Morgunblaðið - 13.01.1987, Síða 21

Morgunblaðið - 13.01.1987, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 21 Signrður A. Magriússon Harðar blaðadeilur útvarpsstjóra og útvarpsráðsmanna benda sterk- lega til þess að útvarpsstjóri hafí að minnsta kosti litið málið alvar- legum augum. Ella hefði hann tæpast farið að bera það á torg. Orð Magnúsar um „dapurlega lífsgöngu" Nietzsches „undir stöð- ugu skini kalstjömu" eiga sennilega að vera skáldlegt flúr á skrif hans, en eru vægast sagt illa tilfundin og með öllu ómakleg; þau bera ömurlegt vitni snautlegri þekkingu á lífí og verkum þessa uppljómaða og afburðasnjalla hugsuðar og skáldjöfurs. Að sönnu var hann sinnisveikur síðustu æviárin, en sú ógæfa veitir mönnum lítilla sanda hreint enga heimild til að kveða upp sleggjudóma um lífsferil hans, sem var í mörgu tilliti einhver hinn glæsilegasti sem um getur á síðustu öld — og hef ég þá ekki síst í huga andlegt líf þessa umdeilda snilldar- manns. Eða kæmi nokkrum heil- skyggnum íslendingi til hugar að fella dóm um „lífsgöngu" Einars Benediktssonar útfrá því einu, sem vitað er um síðustu tíu æviár hans? Þau orð Nietzsches að „lygin væri lífsskilyrði" em að sjálfsögðu rifín úr réttu samhengi, einsog altítt er í hérlendu orðaskaki, og túlka síst af öllu lífsviðhorf þess ástríðufulla sannleiksleitanda sem Nietzsche var meðan hann hélt heilum söns- um. Ég get ekki að því gert, og lái mér hver sem vill, að mér þykir greinarstúfur Magnúsar Erlends- sonar bera sterkan keim af því sovéska hugarfari sem kerfisþrælar um allar jarðir eru ofurseldir og birtist meðal annars í því, að þeir tjúka upp einsog nöðmr hvenær sem orðinu er hallað á Flokkinn eða Kerfíð, tvær ginnheilagar kýr sem í heiminn vom bornar fyrir guðlega forsjón og engir nema „lífsbitrir" nöldurseggir leyfa sér að hrófla við. í Sovétinu em gagnrýnendur og andmælendur sendir í útlegð eða lokaðir inná geðveikrahælum? Á íslandi em þeir stimplaðir „lífsbitr- ir“ og „stóryrtir" og gjama dæmdir óalandi í samfélagi vel taminna og auðrækra fjölmiðlasauða. Upphlaup Magnúsar útaf deilu- máli, sem alþjóð er fullkunnugt um, minnir á hið fomkveðna: Fjallið tók jóðsótt og fæddi mús. Höfundur er rithöfundur. Atlantshaf sbandalagið Umhverfismála styrkir veittir Atlantshafsbandalagið (NATO) mun á árinu 1987 veita nokkra styrki til fræðirannsókna á vandamálum er varða opinbera stefnumótun í umhverfismálum. Styrkirnir era veittir á vegum nefndar bandalagsins, sem fjallar um vandamál nútímaþjóðfélags. Þeir eru veittir til rannsókna er tengjast einhveiju þeirra verkefna, sem nú er fjallað um á vegum nefndarinnar. Gert er að ráð fyrir að umsækj- endur hafí Iokið háskólaprófí. Umsóknum skal skilað til utanríkis- ráðuneytisins fyrir 31. janúar 1987 og lætur ráðuneytið í té nánari upplýsingar um styrkina, þ.á.m. framangreind verkefni. (Fréttatilkynning) NÝJUNG M E Ð NÝJUNGAF Á ÍSLAND I Musýninganámáeið fyrír böm og unglinga hefjast í næstu áu Dansnýjung og tískusýningasamtökin Nýjung er eini dans- og tískusýningaskólinn sem sérhæfir sig í kenna börnum og unglingum. Önnumst einnig uppsetningu á stórum sem smáum tískusýningum fyrir fyrirtæki og útvegum fólk fyrir auglýsingamyndir. Topp-fólk og góðar sýningar. Stig 1 Byrjendur, sett upp sýning, tekiA próf. Stig II SnyrtisérfræAingur og hárgreiAslumeistari. Stig III Lokastig, tískuljósmyndari vinnur meA módelun- um. Kennari Kolbrún AAalsteinsdóttir. Flokka- skipting 4—6 ára 7—9 ára 10—12 ára 13—14 ára 15—20 ára INNRITUN í NÆSTU VIKU í SÍMA 46219 -Desktop Publishing- Kynnum þessa viku PageMaker útgáfu- og umbrotsforritið sem getur lækkað útgafukostnað þinn um allt að 50%. PageMaker hefur, á stuttum tíma, sparað PageMaker hentar öllum sem ýmsum fyrirtækjum fjármagn sem £oma nálægt útgáfustarfsemi J J J J „. x hvort sem það eru fyrirtæki samsvaraði stofnkostnaði þeirra a augiýsingastofur, PageMaker forritinu, Macintosh tölvunni útgefendur eða T j • blaðafulltruar. og LaserWnter prentaranum. Hagkvæmni PageMaker liggur í því hve einfalt og fljótvirkt það er, það styttir y- ~----------------v útgáfutímann og lækkar I rrr^-ía~XhK„eTin----------------------Útgáfukostnaðinn. Ymsar auglýsingastofur erlendis byggja starfsemi sína á Macintosh, LaserWriter og PageMaker. Má þar fremsta telja Ted Bates í Helsingborg í Svíþjóð. SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.