Morgunblaðið - 13.01.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 13.01.1987, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 Undirmenn höfnuðu tilboði kaupskipaútgerða: Sé ekki fram á annað en langt verkfall - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdasljóri VSI UNDIRMENN á farskipum höfn- uðu í gær tilboði frá kaupskip- aútgerðunum og ítrekuðu fyrri kröfur sínar um 35 þúsund króna lágmarkslaun, 80% álag á yfir- vinnu og óbreytt vinnufyrir- komulag. Ríkissáttasemjari sleit að þvi loknu fundi og hefur ekki boðað til nýs fundar í deilunni. Verkfall undirmanna á farskip- um hófst á miðnætti 5. janúar síðastliðinn. „Við höfum lagt okkur fram um að ná samningum við Sjómannafé- lag Reykjavíkur og höfum í því skyni leitað eftir viðræðum allt frá því í september í haust. Þær hafa hins vegar gengið brösuglega því allt fram til 5. janúar síðastliðinn hélt félagið fast við það að ræða ekki samning fyrir árið 1987, fyrr en gengið hefði verið að kröfum, sem lagðar voru fram á fyrrihluta ársins 1986,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, aðspurður um stöðuna í samn- ingaviðræðunum. „í dag lögðum við fram tilboð, sem felur í sér einföldun á launa- greiðslum, þannig að ekki komi til aukagreiðslna í dagvinnu eða á vöktum vegna einstakra verka eins og nú gerist. Þessar greiðslur bæt- ast þess í stað við grunnlaunin, sem hækka verulega. Við metum það svo að þetta tilboð gefí í lok samn- ingstímans hásetum ríflega 18% kauphækkun. Við gerum á hinn bóginn ráð fyrir því, að með einfald- ari vinnureglum hafi útgerðin nokkurn hag á móti, þannig að launakostnaðarauki verði ekki til- svarandi, þó hann verði augljóslega allnokkuð umfram það sem almennt hefur gerst í samningum nú í vetur. Við göngum svona langt vegna þess að við teljum ríka skyldu á samningsaðilum um að ná saman, en jákvæð afstaða okkar einna dug- ar skammt til þess að ná samningi. Viðbrögð samninganefndar Sjó- mannafélagsins voru þau að hafna með öllu þessum tillögum um 18% launahækkun og ítreka upphaflegar kröfur, sem í reynd munu svara til 45-50% launahækkunar, ef þær fengju fram að ganga. Þegar tveir deila er augljóst að báðir verða nokkuð að gefa eftir til þess að samningur geti náðst og samninga- nefnd Sjómannafélagsins hefur ekki verið tilbúin til þess. Okkur sýnist því að þeir séu ekki að leita eftir samningum, heldur einhverju allt öðru. Eins og mál standa núna, sjáum við ekki hvert framhaldið getur orðið, því það er augljóst mál að við getum ekki aukið við okkar tilboð þegar enginn vilji kemur fram af hálfu samninganefndarinnar til þess að leysa deiluna. Eins og mál standa sé ég því ekki fram á annað en mjög langt verkfall," sagði Þór- arinn. „Mér virðist að Sjómannafélagið sé farið að skera sig all nokkuð úr hópi annarra stéttarfélaga, því það er með ólíkindum að ár eftir ár þurfí að koma til verkfalla og hat- VEÐUR IDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstola Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Yfir Skandinavíu er hægfara 1049 milli- bara hæfi. Vifi suðausturströnd Grænlands er 994 millibara djúp lægft sem þokast norfinorðaustur. SPÁ: Sufilæg átt og vífia strekkingsvindur um vestanvert landið. Bjart veður um norðan- og austanvert landið en skýjað og smá skúrir í öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 2 til 6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Breytileg átt og víða bjart veður. Vægt frost inn til landsins en hiti nálægt frostmarki við ströndina. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Háifskýjað m Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: - Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■| Qc Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir V El = Þoka = Þokumóða ’ Súld OO Mistur —(- Skafrenningur |T Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri hiti 3 veAur lóttskýjaö Reykjavík 3 skúr Bergen -9 lóttskýjaö Helsinki -30 lóttskýað Jan Mayen 2 ióttskýjað Kaupmannah. -13 rennlngur Narssarssuaq -16 skýjaö Nuuk -11 lóttskýjað Osló -16 lóttskýjaö Stokkhólmur -20 lóttskýjað Þórshöfn 3 skýjaö Algarve 14 rigning Amsterdam -7 lóttskýjað Aþena 16 léttskýjað Barcelona 4 mistur Berlín -11 snjókoma Chicago -2 heiðskfrt Glasgow -6 snjóól Feneyjar 4 þokumóða Frankfurt -11 snjókoma Hamborg -10 snjókoma Las Palmas 20 lóttskýjað London -7 heiðskfrt Los Angeles 12 heiðskfrt Lúxemborg -13 hálfskýjað Madrfd 1 rignlng Malaga 9 súld Mallorca 11 skýjað Miami 7 léttskýjað Montreal -4 snjókoma NewVork 2 alskýjað París -11 lóttskýjað Róm 6 rigning Vfn -14 rennlngur Washington -1 lóttskýjað Winnipeg -3 skýjað rammra deilna án þess að nokkuð sé hægt að þoka málum áfram með vitrænum umræðum, eins og vwiðast hefur þó tekist í samning- um á davinnumarkaði hin síðari ár. Þessi mlisvinnubrögð hljóta að þurfa að breytast," sagði Þórarinn ennfremur. í fréttatilkynningu fra samninga- nefnd kaupskipaútgerða segir að tilboð þeirra þýði 18,11-20,89% hækkun á heildarlaunatekjum sjó- manna á samningstímanum og verði mánaðarlaun háseta, daglaun og sjóálag, á bilinu 34.641 til 41.916 eftir starfsaldri og laun bátsmanns frá 39.836 til 48.203 í lok samningstímans. Útlitið framundan er ekki glæsilegt“ - segir Guðmundur Hallvarðsson „Mér sýnist að útlitið framundan sé ekki glæsilegt. Ef þetta er Ieiðin sem þeir telja heppilega til lausnar og við stöndum fastir á grunnkaupshækkunum þá sjá menn að það er geysilega mikið sem ber á milli,“ sagði Guðmund- ur Hallvarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, aðspurður um stöðuna í deilu félagsins við kaupskipaútgerð- ina. „Þessar óskir kaupskipaútgerð- arinnar um breytingar á gildandi samningi um vinnufyrirkomulag þýða meðal annars að menn þurfa að vinna hvort sem er á nóttu eða degi án yfirvinnugreiðslu, sem þeir áður hafa fengið, og ef fleiri atriði, sem þeira hafa sjálfir vegið og vigt- að þama inn, em tekin með reikn- inginn þá fer nú af þessu verulegur fjöldi prósenta. Þeir hafa sjálfir talað um að breyting á þessum vinn- uramma geri það að verkum að tilboð þeirra sé upp á 4-6% hækk- un,“ sagði Guðmundur um þá staðhæfingu kaupskipaútgerðar- innar, að tilboð hennar í gær um hækkun á sjóálagi úr 11% í 22% væri upp upp á 18-20% launahækk- un. Þessu væri því ekki haldið fram af fullum heilindum. i Guðmundur sagði að starfandi sjómenn hefðu hafnað alfarið því að breytingar yrðu gerðar á núver- andi ákvæðum um vinnu á sjó. Tilboðið væri því algerlega óað- gengilegt. Það væri ekki forsvaran- legt að menn væm að vinna einir ofan í lest eða annars staðar um borð. Hásetum hefði verið fækkað mjög mikið og vinnuálag aukist og það gengi ekki að hásetum bæri að sinna störfum frá masturstoppi og niður í kjöl nánast. Núverandi 11% sjóálag væri þannig til komið að hásetar hefðu bætt á sig vinnu og gert breytingar á vinnuramman- um. Vaktaálag í landi væri almennt frá 36-45% og því væri tilboð um 22% sjóálag vegna þessara breyt- inga á vinnurammanum ekki í neinu samræmi við það sem gerðist í kjarasamningum Vinnuveitenda- sambandsins hvað vaktavinnu snerti. „Hluti þessarar deilu er til kom- inn vegna lagasetningar á síðasta ári. Þau væm þá orðinn tvenn lög- in, sem hefðu verið sett vegna þessarar deilu og það væri út af fyrir sig mjög merkilegt. Nema þeir settu lög og lögbindu kröfu- gerðina okkar. Sum sé lagasetning með öfugum formerkjum miðað við það sem áður hefur gerst,“ sagði Guðmundur aðspurður um hvort hann óttaðist að lög yrðu sett á farmenn eins og fiskimenn. „Sjómenn hafa á undanfömum ámm mjög oft fengið á sig lög og er skemmst að minnast þess að Svavar Gestsson sat í ráðuneyti Gunnars Thoroddsen, sem setti lög á farmenn árið 1979. Þeir leiðast víða þessir kappar, sem koma svo í dag, beija sér á bijóst og segjast vera á móti því að ríkisstjómin seti lög. Auðvitað getur maður tekið undir það, en hráskinnaleikurinn er mikill. Þeir gerðadómar sem við höfum fengið á okkur hafa ekki verið okkur í hag og mér er minnis- stætt að 1979 átti gerðardómur að vega og meta fjarvem farmanna frá heimilum sínum og einangmn í starfi, en það er ekkert í launaum- slaginu sem bætir það. Gerðardóm- urinn treysti sér ekki til meta þetta til fjár og brást algjörlega starfs- skyldu sinni. Það kom heldur ekkert út úr gerðardóminum í fyrra nema ASÍ samkomulagið," sagði Guð- mundur ennfremur. Skákmótið í Hastings: Margeir gerði tvö jafntefli MARGEIR Pétursson náði jöfnu í tveimur biðskákum sem hann tefldi í gær á skákmótinu í Hast- ings, þrátt fyrir að hann hefði verri stöðu í báðum skákunum, en um helgina tapaði hann tveim- ur skákum. Mótinu lýkur í dag, og á heimsmeistari kvenna i skák möguleika á að vinna það. Margeir tefldi í gær biðskákir sínar úr 9. og 10. umferð mótsins gegn Sovétmönnunum Gufeld og Chiburdanidze, sem er heimsmeist- ari kvenna í skák. í 11. og 12. umferð tapaði Margeir hinsvegar fyrir Bretunum Hodges og Plas- kett, og er nú með 4 vinninga. í síðustu umferðinni í dag teflir Mar- geir við Kudrin frá Bandaríkjunum. Daninn Bent Larsen, Bretinn Speelman og Sovétmaðurinn Lput- jan eru efstir og jafnir með 7,5 vinninga en Chiburdanidze er í 4. sæti með 7 vinninga. Svæðamótið í Gausdal: Jóhann er efstur Teflir við Agdestein í dag Jóhann Hjartarson gerði jafn- tefli við Ogaard frá Noregi á svæðamótinu í skák sem haldið er í Gausdal í Noregi, og er Jó- hann enn einn efstur með 3,5 vinninga eftir fjórar umferðir. Jón L. Árnason tapaði sinni skák við Danann Morthensen þegar hann féll á tíma með unna stöðu, og Guðmundur Sigurjónsson vann Sævar Bjamason. Næstir Jóhanni koma norski stór- meistarinn Agdestein og Ögaard með 3 vinninga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.