Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 61
að bjarga bátunum og tókst það í þetta skiptið. Það væri fróðlegt að segja frá einum róðri frá Hnífsdal við þessar aðstæður. Formenn höfðu ávallt vakandi auga með veðurfari að nóttu sem degi og ef þeim leist vel á veður til sjóferðar var hafist handa við að búa sig af stað. Byrja varð á því að beita línuna og sækja bátana inn á ísafjörð þar sem þeim hafði verið lagt eftir síðasta róður. Formaðurinn og einn skipverja lögðu þá af stað gangandi inn Eyr- arhlíð oft í klofófærð að vetrarlagi til að sækja bátinn, á meðan unnu hinir skipverjarnir að því að beita línuna. Þegar því var lokið og báturinn kominn út eftir var settur niður stór árabátur og róið um borð með línuna en árabáturinn síðan skilinn eftir í legufærunum þar til komið var úr sjóferðinni, en þá var aflinn fluttur í land á þessum árabátum, sem síðan voru dregnir upp á kamb með vindu sem kölluð var „gang- skip“, síðan var fiskinum hent upp á aðgerðarplanið. Þegar vel aflaðist þurfti oft að fara fleiri en eina ferð að sækja aflann um borð. Lóðabal- amir voru síðan bomir á bakinu upp ijörukambinn inn í beitinga- skúrina. Þegar ótíð var ríkjandi gat það komið fyrir að ekki var hættandi á að skilja vélbátinn eftir á legunni á Hnífsdalsvík að lokinni sjóferð og var þá ekki um annað að ræða en fara með hann í legufærin í sundun- um á ísafirði og fara svo gangandi út í Hnífsdal um kvöldið eða nótt- ina. Þessi vegalengd er um 5 km. Fyrir gat komið, ef veðrið tók snöggum breytingum, að komið var gott veður að morgni svo að gaf til sjóferðar að þá þurfti enn að leggja á Eyrarhlíð til þess að sækja bátana. Bátarnir sem róið var frá Hnífsdal á þessum tíma voru 6—9 rúml. að stærð. Fyrst vom þeir stýr- ishúslausir og mátti þá sá er við stjómvöl var, standa berskjaldaður fyrir ágjöfum og hrakviðri. Seinna var farið að setja stýrishús á bátana og þótti að því mikil bót. Það var ekki fyrr en rétt upp úr MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 1930 að hafist var handa við hafn- argerð í Hnífsdal og var þá byggð steinbryggja fyrir innan Skeljavík í mynni Skutulsfjarðar, nokkuð inn- an við byggðina í Hnífsdal. Við þær framkvæmdir batnaði aðstaðan til sjósóknar að miklum mun, þá höfðu verið keyptir stærri bátar, sem hægt var að leggja í legufærum innanvert við bryggjuna þar sem þeir gátu legið nema í verstu aftök- um, þá þurfti að leita til ísafjarðar sem fýrr. Síðar var byggt hrað- frystihús upp af bryggjunni og var Ingimar einn af stofnendum þess fyrirtækis og í stjóm þess þar til nú síðustu árin. Ingimar var lengi verkstjóri við hraðfrystihúsið eftir að hann hætti sjómennsku og lét sér mjög ánnt um rekstur fyrirtæk- isins og hefir þetta fyrirtæki ávallt verið rekið með myndarbrag. Ingimar hefir mátt muna tímana tvenna um aðstöðu til sjósóknar frá Hnífsdal og var fljótur að taka við sér þegar hafnarskilyrðin bötnuðu og festi kaup á stærri bát er hét Sæborg. Síðar lét hann Marselíus Bemharðsson, skipasmið, byggja 18 rúmlesta bát árið 1938 er skírður var Mímir og urðu þeir þrír bátam- ir með þessu nafni er Ingimar eignaðist, sá síðasti var um 180 rúmlestir að stærð. Ingimar gerði sér ávallt grein fyrir því að því aðeins var hægt að vænta árangurs af útgerðinni að vel væri gert út og í engu sparað það, sem til framfara mátti verða. Hann lét setja síldar- leitartæki í Mími, eitt það fyrsta er sett var í fískibát á íslandi. Sama ár var slíkt tæki sett í Víði frá Garði, sem Eggert Gíslason var lengi skipstjóri á. Ingimar Finnbjömsson er nú síðasti víkingurinn að því er ég veit best sem enn er ofar foldu hér um slóðir af Hnífsdælingum frá fyrstu ámm vélbátaútgerðarinnar á íslandi. Hann hefir því margs að minnast frá liðinni tíð og getur sannarlega glaðst yfir því að hafa verið þátttakandi í hinum stórkost- legustu breytingum sem orðið hafa síðan fyrst var sett vél í bát hér á ísafirði árið 1902. Það var sem kunnugt er sexæringurinn Stanley er Árni Gíslason var eigandi að og formaður á. Þessi framtakssemi vakti mikla athygli og hafði ekki tiltrú allra, en reyndin varð sú að fleiri komu á eftir og áramar vom lagðar til hliðar. Vélamar í þessum litlu bátum vom ekki kraftmiklar og þegar svo vildi til að stormur brast á meðan farið var í sjóferð og sækja þurfti á móti veðrinu er til lands var hald- ið, þá þurfti stundum að slá undan og „hleypa" sem kallað var til Súg- andafjarðar eða Önundarfjarðar, reyndi þá mjög á siglingahæfni formannsins um að ná lagi í nátt- myrkri og snjókomu. Sjósókn á norðanverðum Vest- fjörðum hefir alla tíð verið erfiðleik- um háð að vetrarlagi og er svo enn í dag því þeim mun harðari er sókn- in sem skipin hafa stækkað og allur búnaður sá fullkomnasti sem völ er á. Árið 1942 varð Ingimar fyrir stórslysi ásamt fleirum er sprenging varð í Hraðfrystihúsinu á Hnífsdal og hefir hann aldrei jafnað sig að fullu eftir það slys, þó hélt hann áfram að vera verkstjóri hjá Hrað- frystihúsinu meðan starfsþrekið var fyrir hendi. Árið 1923, 23. desember, var stór dagur í lífí Ingimars því þá gekk hann í hjónaband með Sigríði Guðmundsdóttur Jónssonar frá Fossum í Engidal og síðar í Hnífsdal. Sigríður er nú látin fyrir nokkrum árum. Hún var mikil sæmdarkona og fyrirmyndar hús- móðir, er stjómaði heimili þeirra af rausn og skörungsskap og lét sér ekkert óviðkomandi varðandi nágrannana ef á aðstoð þurfti að halda. Undirritaður varð þess að- njótandi að öðlast umhyggju Sigríð- ar er ég kom í heiminn og móðir mín veiktist eftir fæðinguna og minntist Sigga oft á það er við hitt- umst hve ánægjulegar henni voru þær stundir er hún annaðist mig vegna þessara kringumstæðna. Ingimar og Sigríður eignuðust sex böm, en tvö þeirra eru látin. Það kom í hlut húsmóðurinnar að annast uppeldi bamanna svo sem verða vill um sjómannskonur og bera börnin það með sér að vel hafi til tekist. Ingimar byggði fjölskyldu sinni stórt hús, á þeirra tíma mæli- kvarða. Húsið byggði hagleiksmað- urinn Ólafur Andrésson. Ingimar kallaði húsið sitt „spýtuhúsið". Þar hafa margir gengið um garð á liðn- um ámm og farið þaðan með góðar minningar um höfðingsskap hús- ráðenda. Þegar hugsað er til þeirra tíma er menn á aldur við Ingimar vom í blóma lífsins og háðu sína baráttu við óblíð náttúmöfl og fmmstæð skilyrði, er með ólíkindum hve margir þeirra hafa náð háum aldri þrátt fyrir ómælt erfíði. Líkaminn hefir sennilega aðlagað sig aðstæð- unum og hlaðist mótefnum gegn ólíklegustu kvillum. Einn er sá þáttur í lífi Ingimars er ekki verður látið ógetið, það er þátttaka hans í félagsmálum síns byggðarlags. Hann var um tíma í sveitarstjóm og virkur þátttakandi í ungmennafélagshreyfingunni og átti stóran þátt í því að hafin var bygging Félagsheimilisins í Hnífsdal og fylgdi því eftir til loka- áfanga. Hnífsdælingar urðu Isfirð- ingum fremri hvað varðaði húsnæði til samkomuhalds á þeim tíma er Félagsheimilið var fullbyggt, þó að nú hafi snúist á annan veg með breyttum háttum í skemmtanalífi fólks. Fyrr á árum var það fastur siður í áramótafagnaði Hnífsdælinga að haldinn var álfadans á gamlárs- kvöld. Hófst skemmtunin með því að stiginn var dans af prúðbúnum „álfum“ í kringum stóra brennu er sett var upp á viðeigandi stað. Síðan var farin blysför niður í samkomu- hús þar sem dansinn dunaði fram eftir nóttu. í fjöldamörg ár stóðu Ingimar og Sigríður kona hans í forystu fyrir álfahópnum, sem álfa- kóngur og drottning. Þessar uppákomur kostuðu oft mikla fyrir- höfn með því að æfa þurfti dans og söngva um allnokkurn tíma og þótti þetta mikil tilbreyting í hvers- dagsleika skammdegisins. Ingimar var hrókur alls fagnaðar á yngri árum og spilaði oft á dansleikjum á harmoniku. Síðustu árin hafa verið Ingimar erfið vegna sjúkleika og varð hann fyrir því óhappi að handleggsbrotna nú fyrir skömmu og hefír legið á Sjúkrahúsi ísafjarðar, en fékk þó _ að fara heim nú um jólahelgina í skjól elskulegra barna, er annast hafa hann af einstakri fómfysi og þar með launað elskuðum föður umhyggju hans fyrir þeim frá fyrstu tíð. Það er erfitt fyrir athafnamenn sem Ingimar Finnbjömsson, að vera um of háður aðstoð annarra, en allt hefir hann sætt sig við og er enn hress í anda heim að sækja. Guðmundur Guðmundsson \ NANETTE NELMS Mitsubishi Motors óskar þér gleöilegs nýárs 70ARA SIGURGANGA A FRAMABRAUT TIL FULLKOMNUNAR Amyndinni að neðan má sjá hina glað- beittu frumherja. sem mörkuðu tímamót í iðnsögu japans, þegar fyrsti fjöldaframleiddi fólksbíllinn í landinu. Mitsubishi Model-A, hljópaf stokkunum árið 1917, Viðframleiðslu- na fóru tæknimenn Mitsubishi höndum um Model-A af ýtrustu nákvæmni eins og um dýrmætt listaverk væri að ræða. Að mati þeirra var bíllinn hreint afbragð, enda voru ein- ungis notuð í hann úrvals efni og nýjustu og bestu tækni þeirra tíma var beitt. Á yfirbygginguna, sem var úr viði, notuðu þeir hins vegar lakk, sem búið var tii samkvæmt fornri austurlenskri hefð. Raunar voru þessir braut- ryðjendur hjá Mitsubishi bæði stoltir og glaðir ÍU yíir árangri sínum, þótt ólíklegt sé að þá »jt> .6 hafi órað fyrir þeim áhrifum, sem > afsprengi þeirra, Model-A, átti eftir að hafa á framleiðslu Mitsubishi. v J Itimans rás hafa verkfræðingar Mitsubishi farið að dæmi fyrirrennara sinna, sem skópu sögulega hefð í nýjungum og vandvirkni innan fyrirtækis síns með því að vera fyrstir til að stíga framfarasporin, en einmitt þeir framleiddu fyrsta almenningsvagn með dieselvél og fyrsta fólksbíl með aldrifi og dieselvél í japan. Nú á dögum hafa verkfræðingar okkar aðgang aö þekkingu og tækni. sem þróuð hefur verið í öðrum fyrirtækjum Mitsubishi sem eru leiðandi hvert á sínu sviöi, og það eykur enn á yfirburöi okkar. Gott dæmi erMitsubishi MP-90X, bíllinn sem sameinar nýjustu tæknl f loft- aflsfræði, rafeindatækni og efnaiönaði. Þessi frumsmíð var sköpuð yfir framtíðina og er ímynd þeirra margvíslegu kosta, sem ökumenn um allan heim fá bráðlega að njóta. Mitsubishi Motors heldur því sinni stefnu á sviði hönnunar og verktækni í sama anda og frumherjarnir fyrir 70 árum. A MITSUBISHI MOTORS Fyrsti fjöldaíramleiddi íólksbíll í japan. Mitsubishi Model-A. 1917. ásamt höfundunum. HEKIAHF ’Laugavegi 170-172 Simi 695500 * aaaq íu iuiuu UilJl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.