Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 4 RÆTT VIÐ ÞORGEIRIBSEN SKOLASTJORA Þeir sem að geyma ólgandi eldinn í hjarta, eiga sér langa, góða framtíð og bjarta. Skóla sinn kveður skörungur, vinur og bróðir, skínandi perlurnar geyma minningasjóðir. orgeir Ibsen skólastjóri Lækjarskóla í Hafnarfirði lét af störfum við skólann nú um áramótin eftir að hafa verið þar skólstjóri í þrjátíu og eitt ár. Hann hefur starfað sem kennari og skólastjóri í fjörutíu og fimm ár. Þorgeir hefur líka látið að sér kveða innan íþróttahreyfingarinnar og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Hafnarfjarðarbæ á liðnum áratugum. Menn verða að finna eigináraburð Hendingarnar hér að ofan eru eftir Hörð Zophaníasson skólastjóra Víðistaðaskóla í Hafnarfirði sem kvaddi kollega sinn með „einni lof- legri drápu" að fornum sið. Hann var ekki sá eini sem kvaddi sér hljóðs í tilefni af brottför Þorgeirs úr skólastjórastarfi, það urðu marg- ir til að þakka Þorgeiri fyrir framlag hans til skólamála í Hafnarfirði, þeir skipta orðið þúsundum, nem- endumir sem hafa notið handieiðslu hans sl. þrjá áratugi. Vitjaði nafns hjá fjór- um konum Ég er Ibsensson, það er ekkert „litterert" við það.“ segir Þorgeir um leið og hann heilsar blaðamanni Morgunblaðsins með þéttu handtaki í forstofu heimilis síns að Sævangi í Hafnarfirði. Hann er eins og hold- tekja hinna margívitnuðu hendinga „Þéttir á velli og þéttir í lund“ þeg- ar hann útskýrir á hressilegan hátt fyrir mér hvemig á hinu óvenjulega eftimafni hans stendur. „Faðir minn hét Ibsen eftir skipstjóra sem fórst með skútu á Stigahlíðinni heima, við ísafjarðardjúp árið 1887 eða 8. Skipstjórinn hét Hans Níels Pétur Ibsen og hann vitjaði nafns hjá fj'órum konum fyrir vestan. Amma mín, Arína Þórðardóttir, vildi taka Pétursnafnið, en engin viidi taka Ibsensnafnið svo hún tók það fyrir rest. Tvö af nöfnum skip- stjórans lentu á bömum í Súganda- fírði, pabbi var annað þeirra, en hin tvö lentu á bömum í Bolungarvík." Þorgeir hefur, jafnframt útskýr- ingunum, vísað mér til stofu. En leðursófasettið þar er svo mjúkt og sófaborðið svo lágt að aðstæður sýnast mér óhentugar til skrifta. Þorgeir lóðsar mig þá inn í skrif- stofu sína og í sæti hans við skrif- borðið fer eins vel um mig og best verður á kosið. Innan um bækur hans og skjöl heldur frásögnin áfram. „Amma mín, Arína, var fædd í Súgandafirði eins og ég sjálfur. Ég er elstur af átta systkinum sem öll em lifandi nema sá sem var næstur mér, Kristján, hann lést ungur af Þorgeir 34 á badmintonárunum í slysförum á sjó. Mamma mín hét Lovísa Rannveig, dóttir Kristjáns Bjama Guðmundssonar og konu hans Önnu Guðmundsdóttur, og var úr Önundarfírði. Ég ólst upp á Suð- ureyri í Súgandafírði og þar var gaman að alast upp. Þetta litla þorp hefur alltaf verið mér hug- stætt. Það var mikið menningar- pláss. Þar var t.d. gott bókasafn. Ömmubróðir minn, Þórður Þórðar- son símstöðvarstjóri átti líka gott bókasafn sem við krakkarnir mátt- um ganga í eins og okkur lysti. Það var gott félagslíf í plássinu og mik- ill samhugur meðal fólksins. Við krakkamir gátum sest inn á hvert heimiii og allir voru við okkur eins og þeir ættu í okkur hvert bein. Þama spunnust örlög manna ótrú- lega mikið saman og allur sam- gangur manna var mjög einlægur. Hjálpsemi fólks var líka mikil og Stykkishólmi. Þorgeir Ibsen án allrar sýndarmennsku. Ég man að mamma fór margar ferðirnar, ýmist með skötustöppu eða eitthvað annað matarkyns undir svuntunni til fólks sem átti erfítt. Ég orða það stundum svo að ég sé fæddur í Babylon. Afi minn, Guðmundur Sigurðsson óðalsbóndi í Bæ, átti gamalt timburhús sem hann byggði sem verbúð fyrir sjó- mennina sína og kallaði Babylon. Þar fæddist ég 26. apríl árið 1917. Seinna keypti faðir minn hús Jóns Grímssonar kaupmanns uppí brek- kunni og þangað fluttum við þegar ég var 6 ára og bjó ég þar fram á unglingsár, þar til ég fór að heim- an. Babylon var byggð á mölunum og líka Rómaborg, svo kom Amalíu- borg , þorpið byggðist eiginlega kringum þessar verbúðir þijár. Ég fór strax sem barn að róa eina og eina ferð með pabba á sjó, hann var bátsformaður. Faðir minn verkaði allan aflann sjálfur og frá honum og öðrum Súgfirðingum er hinn frægi vestfirski harðfiskur kominn. Með pabba heitnum réri um tíma Gunnar M. Magnúss rit- höfundur. Hann var mikill fjöld- skylduvinur okkar. Hann kenndi mér að lesa og skrifa. Ég kom oft til hans og móður hans Gunnvarar. Alltaf var ég spurður þegar heim kom, hvort ég hefði munað eftir að þakka Gunnvöru fyrir mig og hefði ég gleymt því var ég sendur til baka til að þakka fyrir mig. Fór ungnr á sjóinn Ég gekk í kvöldskóla sem barn, þar lærði ég reikning, íslensku, bytjunaratriði í dönsku og þess háttar. En svo fór ég að hafa hug á að fara í menntaskóla og var ég því einn vetur við nám hjá séra Halldóri Kolbeins. Hann var stór- kostlegur maður og mikill kennari. Hjá honum lærði ég fyrsta og ann- an bekk á einum vetri og það _ rækilega. Um vorið fór ég hins veg- ar til sjós í stað þess að þreyta inntökupróf, og það þótt séra Halld- óri segði þungt hugur um það ráðslag mitt og það ylli föður mínum dapurleika. Ég vildi þetta endilega og hafði meira að segja í huga að fara í Stýrimannaskólann. Ég var sleitulaust á sjó fram að nítján ára aldri, seinast á togaran- um Sindra. Ég var meira áð segja úti á sjó í hinu fræga óveðri þegar franska rannsóknaskipið Pourquoi Pas fórst á Mýrunum. Þá var ég raunar búinn að sækja um inntöku í Kennaraskólann. Ég tók inntöku- próf ásamt fjörutíu öðrum nemend- um en aðeins 27 komust inn og var ég meðal þeirra. Freysteinn Gunn- arsson skólastjóri sagði við mig,„ Þér hafið sloppið inn Þorgeir en það var slappt í Náttúrufræði og Grasa- fræði. Þér stóðuð yður ekki nógu vel þar.“ Kennaraskólinn I Kennaraskólanum fannst mér gaman að vera. Við vorum herberg- isfélagar Gils Guðmundsson og ég. Inná herberginu hjá okkur urðu oft fjörugar umræður enda gestkvæmt og þar sló saman hinum ýmsu pólitísku straumum samfélagsins og einnig hinum bókmenntalegu. Við stúderuðum grannt, með gagn- rýnum huga, bækur, sem þá komu út og ég man að Gils sagði þá að Halldór Laxness yrði fyrsti nóbels- verðlaunahöfundurinn okkar. Sumir voru á andstæðri skoðun en tíminn hefur leitt í ljós að Gils var sann- spár þar. Við Gils vorum báðir í ritstjórn Örvar-Odds, skólablaðs Kennaraskólans. Fjárráð nemenda voru ekki alltaf mikil og ég man að eitt sinn hafði Gils gengið niður úr sólunum á skónum sínum. En það var ekki við það komandi að hann vildi þiggja lán, heldur gekk hann haltur töluverðan tíma til að reyna að láta ekki bera á vandræð- um sínum vegna skósólanna. Uppúr þessu fékk hann slæma lungna- - =
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.