Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 Nú eru jólin senn á enda. Að þessu sinni hafa frídagam- ir verið óvenju margir, og þá flesta hefur verið mikið borð- að. Það er svo að við kaupum margar tegundir af mat, en sitjum svo uppi með leifamar, sem við vitum ekki hvað við eigum að gera við. Mér hefur alltaf fundist mjög gaman að búa til gómsæta rétti úr leifum. Það vekur hjá mér sömu til- fínningu og að sauma fallega flík upp úr gömlu, en það var ég iðin við að gera hér áður fyrr, þegar böm mín vora lítil. Nú er ég hætt að sauma upp úr gömlu, en hætti líklega aldr- ei að nýta leifar og búa til eitthvað gott úr þeim. Mjög algengt er að sjá í enskum matreiðslubókum heilu kaflana með uppskriftum af leifum „leftovers", og mættum við alveg taka þann sið Bretanna upp. Hugsanlega er sú máltíð, sem búin er til úr leifum ekk- ert ódýrari, þar sem yfírleitt þarf að setja ýmislegt saman við til þess að maturinn verði góður, svo sem egg, ost, græn- meti o.s.frv. en maturinn verður óneitanlega fjölbreytt- ari ef leifar era nýttar. Leiðin- legt er að henda matarleifum, og hvarflar þá hugurinn oft til hinna fjölmörgu sem svelta. Ein fyrsta bók sem ég las sem bam var Mamma litla eftir E. De. Pressensé. Þetta er frönsk bók, sem Jóhannes úr Kötlum og Sigurður Thorlacius skóla- stjóri þýddu. Saga þessi segir 1 frá fátækri móðurlausri stúlku í Parísarborg, sem gengur yngri bróður sínum í móður stað, en faðir þeirra lendir í slysi, og þau vita ekkert um hann. Þau sultu heilu hungri, en þann mat sem þau fengu, lét hin ellefu ára stúlka, yngri bróður sinn fá. Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt, en það er þegar Mamma litla fann skemmda appelsínu á götunni og borðaði og varð veik af. Mér verður alltaf hugs- að til Mömmu litlu, þegar ég sé hálfnagaða ávexti liggja á götunni. Sú frásögn hafði slík áhrif á mig sem bam, að ég losna ekki undan þeim áhrifum meðan ég lifí. Baka með rjúpnaleif- um Bakan: 250 g hveiti 250 g smjörlíki eða smjör l/2 peli súrmjólk 1. Setjið hveitið í skál, skerið kalt smjörlíkið í sneiðar. Gott er að nota ostaskera. Hnoðið örlítið saman. 2. Setjið súrmjólkina saman við og hnoðið deig. Smjörið á að vera í kekkjum í deig- inu. 3. Setjið deigið í kæliskáp og Iátið vera þar í 2 klst. Fyllingin: Rjúpnaleifar, læri og bringur. Þetta þarf að vera talsvert mik- ið. Sósuleifar 2 msk. rjómaostur án bragðefna 200 g súr/sætt rauðkál 4. Þrýstið helmingi deigsins á botninn á bökumóti, 22 sm í þvermál. 5. Setjið rauðkálið yfir deigið. 6. Fletjið hinn hluta deigsins út og setjið yfír rauðkálið. Látið hluta deigsins ná upp eftir börmum bökumótsins. 7. Hitið bakaraofninn í 200° C, blástursofn í 180°C. Setj- ið mótið í ofninn og bakið í 15-20 mínútur. 8. Hreinsið allt ijúpnakjöt frá beinum. Gætið þess að taka mjóu beinin úr leggjunum. Skerið síðan kjötið smátt. 9. Hrærið ijómaostinn út í sós- una. 10. Takið bökuna úr ofninum. Setjið kjötið ofan á hana og síðan sósuna. 11. Setjið bökuna aftur í ofninn og látið vera þar í 8-10 mínútur. 12. Berið bökuna fram heita með bragðmildu hrásalati. Leifar af reyktu svínakjöti (skinku eða hamborgarahrygg) V2 kg kjötleifar 4 stórar franskbrauðssneiðar 1 hálfdós aspas 3 egg '/8 tsk. pipar '/* tsk. salt '/8 tsk. rifín múskathneta eða tilbúið duft 2 msk. ijómaostur án bragðefna 'h dl mjólk 100 g rifínn maribóostur eða annar feitur mjólkurostur 1. Smyijið eldfast fat. 2. Raðið brauðsneiðunum á botn fatsins. 3. Skerið kjötið smátt og setjið Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON ofan á brauðið. 4. Opnið aspasdósina, sigtið soðið frá og geymið, en strá- ið aspasinum yfír kjötið. 5. Þeytið eggin með pipar, salti, og múskati. Hrærið aspas- soð, ijómaost og mjólk út í. Hellið yfír það sem er á fat- inu. 6. Rífíð ostinn og stráið yfír. 7. Hitið bakaraofn í 190° C, blástursofn í 170° C. Setjið fatið í miðjan ofninn og bak- ið í 30-40 mínútur. Meðlæti: Milt hrásalat. Hangikjötsleifar með hvítkáli og- eggjum 300-400 g hangikjötsleifar, t.d. það sem er utan á beinum 400 g hvítkál 1 msk. matarolía 'h msk. smjör '/4 tsk. nýmalaður pipar 2 egg 1. Skerið kálið smátt. 2. Setjið olíu og smjör á pönnu. Setjið kálið á pönnuna og látið brúnast við hægan hita. Gætið þess að kálið brenni ekki, þá verður það vont. 3. Skerið hangikjötið smátt og setjið saman við kálið. Minnkið hitann á hellunni. Setjið lok á pönnuna og látið vera þannig í 10 mínútur. 4. Hellið eggjunum út í það sem er á pönnunni, hrærið saman þar til eggin hafa hlaupið. Meðlæti: Brauð og smjör. Athugið: Setja má grænar baun- ir, gulrætur og rófur út í þetta. Leifar af steiktu kjöti lamba-, svína- eða nautakjöti 'h snittubrauð 3 msk. smjör 350 g kjötleifar 1 rauð og 1 græn paprika 1 meðalstór laukur 15 grænar ólífur 2 msk. gott borðedik '/2 dl matarolía '/z tsk. salt 5 dropar tabaskósósa ’/b tsk. nýmalaður pipar nokkur salatblöð eða kínakál 1. Kljúfíð brauðið að endilöngu. Takið innvolsið úr. 2. Hitið smjörið á pönnu. Myljið það sem þið tókuð úr brauð- inu út í smjörið og látið brúnast. Kælið. 3. Skerið kjötið í smábita. 4. Takið steinana úr paprikun- um og skerið í smábita. Skerið ólífurnar í tvennt. Skerið laukinn í sneiðar. 5. Blandið saman matarolíu, ediki, salti, tabaskósósu og pipar. 6. Setjið kjötið, brauðmylsnuna, paprikuna, laukinn og ólíf- umar út í löginn. Blandið vel saman. Látið standa í 1 klst. 7. Smytjið snittubrauðið að inn- an með smjörinu. Setjið salatið síðan í þau. 8. Raðið salatblöðum á aflangt fat, setjið brauðið ofan á og berið fram. Opið í IVýj abæ /S/ í dag sunnudag frá eitt til sex BÆR GOTT F0LK / SÍA VORUHUSiÐ EIÐISTORGÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.