Morgunblaðið - 13.01.1987, Page 55

Morgunblaðið - 13.01.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 55 Atvinnuleysi að aukast í Grindavík Gindavfk. HELDUR fjölgar þeim sem láta skrá sig atvinnuiausa og nú eru um 60 á skrá hér i Grindavík. Mest fjölgaði á atvinnuleysisskrá rétt fyrir jólin eftir að síldar- vertíð lauk og voru um 40 skráðir í síðustu viku desembermánaðar. A þessum árstíma er þörf físk- vinnslufyrirtækjanna eftir vinnu- krafti í lágmarki þannig að verkfall sjómanna orsakar aðallega að verk- stjórar halda að sér höndum með ráðningu á fleira fólki. Þegar fréttaritari Morgunblaðs- ins leit inn í nokkur þeirra var verið að vinna við síld, skreið og jafnvel rækju. Aðallega er unnið að um- hirðu síldarinnar og hún búinn undir útflutning, en næsta farm til Sov- étríkjanna átti að byrja að lesta fyrir helgina. Þá er einnig verið að sauma utan um skreið sem væntan- lega er á förum og í Þorbirninum hf. er til rækja í tvær vikur. Svo helstu fiskvinnslufyrirtækin í Grindavík munu ekki þurfa að grípa til þess ráðs að senda það fólk heim sem hefur verið við vinnu frá því að síldarvertíð lauk. Við höfnina býður flotinn eftir því að verkfallið leysist og vertíðin geti hafist. í nokkrum bátum er tíminn notaður til viðgerða og uppi á brúnni á Skarfi GK var vélstjórinn Haukur Andrésson að fylgjast með rafvirkj- um að störfum. Hann kvaðst óhress með að ríkisstjómin ætlaði að setja lög en sennilega væri það eina úr- ræðið ef ætti að róa í vetur því útgerðarmenn segðu alltaf nei við öllu sem kæmi frá sjómönnum. Kr.Ben. Morgunblaðið/Kristinn Unnið að rækju í Þorbimi, en þar er gripið til hennar þegar ekki eru næg verkefni í fiski. A innfelldu myndinni sést skreiðar- pökkun í Fiskanesi. / / MUSIKLEIKFIMtN HEFST 15. JANÚAR Styrkjandi og lidkandi cefingar fyrir konur á öllutn aldri. Byrjenda- og framhaldstimar. Kennsla fer fram i Melaskóla. Kennari: Gigja Hermannsdóttir. Uppl. og innritun í síma 13022 um helgar. Virka daga eftir kl. 5. ____________________ ■________________________________J Hitamælinga- miðstöðvar Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eða tuttugu og sex mælistaði. Ein og sama miðstöðin getur tekið við og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius+200+850 eða 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Það er hægt að fylgjast með afgashita, kælivatns- hita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum, lestum, sjó og fleira. VESTURGOTU 16 SÍMAR 14680 ?1480 BlLLINN^^ Lítill, sætur og ótrúlega rúmgóður. Létturog lipuríbænum. Eyðir næstum engu. Hægt að leggja honum hvar sem er. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23sími 6812 99 Skutlan kostar nú frá aðeins 259 þúsund krónum. Skutlan er flutt inn af Bíla- borg h/f. Það tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öll- um sem til þekkja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.