Morgunblaðið - 04.01.1987, Page 4

Morgunblaðið - 04.01.1987, Page 4
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. jANtJAR 1987 Morgunblaðið/ Einar Falur Björgunaræfing hjá Ríkisskip EFNT var til björjjunaræfingar meðal áhafna á skipum Skipaútgerðar rikisins á gamlársdag. Það voru forráðamenn útgerðarinnar sem áttu frumkvæðið að æfingunni en Slysavamarfélag Islands annaðist framkvæmdina. Æfingin mið- aði einkum að meðferð gúmmíbjörgunarbáta, björgun með þyrlu og að halda lífi við erfiðar aðstæður. Á meðfylgjandi mynd má sjá þegar einn þáttakenda í æfingunni var dregin um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar TF Sif. Nýr efnahags- ráðgjafi ríkis- stjómarinnar BOLLI Héðinsson hagfræðingur hefur verið ráðinn efnahagsráð- gjafi ríkisstjórnarinnar frá 1. janúar 1987 til 30. júní 1987 í leyfi Þórðar Friðjónssonar sem á sama tima gegnir störfum for- stjóra Þjóðhagsstofnunar. Bolli er fæddur 5. febrúar 1954 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá M.H. 1974 og var við nám í þýsku og fjölmiðlafræði í Þýskalandi 1974-1976. Bolli útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla ís- lands 1981, þjóðhagskjama. Bolli starfaði sem blaðamaður á Dagblaðinu 1975-1980, sem stundakennari við M.H. 1980-81 og sem fréttamaður við sjónvarpið 1981-1982. Hann varð hagfræðing- ur Farmanna og fiskimannasam- bandsins 1982. Bolli er kvæntur Ástu Steinunni Bolli Héðinsson Thoroddsen hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö böm. Landhelgisgæslan: Vakt í stjórnstöð allan sólarliringinn LANDHELGISGÆSLAN hefur tekið upp vakt í stjórnstöð allan sólarhringinn. Þessi breyting kom til framkvæmda frá og með föstudeginum 2. janúar og er talin auka mjög öryggi varðandi neyðarþjónustu Landhelgisgæsl- unnar. Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í sam- tali við Mqrgunblaðið að sólar- hringsvakt í stjómstöð kæmi til með að auka mjög viðbragðsflýti við útkall, hvort sem það væri vegna neyðarástands á sjó eða landi og því stæðu vonir til að þessi ráðstöf- un yki mjög öryggi varðandi neyðarþjónustu ekki síst í tengslum við læknabakvakt, sem nú hefur verið samþykkt á fjárlögum. Gunnar sagði að sólarhringsvakt í stjómstöð hefði ennfremur í för með sér að Landhelgisgæslan yrði nú í stöðugu sambandi við skip, sem myndi þar með stytta viðbragðs- tíma þeirra ef á þyrfti að halda varðandi björgun á sjó. Hastings: Margeir Pétursson fékk einn vinning í 4 skákum MARGEIR Pétursson, stórmeistari, fékk einn vinning úr fjórum fyrstu umferðum skákmótsinsí Hastings. í fystu umferð gerði Margeir jafn- tefli við enska alþjóðlega meistarann Conquest og í annarri umferð gerði hann jafritefli við enska stórmeistar- ann Chandler. í þriðju og fjóru umferð tapaði hann svo fyrir sovézka stór- meistaranum Lputjan og danska stórmeitaranum Bent Larsen. Lputjan var efstur á mótinu efti fjórar um- ferðir með 3,5 vinninga, Chandler var með 3 og Larsen og Ádoijan höfðu 2,5 vinninga. í fimmtu umferð, sem tefld var á fostudag, átti Margeir við Large frá Englandi. Morgunblaðið/Júliu8 Fólksbíllinn er gjörónýtur eftir áreksturinn í Hveradalabrekku í gær. Jeppinn er einnig ónýtur og sagði vél hans skilið við hann. Vélin varð eftirá veginum JEPPI og fólksbifreið rákust mjög harkalega á skammt frá Skíðaskálan- l um í Hveradölum um hádegi á föstudaginn. Meiðsli á fólki voru lítil. Áreksturinn varð með þeim hætti að jeppinn ók í austurátt. f neðri Hvera- 1 dalabrekku missti ökumaður stjóm á bflnum vegna mikillar hálku og fór bfllinn yfir á öfugan vegarhelming. Fólksbifreið, sem var ekið f vestur, skall * beint framan á jeppanum og var höggið mjög mikið. Sagði vél jeppans þar I skilið við hann, en fólksbfllinn kastaðist út fyrir veginn. Báðir bflamir eru gjörónýtir. Farþegi í aftursæti fólksbflsins slasaðist Iftillega, en ökumaður og farþegi við hlið hans sluppu ómeiddir, enda báðir í bflbeltum. Ökumaður jeppans var einn í bílnum og skrámaðist nokkuð. Sólveig Pétursdóttir. Áramóta- spilakvöld Varðar Áramótaspilakvöld Lands- málafélagsins Varðar verður haldið í kvöld, sunnudaginn 4. janúar, I Súlnasal Hótel Sögu. Húsið verður opnað kl. 20.00. Meðal vinninga á spilakvöldinu er utanlandsferð. Sólveig Pét- ursdóttir flytur ávarp. Kristinn Sigmundsson skemmtir gestum. Miðar verða se’dir við inngang- inn. (Fréttatílkynningf) Þessi mynd var tekin með neðansjávarmyndavél af bómunni á Tjaldi. Efst í skugganum sést eyra með gati. í það var gertabandið fest með keðjulás, sem greinilega hefur brotnað. Sjóslysið í Jökulfjörðum: Talið er að lás á gerta hafi brotnað FLEST bendir til áð orsök sjó- slyssins í Jökulfjörðum, þegar vélbáturinn Tjaldur ÍS sökk og þrir menn fórust 18. desember síðastliðinn, megi rekja til þess að lás á svokölluðum gerta hafi brotnað og við það hafi bóman slegist út í 90 gráður með þeim afleiðingum að bátnum hvolfdi. Myndir, sem teknar voru af bátn- um með neðansjávarmyndavél, sýna að gertalásinn hefur brotn- að. Pétur Hafstein, sýslumaður á ísafirði, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ljóst væri af myndunum að gertalásinn hefði farið og af því mætti draga þá ályktun að bóman hefði slegist út á stjómborða. Þyngdarpunktur skelplógsins, sem er nokkur hundruð kíló, er í bómu- blökkinni efst í mastrinu, og því margt sem benti til að þetta hafi valdið því að bátnum hvolfdi. Pétur sagði að á þessu stigi væri þó ekki hægt að fullyrða neitt um orsök slyssins. Rannsókn væri ekki lokið og í ráði væri að senda kafara nið- ur að bátnum til nánari rannsóknar. Evrópumót unglinga í skák: Þröstur endaði í sjötta sæti ÞRÖSTUR Þórhallsson varð í 6. sæti á Evrópumeistamóti ungl- inga í Groeningen í Hollandi en mótinu lauk á föstudaginn. Þröstur endaði með 7,5 vinninga af 13 mögulegum en Evrópu- meistari varð Ivanchuk frá Sovétríkjunum með 10 vinninga. Þröstur gerði jafntefli í þremur sfðustu umferðum mótsins, við Car- iilo frá Spáni, Howell frá Englandi og Mangor frá ísræl. Að sögn Gunnars Bjömssonar aðstoðar- manns Þrastar má Þröstur vel við una með þennan árangur, þar sem hann tefldi við fimm af þeim sex alþjóðlegu meisturum sem tóku þátt í mótinu og að auki við Evrópu- meistarann sem hlýtur alþjóðlegan meistaratitil að launum fyrir sigur- inn. Ivanchuk er 17 ára gamall og þykir vera með efnilegustu skák- mönnum Sovétríkjanna. Hann vann meðai annars mjög sterkt unglinga- mót þar áður en hann mætti til leiks á Evrópumótinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.