Morgunblaðið - 13.01.1987, Side 48

Morgunblaðið - 13.01.1987, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 félk f fréttum Ber er hver að baki... að er hermt að ber sé hver að baki, nema hann sér bróður eigi. Þetta á við um alla há sem lága og ekki síður heimsþekkt fólk. Bræður og systur standa þó yfir- leitt í skugga frægari systkina, þó svo að vissulega séu til á því undan- tekningar. Má þar nefna Janet Jackson, sem komst í sviðsljósið af eigin rammleik, þó svo að líklega hafi ekki spillt fyrir að vera systir Michaels Jackson. Hér á eftir verða rakin nokkur dæmi um systkini, sem eru að reyna að ota sér í skugga stóra bróður, eða systur. og PAULA Ciccone: göngkona H8HM hafa mikið álit á k‘ ^artin Sheen Þp' faðir sa& Þeim tii ógástStt flður Sínum> enda hefi ?ður e,nnig séð til bL ÍTumeð ráðum og dáð hann *• »»»■ Þ ^ sé“ * & Zp%z0h;% PHYLICIA Rashad og DEBBIE Alien: Debbie Allen hóf feril sinn á Broadway, eins og svo margir aðrir dansar- ar, en hún varð fyrst fræg þegar hún fékk hlutverk í Fame, eða „Á framabraut", eins og þættimir nefnast á íslensku. Stóra systir er ekki ófrægari, því að hún er Phylicia Rashad, sú sem leikur Clair Huxtable í þáttunum um fyrirmyndarföðurinn. Þær systur ólust upp í Texas og að sögn hafa þær stutt hvor aðra alla tíð, enda ekki samkeppni á milli þeirra. ROBogCHAD Lowe: Þessir bræður munu vera með alræmdustu hjartaknúsurum Hollywood um þessar mundir. Rob mun hafa stefnt að því frá unga aldri að verða leikari og með harðfylgni tókst það. Chad hafði á hinn bóg- inn aðeins áhuga á íþróttum. Dag einn varð hann þó samferða stóra bróður á skrifstofu umboðsmanns þess síðamefnda. Umboðsmannin- um leist vel á piltinum og bauð honum lítið hlutverk í kvikmynd nokkurri og æ síðan hefur Chad verið önnum kafinn við leikinn, því hann þótti standa sig með stakri prýði. — Að sögn fínnst Rob Lowe það ágæt til- breyting að vera kynntur sem stóri bróðir Chads. SEANogCHRIS Penn: Flestir kannast við Sean Penn, ný- viðskilinn eiginmann Madonnu, en hann og bróðir hans, Chris, hafa verið viðloðandi leiklistina frá unga aldri. Móðir piltanna er leikkona og faðirinn leikstjóri. Enn er óvíst hvað Sean tekur sér fyrir hendur eftir að upp úr sauð milli hans og Ma- donnu. Raddir munu hafa heyrst um að honum hafi verið boðið hlut- verk í sjónvarpsþætti, en ekki fylgdi sögunni hvaða þáttur það væri. Chris hefur á hinn bóginn haft nóg al gera við kvikmyndaleik að und- anfömu. Liberace firrir sig vandræðum Bandaríski píanóleikarinn Lib- erace, sem er ef til vill þekktari fyrir skrautsýningar sínar en sjálfan píanóleikinn, þurfti að reiða af hendi sem nem- ur 4,5 milljónum íslenskra króna á dögunum. Þeir peningar fóru til Scotts nokkurs Thorson, sem er fyrrum „vinur“ og einkabíl- stjóri píanóleikarans. I orði kveðnu em peningamir þakklætisvottur Liberace fyrir margra ára dygg störf, en at- hygli vakti að í sama mund var tilkynnt að ekkert yrði af útkomu bókar eftir bílstjórann. Hennar hafði verið beðið með eftirvænt- ingu þar sem að Thorson hafði boðað að í henni yrði sagt frá öllu um ástarsamband hans og Liberace. Minna má á að fyrir allmörgum árum vann Liberace meiðyrðamál gegn dagblaði nokkm, sem sagt hafði hann samkynhneigðan. Það vann hann á þeirri forsendu að hann væri ekki hommi, en nú virð- ist annað komið í Ijós. Með hring á hverjum fingri, píanóleikarmn Liberace. Cliff síungi. Cliff hefur ekki áhugaá að kvænast Hinn síungi Cliff Richards, sem nú er 46 ára gamall, hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki kvænast, enda fleira í lífinu en að eignast konu og böm. Þetta þykir skjóta skökku við hjá þessum Dorian Gray poppsins, því að hann er maður trúaður og hefur margoft lýst því yfir að hann sé a móti kynlífi fyrir hjónaband. Nú hefur hann greinilega gefíð. slíkt algerlega upp á bátinn. „Lengi vel angraði það mig þegar fólk sagði að ekki væri unnt að höndla hamingjuna án þess að kvænast og koma sér fyrir, en samt taldi ég það nú vera satt. Nú geri ég það ekki lengur." Cliff hefur aðeins þrisvar staðið í föstu sambandi við kvenfólk. Síðast var það tennis- stjarnan Sue Barker, sem hann sást öðru hvetju með, en nú hefur slitnað upp úr því. Cliff segist hafa íjölskyldu, þar sem hann styrki fátæka fjölskyldu á Haiti fyrir tilstilli hjálparstofnunar. Vonandi fínnur hann ham- ingjuna þannig. Annars er það af Cliff að frétta að hann leikur um þessar mundir í söngleiknum Time í Lundúnaborg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.