Morgunblaðið - 11.02.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.02.1987, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 34. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Sovétríkin: 140 pólitískum f öngum sleppt Hnútukastá öldum ljósvakans Reuter Fundi fulltrúa ríkja Evrópubandalagsins og Mið-Ameríkuríkja var fram haldið í Guatemala- borg í gær. Boðað var til fundarins að frumkvæði Evrópubandalagsins en það hefur boðið fram fjárhagsaðstoð í því skyni að draga úr spennu í þessum heimshluta. Embættismenn bandalags- ins kváðust í gær efast um að fundurinn myndi skila árangri. Hann einkenndist af deilum á milli fulltrúa Nicaragua og ríkja, sem hliðholl eru Bandaríkjamönnum og voru menn ósparir á hnjóðsyrði. Utanríkisráðherra E1 Salvador sak- aði stjórnvöld í Nicaragua, sem njóta stuðnings Sovétmanna, um að spilla fyrir friðarviðræðum og hefta lýðræðisþróun í Mið-Ameríku. Myndin var tekin er Miguel D’Escoto, utanríkisráðherra Nicaragua, svaraði þessum ásökunum og sagði stjórnvöld í E1 Salvador vera „strengjabrúður" i höndum Bandaríkjastjórnar. Moskvu, Haag. AP, Reuter. SOVÉSK yfirvöld hafa náðað 140 pólitíska fanga í samræmi við umfangsmikla endurskoðun á dómum, sem kveðnir hafa verið upp vegna andsovéskrar starf- semi. Skýrði talsmaður Sovét- stjórnarinnar frá þessu í gær. Gennady Gerasimov, yfírmaður upplýsingadeildar sovéska utanrík- isráðuneytisins, sagði á blaða- mannafundi í gær, að fangarnir hefðu annaðhvort sótt um náðun eða lofað að láta af fyrri iðju ef þeim yrði sleppt. „Ég er mjög ánægð og hlakka til þess dags þegar allir mennirnir verða komnir heim til fjölskyldna sinna,“ sagði Yelena Bonner, eigin- kona andófsmannsins Andreis Sakharov. Um þau ummæli Geras- imovs, að fangarnir hefðu lofað að hætta öllu andófi, sagði Bonner, að þau skiptu ekki máti. „Fyrir aðeins hálfu ári hefðu þeir getað undirritað alls kyns skjöl og samt dáið í fangelsi. Nú biðja yfirvöldin um pappírsblað, sem enga þýðingu hefur.“ ísraelar þvertaka ekki fyrir viðræður við mannræningja Beirút, Tel Aviv, Washington, Algeirsborg, AP, Reuter. ÍSRAELSSTJÓRN stendur í leyni- legum samningaviðræðum við öfgafulla múslimi sem halda er- lendum mönnum i gíslingu í Líbanon, að því er sagði í fréttum útvarpsstöðva í Beirút í gær. Emb- ættismenn í ísrael sögðu að engar viðræður hefðu farið fram um háskólakennarana fjóra sem mannræningjarnir höfðu hótað að myrða á miðnætti á mánudags- kvöld. Yitzhak Shamir forsætis- ráðherra sagði stjórnina ekki afhuga því að skipt yrði á aröbum sem silja í fangelsi í ísrael og ísra- elskum flugmanni, sem amal shítar hafa í haldi í Líbanon. Erlendir sendimenn í ísrael kváð- ust þess fullvissir að samningavið- ræður færu fram á bak við tjöldin og ráðamönnum í ísrael væri um- hugað um að fá flugmanninn leystan úr haldi. Nabih Berri, leiðtogi amal shíta, hefur lagt til að Israelar gangi að kröfum mannræningjanna og sleppi 400 Palestínumönnum og Líbönum. Kveðst hann þá reiðubúinn til að afhenda ísraelska flugmanninn og beita sér fyrir því að háskólakenn- urunum verði sleppt úr gíslingu. Shamir forsætisráðherra ísraels sagði að stjórn sín myndi íhuga mál- ið ef krafa þessi yrði formlega sett fram. Talsmaður Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta sagði stjórnina ekki hafa leitað eftir aðstoð Israela við að fá bandarísku gíslana leysta úr haldi. Fullyrt var í gær að mann- ræningjarnir, sem eru meðlimir samtaka sem nefnast „Jihad“ (heilagt stríð), hefðu komið lista með nöfnum fanganna 400 í hendur starfsmanna Rauða krossins. Talsmaður í höfuð- stöðvum samtakanna í Genf sagði frétt þessa heilaspUna blaðamanna. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissam- taka Palestínu (PLO) sendi Gorbach- ev Sovétleiðtoga skeyti í gær þar sem hann mæltist til þess að Sovétmenn kæmu á friði í Líbanon og björguðu þúsundum Palestínumanna sem dveljast í fióttamannabúðum þar. Fólkið er sagt aðframkomið af hungri og hafa neyðst til að leggja sér til munns hunda, ketti og rottur. Tals- maður Rauða krossins sagði ekki unnt að senda hjálpargögn til flótta- mannanna. Gerasimov sagði, að fangarnir hefðu verið náðaðir í samræmi við tvær nýlegar samþykktir forsætis- nefndar æðstaráðsins og að mál annarra 140 væru nú í athugun. Bandaríkjastjórn fagnaði í gær þessum tíðindum og sagði taismað- ur Hvíta hússins, Marlin Fitzwater, að stjórnin vonaðist til, að fleiri samviskuföngum yrði sleppt á næstunni og það án skilyrða um að þeir hættu að láta sig almenn mannréttindi varða. Fjölskylda Palme vinnur skattamál Stokkhólmi, Reutcr SÆNSK skattyfirvöld töpuðu í gær máli á hendur fjölskyldu Olofs Palme, fyrrum forsætisráð- herra Svíþjóðar. Þau kröfðust greiðslu úr dánarbúi Palme heit- ins. í úrskurði héraðsdóms var sagt að fjölskylda Palme, sem var myrtur fyrir tæpu ári, þyrfti ekki að greiða skatt af fímm þúsund Bandaríkja- dollurum (um 200 þúsund ísLkr.), sem hann fékk greidda fyrir að halda fyrirlestur í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum í apríl árið 1984. Palme tók ekki við greiðslunni, en mánuði síðar fékk Joakim sonur hans inngöngu í háskólann og sér- stakan styrk að auki. Skattyfirvöld í Svíþjóð komust að þeirri niðurstöðu að svo sterkar líkur bentu til þess að leggja mætti að jöfnu styrkinn og greiðsluna, sem Palme hafnaði, að skattleggja ætti umrædda fimm þúsund dollara. Dómi skattyfirvalda var áfrýjað og kváðu dómstólar í gær upp úrskurð um að hvorki Palme, né nánustu samstarfsmenn hans, hefðu vitað að fénu yrði varið til að styrkja Joakim til náms við Harvard. Heiðursmenn íheimsókn Reuter Margaret Thatcher, forsætisrádherra Bretlands, bauð ýmsum þekktum listamönnum og skemmtikröftum til veislu í bústað sínum á Downingstræti 10 á mánudagskvöld. Á meðal þeirra sem heiðr- uðu Thatcher með nærveru sinni voru leikararnir Alec Guinnes (t.v) og John Gielgud en þeir hafa báðir verið aðlaðir fyrir fram- lag sitt til leiklistarinnar. Suður-Afríka: Börn svipt frelsi og pynt- uð í fangelsum landsins Genf, Jóhannesarborg, AP, Reuter. ÁSTAND mannréttindamála hefur aldrei verið verra í sögu Suð- ur-Afríku, að því er segir í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og birt var i gáer. í skýrslunni eru nefnd fjölmörg dæmi um pyntingar á þeldökkum börnum, sem handtekin hafa verið i samræmi við ákvæði neyðar- laga. Skýrslan var unnin af þremur lögfræðingum fyrir Mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna. í henni segir að 10.000 manns hafi verið handteknir án þess að vera formlega ákærðir. Auk þess hafi börnum undir 15 ára aldri verið varpað í fangelsi. Þá segir að lög- reglumenn og sérsveitir hafi pyntað fanga og að fjölmargir þeirra hafi látið lífið í gæsluvarð- haldi og fangelsum. Ennfremur er því haldið fram að öryggissveit- ir stjómvalda hafi myrt þúsundir manna í skjóli neyðarástandslaga, sem gilt hafa undanfarna átta mánuði í Suður-Afríku, og tryggja að ekki er unnt að sækja meðlimi þeirra til saka fyrir ódæðisverk. Höfundar skýrslunnar segjast hafa óyggjandi heimildir fyrir því að börn hafi verið pyntuð og að aðbúnaður í fangelsum landsins sé víða mjög slæmur. Ennfremur munu nokkur börn hafa fallið fyr- ir byssukúlum öryggissveita þegar hinir þeldökku íbúar lands- ins hafa safnast saman til að mótmæla kynþáttaaðskilnaðar- stefnu stjórnvaida. Samkvæmt opinberum tölum eru 256 börn undir 16 ára aldri í fangelsum í Suður-Afríku en í skýrslunni er fullyrt að tala þessi sé mun hærri. Adriaan Vlok dómsmálaráðherra sagði í gær að stjórnin hygðist ekki leysa börnin úr haldi á næst- unni þar sem þau myndu einungis taka til við fyrri iðju og ofsækja lögregluþjóna með grjótkasti, bensínsprengjum og hótunum. Þá segir í skýrslu lögfræðing- anna að afnám kynþáttastefnunn- ar sé skilyrði fyrir því að ástand mannréttindamála fari batnandi í landinu. Er hvatt til þess að ríki heims sameinist um refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum þar í þessu skyni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.