Morgunblaðið - 04.01.1987, Síða 3

Morgunblaðið - 04.01.1987, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 1987 3 Hundurinn Skuggi hættir störfum hjá því opinbera Keflavik. HANN ER að hætta störf- um vegna aldurs og fer á eftirlaun. Hver skyldi svo sem ekki kannast við þessi orð? Um þessar mundir er óvenjulegur starfskraftur að hætta hjá því opinbera. Það er fíkniefnaleitar- hundurinn Skuggi, sem nú verður að draga sig í hlé vegna aldurs, 10 ára gam- all. Eigandi og þjálfari Skugga er Þorsteinn Hraundal lögreglu- maður og sagði hann að leitar- hundar hættu oftast þegar þeir væru 8 ára. „En Skuggi er og hefur verið eldhress og því fannst mér ekki ástæða til að láta hann hætta fyrr“, sagði Þorsteinn. „Skugga fékk ég í Reykjavík fyrir 10 árum, hann er Golden Retriever sennilega eitthvað blandaður. Á þessum tíma var ég í lögreglunni á Neskaupstað og þar fór þjálfun hans fram að mestu. Ég skrifaði til Skotland Yard á þessum árum og komst í samband við þjálfara hjá þeim. Hann veitti mér ákaflega mikils- verðar upplýsingar sem áttu eftir að koma sér vel“, sagði Þorsteinn sem er að mestu sjálfmenntaður í faginu. Þorsteinn sagði að í fyrstu hefði Skuggi eingöngu leitað að cannabis efnum, en síðan hefðu hvítu efnin, amfetamín og kók- aín, komið — og Skuggi hefði lært að fínna þau líka. „Hann hefur verið sérstaklega duglegur öll þessi ár og náð góðum árangri. Mesta magn sem hann fann í einu, var 1 kg af hassi.“ Nú hefur Þorsteinn þjálfað arftaka Skugga, sá heitir Carlo, blandaður Sheffer og Dober- mann. Carlo er ákaflega vel Þröngt mega sáttir sitja, Skuggi og Carlo i bílnum sem flytur þá á milli. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal þjálfaður og getur hvort heldur leitað að fíkniefnum, rakið slóð eða unnið sem lögregluhundur. Þorsteinn sagði að Carlo væri einstaklega kraftmikill og ynni hann léttilega til jafns á við tvo hunda, sambærilega Skugga. - BB Carlo við leit að fikniefnum í farangri, hann er ótrúlega snar í snúningum og ákveðin við það sem hann gerir. 1 VINSÆLU, ÞÆGILEGU LUNDÚNAFERÐIRNAR MEÐ ÞAULKUNNUGUM FARARSTJÓRA ÚTSÝNAR. Valin, vel staðsett hótel á góðu verði með sérsamning- um Útsýnar: CUMBERLAND HOTEL við Marble Arch á horni Oxford-strætis. LONDON METROPOLE HOTEL á Edgware Road. GLOUCESTER HOTEL, skammt frá Knightsbridge og Harrods. REGENT PALACE HOTEL, ódýrt í hjarta skemmtanalífsins. WALDORF HOTEL, í hringiðu leikhúslífsins. KENILWORTH HOTEL, ódýrt á horni Ox- ford-strætis og Tottenham Court Road. Y-HOTEL, ódýrt við Russel Square. WESTBURY HOTEL, glæsihótel í hjarta Mayfair. KENSINGTON CLOSE HOTEL, ódýrt, en mjög þægilegt nálægt annarri aðal-verzlunar- götunni Kensington High Street. CARLYLE HOTEL, vistlegt hótel skammt frá Hyde Park. LONDON Viku- og helgarferðir alla föstudaga Hagstæð innkaup. Fjölbreytt leikhús- og tónlistarlíf. Heimsins mesta úrval matsölu- og skemmtistaða. Forvitnilegt mannlíf, þverskurður alheimsins. íþróttaviðburðir, listasöfn og heimsfrægar byggingar. Feróaskrifstofan > ________ Austurstræti 17, sími 26611 Helgarferð frá kr. 12.900 Vikuferð frá kr. 20.700 Carlyle Hotel, 2ja manna herbergi með baði, sima, útvarpi og litsjónvarpi. ZellamSee Mayrhofen Ziller Tal Fararstjórn: Skíðakennarinn Rudi Knapp verð- ur farþegum til halds og trausts á meðan á ferð þeirra stendur. Rudi, sem er íslendingum að góðu kunnur eftir margra ára fararstjórn, talar ágæta íslensku. Brottfarir: Alla laugardaga til loka mars. Verð frá 24.435 ítvær vikur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.