að orði, því að síðast mundi leiðin liggja heim í föðurgarð. Við vonum og biðjum, að hann hafi átt góða heim- komu. Guð blessi minningu hans. Ástráður, Reynir, Gunnar og Guðmundur Garðar Blömastofa Friöjinm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 0pi6 öll kvötd tll kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur. + Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, EINAR E. HAFBERG, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 6. janúar kl. 10.30. Guðbjörg Kristjánsdóttir, Guðlaug Einarsdóttir, Sigurður Geirsson, Lára Hanna Einarsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, STEFÁN HARALDSSON járnsmiður, Skeljagranda 1, verður jarðsunginn frá Langhoitskirkju miðvikudaginn 7. janúar kl. 15.00. Guðrún Sigurðardóttir, Haraldur Sigurðsson, Þóra Stefánsdóttir, Þóra Steingrímsdóttir, Haraldur Arnar Stefánsson, Sigurður Þorgrímsson. + Útför bróður míns og föðurbróður okkar, SNORRA HJARTARSONAR, skálds, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 7. janúar kl. 1 5.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans láti líknar- eða menningarsjóði njóta þess. Torfi Hjartarson, HjörturTorfason, Snorri Ásgeirsson, Ragnheiður Torfadóttir, Ragnheiður Ásgeirsdóttir, Sigrún Torfadóttir, Halldór Ásgeirsson, Helga S. Torfadóttir. 1 + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi, GÍSLI JÓNSSON, Nökkvavogi 9, verður jarðsunginn mánudaginn 5. janúar 1987 kl. 13.30 frá Lang- holtskirkju. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Guðríður Ástráðsdóttir, Kjartan R. Gfslason, Coletta Burling, Halla Gísladóttir, Lárus Gunnlaugsdóttir, Jóhann Gíslason, Sigrfður Gísladóttir, Benedikt Gröndal, Ástráður S. Guðmundsson, Erlín Óskarsdóttir, Reynir Guðmundsson, Gunnar F. Guðmundsson, Guðmundur Garðar Guðmundsson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa, HANS ÁRNA TÓM ASSON AR, Þórustíg 24, Y-Njarðvfk. Elfnbjörg Georgsdóttir, Tómas Hansson, Bára Lárusdóttir, Ágústa Ágústsdóttir, Guðmundur S. Runólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum er sýndu okkur hlýhug og sam- úö við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, JÓNS MARÍUSAR JÓNSSONAR, Hamarsstíg 39, Akureyri. Petrea Jónsdóttir, Hafþór Jónasson, Þorbjörg Björnsdóttir, Gerður Róbertsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, Vilborg H. Jónsdóttir og barnabörn. Kristfn Jóhannsdóttir, Heiða Jónsdóttir, Óttar Jónsson, Óðinn Jónsson, Pótur Jónsson, Jón Mar Jónsson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.