Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 Heimsmeistaramótið í alpagreinum í Crans-Montana: Sjöundu gullverðlaun Svisslendinga - Vreni Schneider sigraði ístórsvigi kvenna Crans-Montans, frá önnu Bjarnadóttur, frdttarltara Morgunblaðalna. SVISSLENDINGAR hrepptu sjö- undu gullverðlaunin af átta á heimsmelstaramótlnu f alpa- greinum f Crans-Montana f gœr þegar Vreni Schneider sigraði f stórevigi kvenna. Hún var með íangbesta tfmann eftir fyrri um- ferð, 1:09,86, og tókst að halda efsta sætinu þótt Júgóslavinn Mateja Svet keyrði betur en hún f seinni umferð. Svet hlaut silfur- verðlaunin með tfmann 2:21,78 og Maria Walliser, heimsmeistar- inn f bruni og risastórsvigi, varð þriðja með tfmann 2:23,51. Sam- anlagður tfmi Schneiders var 2:21.22. „Eg hafði heppnina með mér í dag og er mjög ánægð með sigur- inn,“ sagði Schneider á blaða- mannafundi eftir keppnina. „Ég var vonsvikin yfir að verða fjórða bæði f tvíkeppni kvenna og risastórsvigi en i dag gekk allt Ijómandi vel.“ Hún sagðist vera í góðu formi fyr- ir svigið á laugardag og hlakka til keppninnar. Walliser urðu á slæm mistök í fyrri umferð og hún var áttunda eftir ferðina. „Eg var mjög tauga- óstyrk fyrir seinni umferðina," sagði hún „en ég vissi að ég get staðið mig vel í stórsvigi og lagði mig því alla fram í seinni ferðinni og tókst að ná góðum tíma.“ Svet vann bronsverðlaunin í risastórsvigi og var mjög ánægð með viðbótarverðlaunin í gær. „Eg vissi að ég átti sama og engan möguleika á að sigra Schneider eftir fyrri umferðina en ég gerði mitt besta til að halda öðru sæt- inu,“ sagði hún. Svet hefur staðið sig mjög vel í heimsbikarkeppninni í stórsvigi f vetur. Hún æfir oft með karlaliði Júgóslavíu og gefur • Sveinn Bjömsson forseti ÍSÍ og Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða undirrita samninginn. Fiugleiðirog ÍSÍ: Samningurinn endurnýjaður ÍÞRÓTTASAMBAND íslands og Flugleiðir hafa endurnýjað sam- starfsamning sinn frá sfðasta ári. Samningurinn gildir til árs- loka 1987. Sammningurinn felur m.a. í sér að íþrottafólk sem ferðast á vegum (Sl njóti sérstakra kjara varöandi fargjöld Flugleiða ,bæði í millilandaflugi og innanlands- flugi.íSI og Flugleiðir munu síðan sameiginlega standa að auglýs- ingum og kynningu vegna íþróttaviðburða. Samningurinn var undirritaður af Sveini Björnssyni forseta ÍSI og Sigurði Helgasyni forstjóra Flugleiða. Eftir undirritun samn- ingsins sagðist Sigurður Helga- son fagna þessu samstarfi, og sagði það einlægan hug Flug- leiðamanna að styðja við íþrótta- hreyfinguna í landinu. Sveinn Björnsson þakkaði Flugleiðum samstarfið og talaði um hversu mikils virði þessi stuðningur Flugleiðamanna væri íþróttahreyfingunni. Við þetta tækifæri afhenti hann Sigurði Helgasyni og öðrum viðstöddum afmælispening, sem steyptur var sérstaklega í tilefni 75 ára afmælis ISI. Sund: Ragnar Jótlands- meistari í sundi RAGNAR Guðmundsson sund- maður varð um síðustu helgi Jótlandsmeistari f 1500 metra skriðsundi karla. Hann synti vegalengdina á 16.03,38 mínútum og var töluvert frá sínu besta. Islandsmet hans í greininni er 15.49,00 mínútur. Hann varð annar í 400 metra skriðsundi og í sjötta sæti í 200 m skriösundi. Þessir tímar Ragnars lofa góðu þar sem hann er nú í mjög þungu æfingaprógrami. Ragnar er í námi á Jótlandi og stundar jafnframt sundiö af mikl- um krafi. köppum eins og Rok Petrovic ekk- ert eftir. Austurríkismaðurinn Marc Gir- ardelli, sem keppir fyrir Lúxem- borg, er eini útlendingurinn sem hefur hreppt gullverðlaun á heims- meistaramótinu hér í Sviss fram til þessa. Hann vann tvíkeppnina í bruni og svigi og Svisslendingar urðu þá að sætta sig við silfurverð- launin. Nú á aðeins eftir að keppa í svigi. Svisslendingum verður þá veitt harðari samkeppni um gull- verðlaunin á heimsmeistaramót- inu en til þessa. Heimsmet í hástökki SVflNN Patrik Sjöberg stökk 2,41 m í hástökki á alþjóðlegu mótl f frjálsum fþróttum innanhúss f Aþenu á sunnu- daginn og setti heimsmet. Sjöberg, sem er 22 ára og vann silfurverðlaunin í hástökki á ÓL í Los Angeles 1984, setti metið í annarri tilraun, en heimsmetið var 2,40 m. • Vreni Schneider er hár á fullri ferð f stórsviginu f Crans-Montana f gær. Svisslendingar hafa verið mjög sigursælir á mótinu. íþróttamaður Norðurlanda Ingrid Kristiansen hlaut titilinn f GÆR var greint frá kjöri fþrótta- manns Norðurlanda 1986. Norska hlaupadrottningin Ingrid Kristiansen varð fyrir valinu að þessu sinni, en handhafi titilsins 1985 var danski knattspyrnumað- urinn Preben Elkjær. Kristiansen sigraði í 10 km hlaupi á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum, sem haldið var í Stuttgart í ágúst, en áður hafði hún sett heimsmet í greininni í Osló. íþróttamaður Norðurlanda hef- ur verið valinn síðan 1962 og hafa aöeins tveir íþróttamenn hlotið nafnbótina tvisvar eða oftar — Björn Borg, tennisleikari, sem var valinn 1977 til 1979, og skíðakapp- inn Ingemar Stenmark 1975 og 1980, en þeir eru báðir Svíar sem flestum er kunnugt. Kristiansen er fimmti Norðmaö- urinn, sem hlýtur titilinn, en auk hennar komu til greina frá hinum Norðurlöndunum Eðvarð Þór Eð- varösson, Morten Olsen, fyrirliði danska landsliðsins í knattspyrnu, Svíinn Gunde Svan og Finninn Marjo Matikainen, en þeir eru báð- ir skíðagöngumenn. Ingrid Kristiansen. 6 Ragnar Guðmundsson. Knattspyrna: Atli áfram hjá Uerdlngen Frá Sigurði BJÖrnssyni í V-Þýskalandi. MIKLAR tfkur eru á að Atli Eðvaldsson skrifi f dag undir tveggja ára samning við Uard- ingen f Vestur-Þýskalandi en félagið bauð honum fyrir skömmu slfkan samning. Atli tók sér nokkurn tíma til umhugsunar en undirritar samn- inginn líklega ídag. Forráðamenn Uerdingen eru ánægðir með Atla og vilja hafa hann ófram hjá fé- laginu. Atli er síðasti fastaleik- maður liðsins sem skrifar undir áframhaldandi samning þannig að Ijóst er að Uerdingen verður með svipaðan mannsakap á næsta ári. Lárus Guðmundsson hefur ekki enn endurnýjað samning sinn en forráðamenn Uerdingen sögðu á dögunum að hann yrði aö sýna hvað hann gæti í seinni umferðinni, en hann hefur verið meiddur í vetur og ekkert getað leikið. Waas tii Ítalíu? Herbert Waas, markahæsti leikmaður Leverkusen, hefur mikinn áhuga á að fara til Ítalíu til að leika knattspyrnu. Hann hefur ekki enn ritaö undir samn- ing við Lever- kusen og vill helst ekki gera það fyrr en hann fær það inn í samn- inginn að ef tilboð komi frá Ítalíu geti hann farið. Bayern Munchen hefur haft mikinn áhuga á að fá Waas en ekki er vitað hvað þessi mikli markaskorari gerir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.