Morgunblaðið - 13.01.1987, Síða 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987
Hættuleg atlaga að
drekaafbrig'ðinu
Skák
Margeir Pétursson
Þaö virðist hrikta í stoðum
eins af vinsælustu afbrigðum af
Sikileyjarvörn, sjálfum drekan-
um. Anatoly Karpov, fyrrum
heimsmeistari, var upphafsmað-
ur að þessari nýju atlögu, en
útfærði hana ekki rétt á
Ólympíumótinu í Dubai. Hér á
alþjóðlega skákmótinu í Hastings
í Englandi var þráðurinn síðan
tekinn upp að nýju. Það var e.t.v.
við því að búast, því hér í Hast-
ing tefla sjö skákmenn sem
bregða oft fyrir sig drekaaf-
brigðinu, Englendingarnir
Mestel og Speelman, Gufeld og
Chiburdanidze frá Sovétríkjun-
um, Bandaríkjamaðurinn Kudr-
in, Bent Larsen og ég.
Fyrir fáum dögum birtust hér í
Morgunblaðinu nokkrar athyglis-
verðar skákir þar sem þessari
hugmynd var beitt. í skákunum
Karpov-Georgiev, Ólympíumótinu í
Dubai, og Chandler-Margeir, 2.
umferð í Hasting, hélt svartur jafn-
tefli án teljandi erfiðleika.
í skák minni við Chandler kom
ég auga á leið sem mér fannst hljóta
að vera skýringin á því að Karpov
vildi endurtaka afbrigðið, þrátt fyr-
ir að hann lenti í erfiðleikum gegn
Georgiev. Eftir þessa skák fór ég
að skoða þennan möguleika ásamt
fleiri óttaslegnum drekaunnendum.
Meðal þeirra sem litu á þetta voru
þeir Mestel, Speelman, Larsen og
Gufeld. Bandaríski stórmeistarinn
Sergei Kudrin var hins vegar svo
óheppinn að vera ekki viðstaddur,
því að daginn eftir átti hann að
tefla gegn Mestel með svörtu.
Þótt Mestel hafi líklega fyrst og
fremst verið að skoða stöðuna með
það fyrir augum að finna vöm fyr-
ir svart ákvað hann að fara eftir
gömlu heilræði Engilsaxa: „Ef þú
getur ekki sigrað þá, gakktu þá í
lið með þeim.“ í þriðju umferð
mótsins var síðan þessi skák tefld:
Hvitt: Jonathan Mestel
Svart: Sergei Kudrin
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 -
cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 -
g6, 6. Be3 - Bg7, 7. f3 - Rc6,
8. Dd2 - 0-0, 9. Bc4 - Bd7, 10.
0-0-0 - Re5, 11. Bb3 - Hc8, 12.
h4 - h5, 13. Bg5 - Hc5, 14.
Kbl! - b5, 15. g4 - a5!
15. — hxg4 hefur reynst svarti
mjög illa, þessi gagnsóknarleikur
leiðir til gífurlega hvassra svipt-
inga.
16. Bxf6 — Bxf6, 17. gxh5
Hér lék Karpov hinum linkulega
leik 17. a3?!
17. - a4
18. Bd5!
Þetta var það sem mér var illa
við er ég tefldi við Chandler. Hann
lék 18. hxg6? - axb3, 19. Rxb3 -
Hxc3!, 20. gxf7+ - Kxf7, 21. Dxc3
— Rc4 og svartur mátti vel við una.
18. — e6,19. hxg6 — exd5, 20. h5!
Ógnvekjandi peð hvíts á kóngs-
væng réttlætir mannsfómina.
Nærtækasta hótun hans er 21. Dh6.
20. - Hxc3
Rökin fyrir þessari skiptamuns-
fórn em þau að ef hvítur leikur t.d.
21. Rxd5 yrði svartur hvort eð er
að fóma skiptamun. Nú fær hvítur
a.m.k. tvípeð.
21. bxc3 - Bg5, 22. f4 - Bh6
Fyrir skákina hafði Mestel litið
á leiðina 22. — Rc4, 23. Dg2 —
Bxf4, 24. gxf7+ - Kh8, 25. h6 -
Hxf7, 26. Hdgl og hélt þá hvít
vera með unnið. Yfír borðinu taldi
hann sig hins vegar sjá vöm fyrir
svart: 26. — Bg5!, 27. Dxg5 —
Hfl+, 28. Hxfl - Dxg5, 29. Hf8+
— Kh7 og í mótsblaðinu er komist
að þeirri niðurstöðu að staðan sé
jafntefli. Svo er þó alls ekki, því
eftir 30. Hf7+ - Kh8, 31. h7! vinn-
ur hvítur eftir sem áður. T.d. 31. —
Dd8, 32. Hgl - Re5, 33. Hg8+ -
Dxg8, 34. fxg8 = Dh— Kxg8, 35.
Hf6 með unnu endatafli.
23. Hdgl - De7??
Kudrin var nú þegar orðinn
naumur á tíma og eftir þennan af-
leita leik verður stöðu hans ekki
bjargað. Mestel telur 23. — dxe4!
bezt með þeirri frábæm hugmynd
að eftir 24. Dg2? - f5!!, 25. fxe5
— fxe5 er svartur sennilega með
vinningsstöðu, því að framsækin
peð hvíts veita kóngi hans ömggt
skjól. Það er hins vegar stór spum-
ing hvort svartur lifir af eftir 24.
gxf7+ — Kh8, 25. Dg2 — Rxf7,
26. Dxe4, eða (í stað 25. Dg2) 25.
Hg6 - Rxg6, 26. hxg6 - Kg7, 27.
Dh2 - Hh8, 28. f5 - Df6, 29.
a3!?. Líklega verður þetta reynt í
næstu skák með afbrigðinu.
24. Dg2! - Bxf4, 25. g7 - Hb8,
26. h6
Kudrin yfirsést að 8. reitaröðin
er ekki nægilega völduð, þannig að
hann getur ekki leikið 26. — Kh7.
26. - Rg6, 27. Rf5 - Bxf5, 28.
exf5 — De5, 29. fxg6 — f5 og í
þessari vonlausu stöðu féll svartur
á tíma.
Það er athyglisvert að síðan þessi
skák var tefld hefur verið sneitt hjá
afbrigðinu. Mestel lék t.d. c2-c4 í
fyrsta leik gegn Gufeld og Gufeld
vildi ekki fara út í það með hvítu
gegn Kudrin, sem hlýtur að hafa
haft endurbót á reiðum höndum.
Hver framtíð þessa afbrigðis
verður er erfitt að segja til um nú,
en það verður vafalaust reynt oft á
næstunni. Það verður að segjast
að fyrir þá sem ekki þekkja þær
skákir sem þegar hafa teflst, verður
erfítt að finna réttu vömina.
Þetta minnir mig á bandaríska
alþjóðameistarann sem fær evr-
ópsku skákblöðin send í flugpósti.
Það er miklu dýrara, en hann segir
að þó hann vinni aðeins eina úrslita-
skák vegna þess að hann hafi séð
nýjustu skákimar á undan and-
stæðingi sínum, þá hafí fjárfesting-
in borgað sig.
I
Stjórnunarfélag íslands hefur undanfarin þrjú misseri starfrækt
tölvuskóla, þar sem kennd er forritun og kerfisfræöi. Námiö byggir aö
verulegu leyti á hönnunar- og forritunarverkefnum sem hafa það
markmiö aö nemendur öölist færni í aö beita þeim aöferöum sem
kenndar eru. Sum verkefni eru tekin beint úr atvinnulifinu, önnur eru
tilbúin, en leitast er viö aö láta þau endurspegla raunveruleikann.
Námstími er 280 klst., kennt er 4 klst. á dag, frá kl. 8 á morgnana til 12
á hádegi, alla virka daga (14 vikur. Þessi tími dagsins er erfiöur fyrir
þá sem vilja stunda vinnu jafnhlióa námi.
Þetta nám er nú hægt að stunda ( áföngum á kvöldin. Sama náms-
efni er þá kennt I 7 áföngum. í forritunaráföngum geta nemendur
valið milli ýmissa forritunarmála, s. s. Pascal, C, Fortran eða Cobol.
Einnig dBase III+ , sem kennt verður í tengslum vió gagnasafns-
fræói. Ekki er nauðsynlegt aö Ijúka náminu, hver og einn getur tekið
þá áfanga sem honum hentar. Fyrsti áfanginn hefst mánudaginn 27.
október.
FRAMHALD
grunnur
gagnaskipan
ogalgoripmar
40
KLST
40
KLST
40
KLST
40 .
KLST I
ÆRFISGREINING
fc/rritun I
RUNNUR
KERFISHÖNNUN
Bestabrlendanéms«^nKa=
-- b^ieoda-
námskeið.
Kynning á einkatölvum.
__ stýrikerfiö MS-DOS.
_ Ritvinnslukerfiö Wor .
__ Töflureiknirinn Mult.p^n-
- Gagnasafnskerfió dBase m +
TÍMI OG STAÐUR: l9J^n^r22 30.
2__3 kvöld I viku, kl.
Ánanaust 15.
Stjórnunarfélag Islands
TÖLVUSKÖU
s—HW Ananauslum 15■ Sími: 621066
Grenið hefur staðið sig einna best og er það sumstaðar svo þétt að
þörf er á grisjun.
Friðsæl jól og áramót
í Gaulveijabæjarhreppi
Gaulveijabæ.
UNGMENNAFÉLAGIÐ Sam-
hygð gaf Gaulverjabæjarkirkju í
fyrsta skipti jólatré úr eigin
skógrækt um jólin. Það eru rúm
tuttugu ár síðan félagið byrjaði
að planta tijám í eigin reit. Timb-
urhóll heitir það svæði.
Gengið hefur á ýmsu enda skóg-
rækt erfíð hér á flatlendinu nálægt
ströndinni. Grenið hefur þó staðið
sig einna best og er það sumstaðar
svo þétt að þörf er á grisjun. Eftir
tvö hlý sumur í röð má merkja ótrú-
lega framför, en sum árin stendur
vöxtur tijánna nánast í stað.
Guðsþjónusta var í Gaulverja-
bæjarkirkju á jóladag og var kirkju-
sókn ágæt. Nýársmessa var síðan
sunnudaginn 4. janúar. Prestur er
séra Úlfar Guðmundsson Eyrar-
bakka.
Árlegt bamaball var haldið í
Félagslundi 29. desember. Var það
með hefðbundnu sniði og mætti þar
m.a. jólasveinninn Gáttaþefur til
leiks. Það var enginn gervi-jóla-
sveinn er heimsótti okkur þetta
árið, því hann rakaði skegg sitt að
hluta eftir dansinn í kringum jóla-
tréð.
Hinn hefðbundni landbúnaður er
hér uppistaða atvinnulífs. Hér ríkti
á síðasta ári góðæri sem annars-
staðar í landinu. Tíðarfar var
fádæma gott. Kreppan í landbúnað-
inum bitnar á bændum hér. Hins
vegar verður náttúruöflunum ekki
kennt um þau vandræði þetta árið.
Tvö ný fjós voru reist. Var þar
verið að endumýja og bæta gamlar
byggingar.
Morgunblaðið/V aldimar
Jólatréð komið á toppinn. Helgi
Stefánsson formaður ungmenna-
félagsins Samhygðar og Gunnar
Þórðarson kirkjuhaldari.
Félagslíf er hér í fóstum skorð-
um. Hér má nefna öflugan kirkju-
kór, ungmennafélagið Samhygð og
m.a. íþróttastarf og fleira í tengsl-
um við það félag, félagsvist og
margt fleira.
Einnig er félagslíf og atvinna
sótt til nágrannasveitarfélaga, þó
aðallega Selfoss. Þar veldur mestu
góðar samgöngur og litlar flarlægðir.
Valdim.G.