Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 Super- mac „Eng’inn segir mér Macmillan þurfti oft að gera út um deilu- mál í stjóm sinni og viðumefnið „Mac the Knife" var endurvakið þegar hann rak allt í einu sjö ráðherra 1962. Nokkur hneykslis- mál komu upp í stjómartíð hans og þeirra erfíðast var Profumo- máiið. Hermálaráð- herra hans, John Profumo, varð að segja af sér, þegar hann hafði logið því að þing- inu að hann þekkti ekki símavændiskonu að nafni Christine Keeler, sem hann og flota- málafulltrúi Rússa höfðu átt vingott við. “Enginn segir mér nokkum hlut,“ sagði Macmillan mæðulega á þingi, en neitaði að biðjast lausnar, þótt fast væri að honum lagt. Hann sagði ekki af sér fyrr en ijórum mánuðum síðar, í október 1963, þegar hann veiktist af bólgu í blöðruhálskirtli og var skorinn upp. Honum var vart hugað líf og hann hætti þingmennsku eftir 40 ára þingmannsferil. Þrettán ára stjómartíð íhaldsflokksins lauk með kosningasigri Verkamannaflokksins 1964. Macmillan tók aftur við stjóm fjöl- „Toppfundur" á dagskrá: Macmillan að- stoðar Eisenhover. skyldufyrirtækisins og hóf að rita endur- minningar sínar, sem komu út í sex bindum. Á níræðisafmæli sínu 1984 þáði hann jarl- stign, þótt hann hefði hafnað henni 20 árum áður með þessum orðum: „Ég er stoltur af nafni mínu og vil ekki breyta því.“. í jómfrúræðu sinni í Lávarðadeildinni hneykslaði jarlinn af Stockton, eins og hann hét nú, ráðherra og sainflokksmenn með því að gagnrýna sölu á ríkisfyrirtækjum til að stuðla að skattalækkun. Hann líkti þessu við að hjón seldu ^ölskyldusilfrið þegar illa áraði og hvatti til þjóðarsáttar svo sð endi yrði bundinn á „illt hatur í nýrri mynd.“ Ræðan var óbein gagniýni á Margaret Thatcher forsætisráðherra, en hann var ákaft hylltur þegar hann hafði lokið máli sínu. Gamli maðurinn hafði ekki komið ná- lægt stjómmálum í 21 ár. Hann var hálf- blindur og hmmur og rödd hans titraði af geðshræringu. Hann virtist fulltrúi liðins tíma, en orð hans fengu hljómgmnn í breyttri veröld. Macmillan notaði fleiri tækifæri til að hvetja til þess að reynt yrði að draga úr atvinnuleysi, minnka bilið milli ríkra og fá- tækra og stuðla að þjóðarsátt. Hann lýsti frú Thatcher þannig að hún væri „frábær harðstjóri, umkringd miðlungsmönnum", en taldi að hún væri of þröngsýn og að það gæti haft skaðleg áhrif og valdið sundur- lyndi. Undir lok ævi sinnar sætti Macmillan gagnrýni fyrir afdrif 40,000 Kósakka og hvítiiða, sem vom fluttir gegn vilja sínum til Sovétríkjanna í stríðslok þegar hann var enn erindreki Churchills. Flestir þessara manna vom skotnir eða iétust í fangabúðum samkvæmt bók eftir Nikolai Tolstoy greifa. Macmillan svaraði ekki þessum ásökunum, en í skrifum hans hafði komið fram að þess- ir atburðir hefðu valdið honum „mikilli sorg“. Hann viðurkenndi í stríðsendurminn- ingum sínum að hann hefði dæmt Kósakk- ana „til ánauðar, pyntinga og sennilega dauða,“ en sagði að hjá því hefði ekki verið komizt vegna samninga Rússa, Bandaríkja- manna og Breta í stríðinu. Macmillan tekur við embætti forsætisráðherra. Macmillan og Efnahagsbandalagið: gömlum skemmtiþáttum aflýst. Hailsham lávarður, gamall samheiji og keppinautur Macmillans, sagði um hann látinn að hann hefði sennilega verið hæf- asti forsætisráðherra Breta eftir stríðið. I viðtali í sumar sagði Haiisham að Macmillan væri eini forsætisráðherrann, sem hann hefði þekkt, sem mundi deyja ánægður. Macmillan var frábær leikari, sagði Hails- ham. „En þegar hann var forsætisráðherra var hann heldur lágróma, hæglátur og lét lítið yfir sér. Og veiztu af hveiju? Beztu menn af hans kynslóð höfðu fallið í stríðinu 1914 og hann þóttist sjá vofur þeirra virða hann fyrir sér frá ímynduðum áhorfenda- pöllum og segja: „Sjáið þið bara. Þetta er hann Harold litli. Þeir hafa gert hann að forsætisráðherra og við vorum miklu snjall- ari en hann.“ Við þessa tilhugsan setti hann hljóðan." GH Ef svo er, þá eigum við einn slíkan handa þér MAZDA 323 Station er framdrifinn gæðavagn með nægu rými fyrir fjölskylduna og farangurinn. Verð frá aðeins 377 þúsund krónum með1300ccvél og 430 þúsund krónum með 1500 cc vél í GLX útgáfu ptiergmti- í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI ^Apglýsinga- síminn er 2 24 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.