Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 64
skemmtun fyrirháa semlága! -J^L- Viðlaga þjónusta LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Banaslys á Garðveginum . UNGUR maður lést í bílslysi á vegamótum Garðvegar og Helguvíkurvegar um hádegis- bilið í gær, er fólksbifreið og vörubifreið skullu saman. Slysið bar að með þeim hætti að fólksbifreiðin var á leið úr Garðinum í suðurátt. Á krossgötunum þar sem Helgurvíkurvegur sker Garðveginn skall hann saman við vörubifreið, sem var á leið til Helguvíkur, með þeim afleiðingum að fólksbifreiðin valt og ökumaðurinn kastaðist út úr henni. Hann var fluttur á sjúkra- hús, en lést þar síðar um daginn. Ekki er hægt að birta nafn mannsins að svo stöddu. Sverrir norður í næstu viku Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, hyggur á ferð til Akureyrar í næstu viku til við- ræðna við Norðlendinga um skólamnál. Á þriéyudaginn ræðir mennta- málaráðherra við Sverri Thorsteins- son, sem fræðsluráð hefur lagt til að taki við starfi fræðslustjóra í Norðurlandsumdæmi eystra. Þráinn Þórisson, formaður fræðsluráðs Norðurlandsumdæmis eytsra, hefur beðið Morgunblaðið að birta afsökunarbeiðni hans vegna ummæla varðandi höfunda húsaleigusamnings fræðsluskrif- stofunnar. Sjá samtöl blaðsíðu 37. Ríkissjóður Rekstrarhalli 1.876 milljónirkr. 1986 REKSTRARHALLI A-hluta ríkissjóðs á síðasta ári var 1.876 milljónir króna. Á árinu 1985 var hallinn 2.381 milljónir króna og batnaði rekstrarafkoma ríkis- sjóðs því um 505 milljónir króna. Tekjur ríkissjóðs á liðnu ári námu alls 38.235 milljónum króna og hækkuðu um 42% á milli ára eða "\tim 11.346 milljónir króna. Gjöld A-hluta voru 37% hærri 1986 en 1985, námu alls 40.111 milljónum króna á móti 29.260 milljónum 1985. I frétt frá fjármálaráðuneyt- inu um afkomu ríkissjóðs kemur fram að um mitt síðasta ár hafi verið gert ráð fyn'r að heildarút- gjöld yrðu 39.177 milljónir króna. Reyndin varð hins vegar sú að gjöld urðu 2% hærri, eða sem samsvarar 934 milljónum króna. Ástæður hærri gjalda eru hærri vaxtagreiðsl- ur, niðurgreiðslur, uppbætur á lífeyrisgreiðslur og launagjöld. Tekjur A-hluta urðu einnig hærri. Um mitt ár voru þær áætlaðar 37.000 milljónir króna, en reyndust 1.235 milljónum króna hærri, eða um 3%. Auknar tekjur er hægt að rekja til hærri söluskatts, aðflutn- ingsgjalda, skatta af launagreiðsl- um og ýmissa tekna. Ríkissjóður tók 3.762 milljónir króna að láni innanlands á síðasta ári, en áformað var að þessi lántaka yrði 3.575 milljónir króna. Sjá bls. 26. v-; : ':J’- ■ xá. Morgunblaðið/Kr. Ben. Ufsahrognin söltuð Grindavík. Ufsinn er að glæðast hjá Grindavíkurbátum og rekur einn og einn bátur í góðan róður. Ufsinn er stór og fallegur hrygningar- fiskur sem er flakaður á Þýskalandsmarkað. Þessi stúlka var að sykursalta hrognin fyrir Svíþjóðar- eða Grikklandsmarkað hjá Hópsnesi hf. í Grindavík í gær. Veðrið: Hlýrra a Dala- tangaen Mallorca Spáð kólnandi veðri á sunnudag ÓVENJU mikil hlýindi hafa verið um allt land undanfarna daga en það sama hefur ekki verið hægt að segja um sumar- leyfisstaði Islendinga við Miðjarðarhaf. Um miðnætti aðfaranótt föstudags var 13 stiga hiti á Dalatanga, 9 stig á Akureyri og 7 stig í Reykjavík. Sömu nótt var ekki nema um 10 stiga hiti á eyjunni Mallorca í Miðjarðarhafi. Á sunnudag er spáð hægri breytilegri átt eða norðangolu um allt land. Búist er við éli á Norðausturlandi en víðast létt- skýjuðu annars staðar á landinu. Gert er ráð fyrir að hiti verði um frostmark þegar líða fer á sunnudaginn. Loðnukvótmn auk- inn um 100.000 tonn ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka loðnukvóta yfirstandandi vertíð- ar um 100.000 tonn. Þar af koma 85.000 tonn i hlut íslendinga, en 15.000 í hlut Norðmanna sam- Nefhjól á Fokker snérist þvert Morgunblaðid/RAX Hópslysaáætlun almannavarna var sett af stað þegar bilun kom upp í nefhjóli Fokkervélar Flug- leiða í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í gærmorg- un. Hjólið fór ekki upp og snéri þvert fyrir. Fyrst var nauðlending undirbúin á Reykjavíkurflugvelli en síðan var ákveðið að lenda vélinni í Keflavík og tókst Iendingin vel því nefhjólið small í rétta stöðu þegar flugvélin lenti. Þessa mynd tók Ragn- ar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins af flugvélinni þegar hún sveimaði yfir Reykjavíkur- flugvelli og sést greinilega á myndinni að ekki er allt með felldu í hjólabúnaði flugvélarinnar. Sjá frásögn á bls. 4. kvæmt skiptingu loðnunnar milli landanna. Heildarkvótinn hafði áður verið ákveðinn 1.170.000 lestir. Loðnukvótinn var upphaflega ákveðinn fyrri hluta síðasta árs, en aukinn talsvert síðar eftir að veiðum Norðmanna í eigin lögsögu var lok- ið. Eftir aukninguna áttu Norðmenn inni hluta hennar og var því veitt heimild til að taka hann innan íslenskrar lögsögu. Samkvæmt þá- verandi kvóta áttu þeir eftir 45.000 lestir, en við veitingu heimilda til þeirra innan íslenskrar lögsögu fengu þeir leyfi til veiða á 60.000 lestum með tilliti til væntanlegrar aukningar. Ákvörðun sjávarútvegsráðuneyt- isins um hækkun loðnukvótans er tekin í framhaldi af rannsóknum sem fram hafa farið að undanförnu undir stjórn Hjálmars Vilhjálmsson- ar fiskifræðings varðandi stærð loðnustofnsins. Niðurstaða þeirra mælinga var sú að veiðiþol stofns- ins væri meira en áður hafði verið miðað við, eða um 100 þúsund tcnn- um meira en fyrri mælingar höfðu gefið tilefni til að ætla. Að þeim upplýsingum fengnum, hafði sjáv- arútvegsráðuneytið samband við Norðménn í gær og að fengnu þeirra samþykki var þessi ákvörðun tekin. Yiðræður Islands og Grænlands í dag VIÐRÆÐUR Islendinga og Grænlendinga vegna ágreinings um nýtingu sameiginlegra fiski- stofna og löndunarheimildir grænlenzkra rækjutogara, hefj- ast í Reykjavík í dag. Fundurinn verður í utanríkisráðuneytinu og hefst hann klukkan 11 árdegis. Formaður íslenzku viðræðu- nefndarinnar er Ölafur Egilsson, sendiherra, en aðrir í nefndinni eru Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri á sama stað, Kristinn Árnason frá utanrík- isráðuneytinu og Jakob Jakobsson, forstöðumaður Hafrannsóknastofn- unar. Formaður grænlenzku við- ræðunefndarinnar er Einar Lemche, aðstoðarmaður Moses 01- sens, sjávarútvegsráðherra græn- lenzku landstjómarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.