Morgunblaðið - 11.02.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.02.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1987 Lax fluttur utan fyrir 69 milljónir Þar af seiði til frekara eldis fyrir 57 milljónir ÚTFLUTINGUR á laxi héðan á síðasta ári nam alls 69 milljónum króna. Hann var ýmist fluttur utan frystur, isaður eða sem seiði fyrir laxeldi. Seiðin eru stærsti þátturinn í útflutningnum eða tæpar 57 milljónir króna. Fiskifélag Islands hefur tekið saman tölur um þennan útflutning, BORGARRÁÐ staðfesti á fundi sínum í gær ráðningu Einars Hákonarssonar listmálara, í starf listráðunauts á Kjarvalsstöðum til fjögurra ára. Einar var einn umsækjenda um starfið og lagði minnihluti borgar- sem er unninn úr útflutningsskýrsl- um Hagstofunnar. Samkvæmt þeim höfum við flutt til Noregs 11,3 lest- ir að verðmæti 17,6 milljónir króna og 16,8 lestir til írlands að verð- mæti 39,3 milljónir króna. Hér mun að öllum líkindum eingöngu átt við seiði til frekara eldis, enda er verð á kíló til Noregs 1.558 krónur og ráðs til að staðan yrði auglýst að nýju með það í huga að listfræðing- ur fengist í starfið. Þessi tillaga var felld og ráðnig Einars samþykkt með einu mótatkvæði og fer því til endanlegrar afgreiðslu borgar- stjórnar. 2.346 til írlands. Seiðin, sem flutt voru til írlands, voru mun stærri en þau, sem fóru til Noregs. Til Vestur-Þýzkalands voru flutt 60 kíló að verðmæti 15.572 krónur, meðalverð 259,53 krónur. Til Bandaríkjanna voru fluttar 35,3 lestir af ísuðum laxi að verðmæti 9,4 milljónir króna, meðalverð 266 krónur og til Bretlands 698 kíló að verðmæti 132.959 krónur, meðal- verð 190 krónur. Af frystum laxi voru fluttar til Bandaríkjanna 7,2 lestir að verð- mæti 2,5 milljónir króna, meðalverð 348,42 krónur. Til Frakklands fóru 527 kíló á samtals 114.689 krónur, meðalverð 217,63 krónur. Til Vest- ur-Þýzkalands fóru 20 kíló á samtals 4.920 krónur, eða 246 krónur að meðaltali á kíló. Alls voru því fluttar út á árinu 72 lestir að verðmæti 69,1 milljón króna. Ráðning listráðunauts Kjarvalsstaða staðfest VEÐUR ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veóurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Um 500 km suðsuðaustur af Dyrhólaey er 985 millibara djúp lægð sem þokast suðaustur. Yfir Norðursjó er önnur lægð, 975 millibara djúp, sem fer norðnorðaustur. Yfir norðaustanverðu Grænlandi er 1020 millibara hæð. SPÁ: Norðaustan gola eða kaldi (3-5 vindstig) um mestallt land og vægt frost víðast hvar. Dálítil él verða við noröur- og austur- ströndina, en bjart veður suðvestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR OG FÖSTUDAGUR: Fremur hæg austanátt verð- ur ríkjandi á landinu, víða él um austan- og suðaustanvert landið en að mestu úrkomulaust annars staðar. Frost á bilinu 3 til 4 stig. s, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■JO" Hrtastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [7 Þrumuveður "W'i m F * 1 W1 F W' . VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 0 slydda Reykjavík 0 skýjað Bergen 2 slydda Helsinki -12 léttskýjað Jan Mayen -2 lóttskýjað Kaupmannah. 1 þoka Narssarssuaq -B snjókoma Nuuk -14 alskýjað Osló —6 snjókoma Stokkhólmur -6 alskýjað Þórshöfn 3 skýjað Algarve 11 rlgnlng Amsterdam 7 skýjað Aþena 16 heiðskírt Barcelona vantar Bertín 6 rigning Chicago vantar Glasgow 6 úrk. f gr. Feneyjar S þoka Frankfurt 8 rigning Hamborg 6 þokumóða Las Palmas 20 léttskýjað London 7 skýjað LosAngeles 16 alskýjað Lúxemborg 4 skúr Madríd 8 skýjað Malaga 13 alskýjað Mallorca 14 þokumóða Miami 9 léttskýjað Montreal -21 skýjað NewYork -4 léttskýjað París 9 léttskýjað Róm 12 rigning V/n 2 þoka Washington -2 akýjað Winnipeg -3 alskýjað Morgunblaðið/Einar Falur Hjá kaupmanninum á horninu Innbrota- og skemmdar- verkafaraldur: Enn lagt til at- lögu í Síðumúla Tveir unglingar handteknir við inn- brot í bát MIKLAR annir voru hjá lögreglu á mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudags vegna innbrota og skemmdarverka sem framin voru víða á höfuðborgarsvæðinu. Var þar bæði um að ræða inn- brot í íbúðarhús og fyrirtæki og meðal annars var lagt til atlögu í fyrirtæki við Armúla og Síðum- úla, skammt frá þeim stað þar sem unnin voru mikil skemmdar- verk um helgina. Að sögn lögreglu munu þeir sem hér hafa verið að verki ekki hafa haft mikið fémætt upp úr krafsinu en tjón vegna skemmdarverka er talsvert. Á mánudagskvöld var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús í Kópavogi og stuttu síðar í íbúðarhús við Há- teigsveg. Sama kvöldið var ráðist á þungaða konu í Fossvogsdal, eins og greint var frá í frétt Morgun- blaðsins í gær. Konunni tókst að forða sér en tapaði veski sínu, sem fannst skömmu síðar á svipuðum slóðum, með öllu sem í því var, að sögn Helga Daníelssonar, yfirlög- regluþjóns hjá RLR. Innbrot og skemmdarverk héldu áfram um kvöldið og fram eftir nóttu og meðal annars var tilkynnt um innbrot í skrifstofu Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi. Þá voru tveir unglingar staðnir að verki við Listamannaíbúð í París: Þrír skipa nefnd um reksturinn SVERRIR Hermannsson mennta- málaráðherra hefur skipað Sigurð- ur Pálsson formann Rithöfunda- sambands íslands, fulltrúa menntamálaráðuneytisins og Seðla- banka íslands í stjóm nefndar sem sjá mun um rekstur listamanna- íbúðar í París. Þá samþykkti borgarráð á fundi sínum í gær, tilnefningu menninga- málanefndar um fulltrúa fyrir hönd borgarinnar í nefndinni. Það eru þær Elín Pálmadóttir blaðamaður og Herdís Þorvaldsdóttir leikkona. innbrot í bát við Ægisgarð um klukkan 23.00 á mánudagskvöld. Um miðnætti var tilkynnt um inn- brot við Lokastíg og skömmu síðar um innbrot í íbúð við Miklubraut. Um klukkan 6 á þriðjudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í júdódeild Ármanns og lakkrísgerðina Kólus í Ármúla og unnin mikil skemmdar- verk á síðamefnda staðnum. Þá var ennfremur tilkynnt um innbrot í Prentþjónustuna Korpus við Árm- úla og innbrot í fyrirtæki við Síðumúla og eins hjá Magnúsi Kjar- an h.f. svo nokkuð sé nefnt. Þessa sömu nótt var tveimur bílum var stolið af bílaverkstæði Ásgeirs í Ármúlanum og fannst annar þeirra á þriðjudagsmorgun í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hinn bíllinn var hins vegar ófundinn er Morgunblaðið frétti síðast í gær- kvöldi. Framhalds- stofnfund- ur um fisk- markað FRAMHALDSSTOFNFUNDUR um stofnun fiskmarkaðar í Reykjavík verður haldinn á morg- un, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 16, í Hafnarhúsinu við Tryggva- götu. Á stofnfundi sem haldinn var í byrjun desember síðastliðinn, var ákveðið að bíða átekta þar til laga- frumvarp um rekstur fiskmarkaðar hefði veriðlagt fram á Alþingi. Frum- varpið var lagt fram skömmu fyrir jól og að mati undirbúningsnefndar um stofnun fiskmarkaðar í Reykjavík, mun það fá þá afgreiðslu að óhætt sé að stofna félagið. INNLEN-T

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.