Morgunblaðið - 11.02.1987, Side 2

Morgunblaðið - 11.02.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 Borgarstjóri um endurskoðun á skólamálaráði; Tilefnislaus og óþörf ábending DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri tel- ur ekki ástæðu til sérstakra aðgerða af hálfu borgaryfir- valda vegna skólamálaráðs Reykjavíkur, en félagsmálaráðu- neytið hefur beint þeim tilmæl- um til borgarstjórnar að hún taki samþykkt fyrir skólamálaráð til endurskoðunar. Þetta álit borg- arstjóra kemur fram í bréfi sem sent var félagsmálaráðuneytinu í gær og þar kemur ennfremur fram það álit, að ábending um að borgarstjórn sjái svo um, að fræðsluráð og skólamálaráð fari að lögum, sé óþörf og án tilefnis. Tilmæli félagsmálaráðuneytisins eru byggð á álitsgerð Lagastofnun- ar Háskóla íslands þar sem niður- staðan er meðal annars sú, að Reykjavíkurborg hafi í sjálfu sér verið heimilt að stofna skólamála- ráð og skólaskrifstofu og fela þeim ákveðin verkefni til umfjöllunar að svo miklu leyti sem slíkt fól ekki jafnframt í sér að lögskipaðar stofn- anir og ráð væru sviptar lögbundn- um verkefnum. í svarbréfi borgarstjóra telur hann að borgin hafi ekki framkvæmt það, sem ráðuneytið teldi að hefði verið ólög- legt og því verði ekki séð, að umfjöllun ráðuneytisins gefi tilefni til endurskoðunar á samþykkt fyrir skólamálaráð. Málið var til umræðu á fundi borgarráðs í gær þar sem þrír full- trúar minnihlutans gerðu sérstaka bókun þar sem m.a. lýst er yfir stuðningi við tilmæli félagsmála- ráðuneytisins um endurskoðun á skólamálaráði. Þá segir einnig í bókuninni að ljóst sé af álitsgerð ráðuneytisins að borgaryfirvöld hafi ekki farið að lögum um stofnun skólamálaráðs. I bókun sem borgar- stjóri lagði fram á fundinum ítrekar hann þá skoðun sína, að ekkert hafi komið fram sem sé tilefni til sérstakra aðgerða af hálfu borgar- yfirvalda í þessu máli. Svamlað í sundlaugunum Fræðslustj óramálið; Frávísunartillaga á frum- varpið um rannsóknanefnd ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis- flokksins hefur ákveðið að flylja rökstudda dagskrártillögu varð- andi frávísun á frumvarpi þeirra Ingvars Gíslasonar, Guðmundar Bjarnasonar, Steingríms J. Sig- fússonar og Kristínar Halldórs- dóttur um að Hæstiréttur skipi utanþingnefnd er rannsaki deil- ur menntamálaráðuneytisins og fræðsluyfirvalda í Norðurlands- umdæmi eystra. Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að sjálfstæðismenn litu á frum- varpsflutning þeirra fjórmenn- inganna sem vantrauststillögu á Sjávarafurðadeild Sambandsins; Samið um sölu á 750 lestum af frystri loðnu menntamálaráðherra og myndu bregðast við þeim flutningi sem slíkum. „Það er ekkert launungarmál að auðvitað hyggjumst við flytja frávísunartillögu á þetta frum- varp,“ sagði Ólafur, og kvaðst hann telja að slík tillaga yrði samþykkt. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að líklega myndu flestir þingmenn Framsóknarflokksins greiða slíkri frávísunartillögu at- kvæði sitt, þar sem meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins var og er andvígur þessum frum- varpsflutningi. Flokksforysta Framsóknarflokksins reyndi að stöðva framlagningu þessa frum- varps á þingflokksfundi sínum í fyrradag, en þeirn Ingvari og Guð- mundi varð ekki haggað. Þá hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að reiði hafi hlaupið í flokksforystu Framsóknarflokksins þegar þingflokksfundur hófst í fyrradag kl. 17 og það upplýstist að frumvarpið hafði þegar verið lagt fram, án þess að það hefði verið rætt í þingflokknum. Jafnframt er líklegt talið að ein- hverjir þingmenn Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins muni greiða atkvæði með frávísunartillögu, þannig að hún er talin njóta öruggs meirihluta. Ingvar Gíslason, fyrsti flutnings- maður frumvarpsins og forseti Neðri deildar Alþingis sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að frumvarpið kæmi inn á dagskrá í dag, en það yrði ekki tekið til um- ræðu í Neðri deild fyrr en í næstu viku, annað hvort á mánudag eða miðvikudag, allt eftir því hvernig þingstörfum miðaði. Meðalframleiðsla síðustu 7 ára 140 lestir Stjórnarkjör hjá OLÍS í gærkvöldi; Nýir menn kosn- ir í sljórnina SJÁVARAFURÐADEILD Sam- bandsins hefur nú samið við kaupendur í Japan um sölu á 750 lestum af heilfrystri loðnu. Líklegt er talið að samningar um meira magn náist. 750 lestir sam- svara um fimmfaidri meðalfram- leiðslu frystihúsa Sambandsins af loðnu síðustu 7 ár. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar- innar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að nú væru Kanada- menn komnir inn á markaðinn í Japan og byðu þar mikið magn af heilfrystri loðnu á lægra verði en í fyrra. Þetta hefði auðvitað slæm áhrif á samningsstöðu okkar. Hins vegar hefðu Sambandshúsin lítið verið í frystingu loðnu og nánast ekkert í hrognafrystingu. Meðal- talsframleiðsla á heilfrystri loðnu síðustu 7 árin væri um 140 lestir á ári og þar af hefðu um 400 lestir verið frystar á fyrsta ári þessa tíma- bils. Því hefði þegar verið samið um sölu á fimmfaldri meðalfram- leiðslu þessara ára. Hins vegar væri margt, sem benti til þess, að framleiðendur ætluðu sér stærri hlut í þessari framleiðslu en undan- farin ár. Því ylli aðallega þrennt: Loðnan væri nú stærri en undanfar- in ár vegna hás hlutfalls fjögurra ára loðnu í veiðinni; verð væri hærra en um langt skeið og menn væru tæknilega betur undir frystingu búnir, meðal annars vegna fjölgun- ar fullkominna flokkuuarvéla. Samið hefði verið um nægilegt magn til að komast vel af stað, en hugsanlega gæti orðið þörf á frek- ari sölusamningum. NÝ STJÓRN Olíuverzlunar ís- Iands, OLÍS, var kjörin á hlut- hafafundi í gærkvöldi og voru nýir menn kosnir í stað þeirra, sem áður sátu í stjórn fyrirtækis- ins. Nýja stjórnin er skipuð Óla Kr. Sigurðssyni forstjóra, Þórði Gunn- arssyni hrl., Gunnari K. Gunnars- syni viðskiptafræðingi, Stefáni Rafni Þórðarsyni framkvæmda- stjóra, Birni Halldórssyni fram- kvæmdastjóra, Benedikt Blöndal hrl. og Símoni Á. Gunnarssyni lög- giltum endurskoðanda. Þeir fimm fyrsttöldu voru kjörnir með fulltingi Heildverslunarinnar Sund hf., sem fyrir skömmu éignaðist rúmlega 70% hlutabréfa í OLÍS, en tveir þeir síðasttöldu eru fulltrúar ann- arra hluthafa. Stjórnin á eftir að skipta með sér verkum. I samtali við Morgunblaðið sagði Þórður Gunnarsson, einn nýju stjórnarmannanna, að þessi breyt- ing á stjórninni endurspeglaði þá breytingu sem varð á hlutabréfa- eigninni. Þórður sagði að síðan Óli Kr. Sigurðsson varð forstjóri fyrir- tækisins hefðu verið gerðar veru- legar breytingar á rekstrinum, sem leiddu til mjög hertra innheimtuað- gerða og kostnaðareftirlits, og stjórnarkjörið nú staðfesti að því yrði haldið áfram. Þórður sagðist aðspurður ekki búast við að stjórnarskiptin hefðu áhrif á viðskiptavild fyrirtækisins. Utvarpsráð; Tillögu um leign á dreifi- kerfi rásar 2 vísað frá MEIRIHLUTI útvarpsráðs samþykkti á fundi í gærkvöldi að vísa frá tillögu Ingu Jónu Þórðardóttur, Magnúsar Erlendssonar og Jóns Þórarinssonar, þess efnis að þegar í stað yrði hafinn undirbúningur á að bjóða til íeigu afnot af dreifikerfi rásar 2 á ákveðnum tímum sólarhrings. Meirihlutinn byggði frávísunart- illögu sína á því að ekki væri tímabært að hefja slíkan undirbún- ing. Tillaga minnihlutans gerði ráð fyrir að unnt yrði að leigja dreifi- kerfið annað hvort til svæðisbund- inna sendinga eða til landsins alls eftir atvikum. Þá var gert ráð fyrir að þessar sendingar yrðu vel af- markaðar frá útsendingum dag- skrárefnis rásar 2 og að leigutakar hefðu leyfi frá Útvarpsréttamefnd til útvarpsrekstrar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.