Morgunblaðið - 11.02.1987, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. PEBRÚAR 1987
Skattafrumvörpin iögð fram á Alþingi í dag:
Fiinn skattstofn og breyttar álagn-
ingarreg’lur aðalbreyting’arnar
Talið að staðgreiðslukerfið muni einfalda alla skattheimtu til muna
Meginbreytingarnar í nýju
frumvarpi um tekju- og eigna-
skatt, miðað við núverandi lög,
eru þær að myndaður er einn
sameiginlegur og breyttur skatt-
stofn og álagningarreglum er
breytt í mörgum atriðum. í dag
verða skattafrumvörp þau sem
verið hafa í vinnslu undanfarnar
vikur á vegum fjármálaráðuneyt-
isins lögð fram á Alþingi, en þau
voru kynnt í stjórnarflokkunum í
fyrradag og samþykkt þar og auk
þess voru þau kynnt fulltrúum
stjórnarandstöðunnar í gær.
Frumvörp þau sem hér um ræðir
eru frumvarp um staðgreiðslu
skatta, frumvarp um gildistöku stað-
greiðslukerfisins, frumvarp um
breytingar á lögum um tekju- og
eignaskatt og frumvarp um breyt-
ingar á lögum um tekjustofna
sveitarfélaga.
Einn skattstofn
í stað tekjuskatts í núverandi
formi, og annarra gjalda, svo sem
sjúkratryggingagjalds o.fl., verður
eitt skatthlutfall, 28,5%, en við það
bætist 6,25% vegna útsvars til sveit-
arfélaga, þannig að sameiginlegt
skattahlutfall tekjuskatts og útsvars
yrði 34,75%. Rétt er að geta þess,
að frumvarpið að lögum um tekju-
stofna sveitarfélaga, gerir ráð fyrir
að útsvar geti orðið 7%, þannig að
STAÐGREIÐSLA
SKATTA
100.000
23.250
Eftir
standa
76.750
34.750 -11.500
34,75% persónu-
skattur frádráttur
DÆMI af
einstaklingi
I með
1100.000
krónur
I í mánaðarlaun.
1150.000 DÆMI af hjónum eða sambýlisfólki með 150.000 krónur
HÚN 1 mánaðarlaun. Hann 100.000 og hún 50.000 krónur.
standa
120.875
5.875
23.250
ákveði sveitarfélögin að nýta sér þá
heimild, þá getur álagningarhlut-
fallið farið í 35,5%. Talan sem nú
er miðað við, 34,75%, er fengin með
þeim hætti að reiknað er út hvert
100.000
23.250 14.050
Eftir
standa
85.950
34.750 -11.500 -9200
34,75% persónu- 80% af
skattur frádráttur persónu-
frádrætti
hins
DÆMI af hjónum
eða sambýlisfólki
þar sem annar
| aðilinn vinnur fyrir
heimilistekjunum,
1100.000 krónum
á mánuði.
DÆMI af hjónum eða
sambýlisfólki sem skipta
jafnt með sér 80.000 króna
mánaðarlaunum.
hlutfallið þyrfti að vera, til þess að
sveitarfélögin fengju sömu tekjur og
þau hafa samkvæmt núverandi kerfi.
80.000
34,75% persónu-
skattur frádráttur
13.900 -11.500
Eftir
standa
75.200
13.900 -11.500
34,75% persónu-
skattur frádráttur
Skattleysismörk
33 þúsund krónur
Eins og kom fram í Morgunblað-
Morgunblaðið/ GÚI
inu í gær, þá verður persónufrádrátt-
ur 11.500 krónur á einstakling á
mánuði, samkvæmt staðgreiðslu-
frumvarpinu og skattleysismörk
Greinargerð með staðgreiðslufrumvarpi:
Líklegt innheimtuhlutfall
1988 34,75% í stað 40% nú
Hlutur ríkissjóðs 28,5%, sveitarfélaga 6,25%
FIMM stjórnarfrumvörp um
skattkerfisbreytingu [stað-
greiðslu skattaj verða lögð fram
á Alþingi næstu daga. I fyrsta
lagi staðgreiðslufrumvarpið [inn-
heimta tekjuskatts og útsvars í
formi staðgreiðslu]. í annan stað
fjögur tengd frumvörp, sem leiða
til ýmiss konar einföldunar í
skattkerfinu og nauðsyniegra
breytinga á öðrum lögum, til sam-
ræmis við staðgreiðslufrumvarp-
ið.
Frumvörpin fjögur, sem fylgja
staðgreiðslufrumvarpinu, fjalla
um ýmis tímabundin úrlausnar-
efni, sem fylgja breytingu úr
núverandi kerfi eftirágreiddra
skatta yfir í staðgreiðslu. Sér-
stakt frumvarp er um gildistöku
staðgreiðslu opinberra gjalda. Þá
fylgir frumvarp um breytingu á
lögum um tekju- og eingarskatt
(nr. 75/1981) um breytingu á
skattstofni, ákvæði um skatthlut-
fall og skattafslátt o.fl. Þriðja
samræmingarfrumvarpið fjallar
um breytingar á lögum um tekju-
stofna sveitarfélaga. Og loks er
frumvarp til breytinga á lögum
um kirkjugarðsgjald og sóknar-
gjöld vegna samruna þessara
gjalda við tekjuskattinn.
Alþjóðleg þróun og að-
dragandi hérlendis
í drögum að almennum athuga-
semdum með staðgreiðslufrumvarp-
inu segir m.a.:
„Undanfarin ár hafa umræður um
skattamál verið fyrirferðarmiklar
víða á Vesturlöndum og róttækar
skattkerfisbreytingar víða verið lög-
festar. Breytingamar í Bandaríkjun-
um, sem gerðar voru á síðasta ári,
eru alkunnar, en margar aðrar þjóð-
ir hafa einnig gert miklar breytingar
á skattheimtu. Víða hefur náðst
breið pólitísk samstaða um breyting-
ar á skattkerfinu.
Meginmarkmið með þessum
skattkerfisbreytingum hefur verið
að gera skattlagningu einfaldari,
skilvirkari og auðskiljanlegri öllum
almenningi. Víða hefur skattstigi
verið einfaidaður til muna með því
að fækka þrepum og fella þau hæstu
niður til að lækka jaðarskatta.
Áherslan hefur færst frá því að beita
tekjuskatti til þess að færa fjármuni
frá þeim tekjuháu til hinna, sem
lægri tekjur hafa í að reyna að
tryggja, að þeir, sem hafa svipaðar
tekjur, greiði sambærilega skatta
að öðru gefnu. Staðgreiðslu hefur
víðast hvar þegar verið komið á og
hefur hún því ekki verið liður í þess-
um skattkerfisbreytingum í öðrum
löndum.
Þótt skattkerfið hérlendis, sem
byggir á lögum um tekjuskatt og
eignarskatt nr. 40/1978 með síðari
breytingum, sé tiltölulega einfalt
miðað við skattkerfi í ýmsum öðrum
löndum, hefur gagnrýni á_það farið
vaxandi hin síðari ár. I skýrslu
nefndar sem kannaði umfang skatt-
svika og lögð var fyrir Alþingi 18.
apríl 1986, sbr. ályktun Alþingis 3.
maí 1984, er m.a. bent á nauðsyn
þess að einfalda skattalögin og
fækka skatttegundum.
í skýrslu nefndarinnar segir m.a.:
„Aftur hefur sigið á ógæfuhliðina
fyrir lögum um tekjuskatt og eignar-
skatt síðan 1978, sbr. stofnlögin nr.
40/1978, lög nr. 75/1981 og síðari
breytingar. Undanþágum, frádrátt-
arliðum og valkostum hefur sífellt
íjölgað. Einfalda má lögin með því
m.a. að koma til móts við mismun-
andi sérþarfir í tryggingalöggjöf,
húsnæðislöggjöf og kjarasamning-
um í stað þess að gera það í skatta-
lögum.“
Síðar segir í áliti nefndarinnar:
„Niðurfelling undanþága og fækkun
frádráttarliða auðvelda öll skattskil,
getur stytt fresti, dregur úr vinnuá-
lagi á skattstofununi og gerir þeim
kleift að sinna betur endurskoðun
skattframtala og rannsóknum. Með
því eykst aðhald og upplýstum brot-
um fjölgar."
í nóvembermánuði sl. skipaði Þor-
steinn Pálsson fjármálaráðherra
starfshóp til að gera tillögur um
breytingar á skattalögum. Starfs-
hópnum var m.a. falið að kanna:
# 1. Einföldun skattkerfisins m.a.
með afnámi sérstakra frádráttarliða
manna og lækkun skattþrepa.
# 2. Skattlagningu á ijármagns-
tekjur og aðrar eignatekjur og
samhengi slíkrar skattlagningar og
eignaskatts. Einnig skattlagningu á
tekjur í formi hlunninda.
# 3. Skattlagningu á fyrirtæki
m.a. með tilliti til afskriftareglna og
þess hvort lækka megi álagningar-
prósentu en fella niður í staðinn
fjárfestingar- og varasjóðstillág.
# 4. Staðgreiðslu skatta og hvern-
ig hún tengist öðrum breytingum á
lögjinum.
I hópnum hafa átt sæti Sigurður
B. Stefánsson hagfræðingur, sem
jafnframt er formaður, Indriði H.
Þorláksson skrifstofustjóri, Skúli
Eggert Þórðarson yfirlögfræðingur
og Sveinn Jónsson löggiltur endur-
skoðandi. Með hópnum hafa starfað
náið frá í desember þeir Garðar
Valdimarsson ríkisskattstjóri, Jón
Guðmundsson deildarstjóri hjá emb-
ætti hans og Lárus Ögmundsson
deildarstjori í fjármálaráðuneytinu.
Bolli Héðinsson efnahagsráðunautur
ríkisstjórnarinnar kom einnig til
starfa með hópnum í janúar.
Ákveðið var á fyrstu dögum í
starfi hópsins að tillögur um einföld-
un skattkerfisins og nauðsynlegar
breytingar vegna staðgreiðslu á
tekjuskatti einstaklinga skyldu vera
forgangsverkefni til að unnt yrði að
skila áliti og frumvarpsdrögum fyrir
lok janúarmánaðar 1987. Vinnu við
víðtækari breytingar á lögum um
tekju- og eignarskatt, t.d. vegna
skattlagningar fjármagnstekna og
annarra eignatekna, og vegna skatt-
lagningar fyrirtækja, var þannig
vikið aftur fyrir tillögur um breyting-
ar á tekjuskatti einstaklinga.
Ráðgert er að starfshópurinn snúi
sér að þessum verkefnum í beinu
framhaldi af afgreiðslu þeirra frum-
varpa, sem nú liggja fyrir.
Við gerð kjarasamninga Alþýðu-
sambands íslands, Vinnuveitenda-
sambands íslands og Vinnumála-
sambands samvinnufélaganna í
desember sl. voru skattamál einnig
til umræðu og sendu samningsaðilar
ríkisstjórninni hinn 5. desember
sérstakt minnisblað um breytingar
á tekjuskattskerfinu. Þvi svaraði
fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar með bréfi 6. desember.
Þar segir m.a.:
„Ríkisstjómin telur tillögur þessar
um einföldun tekjuskattskerfisins og
staðgreiðslu tekjuskatts mikilvægt
innlegg í þá umfjöllun, sem nú fer
fram um breytingar á skattkerfinu.
Hugmyndir þessar hafa verið at-
hugaðar eftir því sem unnt hefur
verið á skömmum tíma, m.a. af
nefnd sem nú starfar á vegum fjár-
málaráðuneytisins að því verkefni
að endurskoða tekjuskattslögin. Hér
er um afar róttækar breytingar á
tekjuskattlagningu að ræða, sem
kalla á viðamikla lagasetningu. Und-
irbúningur slíkrar lagasetningar
krefst margvíslegra athugana á
áhrifum þessara breytinga áður en
unnt er að taka endanlegar ákvarð-
anir um einstaka þætti.
Hluti breytinganna samkvæmt
hugmyndum samningsaðila er þess
eðlis, að hann snertir mjög sveitarfé-
lög og aðra aðila með sjálfstæð
verkefni samkvæmt lögum og verður
ekki um hann fjallað án aðildar
þeirra.
Fjármálaráðuneytið mun fela
nefnd þeirri, sem að framan greinir,
að taka tillögur þessar til umQöllun-
ar og úrvinnslu, og mun hún hafa
í því efni samvinnu við aðila vinnu-
markaðarins.
I þeirri vinnu og því samstarfi
verður lögð áhersla á að gera skatta-
kerfið einfalt, draga úr möguleikum
á undanskoti tekna og breikka
skattagrunninn með því að draga inn
í hann allar tekjur og tekjuígildi og
fella niður frádráttarliði.
Það svigrúm, sem þarna myndast
verður fyrst og fremst notað til að
hækka skattleysismörk og einnig til
að lækka skatthlutfall, enda mun
slíkt hvetja til bættra skattskila.
Áhersla mun lögð á að frumvarp
um þetta efni verði Iagt fram á því
þingi er nú situr, þannig að unnt
verði að taka upp staðgreiðslu
beinna skatta í ársbyijun 1988.“
Það frumvarp sem hér liggur fyr-
ir ásamt hliðarfrumvörpum er
afrakstur af starfi þess starfshóps
sem skipaður var í nóvember og
þeirra embættismanna, sem með