Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 72
X-Jöfðar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! SUNNUDAGUR 4. JANUAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Frá Seyðisfirði Fiskverka- fólki sagt upp störfum MÖRG fiskvinnslufyrirtæki, „^meðal annars á Húsavík og i Siglufirði, hafa gripið til þess ráðs að segja fiskverkafólki upp störfum frá og með mánudegin- um vegna hráefnisskorts af völdum verkfalls sjómanna. Það er í samræmi við ákvæði í kjara- samningi fiskverkafólks frá þvi í febrúar á síðasta ári þess efnis að hin almenna regla um fjög- urra vikna uppsagnarfrest gildi ekki, verði hráefnisskortur í vinnslunni af ófyrirséðum eða óviðráðanlegum orsökum. Samkvæmt kjarasamningnum fær fiskverkafólk atvinnuleysis- bætur frá fyrsta degi atvinnuleysis í tilfellum sem þessum, samkvæmt - ^pplýsingum Ágústs H. Elíassonar, framkvæmdastjóra Sambands físk- vinnslustöðvanna. Samningafundur í kjaradeilu sjó- manna og útgerðarmanna stóð til miðnættis aðfaranótt laugardagsins og hófst aftur klukkan 10 á laugar- dagsmorgun. JHandtöku- málið í rannsókn Verkfall farmanna hefst annað kvöld náist ekki samningar: Þijú erlend leigxtskip halda áfram flutningum VERKFALL farmanfia, sem kemur til framkvæmda á mánu- dagskvöld, náist ekki samningar fyrir þann tíma, hefur ekki áhrif á flutninga Eimskipafélagsins og skipadeildar Sambandsins fyrr en um miðjan mánuðinn. Floti Skipa- útgerðar ríkisins mun hinsvegar stöðvast fljótlega eftir þessa helgi, að sögn Guðmundar Einarssonar forsljóra. „VIÐ höfum áhyggjur af þessu máli en getum lítið sagt eins og stendur þar sem við höfum ekki ennþá næga vitneskju um hvað olli þessu," sagði Fredrika Schmadel, hjá vegabréfadeild bandaríska sendiráðsins í Reykjavík, þegar hún var spurð um viðbrögð sendiráðsins við þeim atburði að tvitug islensk stúlka, Harpa Högnadóttir, er starfaði í /S^rslun Islensks markaðar í Chicago, var handtekin í vinnu og fangelsuð vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar. „Það er verið að rannsaka málið og áður en þeirri rannsókn er lokið getum við ekkert sagt um þetta mál,“ sagði hún. „Það hefur ekkert borist formlega til ráðuneytisins um þetta mál en það verður væntanlega athugað eftir helgi,“ sagði Ingvi S. Ingvarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis- ins. „En af fréttinni í Morgunblaðinu að dæma er þetta forkastanleg fram- koma hjá yfírvöldum í Chicago." Ekkert skipa Sambandsins verður hér við land í næstu viku, að sögn Ómars Jóhannssonar framkvæmdastjóra skipadeildar. Fyrstu skipin koma til landsins um miðjan mánuðinn og í kringum 25. janúar gæti allur flotinn verið stöðvaður standi verkfallið enn. Tvö erlend leiguskip, Este-Trader og Jan, eru nú í flutningum fyrir skipadeildina og mun verkfallið ekki hafa áhrif á siglingar þeirra þar sem áhafnirnar eru erlendar. Ómar sagði að erlendu skipin myndu halda áfram sínum reglu- bundnu verkefnum. Áætlun þeirra yrði ekki breytt til að anna þeim ferðum sem féllu niður vegna verkfallsins. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélagsins, sagði að Foss- arnir myndu flestir stöðvast í Reykjavík frá 16.-20. janúar, en síðustu skipin kæmu til landsins í lok mánaðarins. „Við höfum ver- ið með tvö erlend leiguskip í verkefnum og mun annað þeirra væntanlega halda uppi siglingum frá Bandaríkjunum til íslands og meginlandsins. Hitt skipið er hins- vegar komið til Þýskalands í eftirlit þar sem við áformum að leigja það án áhafnar. Okkur hefn- ist fyrir að ætla að manna þetta skip íslenskri áhöfn því hún átti að sækja skipið um miðjan mánuð- inn, en nú eru allar líkur til að það verði innlyksa," sagði Hörður. Skipaútgerð ríkisins hefur eng- in erlend leiguskip í flutningum. Þar sem öll skip útgerðarinnar eru í strandflutningum munu þau verða meðal þeirra fyrstu sem stöðvast í verkfallinu. Guðmundur Einarsson sagði að í fyrri verk- föllum hefði verið veitt leyfi til þess að skipin mættu ljúka ferðum í Reykjavík. Islendingar óttast krabba- mein mest allra sjúkdóma ÍSLENDINGAR eru hræddastir við að fá krabbamein sam- kvæmt könnun sem Hagvangur gerði fyrir tímaritið Heilbrigð- ismál. í úrtakinu voru eitt þúsund karlar og konur á aldr- inum 18-69 ára og fengust svör frá 782. Ef sleppt er 115, sem sögðust ekki vita hvað þeir óttuðust mest, voru 57% hræddastir við að fá krabbamein, 15% óttuðust al- næmi, 9% hjarta- og æðasjúk- dóma, og 19% aðra sjúkdóma. Mestur var óttinn við alnæmi í yngsta aldurshópnum, 18-20 ára, en þar óttast 34% alnæmi mest allra sjúkdóma, 17% þeirra sem eru 25-29 ára óttast alnæmi mest, en aðeins 10% þeirra sem eru 30-69 ára. Konur og karlar virð- ast óttast alnæmi álíka mikið, 13% kvenna og 17% karla óttast al- næmi mest. Alnæmisótti er meiri í dreifbýli en i þéttbýli úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu, 21% óttast alnæmi í dreifbýlinu, 17% í þéttbýli úti á landi og 13% á höfuðborgarsvæðinu. Langskóla- gengið fólk virðist óttast sjúk- dóminn síður en þeir sem hafa styttri skólagöngu. Fáir óttast hjarta- og æðasjúk- dóma, sem teljast þó helmingur allra dánarorsaka, eða veikindi og örkuml af völdum slysa. 11,9% karla óttast hjartasjúkdóma og 5,8% kvennanna. Þá óttast lítill minnihluti sjúkdóma svo sem Parkinson-veiki, sykursýki, heila- og mænusigg. Konur virðast hræddari við sjúkdóma en karlar, 19,4% karlanna segjast ekki hræddir við neinn sjúkdóm en 6,6% kvennanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.