Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 04.01.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 en Ui7 Hinrík Thorarensen læknir - Minning Fæddur 15. september 18911 Dáinn 26. desember 1986 Það er marg: ad minnast þegai litið er yfir farinn veg, frá því ég fyrst kynntist tengdaföður mínum árið 1951 og þar til hann lést á Hrafnistu í Hafnarfírði 93 ára að aldri. Hann var ekki allra. Hlédræg- ur maður í umgengni, en traustur og raungóður þegar á reyndi. Hon- um var sérlega annt um fjölskyldu sína og var ekkert til sparað til að tryggja velsæld hennar og koma bömum sínum til mennta. Hinrik fæddist á Akureyri, sonur hjónanna Odds C. Thorarensen, ljrf- sala, og konu hans, Önnu Clöru Schiöth. Hann ólst upp á Akureyri í heimahúsum, en stundaði síðan nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1913. Síðan lagði hann stund á læknis- fræði við Háskóla íslands og lauk þaðan prófí 1918 með góðum vitnis- burði. Árið 1919 kvæntist Hinrik, Svanlaugu Ólafsdóttur, kaupmanns á Stokkseyri, Ámasonar, og Mar- grétar Friðriksdóttur Muller. Þau höfðu kynnst á menntaskólaárum þeirra beggja og höfðu strax fellt hugi saman. Þau fluttu til Akur- eyrar fljótlega eftir brúðkaupið þar sem Hinrik varð aðstoðarlæknir um tíma, en sigldu síðan til Danmerkur og var Hinrik læknir á sjúkrahúsum þar um skeið. Eftir heimkomuna frá Danmörku settust þau að í Reykja- vík um tíma, en síðar á Siglufirði og var Hinrik læknir þar um ára- bil. Svanlaug og Hinrik eignuðust flóra syni þá Odd, Ragnar, Ólaf og Hinrik og þegar kom að skólagöngu þeirra stofnuðu þau vetrarheimili á Akureyri, en synimir stunduðu nám við Menntaskólann þar. Dvaldi Hin- rik með fjölskyldu sinni á Akureyri eins oft og við var komið yfir vetur- inn, en á vorin, þegar skólanum lauk, fluttist fjölskyldan til Siglu- fjarðar og dvaldi þar fram á haust. Svanlaug hélt heimili af mikilli rausn og myndarskap og var rómuð gestrisni þeirra hjóna. Hinrik dáði Svanlaugu alla tíð, en þau hjón vom ólík um margt og áttu ekki skap saman og slitu samvistir. Bjó Hinrik síðán einn á Siglufirði allt til ársins 1947. Síðar eignaðist Hin- rik dótturina Stellu Klöru, sem hann kom til mennta og lauk hún prófi frá Kennaraskóla íslands. Hún er búsett í Kanada ásamt manni sínum og bömum. Hinrik var mjög bamgóður og fór sérstakt orð af honum sem bamalækni. Hann átti sæti í bæjar- stjóm Siglufjarðar 1924-1930 og lagði sig fram um, meðal annars, að bærinn stofnsetti mjólkurbú til að sjá bömum fyrir mjólk, sem oft vildi vera af skornum skammti á Siglufirði í þá daga. Hinrik var duglegur maður og áhugasamur um margt, og gerðist umsvifamikill á viðskiptasviðinu á Siglufírði. Hann eignaðist meðal annars prentsmiðju og gaf út fréttablað, reisti kvik- myndahús og starfrækti, svo og hótel og verslun, og annaðist um- sjón þessara fyrirtækja, allt þar til hann afhenti sonum sínum Oddi og Ólafi reksturinn árið 1947 og flutti til bemskustöðva á Akureyri. Eftir nokkurra ára dvöl á Akureyri flutti Hinrik síðan til Reykjavíkur og hóf störf við lyfjainnflutning hjá fyrir- tæki Stefáns Thorarensen, bróður síns. Hjá Stefáni starfaði Hinrik svo til sjötugs en þá hætti hann störfum og settist í helgan stein. Hinrik var tvígiftur. Hann kvæntist seinni konu sinni, Guðrúnu Olgu Ágústsdóttur frá Stykkis- hólmi, árið 1954. Guðrún var hin mætasta manneskja og reyndist hún Hinrik vel allt þar til hún lést 1977. Þegar ég giftist manni mínum árið 1952 hófum við búskap okkar á Laugavegi 34A, þar sem tengda- faðir minn var einnig búsettur. Er mér sérlega minnisstæð hjartahlýja hans og umhyggja fyrir mér og bömunum. Hann var mjög sjálf- stæður persónuleiki og var lítt fyrir það gefínn að vera upp á aðra kom- inn. Hann naut útivistar og á efri ámm var hann tíður gestur í skrúð- görðum borgarinnar og næsta umhverfi Tjamarinnar. Þar virtist hann kunna best við sig. Síðustu tvö ár ævi sinnar dvaldi Hinrik á Hrafnistu í Hafnarfirði, síðara árið á sjúkradeild, því þá var hann að mestu rúmfastur. Naut hann þar ágætrar umhyggju starfsfólks, sem annaðist hann af mikilli alúð, og leið honum þar eins vel og best verður á kosið. Öllum ættingjum Hinriks sendi ég hugheilar samúð- arkveðjur á þessari stundu í vissu þess að handan við landamæri lífs og dauða, bíða bjartir heimar. Emilia Thorarensen NANETTE NELMS frá NEW YORK JUBILATIONS ATVINNU- DANSARAfí ATHUGIÐ! Gelum skipulagl sérslaka tyrir ykkur undir handleiðslu Nanelte Nelms. Wterkurog k_/ hagkvæmur auglýsingamiöill! Kennsla hefst miðvikudatíinn 7. ianúar. i Byijendur (yngst 5 ára) og framhaldsnemendur. 9 Nemendur mæti eftir stundaskrá. i\J Kennslukerfi: ROYAL ACADEMY OF DAEICING RUSSIAN METHOD \ . J ,2 n Innritun og upplýsingar í J t síma 72154. ■ I \ 1 Félag íslenskra listdansara. BRLLETSHÓU 5IGRÍÐRR RRfYIRRI 1 SKÚLAGÖTU 32-34 000 GYLMIR/SlA VINNINGASKRÁ í STÓRHAPPDRÆTTI LANDSAMBANDS'^^^ FLUGBJÖRGUNARSVEITANNA. Dregið 24.desember 1986. 2 TOYOTA LANDCRUSER komu á miða númer 58955 og 139656 3 Heimilispakkar með: GoldStar 20"sjónvarpi, Mitsubishi farsíma, Macintosh einkatölvu, GoldStar-HQ myndbandstæki, GoldStarhljómtækjasamstæðu og GoldStar ferðatæki. Komu á miða númer: 16152,53326,116503 17 GoldStar 20"sjónvörp komu á miða númer: 740, 1998, 23549, 23578, 43694, 45303, 55500, 56130, 66803, 67036, 87683, 90451,108838, 112154,132056, 142158, 160666. 17 Mitsubishi farsímar komu á miða númer: 6817, 13060, 27705, 28556, 46371,46907, 61454, 61573, 70050, 92162,112380,134693, 135177, 142479, 142767, 161717,163547. 17 Macintosh einkatölvur komu á miða númer: 13499, 13554, 29502, 30147, 47072, 47483, 62321,76046, 80289, 92971,95212, 114276, 115106,136011,136027, 144644, 144764. 17 GoldStar hljómtækjasamstæður komu á miða númer: 15736, 17214, 34471, 37814, 47683, 62663, 62825, 81620, 81450, 95937, 97601,116310, 120547, 138974, 139401, 145235,145246. 17 GoldStar HQ myndbandstæki komu á miða númer: 19211,19687, 38072, 53185, 53291,64213, 65541,82513, 83398, 97796, 99977, 121616, 122858, 139430, 139486, 152230,153657. 17 GoldStar ferðatæki komu á miða númer: 22333,40731,43061, 54005, 54970, 66172, 66544, 83759,85197, 100643, 106704, 129507, 129847,140338,141634, 157274, 158431. Birt án ábyrgöar. Upplýsingasími er 25851 Þökkum vinum og velunnurum veittan stuðning á liðnu ári. FLUGBJÖRGUNARSVEITIRNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.