Morgunblaðið - 24.01.1987, Side 64

Morgunblaðið - 24.01.1987, Side 64
skemmtun fyrirháa semlága! -J^L- Viðlaga þjónusta LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Banaslys á Garðveginum . UNGUR maður lést í bílslysi á vegamótum Garðvegar og Helguvíkurvegar um hádegis- bilið í gær, er fólksbifreið og vörubifreið skullu saman. Slysið bar að með þeim hætti að fólksbifreiðin var á leið úr Garðinum í suðurátt. Á krossgötunum þar sem Helgurvíkurvegur sker Garðveginn skall hann saman við vörubifreið, sem var á leið til Helguvíkur, með þeim afleiðingum að fólksbifreiðin valt og ökumaðurinn kastaðist út úr henni. Hann var fluttur á sjúkra- hús, en lést þar síðar um daginn. Ekki er hægt að birta nafn mannsins að svo stöddu. Sverrir norður í næstu viku Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, hyggur á ferð til Akureyrar í næstu viku til við- ræðna við Norðlendinga um skólamnál. Á þriéyudaginn ræðir mennta- málaráðherra við Sverri Thorsteins- son, sem fræðsluráð hefur lagt til að taki við starfi fræðslustjóra í Norðurlandsumdæmi eystra. Þráinn Þórisson, formaður fræðsluráðs Norðurlandsumdæmis eytsra, hefur beðið Morgunblaðið að birta afsökunarbeiðni hans vegna ummæla varðandi höfunda húsaleigusamnings fræðsluskrif- stofunnar. Sjá samtöl blaðsíðu 37. Ríkissjóður Rekstrarhalli 1.876 milljónirkr. 1986 REKSTRARHALLI A-hluta ríkissjóðs á síðasta ári var 1.876 milljónir króna. Á árinu 1985 var hallinn 2.381 milljónir króna og batnaði rekstrarafkoma ríkis- sjóðs því um 505 milljónir króna. Tekjur ríkissjóðs á liðnu ári námu alls 38.235 milljónum króna og hækkuðu um 42% á milli ára eða "\tim 11.346 milljónir króna. Gjöld A-hluta voru 37% hærri 1986 en 1985, námu alls 40.111 milljónum króna á móti 29.260 milljónum 1985. I frétt frá fjármálaráðuneyt- inu um afkomu ríkissjóðs kemur fram að um mitt síðasta ár hafi verið gert ráð fyn'r að heildarút- gjöld yrðu 39.177 milljónir króna. Reyndin varð hins vegar sú að gjöld urðu 2% hærri, eða sem samsvarar 934 milljónum króna. Ástæður hærri gjalda eru hærri vaxtagreiðsl- ur, niðurgreiðslur, uppbætur á lífeyrisgreiðslur og launagjöld. Tekjur A-hluta urðu einnig hærri. Um mitt ár voru þær áætlaðar 37.000 milljónir króna, en reyndust 1.235 milljónum króna hærri, eða um 3%. Auknar tekjur er hægt að rekja til hærri söluskatts, aðflutn- ingsgjalda, skatta af launagreiðsl- um og ýmissa tekna. Ríkissjóður tók 3.762 milljónir króna að láni innanlands á síðasta ári, en áformað var að þessi lántaka yrði 3.575 milljónir króna. Sjá bls. 26. v-; : ':J’- ■ xá. Morgunblaðið/Kr. Ben. Ufsahrognin söltuð Grindavík. Ufsinn er að glæðast hjá Grindavíkurbátum og rekur einn og einn bátur í góðan róður. Ufsinn er stór og fallegur hrygningar- fiskur sem er flakaður á Þýskalandsmarkað. Þessi stúlka var að sykursalta hrognin fyrir Svíþjóðar- eða Grikklandsmarkað hjá Hópsnesi hf. í Grindavík í gær. Veðrið: Hlýrra a Dala- tangaen Mallorca Spáð kólnandi veðri á sunnudag ÓVENJU mikil hlýindi hafa verið um allt land undanfarna daga en það sama hefur ekki verið hægt að segja um sumar- leyfisstaði Islendinga við Miðjarðarhaf. Um miðnætti aðfaranótt föstudags var 13 stiga hiti á Dalatanga, 9 stig á Akureyri og 7 stig í Reykjavík. Sömu nótt var ekki nema um 10 stiga hiti á eyjunni Mallorca í Miðjarðarhafi. Á sunnudag er spáð hægri breytilegri átt eða norðangolu um allt land. Búist er við éli á Norðausturlandi en víðast létt- skýjuðu annars staðar á landinu. Gert er ráð fyrir að hiti verði um frostmark þegar líða fer á sunnudaginn. Loðnukvótmn auk- inn um 100.000 tonn ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka loðnukvóta yfirstandandi vertíð- ar um 100.000 tonn. Þar af koma 85.000 tonn i hlut íslendinga, en 15.000 í hlut Norðmanna sam- Nefhjól á Fokker snérist þvert Morgunblaðid/RAX Hópslysaáætlun almannavarna var sett af stað þegar bilun kom upp í nefhjóli Fokkervélar Flug- leiða í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í gærmorg- un. Hjólið fór ekki upp og snéri þvert fyrir. Fyrst var nauðlending undirbúin á Reykjavíkurflugvelli en síðan var ákveðið að lenda vélinni í Keflavík og tókst Iendingin vel því nefhjólið small í rétta stöðu þegar flugvélin lenti. Þessa mynd tók Ragn- ar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins af flugvélinni þegar hún sveimaði yfir Reykjavíkur- flugvelli og sést greinilega á myndinni að ekki er allt með felldu í hjólabúnaði flugvélarinnar. Sjá frásögn á bls. 4. kvæmt skiptingu loðnunnar milli landanna. Heildarkvótinn hafði áður verið ákveðinn 1.170.000 lestir. Loðnukvótinn var upphaflega ákveðinn fyrri hluta síðasta árs, en aukinn talsvert síðar eftir að veiðum Norðmanna í eigin lögsögu var lok- ið. Eftir aukninguna áttu Norðmenn inni hluta hennar og var því veitt heimild til að taka hann innan íslenskrar lögsögu. Samkvæmt þá- verandi kvóta áttu þeir eftir 45.000 lestir, en við veitingu heimilda til þeirra innan íslenskrar lögsögu fengu þeir leyfi til veiða á 60.000 lestum með tilliti til væntanlegrar aukningar. Ákvörðun sjávarútvegsráðuneyt- isins um hækkun loðnukvótans er tekin í framhaldi af rannsóknum sem fram hafa farið að undanförnu undir stjórn Hjálmars Vilhjálmsson- ar fiskifræðings varðandi stærð loðnustofnsins. Niðurstaða þeirra mælinga var sú að veiðiþol stofns- ins væri meira en áður hafði verið miðað við, eða um 100 þúsund tcnn- um meira en fyrri mælingar höfðu gefið tilefni til að ætla. Að þeim upplýsingum fengnum, hafði sjáv- arútvegsráðuneytið samband við Norðménn í gær og að fengnu þeirra samþykki var þessi ákvörðun tekin. Yiðræður Islands og Grænlands í dag VIÐRÆÐUR Islendinga og Grænlendinga vegna ágreinings um nýtingu sameiginlegra fiski- stofna og löndunarheimildir grænlenzkra rækjutogara, hefj- ast í Reykjavík í dag. Fundurinn verður í utanríkisráðuneytinu og hefst hann klukkan 11 árdegis. Formaður íslenzku viðræðu- nefndarinnar er Ölafur Egilsson, sendiherra, en aðrir í nefndinni eru Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri á sama stað, Kristinn Árnason frá utanrík- isráðuneytinu og Jakob Jakobsson, forstöðumaður Hafrannsóknastofn- unar. Formaður grænlenzku við- ræðunefndarinnar er Einar Lemche, aðstoðarmaður Moses 01- sens, sjávarútvegsráðherra græn- lenzku landstjómarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.