Morgunblaðið - 06.02.1987, Page 55

Morgunblaðið - 06.02.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 55 Úrvalsdeild: Fyrsta tap IBK a heimavelli Keftavfk. HAUKAR gerðu sér lítið fyrir og sigruðu ÍBK f Keflavík í gærkvöldi og hafa þar með enn mögulelka á að komast í úrslitakeppnina um íslandsmeistaratitilinn. Keflvfk- ingar lóku án Jóns Kr. Gíslasonar, sem meiddist á æfingu kvöldið fyrir leikinn, og kom það greini- lega fram á leik liðsins. Þetta var fyrsti ósigur Keflvíkinga á heima- velli sínum í vetur. „Þetta var kærkominn sigur hjá okkur, þó það skyggi nokkuð á að Jón Kr. Gíslason léki ekki með," sagði Jón Sigurðsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við höfum lengi verið við þennan þröskuld en ekki komist yfir hann fyrr en núna. Mér fannst margir leikmenn Leikurinn í tölum íþróttahúsið í Keflvik 5. febrúar 1987. ÍBK—Haukar: 79:82 (35:39). 7:3,10:11,12:14,17:18,21:20,25:23, 27:27, 29:32, 35:39, 39:44, 44:50, 52:54, 56:56, 60:60, 68:65, 72:68, 77:73, 77:77, 79:77, 79:82. Stig ÍBK: Hreinn Þorkelsson 22, In- gólfur Haraldsson 14, Gylfi Þorkels- son 11, Ólafur Gottskálksson 10, Matti Ó. Stefánsson 8, Guðjón Skúla- son 6, Sigurður Ingimundarson 6 og Falur Harðarson 2. Stig Hauka: Pálmar Sigurösson 17, Henning Henningsson 16, ivar Ás- grímsson 15, Bogi Hjálmtýsson 13, Olafur Rafnsson 12, Eyþór Arnason 5 og Ingimar Jónsson 4. Bikarkeppni KKÍ: Dregið í beinni útsendingu DREGIÐ verður í 8-liða úrslrtum bikarkeppni KKÍ í beinni útsend- ingu f íþróttaþætti ríkissjónvarps- ins á morgun, laugardag. Úrvalsdeildarliðin sex öðlast sjálfkrafa rétt til að keppa í 8-liða úrslitum. Eftirtalin átta lið eru eftir í keppninni: Njarðvík, Keflavík, Valur, KR, Haukar, Fram, ÍR og Þór frá Akureyri. í 8-liða úrslitum er leikið heima og heiman og kemst þaö íið áfram sem annað hvort vinnur báða leik- ina, eða vinni annan leikinn og hafi hagstæðari skor úr báðum leikjunum samtals. Sé skor liðanna jafnt kemst það lið áfram sem skorað hefur fleiri stig á útivelli. Hafi liðin skorað jafnmörg stig á útivelli skal framlengja síðari leik- inn þar til annað liðið hefur sigrað og kemst þar með í næstu um- ferð. Það gildir þó annað um úrslitaleikinn því þá er aðeins einn leikur og fer hann fram í Laugar- dalshöllinni 10. apríl. í 4-liða úrslitum í bikarkeppni kvenna leika KR-stúlkur við ÍS og Haukar leika við ÍBK. Leikin er tvö- föld umferð. ÍBK leika betur en oft áður, en í kvöld vorum við betri.“ „Við höfðum alla burði til að sigra, en stákarnir léku einfaldlega ekki nógu vel í kvöld," sagði Gunn- ar Þorvarðson, þjálfari ÍBK. Gunnar sagði að enn væri ekki Ijóst hversu alvarleg meiðsli Jón Kr. Gíslasonar væru. Hann vonaðist eftir að hann gæti leikið eftir tvær vikur, en svo gæti farið að hann léki ekki meira með í vetur. Haukarnir börðust vel í þessum leik allir sem einn og fengu byr í samræmi við það. Keflvíkingar voru of hikandi í leik sínum og komust oft í vandræði vegna þess. Mikið var um mistök sérstaklega í byrjun og athygli vakti að Pálmar Sigurðsson skoraði aðeins eina körfu í síðari hálfleik utan af velli. En þá skoraði hann fallega körfu og náði með því ei.ns stigs forystu fyrir Hauka, 79:80, og það reyndist vendipunkturinn að þessu sinni. Hreinn, Ingólfur, Olafur og Gylfi voru skástir hjá ÍBK, en liðið náði sér ekki á strik og átti ekki sann- færandi leik. Hjá Haukum voru Henning, Pálmar, Ólafur Rafns- son, ívar og Bogi bestir, Eyþór skoraði mikilvægar körfur í fyrri hálfleik og Ingimar Jónsson í þeim síðari. Leikinn dæmdu þeir Kristbjörn Albertsson og Björn Scheving. B.B Knattspyrna: Aizlewood til Leeds Derby keypti Challaghan Frá Bob Hennessy á Englandi. BILLY Bremner framkvæmda- stjórí Leeds tók upp veskið f gær og keypti fyríriiöa Charí- ton, Mark Aizlewood, fyrír 200 þúsund pund. Aizlewood er 26 ára varnar- maður og hefur leikið með Charlton síðan 1982. Áður lék hann með Luton. Hann hafur leikið landsleiki fyrir Wales. Nigel Callaghan, sem lék hér á landi með Watford í jan- úar, var í gær seldur til Derby fyrir 140 þsund pund. Hann hefur leikið með Watford allar götur síðan 1980. Newcastle keypti í gær mið- vallarleikmanninn, Albert Creag, sem lék með skoska lið- inu Hamilton fyrir 100 þúsund pund. Gamla kempan, Joe Jordan, fékk í gær frjálsa sölu frá Sout- hampton til Bristol City. Jordan er fyrrum leikmaður með Leeds og Manchester United og lék einnig á Ítalíu. Hann er nú 35 ára og hefur aöeins spilað 3 leiki með Southampton í vetur. Léti hjá UMFG GRINDVÍKINGAR sigruðu ÍS, 75:52, í 1. deild karía f körfuknatt- leik á heimavelli sfnum í gær- kvöldi. Staðan í hálfleik var 42:25 fyrir UMFG. Dagbjartur Willard var stiga- hæstur Grindvíkinga með 21 stig. Guðmundur Bragsons kom næstur með 20 stig. Hegli Gústafsson var stigahæstur stúdenta með 16 stig. Sigrún Skarphéðinsdóttir skor- aði 21 stig fyrir Hauka er þær sigruðu ÍR, 52:31, í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 19:18 fyrir Hauka. I kvöld í kvöld fer fram einn leikur í 1, ds!!d karla f blaki. HK og Fram leika í Digranesi og hefsi viðureignin klukkan 20. AA þeim leik loknum leika UBK og ÍS í 1. deild kvenna. í körfuboltanum verða tveir leikir og hefjast báðir klukkan 20. í 1. deild karla leika UMFT og UBK á Sauðárkróki, en í 2. deild karla Reynir og UMFS í Sandgerði. Fjórir leikir verða í 2. deild karla í handbolta. Þór og UMFA leika á Akureyri, ÍBK og ÍA í Keflavík og Fylkir og Grótta í Seljaskóla. Þessir leikir hefjast klukkan 20, en klukkan 21.15 byrjar leikur ÍR og ÍBV. I 2. deiid kvenna leika ÍBK og UMFA og hefst viðureignin klukkan 21.15 í Keflavík. England: QPR og Sheffield Wednesday áfram Enn jaf nt hjá Celtic og Aberdeen TVEIR leikir fóru fram f ensku bikarkeppninni f fyrrakvöld. QPR vann Luton 2:1 og Sheffield Wed- nesday vann Chester 3:1. Luton og QPR skildu jöfn á laug- ardaginn í 4. umferð bikarkeppn- innar og því þurftu þau að leika að nýju. Terry Fenwick og John Byrne skoruðu fyrir heimamenn, en Mick Harford skoraði eina mark Luton. QPR leikur gegn Swindon á útivelli í 5. umferð. Sheffield Wednesday hefur ekki tapað bikarleik 'a heimavelli síðan 1973 og á því varð ekki breyting á miðvikudagskvöldið. Lee Chap- mann skoraði fyrsta markið, en Morgunblaðið/Einar Falur • Hér eigast þeir við Henning Henningsson úr Haukum og Guðjón Skúlason, ÍBK. Þeir stóðu sig báðir vel með liðum sfnum f gærkvöldi. sima ijónusia GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA ÍSLENSKRA GETRAUNA Hér eru leikirnir! Leikir 7. febrúar 1987 1 Aston Villa - Q.P.R. 2 Charlton - Man. United 3 Chelsea - Sheffield Wed. 4 Leicester-Wimbledon 5 Newcastle - Lutcn 6 Brighton - Sunderland 7 Derby - Birmingham 8 Hull-Oldham 9 Ipswich - Portsmouth 10 Reading - Plymouth 11 Sheffield United - Leeds 12 Stoke - Crystal Palace ) The Football League X Hringdu strax! 688-322 föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardagakl. 9.00-13.30 Gary Bennett jafnaði fyrir Chester. Graham Abel skoraði sjálfsmark og Carl Bradshaw bætti þriðja markinu við. Miðvöröur Sheffield, lan Knight, fótbrotnaði í leiknum, en liðið leikur gegn West Ham eða Sheffield United í 5. umferð. Sig- urður Jónsson kom inná sem varamaður í seinni hálfleik. I Skotlandi gerðu Celtic og Aberdeen markalaust jafntefli að viðstöddum 55 þúsund áhorfend- um. Þetta var sjötta jafntefli liðanna í deild og bikar á tímabil- inu, en næsta viðureign fer fram á hlutlausum velli. KARLAR ATHUGIÐ Leikfimi fyrir menn á besta aldri 35 ára og eldri. Nýtt 6 vikna námskeið 2 sinnum í viku hefst þriðjudaginn 10. febr- úar í Skipholti 3, 2. hæð. Áhersla lögð á uppbyggingu líkamans, slökun og liðkun. Tími: Þriðjudaga 17.30—18.30 og 18.30—19.30. Fimmtudaga 19.00—20.00 og 20.00—21.00. Laugardaga 10.00—11.00 og 11.00—12.00. Gufubað á staðnum. Upplýsingar eftir kl. 18 f sfma 45194. Mile íþróttakennari og íþróttaþjálfari. Betri bolti í fyrirtækinu Firmamót UMFA í knattspyrnu verður helgina 14.— 15. febrúar í hinu rúmgóða íþróttahúsi að Varmá. Mörg lið munu mæta til leiks — margir leikir — mikil skemmtun. Notast verðurvið riðlafyrirkomulag, fjórir í liði og skiptimenn að vild. Þátttökugjald kr. 4.500,- Tilkynningar berist sem fyrst í síma: 621177 — Hörður (skrifstofutími), 641494 — Jóhann (skrifstofu- tími), 666754 — íþróttahúsið að Varmá. Knattspyrnudeild UMFA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.